Hoppa yfir valmynd

Þjónusta við Íslendinga

Aðalræðisskrifstofan veitir Íslendingum í umdæmisfylkjunum fjórum, New York, New Jersey, Connecticut og Rhode Island, margvíslega þjónustu. Aðalræðisskrifstofan hefur m.a. milligöngu um útvegun vegabréfa og ökuskírteina og veitir íslenskum ríkisborgurum ýmsa aðra fyrirgreiðslu.

Til að fá upplýsingar um starfsemi íslendingafélagsins í New York eða láta skrá sig á tölvupóstlistann sendið póst á [email protected]

Umsóknir um endurnýjun ökuskírteinis


Hægt er að sækja um endurnýjun á íslensku ökuskírteini hjá aðalræðisskrifstofunni í New York.

Umsókninni þarf að fylgja svokallað kennispjald sem útvega þarf frá ríkislögreglustjóra. Nauðsynlegt er að hringja fyrst í aðalræðisskrifstofuna, gefa upp nafn og íslenska kennitölu og óska eftir að fá kennispjald útgefið.

Fylla þarf út umsókn á aðalræðisskrifstofunni, koma með eina mynd og greiða $50 í reiðufé eða með ávísun sem stíluð er á Consulate General of Iceland in New York.


Afgreiðslutími ökuskírteinis er um fjórar vikur.

Á vefsetri utanríkisráðuneytisins er að finna upplýsingar um vegabréfsáritanir sem Íslendingar þurfa vegna ferðalaga til einstakra landa svo og upplýsingar um vegabréfsáritanir sem útlendingar þurfa vegna ferðalaga til Íslands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Veldu tungumál

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira