Um sendiskrifstofu
Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York var fyrsta íslenska sendiskrifstofan sem var opnuð eftir að íslenska utanríkisþjónustan var stofnuð árið 1940. Meginhlutverk skrifstofunnar eru á sviði viðskiptamála í Bandaríkjunum og Kanada og erlendra fjárfestinga til Íslands. Skrifstofan sinnir einnig upplýsinga- og menningarmálum ásamt hefðbundnum ræðisstörfum í fjórum fylkjum, New York, New Jersey, Connecticut og Rhode Island. Í umdæmi aðalræðisskrifstofunnar búa um 34 milljónir íbúa.
Aðalræðisskrifstofa Íslands sér einnig um framkvæmd Iceland Naturally markaðskynningarátakið í Norður-Ameríku í samstarfi við Íslandsstofu. Skrifstofan heldur jafnframt utan um starfsemi Icelandic American Chamber of Commerce og Icelandic Canadian Chamber of Commerce.
Til að fá upplýsingar um starfsemi íslendingafélagsins eða láta skrá sig á tölvupóstlistann sendið póst á [email protected]
Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York
Heimilisfang733 Third Avenue, 18th floor
New York NY 10017
Sími: +1 (646) 282 9360
Netfang
Afgreiðsla virka daga frá kl. 09:00 - 16:30
Aðalræðisskrifstofa Íslands í New YorkFacebook hlekkur
