Hoppa yfir valmynd

Þjónusta við Íslendinga

Sendiráðið aðstoðar Íslendinga í neyð við að leita sér viðeigandi aðstoðar, í samstarfi við íslensk yfirvöld og yfirvöld í Finnlandi og umdæmisríkjum.

Aðstoð sendiráðsins við íslenska borgara getur verið með ýmsum hætti. Algengast er að fólk leyti til sendiráðsins vegna útgáfu vegabréfa og samskipta við hin ýmsu stig finnskrar og íslenskrar stjórnsýslu en einnig aðstoðar sendiráðið Íslendinga m.a. vegna veikinda eða slysa, sakamála og afplánunar refsidóma, skjalavottanir, leit að týndum einstaklingum og heimflutnings látinna, veikra eða vegalausra borgara. Þá býðst Íslendingum að taka próf hjá íslenskum menntastofnunum í sendiráðinu og greiða atkvæði utankjörfundar. 

Umsjónarmaður aðstoðar- og ræðismála er Sigrún Bessadóttir, fulltrúi. 

Sendiráðið vekur athygli á að utan opnunartíma þess er í neyðartilfellum hægt að óska eftir borgaraþjónustu í neyðarvakt í utanríkisráðuneytisins í síma +354 545-9900. 

Ferðamönnum í vanda er bent á að hafa í fyrstu samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma +354 545 9900.

Íslendingar geta fengið peninga senda að heiman í gegnum Western Union og sótt þá í Forex. Það skal tekið fram að sendiráðið veitir ekki fjárhagsaðstoð af nokkru tagi. 

Sjá frekari upplýsingar um Borgaraþjónusta fyrir íslenska ríkisborgara erlendis

Upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar (Info Norden) veitir upplýsingar um flutning milli Norðurlandanna t.d. í tengslum við atvinnuleit, skatta, sjúkratryggingar, lífeyri, barnabætur og tollamál.

www.finland.fi Opinber vefur Finnlands með fréttum, gagnlegum upplýsingum og krækjur

Íslendingar þurfa í sumum tilvikum vegabréfsáritanir til að geta ferðast til annarra ríkja. Frekari upplýsingar er að finna á vef utanríkisráðuneytisins um Vegabréfsáritanir.

Skv. upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er íslenskum sendiskrifstofum nú óheimilt að taka á móti umsóknum um íslensk ökuskírteini ef viðkomandi Íslendingur er með fasta búsetu erlendis. Föst búseta miðast við að viðkomandi búi a.m.k. 185 daga á hverju almanaksári í viðkomandi landi. Undanskildir eru aðilar sem dvelja erlendis vegna tímabundinna verkefna eða náms (12. gr. tilsk. nr. 2006/126/EBE).

Þetta stafar af því að umferðalögunum var breytt í lok febrúar 2016. Inn í lögin kom ákvæði sem tiltekur að "föst búseta á Íslandi" sé meðal þeirra skilyrða sem þarf að uppfylla til að geta fengið útgefið íslenskt ökuskírteini. Íslendingar með fasta búsetu erlendis verða því að sækja um ökuskírteini í því landi sem þeir teljast hafa fasta búsetu í.

Mögulegt er að láta skrá börn sem fædd og búsett eru í Finnlandi en eru með íslenskan ríkisborgararétt í Þjóðskrá á Íslandi og fá þau þá úthlutað íslenskri kennitölu. Gefa þarf upp fullt nafn barns og fæðingardag. Beiðninni þarf einnig að fylgja virkatodistus/ämbetsbevis frá finnska maistraatti/magistrat eða finnsku kirkjunni. Hægt er að hafa beint samband við þjóðskrá en sendiráðið kemur gögnunum til skila sé þess óskað.

Fylla þarf út eyðublað sem er að finna á heimasíðu þjóðskrár.

Skráning barns sem á íslenskan föður en foreldrar voru ógiftir við fæðingu þess: www.utl.is/index.php/tilkynning-um-islenskan-rikisborgararett-fyrir-barn-faett-erlendis

Í Finnlandi er starfandi Félag Íslendinga í Finnlandi og skipuleggur félagið m.a. jólafagnað, þorrablót og viðburði fyrir íslensk börn. Félagið stendur fyrir íslenskuskóla í samstarfi við menntamálaráðuneytið. Félagið er á facebook og er hægt er að skrá sig þar, fylgjast með og kynnast starfsemi félagsins. 

Samband íslenskra námsmanna erlendis (SINE) veitir allar nánari upplýsingar um nám erlendis

Próftaka í sendiráði

Íslenskum námsmönnum er heimilt að taka próf frá íslenskum menntastofnunum í sendiráðinu á virkum dögum. Menntastofnun skal senda beiðni um próftöku á netfang sendiráðsins emb.helsinki[hjá]mfa.is og gera grein fyrir nemanda, námsgrein og dagsetningu prófs. Beiðnin skal vera send með ekki minna en viku fyrirvara. Frekari upplýsingar og leiðbeiningar fást hjá sendiráðinu með því að senda póst á emb.helsinki[hjá]mfa.is


-Finnska landlæknisembættið (THL) er með hagnýtar upplýsingar á ensku: 
https://thl.fi/en/web/infectious-diseases/what-s-new/coronavirus-covid-19-latest-updates  

 -Símaráðgjöf finnska félagsmálaráðuneytisins veitir góð ráð og traustar upplýsingar er varða Covid-19 veiruna. 

Þjónustunúmer: 0295 535 535  

-Símaráðgjöfin er opin frá kl. 8.00 til 21.00 á virkum dögum og frá klukkan 9.00 til 15.00 á laugardögum.  Hægt er   þjónustu á ensku og sænsku, auk finnsku. 

-Á heimasíðu hvers og eins sveitarlags  finna nánari upplýsingar. 

-Heilsugæslustöðin í þínu hverfi veitir einnig nánari upplýsingar og ráðgjöf 

Ef þig grunar  þú sért smitaður af veirunni hafðu þá samband við heilsugæsluna þína og fáðu ráðleggingar

Ekki fara beint á heilbrigðisstofnunheldur hringdu fyrst og fáðu leiðbeiningar um hvað þú átt  gera. 

-Ef um neyðarástand er  ræða hringdu þá strax í 112 


 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Veldu tungumál

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira