Hoppa yfir valmynd

Orkumerkingar

Markmið laga um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun, er að stuðla að því að orka sé notuð með skynsamlegum og hagkvæmum hætti með því að tryggja að neytendur hafi greiðan aðgang að samræmdum upplýsingum um orkunotkun og hávaðamengun vara sem lögin ná til, svo og áhrif á umhverfi auk annars er varðar rekstur þeirra. Lögin skulu tryggja samræmi í merkingum og stöðluðum upplýsingum vara sem tengjast orkunotkun innan Evrópska efnahagssvæðisins og frjálst flæði á slíkum vörum á sameiginlegum innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins. 

Lögin taka til merkinga og staðlaðra upplýsinga um vörur sem tengjast orkunotkun. Í reglugerð skal kveðið á um hvaða kröfur slík vara skal uppfylla svo setja megi hana á markað og taka í notkun hér á landi.

Mannvirkjastofnun fer með framkvæmd laganna.

Sjá einnig:

Lög og reglugerðir

Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum