Hoppa yfir valmynd
29. júní 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Nýr sjóður Norðurlandanna tileinkaður menningarstarfi á Norðurslóðum

Lilja Alfreðsdóttir menningar og viðskiptaráðherra situr nú ráðstefnu um list á norðurslóðum (e. Arctic Arts Summit) sem fer fram í Whitehorse í Kanada.

Um 300 þátttakendur frá Norðurskautslöndunum taka þátt. Þetta er í þriðja sinn sem ráðstefna um menningarmál af þessu tagi fer fram. 

Ráðherra tók þátt í pallborðsumræðum um nýja sýn um aukið samstarf á milli Norðurskautslanda á vegum norrænu ráðherranefndarinnar. Stór hluti Norðurlandanna og hafsvæðisins er á Norðurheimskautssvæðinu. Norðurlöndin starfa náið saman í ýmsum verkefnum tengdum þessu svæði.

Í samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um málefni norðurslóða 2022-2024 er myndaður rammi um verkefni og starfsemi á norðurslóðum. Samstarfsáætlunin gegnir mikilvægu hlutverki í vinnu að því að efla norrænt og alþjóðlegt samstarf á norðurslóðum.

Menning hefur alltaf gengt mikilvægu hlutverki í norrænu samstarfi og nú hafa norrænir ráðherrar menningarmála ákveðið að efla menningarlega þróun á norðurslóðum og sett à laggirnar nýjan sjóð tileinkaður menningarstarfi á Norðurslóðum að fjárhæð 24 milljóna króna.

„Það er mikil heiður að hafa fengið að tilkynna þátttakendum hér í Whitehorse um þessa nýju áherslu okkar í ráðherranefnd um menningarmál. Það er mikilvægt að efla listir og menningu á Norðurslóðum. Hringborð norðursins er í auknum mæli að leggja áherslu á menningu frumbyggja og mun sú stefna vera áberandi á haustfundinum. Norðurslóðir einkennast af miklum menningarlegum fjölbreytileika og sterkri menningararfleifð,“ segir Lilja 

Nýi sjóður Norðurlandanna miðar að menningarlegu samstarfi ríkja á norðurslóðum 2022-2023 og leggur áherslu á frumbyggja og menningu þeirra.

 

„Menningaraðilar á norðurslóðum starfa oft við mjög sérstakar og oft krefjandi aðstæður hvað varðar menningarlega innviði. Í menningarlegri fjölbreytni norðurslóða felast mikilsverð verðmæti. Það er skylda okkar að varðveita hana en jafnframt skapa tækifæri fyrir listamenn norðurslóða á alþjóðlegum vettvangi” segir Lilja.

 

 

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira