Hoppa yfir valmynd

Þjónusta við Íslendinga

Sendiráðið sinnir margvíslegri þjónustu við íslenska ríkisborgara í Bandaríkjunum, s.s. með milligöngu um útgáfu vegabréfa og ökuskírteina. 

Hér að neðan er að finna upplýsingar um þjónustu sendiráðsins við Íslendinga.

Sendiráðið vekur athygli á að utan opnunartíma þess er í neyðartilfellum hægt að óska eftir borgaraþjónustu í neyðarvakt utanríkisráðuneytisins í síma +354 545-0112. 

Hér eru ýmsar upplýsingar um dvöl í Bandaríkunum.

Sendiráð Íslands í Washington D.C., leggur lið bæði þeim Íslendingum sem búsettir eru í umdæmislöndunum, námsmönnum og ferðamönnum. Aðstoð sendiráðsins getur verið með ýmsum hætti. Algengast er að fólk leiti til sendiráðsins vegna útgáfu vegabréfa, neyðarvegabréfa o.þ.h.

Það skal tekið fram að sendiráðið veitir enga fjárhagsaðstoð af nokkru tagi.

Allar upplýsingar um Bandríkin má finna á http://www.usa.com/

1. Ferðamenn

Íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki vegabréfsáritun til að ferðast til Bandaríkjana og mega dvelja í allt að þrjá mánuði (90 daga). Hins vegar er brýnt að hafa gilda ESTA-heimild. ESTA umsóknina má finna hér: https://esta.cbp.dhs.gov/esta

Bandaríska sendiráðið í Reykjavík veitir nánari upplýsingar.

https://is.usembassy.gov/

2. Stofnun bankareiknings

Til að stofna bankareikning í Bandaríkjunum þar viðkomandi að vera með fast heimilisfang í Bandaríkjunum og Bandaríska kennitölu (SS#).

 • Nafn og tvö skilríki (t.d. vegabréf og ökuskírteini)
 • Staðfesting á heimilisfangi

og eftir atvikum:

 • I-94 kort
 • Visa fyrir nemendur I-20, DS-2019 eða I-797
 • Bréf frá skóla ef við á.

3. Húsnæði

Æskilegt er að ætla sér rúman tíma til að leita að húsnæði. Best er að vera á staðnum en mælt er með því að kynna sér markaðinn fyrirfram, t.d. á netinu.

Beðið er um eftirfarandi skjöl við undirskrift leigusamnings:

 • SS númer (Social Security Card) Bandarík kennitala.
 • Staðfesting á föstum tekjum
 • Staðfesting á bankareikning
 • Innbústrygging (hjá tryggingarfélagi)
 • Greiða þarf í flestum tilvikum allt að þrjá mán. fyrirfram
 • Oftast er beðið um ábyrgðarmenn
 • Námsmenn geta leitað aðstoðar hjá skóla.

4. Vegabréf

Hægt er að sækja um ný íslensk vegabréf hjá sendiráði Íslands í  Washington og aðalræðisskrifstofu Íslands í New York. Afgreiðslutími  fyrir vegabréf er frá kl. 9:30-11:00 (vegna tímamismunar við Ísland) alla virka daga, samkvæmt tímapöntun í síma: 202-265-6653 (Washington D.C.) og 212-593-2700 (New York)

Umsækjendur þurfa að hafa í huga að frágangur umsóknar og mynda- og fingrafarataka getur tekið nokkra stund.

Vakin er athygli á því að ræðismenn geta ekki lengur tekið við umsóknum um vegabréf.

Ræðismenn geta eftir sem áður haft milligöngu um útgáfu neyðarvegabréfa, ferðaskilríkja eftir því sem við á í sérstökum neyðartilfellum.

Umsækjendur verða að mæta í eigin persónu í sendiráðið þar sem lífkennamynd er tekin af viðkomandi á staðnum og er þar með óþarfi að koma með passamynd. Einnig eru tekin fingraför af umsækjendum eldri en 12 ára. Sjá gjald í gjaldskrá borgaraþjónustu. Gjaldið ber að greiða í reiðufé eða ávísun. Ekki er tekið við greiðslukortum. 

Við vegabréfaumsóknir barna er þess krafist að báðir foreldrar eða  forráðamenn komi í sendiráðið og samþykki með undirskrift á fylgiskjali.  Fylgiskjal þetta er hægt að nálgast á www.skra.is og  einnig er hægt að fá það sent frá sendiráðinu geti annað  foreldri/forráðamaður af einhverjum ástæðum ekki mætt í sendiráðið en þá  þarf hann/hún að hafa undirritað skjalið og fengið það vottað af  tveimur einstaklingum og þarf þá ljósrit af persónuskilríkjum forræðismanns og beggja votta að fylgja með. Sé um einn forræðisaðila að ræða er  æskilegt að framvísa sönnunargagni þar um, skilnaðarpappírum eða staðfestum samningi um forsjá.

Börn sem fædd eru erlendis þurfa að vera komin með kennitöluskráningu í  íslensku þjóðskránni og nauðsynlegt er að kennitöluvottorð frá þjóðskrá fylgi komi kennitala ekki fram á skírnarvottorði barnsins, sem einnig  þarf að framvísa fæðingarvottorði, hafi barnið ekki fengið útgefið  vegabréf fyrr.

5. Bandarísk ökuskírteini:

Íslendingar búsettir í Bandaríkjunum geta skipt íslenskum ökuskírteinum sínum yfir í Bandarískt ökuskírteini. Íslensku ökuskírteini ber að skipta því yfir í Bandarískt ökuskírteini eigi síðar en hálfu ári (6 mán) eftir komudag. Nánar um afgreiðslu Bandarískra ökuskírteinis: http://www.usa.gov/Topics/Foreign-Visitors-Driving.shtml

6. Atvinnuleit

Íslendingar á atvinnuleysisbótum á Íslandi sem flytja til Bandaríkjanna eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum í Bandaríkunum. Fyrirtæki - atvinnurekendur í Bandaríkjunum geta sótt um visa fyrir Íslendinga sem þeir ráða í vinnu.  Meiri upplýsingar eru fáanlegar í Bandaríska sendiráðinu í Reykjavík

http://is.usembassy.gov/

7. Íslendingar í námi

Nemandi sem fær aðild í Bandaríska skóla fær visa I-20 frá skólanum.  Bandaríska sendiráðið sér síðan um að stimpla vegabréf námsmanns.

8. Skráning íslenskra barna sem eru fædd í Bandaríkjunum

Börn íslenska foreldra fædd í Bandaríkjunum eða börn fædd í blönduðu hjónabandi þarf að skrá fæðingu þess hjá Þjóðskrá á Íslandi. Viðkomandi fær Bandarískt fæðingarvottorð á fæðingarheimilinu og barninu er strax gefið nafn.

Upplýsingar um skráningu barns í íslenska þjóðskrá.

Athygli skal vakin á því að sækja þarf um ríkisborgararétt fyrir barn íslensks föður og erlendrar móður sem ekki eru í hjónabandi, á þar til gerðu eyðublaði hjá Island.is.

9. Gifting Íslendinga í Bandaríkunum

Íslendingar sem vilja gifta sig í Bandaríkunum þurfa:

 • Frumrit að fæðingarvottorði sem fæst hjá Þjóðskrá
 • Staðfesting á heimilisfangi (t.d. leigusamningur, síma- eða rafmagnsreikningur)
 • Staðfesting á að viðkomandi sé ógiftur - fæst hjá Þjóðskrá
 • Staðfesting á að viðkomandi sé leyfilegt að gifta sig samkvæmt íslenskum lögum
 • Gild skilríki (vegabréf, dvalarleyfi)
 • Hvert fylki fyrir sig er með mismunandi reglur um giftingu sjá hér: https://www.usmarriagelaws.com/marriage-license-laws

10. Viðskiptaþjónusta

Sendiráðið í Washington D.C., og viðskiptafulltrúinn í New York veita fjölbreytta þjónustu og má sem dæmi nefna:

 • Aðstoð við skipulagningu kynninga og ráðstefna
 • Afnot af fundarsal
 • Aðstoð við leit að umboðsaðilum
 • Skipulagning viðskiptaheimsókna
 • VUR á vettvangi – viðskiptafulltrúi fylgir fyrirtækjum á fund erlendra aðila

Viðskiptafulltrúa skrifstofa í NY. 

800 Third Avenue, 36th floor, New York NY 10022, -

Sími: 1 (646) 282 9360

11.  Flutningur til Íslands

Þegar fjölskylda eða einstaklingur flytur aftur til Íslands eftir að hafa búið erlendis þarf að huga að ýmsu. Nánari upplýsingar má finna á vefsetrinu island.is.

Fjölmörg Íslendingafélög eru starfrækt í Bandaríkjunum, sjá lista hér að neðan. Á vefsetrum þeirra er að finna upplýsingar um viðburði á borð við þorrablót og ýmsar aðrar upplýsingar. Ítarlegri upplýsingar um Íslendingafélögin er hægt að finna undir enskri útgáfu heimasíðu sendiráðsins.

Arizona

Phoenix
The Society of Icelanders in Arizona
President: David Hill

43540 W Bravo Ct
Maricopa, AZ 85138
Tel;480-782-0606

E-mail; [email protected]

Sun City
Scandinavian Club of Sun City
P.O. Box 1397, Sun City West, AZ 85372-1397

California

Los Angeles
The Icelandic American Association of Southern California
President: Ms.Katrín Fabbiano
Tel: 818-244-6094
Email:[email protected]
Website: www.clubicelandsocal.com

San Francisco
Icelandic Association of Northern California
President: David Haukur Boyd
E-mail: [email protected]
Website: www.iceland-usa.org

District of Columbia

Washington D.C.
Icelandic Association of Washington, D.C.
President: Ms. Tiffany Matthews
P.O. Box 424, Centerville, VA 20122
Tel: 336-210-9487
E-mail: [email protected]
Website: www.icelanddc.com

Florida

Miami
Icelandic American Association of South Florida
President: Mr. Matthías Eggertsson
204 E. McNab Road, Pompano Bech, FL 33060
Tel: 1-954-788-2450
E-mail:[email protected]

Icelandic American Association of Florida

President: Erna Neal

Sími: 407-670-8545

e-mail: [email protected]  

FloridaIcelanders.org

Orlando
Leifur Eiriksson - Icelandic American Association of Central Florida
President: Mr.Óttar Hreinsson                                                    
Tel: (407) 249-1450

Georgia

Atlanta
Icelandic Association of Georgia
On facebook "ICE in ATL"
E-mail: [email protected]

Illinois

Chicago
Icelandic Association of Chicago
President: Mr. Einar Steinsson

Missouri

Kansas City
The Icelandic Association in Kansas City
President: Mr. J.S. Skaptason
3905 West 120 Terrace, Leawood, KS 66209
Tel: (913) 491-4679; Fax: (913) 491-0636

Massachusetts

Boston
The Icelandic Society in Boston
Website: http://www.isfolkid.net

Minnesota

Fargo-Moorhead
Fargo-Moorhead Icelandic Klub
President: Andrea Abrahamson
c/o Susan Sigurdsson - Newsletter Editor
1402 15th Street South, Moorhead, MN 56560
E-mail: [email protected] and [email protected]

Minneapolis
The Icelandic Hekla Club
President: Dianne O'Konski
E-mail: [email protected]>

Minneapolis
The Icelandic American Association of Minnesota
President: Claire Eckley
7646 E. Borman Way, Inver Grove Heights, MN 55076
E-mail: [email protected]
Website: https://inlofna.org/minnesota

New York

New York
The Icelandic Society of New York
President: Ms. Begga Laxdal
E-mail: [email protected]
Consulate General of Iceland 800 Third Avenue, 36th Floor New York, NY 10022

North Dakota

Minot
Icelandic Heritage Society
President: Ms. Eva Goodman
P.O. Box 862 , Minot, North Dakota 58702

Mountain
Icelandic Communities Association
P.O. Box 063, Mountain, North Dakota 58262
Tel: 701-993-8268 Fax: 701-993-8239
Tölvupóstur

Texas

Dallas - Fort Worth
Icelandic Association of the Dallas - Fort Worth Area
Contact: Ms. Heida S. Reed
E-mail: [email protected]

Utah

Spanish Fork

Icelandic Association of Utah

President: Lacey Nielson

P.O.Box 874, Spanish Fork, UT 84660

E-mail: [email protected]

Virginia

Icelandic American Association of Hampton Roads
President: Ms. Sesselja Siggeirsdóttir
185 Commodore Drive, Norfolk, VA 23503
Tel: (757) 587-1068
E-mail: [email protected]
Facebook: https://www.facebook.com/Icelandic-Association-Virginia-118737471489500/

Washington

Seattle
Icelandic Club of Greater Seattle
President: Mr. Henry Bjornsson
PO BOX 70102
Seattle, WA 98127
E-mail: [email protected]
Website: http://www.icelandseattle.com/

Publications

Lögberg Heimskringla
Mr. Steinþór Guðbjartsson, Managing Editor
206-900 St. James Street
Winnipeg, Manitoba
R3G 3J7, CANADA
E-mail: [email protected]
Website: www.lh-inc.ca

Organizations

Fiske Icelandic Collection
Curator: Mr. Patrick J. Stevens
Cornell University Library
Ithaca, NY 14853-5302
Tel: 607-255-3530
Fax: 607-255-9524
E-mail: [email protected]

Icelandic Golf Association

11 Dupont Circle, 2nd Floor
Washington, DC 20036

Talið er að um 100-500 þúsund Bandaríkjamenn eigi rætur sínar að rekja til Íslands. Vestur-Íslendingar reka blómlega félagsstarfsemi víða í Bandaríkjunum og á Íslandi sinna nokkrir samstarfi við Vestur-Íslendinga.

Hér að neðan er að finna tengla í vefsetur sem tengjast Vestur-Íslendingum í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Lögberg-Heimskringla

Snorraverkefnið

Vesturfarasetrið á Hofsósi

Sendiráðið sinnir margvíslegri þjónustu við íslenskt atvinnulíf og íslensk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum í Bandaríkjunum. Viðskiptafulltrúi sendiráðsins er staðsettur á Aðalræðisskrifstofu Íslands í New York.

Hafðu óhikað samband ef þú vilt frekari upplýsingar um þjónstu sendiráðsins við íslensk fyrirtæki og atvinnulíf.

Vegabréfsáritanir

Íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, hyggist þeir dvelja þar skemur en 90 daga í landinu. Skv. nýjum reglum ber öllum ferðamönnum til Bandaríkjanna að framvísa raflesanlegu vegabréfi og fylla ESTA út fyrir komu til Bandaríkjanna.

Sérstök athygli er vakin á því að það er refsivert skv. bandarískum lögum að dvelja lengur en 90 daga á ferðamannaáritun og framfylgja bandarísk yfirvöld því nákvæmlega.

Hyggist íslenskur ríkisborgari dvelja lengur en 90 daga í Bandaríkjunum þarf hann að sækja um vegabréfsáritun í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi, sjá vefsetur sendiráðsins.

Fyrir íslenska ríkisborgara:

Þann 1. júlí 2003 tók gildi breyting á lögum um íslenskan ríkisborgararétt nr.100/1952. Breytingin heimilar íslenskum ríkisborgurum að halda íslensku ríkisfangi þótt þeir sæki um ríkisborgararétt í öðru ríki.

Fyrir erlenda ríkisborgara:

Þegar útlendingi er veittur íslenskur ríkisborgararéttur með lögum frá Alþingi er ekki gerð krafa til þess að hann afsali sér fyrri ríkisborgararétti sínum til þess að fá íslenska ríkisborgararéttinn. Hins vegar getur verið að lög ríkis þess sem útlendingurinn átti ríkisborgararétt í kveði á um að ríkisborgararéttur hans í því ríki falli niður er hann fær ríkisborgararétt í öðru ríki. Gildir það til dæmis um Danmörku og Noreg.

Umsóknum um tvöfalt ríkisfang skal beint til dómsmálaráðuneytis Íslands, sjá frekari upplýsingar á vef ráðuneytisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Veldu tungumál

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira