Notkun skjaldarmerkisins
Skjaldarmerki Íslands er auðkenni stjórnvalda ríkisins. Notkun ríkisskjaldarmerkisins er þeim einum heimil. Leyfi til notkunar á skjaldarmerki Íslands og nánari upplýsingar veitir forsætisráðuneytið, [email protected].
Litir í skjaldarmerkinu
Geti miðlar, svo sem skjámiðlar, ekki sýnt silfur eða gull þá skal krossinn í skildinum vera hvítur.
Rétt mæling skjaldarmerkisins
Rétt mæling skjaldarmerkisins er sýnd á meðfylgjandi mynd.
Bakgrunnur og nálægð við skjaldarmerkið
Bakgrunnur skjaldarmerkisins skal vera hvítur, þó er heimilt að nota skjaldarmerkið í línuteikningu á lituðum bakgrunni. Hringur afmarkar æskilegan hreinan flöt umhverfis merkið (sjá mynd).
Hlutföll skjaldarmerkisins
Skjaldarmerki Íslands er silfurlitur kross í heiðbláum feldi með eldrauðum krossi innan í silfurlita krossinum. Armar krossanna skulu ná alveg út í rendur skjaldarins á alla fjóra vegu. Breidd krossmarksins skal vera 2/9 af breidd skjaldarins, en rauði krossinn helmingi mjórri, 1/9 af breidd skjaldarins. Efri reitirnir skulu vera rétthyrndir, jafnhliða ferhyrningar og neðri reitirnir jafnbreiðir efri reitunum, en þriðjungi lengri. (Forsetaúrskurður 17. júní 1944.)
Lög og stjórnvaldsfyrirmæli
Skjaldarmerkið
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.