Hoppa yfir valmynd

Viðskipti

Þjónusta

Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins er starfrækt í sendiskrifstofum Íslands til að efla samkeppnisstöðu og árangur íslenskra fyrirtækja í útrás. Þar er veitt þjónusta á borð við markaðssetningu, markaðsókn, leit að hugsanlegum samstarfsaðilum og tengingum við markaðinn og væntanlega viðskiptavini. 

Fyrir hverja?

Fyrir íslensk fyrirtæki sem eru búnir að taka stefnu á tiltekna markaði og vilja nýta veru viðskiptafulltrúanna á mörkuðum og þekkingu á staðháttum til að auka árangur í útflutningi.

Hvað gerir viðskiptafulltrúinn?

Viðskiptafulltrúar VUR starfa innan sendiskrifstofa Íslands og hafa greiðan aðgang að tengslaneti sendiskrifstofanna. Viðskiptafulltrúinn vinnur fjölbreytt markaðstengd verkefni sem eru sérsniðin að þörfum viðskiptavinarins. Verkefnin eru skilgreind í fyrirfram gerðum verksamningum. Viðskiptafulltrúarnir koma heim a.m.k. einu sinni á ári til að kynna sér starfsemi íslenskra fyrirtækja með heimsóknum og opnum viðtalstímum hjá Útflutningsráði.

Hvert er verksvið viðskiptafulltrúans?

Viðskiptafulltrúinn innir af hendi markaðsrannsóknir, leitar að umboðsmönnum og samstarfsaðilum, kemur á viðskiptasamböndum og aðstoðar við gerð kynningarefnis fyrir markaðssvæðið. Hann auðveldar einnig aðgang að stjórnvöldum erlendis og opnar dyr að stærri viðskiptaaðilum.

Verksamningar

Viðskiptaþjónustan í New York veitir fjölbreytta þjónustu og má sem dæmi nefna eftirfarandi:

  • Markaðsókn
  • Markaðsaðgangur
  • Leit að umboðsaðilum
  • Skipulagning viðskiptaheimsókna
  • Aðstoð við skipulagningu kynninga og ráðstefna
  • VUR á vettvangi – viðskiptafulltrúi fylgir fyrirtækjum á fund erlendra aðila

Umfang

Lengd verkefna er eins breytileg og þau eru mörg, allt frá nokkrum klukkustundum til árs eða meira í sérstökum tilvikum. Þjónusta viðskiptafulltrúa kostar kr. 6.500 á klst.

Nánari upplýsingar um ráðgjafaþjónustuna veitir

Hlynur Guðjónsson, [email protected]

Íslensk ameríska viðskiptaráðið (IACC) var stofnað í New York árið 1986. Helsta markmið þess er að efla og treysta viðskiptatengsl á milli Íslands og Bandaríkjanna.

Helstu verkefni:

Standa að fundum og ráðstefnum um málefni er tengjast viðskiptum á milli landanna. Aðstoða við skipulagningu heimsókna aðila úr viðskiptalífi annars ríkisins til hins. Jafnframt að vaka yfir viðskiptalegum hagsmunum félaga sinna jafnt hjá bandarískum sem íslenskum stjórnvöldum.

Formaður ráðsins er Jón Sigurðsson, forstjóri hjá Össur, 1 varaformaður er Thor Thors Jr. og 2 varaformaður er Birkir Hólm Guðnason.  Framkvæmdastjóri er Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi.

Íslensk kanadíska viðskiptaráðið (ICCC) gegnir svipuðu hlutverki og IACC og formaður þess er Adam Kalbfleish, Partner, Bennett Jones í Toronto.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Veldu tungumál

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira