Um sendiskrifstofu
Sendiráð Íslands í Helsinki tók til starfa árið 1997 en Finnar opnuðu sendiráð í Reykjavík árið 1982. Sendiráð Íslands í Helsinki er einnig sendiráð Íslands gagnvart Eystrasaltsríkjunum Eistlandi, Lettlandi og Litáen, sem og Úkraínu. Í Helsinki er eitt erlent sendiráð gagnvart Íslandi, þ.e. sendiráð Úkraínu.
Sendiráð Íslands í Helsinki
HeimilisfangPohjoisesplanadi 25 B
FIN-00100 Helsinki
Sími: +358 (9) 612 2460
Netfang
Afgreiðsla virka daga frá kl. 10:00 - 16:00
Sendiráð Íslands í HelsinkiFacebook hlekkurSendiráð Íslands í HelsinkiTwitte hlekkur
Sendiherra
Auðunn Atlason
Auðunn Atlason tók við embætti sendiherra í Finnlandi 23. júlí 2020. Hann var áður fastafulltrúi Íslands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) og fastafulltrúi gagnvart öðrum alþjóðastofnunum í Vínarborg. Hann var jafnframt sendiherra Íslands gagnvart Austurríki en í umdæmi sendiráðsins voru einnig Slóvakía, Tékkland, Ungverjaland, Slóvenía og Bosnía-Hersegovína. Hann hefur einnig starfað í sendiráðum Íslands í Nýju-Delí og í Washington D.C. Áður en Auðunn kom til starfa í Helsinki var hann deildarstjóri Norðurlandadeildar í utanríkisráðuneytinu og þar áður starfandi mannauðsstjóri. Auðunn lauk DiplPol gráðu í stjórnmálafræði árið 1996 frá Freie Universität í Berlín og talar ensku, þýsku, dönsku, norsku og sænsku. Hann er giftur Sigríði Rögnu Jónsdóttur og þau eiga fjögur börn.
Æviágrip (á ensku).