Hoppa yfir valmynd

Viðskipti

 

Öflug viðskipti við útlönd og kraftmikið efnahagslíf er undirstaða velferðar á Íslandi. Á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins er unnið að því að gæta hagsmuna íslenskra ríkisborgara, íslenskra fyrirtækja og neytenda með því að tryggja þeim aðgang að alþjóðamörkuðum og efla fríverslun.

Sendiráð Íslands í Helsinki sinnir viðskiptaþjónustu, ferðamálum og menningarkynningu en m.a. veitir sendiráðið íslenskum fyrirtækjum í Finnlandi og í umdæmislöndum sendiráðsins aðstoð í samstarfi með Íslandsstofu og öðrum hlutaðeigandi stofnunum og hagsmunasamtökum í því augnamiði að stilla saman strengi allra þeirra sem starfa að viðskiptum, ferðamálum og menningarkynningu á erlendri grund.

Frekari upplýsingar má finna á vef viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins.

Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda og miðar að því að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með því að efla markaðssókn Íslendinga erlendis. Íslandsstofa aðstoðar íslensk fyrirtæki og einstaklinga sem huga að útflutningi og býður m.a. upp á fræðslufundi og námskeið sem efla samkeppnisfærni íslenskra fyrirtækja og skýra innviði erlendra markaða. Jafnframt er íslenskum fyrirtækjum boðið uppá faglega aðstoð við sölu á vörum, þjónustu og þekkingu á erlendum mörkuðum í samstarfi við sendiráðin sem styður við kynningu á íslenskri menningu ytra.

Viðskipta- og menningarfulltrúi sendiráðsins í Helsinki er Arna Lísbet Þorgeirsdóttir (arna@mfa.is

Finnsk-íslenska viðskiptaráðið (FINICE)  var stofnað 1. júní 2007 og er formaður ráðsins Pekka Mäkinen. Markmið ráðsins er að efla og viðhalda traustum viðskiptatengslum milli Finnlands og Íslands.

Viðskiptaráðið er góður vettvangur fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga til að styrkja tengslanet sitt en ráðið stendur fyrir fundum og ráðstefnum um málefni sem tengjast viðskiptum milli landanna.

Með því að gerast meðlimur í ráðinu er hægt að fá greiðan aðgang að hópi íslenskra fyrirtækja á finnska markaðnum og auk þess sem ráðið getur aðstoðað við uppsetningu funda og skipulagningu heimsókna milli landanna.

Ritari ráðsins er Arna Lísbet Þorgeirsdóttir [email protected]

  • Tvíhliða viðskiptatengsl milli Finnlands og Íslands eru betri en nokkru sinni fyrr. Það má sjá í vaxandi fjölbreytni í vöruúrvali,  aukinni samvinnu og ýmsum sameiginlegum viðburðum
  • Lengi markaðist útflutningur einungis af síld og fiskafurðum til Finnlands
  • Nú sjáum við fjölbreytt úrval, þar sem heilsa og góður lífsstíll eru í forgrunni
  • Lýsi, Skyr og húðvörur blómstra hjá finnskum neytendum
  • Matreiðsluútflutningur hefur farið ört vaxandi með velgengni Food and Fun viðburðarins í Turku, öflugt samstarf milli íslenskra matreiðslumeistara og barþjóna og viðburðir sem laðar að ferðamenn frá öllum heimshornum
  • Samvinna á sviði skapandi greina eru mjög góð, hvort sem það eru glæpasögur, sjónvarpsþættir eða kvikmyndir, þungarokk, óperur, hönnun, sinfóníur eða sprotafyrirtæki
  • Beint flug er nú milli landanna þrisvar á dag mestan hluta ársins og tækifæri mörg sem í því felast
  • Finnar og Íslendingar hafa byggt brú milli Norður-Ameríku og Asíu. Icelandair og Finnair hafa sameinað krafta  sína og eru bæði samstarfsaðilar og samkeppnisaðilar
  • Icelandair hefur haft starfsemi í Finnlandi í tuttugu ár og hefur Finnair einnig hafið beint flug til Íslands. 
  •  Burtséð frá aukinni ferðaþjónustu gerir þetta öðruvísi samstarf auðvelt og mögulegt

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum