Um sendiskrifstofu
Hlutverk og starfsemi sendiráðs Íslands í Washington D.C.
Meginhlutverk sendiráðs Íslands í Washington D.C. er að hlúa að og efla tvíhliða samstarf Íslands og Bandaríkjanna, og annarra umdæmisríkja sendiráðsins á sviði stjórnmála, varnar- og öryggismála, viðskipta, mennta- og menningarmála. Því hlutverki er einkum sinnt með eftirfarandi hætti:
- Að gera grein fyrir stefnu íslenskra stjórnvalda í helstu málaflokkum í bandaríska stjórnkerfinu og þannig auka skilning á og stuðning við íslenska hagsmuni. Samhliða því að fylgjast með og gera grein fyrir stefnu bandarískra stjórnvalda í helstu málaflokkum, og leggja mat á aðgerðir Bandaríkjastjórnar með tilliti til mögulegra áhrifa á íslenska hagsmuni.
- Að styðja við íslenskt atvinnulíf í viðskiptum við Bandaríkin, bæði með stuðningi við einstök fyrirtæki og atvinnugreinar, og með því að stuðla að gerð viðskiptasamninga á milli ríkjanna.
- Að koma íslenskri menningu á framfæri í Bandaríkjunum og efla menntasamstarf Íslands og Bandaríkjanna.
- Að aðstoða og standa vörð um réttindi íslenskra ríkisborgara í Bandaríkjunum og efla þjóðrækni meðal Íslendinga og afkomenda þeirra í Bandaríkjunum og umdæmisríkjum.
- Sendiráðið er einnig tengiliður við og tekur þátt í starfi NATO Allied Command Transformation í Norfolk. Sendiráðið tekur þátt í samráði sendiráða í Washington D.C. um málefni Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Frekari upplýsingar um starfsemi sendiráðsins veitir starfsfólk þess í gegnum netfangið [email protected].
Sendiráð Íslands í Washington D.C.
HeimilisfangHouse of Sweden, 2900 K Street N.W. #509
Washington DC 20007-1704
Sími: +1 (202) 265 6653
Netfang
Afgreiðsla virka daga frá kl. 09:00 - 16:00
Sendiráð Íslands í Washington D.C.Facebook hlekkurSendiráð Íslands í Washington D.C.Twitte hlekkurNafn | Starfsheiti | Netfang |
---|---|---|
Ann-Sofie Cox | áritunarfulltrúi | [email protected] |
Ásdís Hreinsdóttir | yfirmaður ræðis- og áritunardeildar | [email protected] |
Garðar Forberg | varnarmálafulltrúi | [email protected] |
Gunnlaug Guðmundsdóttir | sendifulltrúi | [email protected] |
Kristín Aranka | þriðji sendiráðsritari | [email protected] |
Ragnhildur E. Arnórsdóttir | sendiráðunautur | [email protected] |
Skrifstofa sendiherra/Ambassador's office | [email protected] | |
Svanhildur Hólm Valsdóttir | sendiherra | [email protected] |
Ísland er með kjörræðisskrifstofur í flestum fylkjum Bandaríkjanna og í umdæmisríkjunum Argentínu, Brasilíu, Chile og Mexíkó. Hlutverk kjörræðismanna er að gæta hagsmuna íslenskra ríkisborgara í gistiríki og styðja við stjórnmála-, viðskipta- og menningarsamstarf. Kjörræðismenn aðstoða einnig, eftir föngum, íslenska ríkisborgara sem eru í vanda staddir í gistiríki.