Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Kallað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2023

Endurvinnsla. - myndiStock

Norðurlandaráð auglýsir eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2023 og er þema verðlaunanna í ár sjálfbær framleiðsla og notkun á textíl.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt fyrirtæki eða samtökum á  Norðurlöndum, sem hafa samþætt náttúru- og umhverfisvitund starfi sínu, eða einstaklingi sem hefur unnið mikilsvert starf í þágu náttúru og umhverfis.

Framleiðsla og notkun á textílefnum hefur í för með sér mikil og neikvæð áhrif á umhverfið og loftslagið. Með þema ársins, sem fjallar um um líftíma textíls, allt frá framleiðslu á hráefni til hönnunar, sölu og endurnýtingar, vill dómnefndin vekja athygli á því að Norðurlönd geti verið í fararbroddi í þeim umskiptum sem nauðsynleg eru í virðiskeðju textílefna í heild sinni.

Allir geta sent inn tilnefningar, en frestur til að skila þeim er til 9. maí næstkomandi. Hægt er að tilnefna norræna einstaklinga, fyrirtæki eða samtök sem starfa á Norðurlöndum eða eru í samstarfi við aðila utan Norðurlanda. Verkefnin þurfa jafnframt að hafa tengingu við Norðurlönd.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs vekja athygli á og styðja við áhrifaríkt framtak umhverfinu til góða. Verðlaunaféð er 300.000 danskar krónur.

Hægt er að senda inn tillögur um verðlaunahafa með því að fylla út þar til gert eyðublað.

Sendið inn tillögur að tilnefningum til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2023

Frétt Norðurlandaráðs þar sem óskað er eftir tilnefningum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum