Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Sigurðar Inga Jóhannssonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2019-06-08 14:45:0008. júní 2019Árangursríkt samstarf um Norðurstrandarleið

<p><em>Ávarp flutt við opnun Norðurstrandarleiðar 8. júní 2019</em></p> <p>Norðurstrandarleið er gott dæmi um árangursríkt samstarf tveggja sóknaráætlunarsvæða, Norðurlands vestra og Norðurlands eystra, í gegnum landshlutasamtökin SSNV og Eyþing. Stuðningur við þróun leiðarinnar í gegnum sóknaráætlun hefur verið umtalsverður, bæði í formi sérstakra áhersluverkefna sem og í formi verkefnastyrkja úr uppbyggingarsjóðum landshlutanna. Einnig hafa sveitarfélögin styrkt verkefnið beint. Þetta samstarf sóknaráætlunarsvæðanna hefur m.a. gert það að verkum að stuðningur við verkefnið hefur verið meiri en annars hefði verið mögulegur og verkefnið því farið hraðar af stað en ella.</p> <p>Það er sérstaklega ánægjulegt að leiðin sé að opna nú þegar verið er að ganga frá samningum milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og&nbsp; landshlutasamtanna um sóknaráætlanir áranna 2020-2024 og landshlutasamtökin að hefja vinnu við gerð nýrra sóknaráætlana í tengslum við samninginn. Í samningsdrögunum er einmitt lögð áhersla á samvinnu á milli sóknaráætlunarsvæða. Norðurstrandarleið er skólabókardæmi um hvernig slíkt samstarf getur skilað frábærum árangri.</p> <p><span>Leiðin er einstök og leiðir ferðamanninn í gegnum íslensk sjávarþorp, um blómlegar sveitir, að ósnortinni og kyngimagnaðri náttúru og er á köflum afskekkt og fjarri alfaraleið. Það er það sem fjölmargir ferðamenn sækjast eftir. Fullkomið fyrir þá ferðamenn sem vilja fara hægt yfir (slow travel) og stoppa lengur. Leiðin er mikilvægur liður í eflingu ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu.<br /> <br /> Heildarmarkmið ferðamannavegarins Norðurstrandarleiðar er að skapa betri tækifæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki til að selja sínar vörur undir vörumerki Norðurstrandarleiðar og í leiðinni gera sig sýnilegri á innlendum og erlendum markaði. Vegurinn mun einnig hjálpa til við að fá ferðamenn inn á jaðarsvæðin svo þeir fari ekki bara á þekktustu ferðamannastaði Norðurlands. Með því að þróa tækifæri fyrir ferðamenn til að upplifa eitthvað nýtt og skapa þannig minningar, er verkefninu einnig ætlað að stuðla að því að ferðamenn dvelji lengur á Norðurlandi og lengja ferðaþjónustutímabilið. Tilkoma Norðurstrandarleiðar verður einnig góður valkostur fyrir ábyrga ferðaþjónustu og þá ferðamenn sem vilja ná betri tengingu við óspillta náttúru meðfram strandlengjunni. Sömuleiðis geta þeir uppgötvað sjávarþorpin, fólkið sem þar býr og sögu þess og menningu sem sprettur upp úr hinu daglega amstri þeirra sem búa rétt við Norðurheimskautsbauginn.</span></p>

2019-05-09 12:00:0009. maí 2019Víti til varnaðar - markmið Íslands og framtíðarsýn

<p><span></span><span><em>Ávarp á morgunverðarfundi um umferðaröryggi í Norræna húsinu fimmtudaginn 9. maí<br /> </em></span><span><br /> Góðir gestir,&nbsp;&nbsp;<br /> yfirskrift þessarar fundar er Víti til varnaðar. Markmið fundarins er að kynna nýtt slysakort, fara yfir tölfræði umferðarslysa síðastliðins árs og með hvaða hætti tölfræðin nýtist til forvarna. Þannig verður til þekking sem hægt er að nýta til jákvæðrar þróunar að bættu umferðaröryggi og fækkun slysa.<br /> <br /> Það er sárt að hugsa til allra þeirra sem eiga um sárt að binda vegna alvarlegra slysa í umferðinni. Það er því það minnsta sem við getum gert að nýta þær upplýsingar sem við eigum um slys til að bæta öryggi okkar í umferðinni og koma í veg fyrir slys. Það er því ekki að ástæðulausu sem yfirskrift þessa morgunverðarfundar um umferðaröryggi er Víti til varnaðar.<br /> <br /> Þegar vorar og sól hækkar á lofti breytast ferðavenjur okkar.&nbsp; Fjölmargir ungir vegfarendur sem eru að fóta sig í fyrsta sinn á nýjum farartækjum, hlaupahjólum, reiðhjólum, bifhjólum eða bílum streyma út í umferðina.&nbsp;<br /> <br /> Við sem erum eldri breytum okkar ferðavenjum, tökum fram hjólið eða leggjum í langferðir um byggðir landsins eða hálendi. Meðal vegfarenda eru líka tugþúsundir ferðamanna í leit að upplifun og tækifærum fyrir ódauðlega mynd. Fyrir þeim er vegakerfið aðgangur að upplifun en okkur heimamönnum samgönguæð til að komast sem hraðast milli staða.&nbsp; Ferðamenn koma frá öllum heimshornum, meðal annars frá löndum þar sem umferðar- og akstursmenning er með allt öðrum hætti en hér tíðkast.&nbsp;<br /> Þeir sem koma frá öðrum löndum eru oft óvanir íslenska vegakerfinu og geta lent í erfiðum akstursaðstæðum. Á sama tíma og umferðin hefur aukist þá er fjölbreytileiki farartækja meiri en nokkru sinni. Nýjum venjum fylgja nýjar áskoranir og margt sem þarf að varast ekki hvað síst þar sem mætast margir og ferðamátar mismunandi.&nbsp;<br /> <br /> Í starfi mínu sem samgönguráðherra hef ég lagt ríkulega áherslu á að öryggi vegfarenda sé tryggt eins og best verður á kosið, óháð ferðamáta, eins fram kemur í samgönguáætlun. Þar er líka að finna ríkulegar áherslur á umhverfismál, ekki bara orkuskipti vegna loftslagsbreytinga heldur einnig að tryggja sem heilnæmast umhverfi fyrir vegfarendur og þá sem við vegina búa.&nbsp;<br /> <br /> Í samgönguáætlun er markmiðið um umferðaröryggi að við séum í hópi 5 bestu í heimi. Til að slíkt markmið náist þarf að færa vegakerfið upp um umferðaröryggisflokka og ljóst að ákveðnar framkvæmdir á fjölförnum stöðum þurfa að eiga sér stað á skömmum tíma. Sambærileg framlög og á undanförnum árum mæta engan veginn uppsafnaðri þörf til að endurbæta vegakerfið.&nbsp;<br /> <br /> Ríkisstjórnin var mynduð um framsýn markmið um uppbyggingu á innviðum og því tengdu verða ríflega 120 milljörðum króna varið til nauðsynlegra framkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum, sem er veruleg hækkun frá því sem var. Í haust megum við því sjá endurskoðaða samgönguáætlun í samræmi við það auka-fjármagn sem kom inn með fjármálaáætlun fyrr í vor. Í kjölfarið þarf að hrinda ýmsum verkum í framkvæmd.&nbsp;<br /> <br /> Á umferðarþyngstu þjóðvegum þarf að halda áfram að aðskilja aksturstefnur en sú aðgerð hefur skilað góðum árangri og má nefna að umferðarslysum á Reykjanesbrautinni hefur fækkað um 40% frá því að aksturstefnur voru aðskildar. Þar vitum við nú þegar að slíkar upplýsingar nýtast til að auka umferðaröryggi.&nbsp;<br /> <br /> Unnið er að því að bæta leiðbeinandi merkingar enn frekar, að fækka einbreiðum brúm og að eyða stöðum þar sem slys hafa verið tíð eða staðir metnir hættulegir. Þá er brýnt að fjölga stöðum meðfram vegum þar sem ferðamenn geta stöðvað til að njóta landsins eða hvílst án þess að valda sjálfum sér eða öðrum hættu.&nbsp;<br /> <br /> Einnig hefur vetrarþjónusta á þjóðvegakerfinu verið aukin, sérstaklega hálkuvarnir þar sem umferð hefur aukist með tilkomu aukinna ferðalaga yfir veturinn. Og vinna þarf ötullega að aðskilnaði ferðamáta í þéttbýli og innan vinnusóknarsvæða til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.&nbsp;<br /> <br /> Mig langar einnig að nefna að frumvarp til nýrra umferðarlaga, sem er til umfjöllunar á þingi, hefur það að markmiði að stuðla enn frekar að öryggi í umferðinni, laga kerfið að kröfum nútímans og alþjóðlegum samningum, taka tillit til fjölbreyttari samgöngumáta og ferðavenja.</span></p> <p><span>&nbsp;</span>Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna eru í öndvegi með áherslum á umhverfi, heilsu og vellíðan og öryggi þar á meðal skal stefnt að því að fækka þeim sem slasast eða látast í umferðinni um helming á heimsvísu fyrir árið 2030.&nbsp;</p> <p><span>Til að þessi markmið náist þurfum við öll að vera vakandi og vanda til verka. Ég er nokkuð bjartsýnn á að þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru hafi jákvæð áhrif á þróun slysa í umferðinni svo sannarlegur árangur náist.&nbsp;<br /> <br /> Kæru gestir,<br /> </span></p> <p><span>Eins og ég kom inn á áðan þá hafa gríðarlegar breytingar orðið á notkun vegakerfisins á örfáum árum. Á aðeins 5 árum hefur umferðin á þjóðvegunum aukist um ríflega 40%. Mest&nbsp; á Suðurlandsvegi austur að Jökulsárlóni þar sem hún hefur nánast tvöfaldast, langmest að vetrarlagi.<br /> <br /> Það eru miklir hagsmunir í húfi. Síðustu árin hafa að meðaltali hátt í&nbsp; 200 manns slasast alvarlega eða látið lífið árlega sem ekki er ásættanlegt. Umferðarslys og óhöpp eru talin kosta yfir 50 milljarða á ári, og er þá ekki talinn sá sársauki og sorg sem slysunum fylgja. Því er til mikils að vinna að því að draga úr slysum með öllum tiltækum ráðum. Því legg ég áherslu á að mannslíf og heilsa séu ávallt höfð í öndvegi og öryggi metið framar í forgangsröðun en ferðatími.&nbsp; &nbsp;<br /> <br /> Árlega er umferðaröryggisáætlun uppfærð á grundvelli bestu upplýsinga sem fást úr slysaskráningum, færðar á slysakort til frekari greininga og aðgerðum forgangsraðað. Gerðar&nbsp; eru ítarlegar kannanir sem veita upplýsingar um líklega hegðun vegfarenda og&nbsp; eru, ásamt slysagögnum, forsenda fræðslu með áherslu á þá þætti sem flestum slysum valda.<br /> <br /> Á 13 þúsund kílómetra löngu þjóðvegakerfi&nbsp; geta víða leynst hættur. Slysin gera ekki boð á undan sér. Sundum er orsök slysa augnabliks ógát en alltof oft er ástæðan hegðun ökumannsins, vímuefnaneysla eða hraðakstur langt umfram getu ökumanns til að stýra tæki sínu. Mannleg mistök eru óhjákvæmileg&nbsp; og það er mikilvægt að við allt skipulag, hönnun og gerð umferðarmannvirkja sé tekið mið af því.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Síaukinn umferðarþungi kallar á nýframkvæmdir, meira viðhald og auknar öryggisaðgerðir. Uppbygging samgöngumannvirkja er stór þáttur í því að bæta umferðaröryggi í ört vaxandi umferð.&nbsp;<br /> <br /> Auknu fjármagni hefur verið veitt til ýmissa framkvæmda til að flýta vegabótum og aukinn kraftur verður settur í yfirlagnir á vegum, malbik, viðhald malarvega og styrkingar. Allar slíkar framkvæmdir auka umferðaröryggi. En betur má ef duga skal.<br /> <br /> Fræðsla er vaxandi og mikilvægur þáttur í umferðaröryggi fyrir alla vegfarendur. Það hefur sýnt sig að brýnt er að fræða erlenda ökumenn um íslenskar aðstæður. Gott dæmi er nýtt samstarfsverkefni Safetravel, Samgöngustofu og Hertz þar sem að erlendir ferðamenn fá ekki&nbsp; afhenta lyklana að bílnum fyrr en þeir hafa horft á fræðslumynd og tekið próf, með það markmið&nbsp; að bæta hegðun og fækka óhöppum.&nbsp;  </span></p> <p><span>En við heimamenn þurfum einnig áminningar enda skilar fræðsla sér í meiri aga í umferðinni. Síðan veita umferðarsektirnar aðhald ef við erum staðin að því að brjóta umferðarreglur.</span></p> <p><span>Fyrir ári síðan tók ný reglugerð gildi um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum. Sektir fyrir að brjóta umferðarlög eiga að koma við kaunin á okkur enda er það dauðans alvara að virða ekki þessar reglur.</span></p> <p>Sektarupphæðirnar voru hækkaðar umtalsvert og má nefna að sekt fyrir að nota farsíma við stýrið án handfrjáls búnaðar hækkuðu í 40 þúsund krónur.&nbsp;</p> <p><span>Þá má ekki gleyma mikilvægi eftirlits og sýnilegrar löggæslu sem skiptir sköpum í því að fyrirbyggja umferðarslys með því að veita aðhald og vonandi gera okkur að betri vegfarendum.</span></p> <p><span>Við eigum að vera meðal fremstu þjóða í umferðaröryggi. Ég vil þakka starfsfólki Samgöngustofu,&nbsp; Vegagerðar, Ríkislögreglustjóra&nbsp; og ráðuneytis fyrir fórnfúst starf í þágu umferðaröryggis, við þau stóru og krefjandi verkefni að auka öryggi allra þeirra sem um vegi landsins fara, á láglendi jafnt sem hálendi, í þéttbýli sem dreifbýli.</span></p> <p><span>Við notum öll samgöngukerfið daglega, með einum eða öðrum hætti, og saman berum við ábyrgð. Umfram allt er mikilvægt að haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni og sýna hvort öðru virðingu og tillitssemi svo allir komi heilir heim.&nbsp;<br /> <br /> Eins og ég sagði í upphafi þá er yfirskrift þessarar fundar Víti til varnaðar þar sem við leitumst við að nota upplýsingar til forvarna. Samgöngustofa hefur uppfært nýtt slysakort sem sýnir slys undanfarinna ára sem eru gagnlegar upplýsingar til að átta sig á þeim hættum sem geta leynst þar sem slys verða. Mig langar því að lokum að fá Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóra Öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu til að koma hingað til að kynna og opna með mér uppfært slysakort.&nbsp;<br /> <br /> Ég óska ykkur góðs fundar.</span></p>

2019-04-11 13:55:0011. apríl 2019Öflug byggðastefna – horfum til tækifæranna

<span></span> <p><span><em>Ávarp flutt á ársfundi Byggðastofnunar 11. apríl 2019</em></span></p> <p><span>Kæru fundargestir.</span></p> <p>Það er ánægjulegt að ávarpa ársfund Byggðastofnunar sem haldinn er hér á Siglufirði – í Fjallabyggð.</p> <p>Samfélagið hérna á utanverðum Tröllaskaga hefur tekist á við ýmsar áskoranir í gegnum tíðina hvað varðar byggða- og atvinnumál.</p> <p>Mikill uppgangur í sjávarútvegi um og upp úr miðri síðustu öld færði samfélaginu mikil verðmæti og uppgangur var á öllum sviðum, næga atvinnu var að hafa og fólki fjölgaði. Siglufjörður var sennilega fimmti stærsti kaupstaðurinn á landinu um 1950 og Ólafsfjörður þá vaxandi bær, sem fékk kaupstaðarréttindi um svipað leyti.</p> <p>Breytingar í vistkerfi hafsins höfðu síðan mikil áhrif á þróun mála, síldin hvarf og þó bolfiskveiðar hafi kannski um tíma haft mikla þýðingu fyrir svæðið hérna, þá kom það ekki í staðinn fyrir hinn mikla síldarafla fyrri ára.</p> <p>Breytingar í sjávarútvegi almennt hafa einnig haft sín áhrif hér sem annarsstaðar. Tæknivæðing í veiðum og vinnslu hefur leitt af sér færri störf í sjávarútvegi, upptaka kvótakerfis og nákvæmari stýring á veiðum hefur takmarkað aðgengi að sjávarauðlindum, og svo mætti halda áfram að telja. </p> <p>Þannig að hér hafa menn gengið í gengum breytingar sem ekki eru allar jákvæðar í byggðalegu tilliti.&nbsp; Því er vel til fundið að ársfundur Byggðastofnunar sé haldinn hér – sem gefur okkur líka tækifæri til að rifa þetta upp þegar við horfum til framtíðar. </p> <p>Við þurfum í því sambandi að líta til tækifæranna þegar við veltum fyrir okkur áskorunum sem við stöndum frammi fyrir á hverjum tíma. Hér eru blómlegar byggðir, sem við viljum varðveita og efla enn frekar – og hér eru tækifærin. Líftækniiðnaður og ferðaþjónusta skapa ný tækifæri – og mikilvægt er að stuðla að nýsköpun á sem flestum sviðum. </p> <h2>Samgöngumálin</h2> <p>Það eru ýmsar leiðir til að hafa góð áhrif á þróun byggðarlaga um allt land – og það er ríkur vilji þess sem hér stendur og ríkisstjórnarinnar allar, að nýta þær leiðir sem tiltækar eru til jákvæðrar byggðaþróunar.</p> <p>Ein leið er t.d. á sviði samgöngumála. Við sjáum það ljóslifandi hér hversu mikil og varanleg áhrif jarðgöng á Tröllaskaga hafa haft fyrir allt svæðið. Hver væri staða Siglufjarðar og Ólafsfjarðar ef ekki hefði verið ráðist í það stórkostlega mannvirki sem Héðinsfjarðargöng eru? Hver eru áhrifin?</p> <p>Niðurstöður sjö ára rannsóknar á samfélagslegum áhrifum Héðinsfjarðarganganna, sem Þóroddur Bjarnason kynnti fyrir nokkrum árum síðan, sýna að efnahagslíf í Fjallabyggð hefur eflst og aukin ánægja er með vöruverð og fjölbreytni í verslun. Þar kom líka fram að Siglufjörður – og væntanlega þá einnig Ólafsfjörður – er orðinn hluti ferðamannasvæðis Eyjafjarðar og áfangastaður ferðamanna milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins.</p> <p>Bættar samgöngur skipta því veigamiklu máli þegar við viljum hafa jákvæð áhrif á byggðaþróun í dag. </p> <p>Þess vegna er það ánægjulegt að geta sagt frá því eitt af markmiðum nýrrar samgönguáætlunar er markmið um jákvæða byggðaþróun. Við viljum stefna að því að auka lífsgæði um land allt með bættum samgöngum og stuðla að þeim grunni sem nauðsynlegur er til að efla fjölbreytta atvinnu og bæta samkeppnishæfni, svo sem með betri aðgangi að þjónustu.</p> <p>Í samgönguáætluninni felast einnig margþætt tímamót – ég nefni hér nokkur:</p> <p>Orkuskipti og skyldur í loftslagsmálum – stórt mál fyrir allt okkar samfélag.</p> <p>Tímamótasamkomulag við SSH um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og um uppbyggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Við erum að tala um að koma okkur út úr skotgröfunum dreifbýli – þéttbýli. Hér verða allir að geta unnið saman.</p> <p>Niðurgreiðsla á flugfargjöldum fyrir íbúa á landsbyggðinni – hin svokallaða skoska leið sem beðið hefur verið eftir – er mikið jafnréttismál. Niðurgreiðsla á flugfargjöldum íbúa á landsbyggðum eykur möguleika fólks á að sækja þjónustu sem aðeins er hægt að fá á höfuðborgarsvæðinu.</p> <p>Rekstur varaflugvalla í millilandaflugi færður undir Isavia er stórt byggðamál því að það verður að horfa á þetta kerfi í heild sinni og vonandi tekst okkur í því sambandi að fjölga flughliðum inn í landið – m.a. inn á þetta svæði hér. </p> <p>Þannig gæti ég haldið áfram og leiðarljósið er umferðaröryggi – við erum að tala um STÓRT STÖKK í umferðaröryggismálum og af því er ég stoltur.</p> <p>Og við erum ekki bara að tala um orð – heldur athafnir. </p> <p>Það sést vel í fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, en þar er dregin fram sú staðreynd að framlög til samgönguinnviða hafa ekki verið hærri að raunvirði frá árinu 1998, að undanskildum árunum 2008 og 2009. </p> <p>Árið 2018 var fjórum milljörðum króna bætt við málaflokkinn til viðhaldsframkvæmda í samgöngum. Frá því ríkisstjórnin tók við hefur verið ákveðið að setja um 40 milljarða króna aukalega í samgöngur. Á tímabili fjármálaáætlunar er stefnt að fimm milljarða aukningu til samgöngumála á ári. </p> <p>Fjárfesting í samgöngumannvirkjum mun því nema ríflega 120 ma.kr. á tímabili fjármálaáætlunar! Þessi fjárfesting kemur líka á góðum tíma þegar svo kann að vera, að eitthvað sé að hægjast um í hagkerfinu hjá okkur.</p> <p>Meðal framkvæmda sem unnið verður að eru Vestfjarðavegur um Gufudalssveit, tvöföldun Reykjanesbrautar að Reykjanesbæ, breikkun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Þá verður lokið við gerð Dýrafjarðagangna og Dettifossveg. </p> <p>Fleiri verkefni væri hægt að telja upp, en allt er þetta tíundað í nýsamþykktri samgönguáætlun. Hana þarf hins vegar uppfæra með haustinu í ljósi nýju fjármálaáætlunarinnar. Svigrúmið hefur verið aukið og það verður nýtt til að hraða framkvæmdum á stofnbrautum sem þola ekki bið, m.a. vegna óásættanlegs umferðaröryggis.</p> <p>Ég tel einnig að byggðaleg áhrif þessarar metnaðarfullu samgönguáætlunar séu einnig talsverð og því ber að fagna.</p> <h2>Byggðaáætlun</h2> <p>Ágæta samkoma.</p> <p>Það er einmitt um það bil ár liðið frá því að tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi byggðaáætlun var lögð fyrir Alþingi.</p> <p>Áætlunin var síðan samþykkt í júní síðastliðinn eftir fína umfjöllun Alþingis.</p> <p>Ég hef áður sagt að það mikilvægasta við framkvæmd hennar sé tryggja samþættingu byggðamála við aðra málaflokka og tryggja að byggðagleraugun séu á lofti alltaf og alls staðar.</p> <p>Ég held að okkur hafi tekist ágætlega til hvað það varðar. Þar gegnir stýrihópur stjórnarráðsins lykilhlutverki en hann tryggir aðkomu allra ráðuneyta að stefnumörkuninni og einstökum aðgerðum. </p> <p>Þá skiptir það miklu máli að Sambands íslenskra sveitarfélaga á bæði fulltrúa sinn í stýrihópnum og nú í nýskipuðu byggðamálaráði – þannig er tryggt að hitt stjórnsýslustigið í landinu, sveitarfélögin, komi með beinum hætti að mótun og framkvæmd byggðaáætlunar.</p> <p>Það var farsælt skref að færa byggðamálin til ráðuneytis sveitarstjórnarmála. Það eitt og sér hefur skapað tækifæri til að horfa heildstætt yfir sviðið – eins má segja að breytingin hafi fært <br /> lykilpersónur og leikendur fyrir þessa málaflokka betur saman.</p> <p>Náið og reglubundið samband ráðuneytisins við fulltrúa landshlutasamtaka sveitarfélaga skiptir þar einnig máli.</p> <p>Og á þessu tæpa ári sem liðið er frá samþykkt byggðaáætlunar hefur margt gerst – við höfum ekki setið auðum höndum hér frekar en á öðrum sviðum. </p> <p>Af 54 aðgerðum byggðaáætlunar er þremur þegar lokið og 36 aðgerðir eru komnar í framkvæmd. Aðeins 15 aðgerðir eru ekki enn komnar í framkvæmd eða okkur skortir upplýsingar um. </p> <p>Það sem af er hefur verið úthlutað eða ráðstafað á annan milljarð króna til framkvæmdaraðila. Þar af hefur um 460 milljónum króna verið ráðstafað til verkefna sem samkeppni hefur verið um, til sértækra verkefna sóknaráætlana, til verslunar í dreifbýli og fjarvinnslustöðva. Alls hafa 26 verkefni verið styrkt á þann hátt.</p> <p>Það er líka ánægjulegt að sjá að byggðaáætlun er að koma við sögu í mörgum málaflokkum og þannig næst góð samþætting við stefnur og áherslur ríkisins á mörgum sviðum. Um 100 m.kr. á ári hafa t.d. runnið í verkefnið Íslands ljóstengt til að styðja við byggðarlög sem standa höllum fæti í samkeppni vegna mikils kostnaðar. Þegar því verkefni lýkur á næsta ári mun sambærileg fjárhæð renna til þess að vinna að þrífösun rafmagns í hinum dreifðu byggðum landsins.</p> <p>Þannig að ég er ánægður með framkvæmdina eins og hún hefur gengið fyrir sig, allir hlutaðeigandi hafa staðið sig vel og færi ég öllum bestu þakkir fyrir.</p> <p>Ég mun gera Alþingi grein fyrir framkvæmdinni með skýrslu næsta haust, en einn þáttur í því er að draga fram þá mælikvarða sem innbyggðir eru í áætlunina og ætlað er að mæta árangurinn.</p> <h2>Byggðamálaráð</h2> <p>Annað nýmæli sem ég tel rétt að gera grein fyrir hér, sem komið hefur til frá því við hittumst á ársfundi fyrir ári síðan, en það er Byggðamálaráð. Lögbundið hlutverk þess er að gera tillögu til ráðherra að stefnumótandi byggðaáætlun til 15 ára í senn og aðgerðaráætlun til fimm ára, sem endurskoða skal á þriggja ára fresti.</p> <p>Með tilkomu þess og þeim breytingum sem gerðar voru á lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir landshluta síðastliðið haust er verið að aðlaga vinnubrögð og aðferðafræði við gerð áætlana samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að nýrri hugsun samhæfðrar og samþættrar stefnumótunar og áætlanagerðar og hins vegar að samhæfa stefnumótun og áætlanagerð við lög um opinber fjármál, nr. 123/2015.</p> <p>Við undirbúning byggðaáætlunar á byggðamálaráð að hafa samráð við öll ráðuneyti á vettvangi stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál og Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin. </p> <p>Byggðamálaráð er skipað tveimur fulltrúum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þeim Ágústi Bjarna Garðarssyni, formanni ráðsins og Ingveldi Ásu Konráðsdóttur, Karli Björnssyni, fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aðalsteini Þorsteinssyni, forstjóra Byggðastofnunar og Hönnu Dóru Hólm Másdóttur, fulltrúa skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Verkefnisstjóri ráðsins er Hólmfríður Sveinsdóttir, sérfræðingur á sömu skrifstofu.</p> <p>Þannig að ráðið er að mínu mati vel skipað og vænti ég góðs af störfum þeirra. Verkefni þeirra verður síðan að móta nýja stefnu á þessu sviði og aðgerðaráætlun innan tveggja ára.</p> <h2>Sóknaráætlanir </h2> <p>Ágætu gestir.</p> <p>Ríkisstjórnin er meðvituð um þýðingu virkrar byggðastefnu fyrir landið. Við teljum að mikil verðmæti felist í því að landið sé í blómlegri byggð og að landsmenn hafi jafnan aðgang að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum um land allt.</p> <p>Sóknaráætlanir landshlutanna eru mikilvægt tæki til að reka byggðastefnu á forsendum heimamanna. Við höfum verið að styrkja þær með auknum fjárveitingum og viljum leita leiða til að gera það enn frekar.</p> <p>Verklagið sem sóknaráætlanir byggja á hefur reynst vel og almenn ánægja er með það, bæði meðal ríkis og sveitarfélaga, enda færir það aukna ábyrgð og forræði á byggðamálum heim í hérað. Þá felur sóknaráætlunarverkefnið í sér mikið og verðmætt samstarf þvert á ráðuneyti, milli sveitarfélaga og síðast en ekki síst milli ríkis og sveitarfélaga. Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál fer með stórt og mikilvægt hlutverk í þessu nýja verklagi og vil ég þakka fulltrúum í stýrihópnum fyrir vel unnin störf.</p> <p>Grunnframlög til gildandi samninga koma frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og mennta- og menningarmálaráðuneytinu, samtals 730,7 m.kr. á ári. Heimamenn í hverjum landshluta ákveða svo sjálfir til hvaða verkefna framlögunum er varið. </p> <p>Þetta fyrirkomulag hefur gefið góða raun og nú þegar nýir samningar eru í burðarliðnum er tækifæri fyrir fleiri ráðuneyti að koma að sóknaráætlunum með beinum hætti. </p> <p>Ég hef óskað eftir því við stýrihóp stjórnarráðsins að þar verði reifaðar hugmyndir um verkefni sem mögulega væri hægt að færa til sóknaráætlana landshluta – líkt og menntamálaráðuneytið gerir nú varðandi fjárstuðning á sviði menningarmála. Ég hyggst nýta þá reifun til að ræða við félaga mína í ríkisstjórn og vonast til að út úr því samtali komi tillögur um frekari sókn á þessu sviði.</p> <h2>Störf án staðsetningar</h2> <p>Að endingu, ágætu fundargestir, vil ég nefna þau áform ríkisstjórnarinnar að fela ráðuneytum og stofnunum að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar eins og kostur er. Því miður hefur samræmd nálgun innan Stjórnarráðsins hvað þetta stefnumál varðar ekki náð því flugi sem æskilegt væri, en ég bind vonir um að það gerist fljótlega. </p> <p>Markmið byggðaáætlunar eru að 10% allra starfa ráðuneyta og stofnana verði skilgreind sem störf án staðsetningar í árslok 2014. </p> <p>Við í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu höfum þegar lagt okkar á vogaskálarnar og tekið okkar fyrsta skef því nú nýlega auglýstum við fyrstu stöðuna sem er skilgreind án staðsetningar. Vænti ég þess að fljótlega fylgi önnur ráðuneyti og stofnanir í kjölfarið</p> <p>Eins er hægt að færa störf út á land með beinum hætti.</p> <p>Ég er hjartanlega sammála bæjarráði Fjallabyggðar þegar það í erindi sínu til mín í desember síðastliðinn bendir á að flutningur ríkisstofnana út á land sé ein leið til að ná markmiði um að styrkja byggð í landinu. Það benti ennfremur á að það geti varla verið lögmál að sem flestar stofnanir séu í 101 Reykjavík og að nútíma tækni í samskiptum og gagnaflutningum hljóti að breyta þessu.</p> <p>Ég held að við getum öll verið sammála – vinnum áfram að því að auka fjölbreytni starfa um allt land. Horfum til tækifæranna – nýtum þau.</p> <h2>Stjórn Byggðastofnunar</h2> <p>Ágætu þingfulltrúar.</p> <p>Verkefni mitt á þessum ársfundi er ekki síst að tilkynna um skipun nýrrar stjórnar Byggðastofnunar.</p> <h3><strong>Ný stjórn er skipuð eftirtöldum aðilum:</strong></h3> <ul> <li>Magnús Jónsson, </li> <li>Halldóra Kristín Hauksdóttir</li> <li>Sigríður Jóhannesdóttir</li> <li>Gunnar Þorgeirsson</li> <li>Karl Björnsson</li> <li>María Hjálmarsdóttir </li> <li>Gunnar Þór Sigbjörnsson</li> </ul> <h3><strong> Varamenn eru:</strong></h3> <ul> <li>Bergur Elías Ágústsson</li> <li>Herdís Þórðardóttir</li> <li>Þórey Edda Elísdóttir</li> <li>Eiríkur Blöndal</li> <li>Anna Guðrún Björnsdóttir</li> <li>Oddný María Gunnarsdóttir</li> <li>Halldór Gunnarsson </li> </ul> <p>Ég óska þeim velfarnaðar í sínum störfum.</p> <p>Jafnframt vil ég nota tækifærið og þakka fráfarandi stjórn fyrir sín góðu störf í þágu byggðamála í landinu. Sérstaklega færi ég Illuga Gunnarssyni mínar bestu þakkir, en hann lætur nú af störfum eftir tveggja ára formennskutíð. Takk kærlega fyrir þitt framlag Illugi.</p> <p>Og að endingu – kærar þakkir til starfsfólks Byggðastofnunar fyrir alla ykkar góðu vinnu.</p> <p>Góðar stundir.</p>

2019-03-29 13:08:0029. mars 2019Ávarp á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga

<span></span> <p><em>Ávarp á landsþingi&nbsp;Sambands íslenskra sveitarfélaga 29. mars 2019</em></p> <p>Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga – ágæta sveitarstjórnarfólk</p> <p>Þakka þann heiður að ávarpa ykkur á landsþingi ykkar og taka þátt í umræðum um samgöngumál en greiðar og góðar samgöngur eru grunnurinn að þjónustu og vexti hvers samfélags.</p> <p>Ég vil þó leyfa mér í lokin að koma að nokkrum orðum varðandi húsnæðismál, það er eitt af meginviðfangsefnum landsþings ykkar og var umfjöllunarefni fyrir hádegi.</p> <p>Atburðir gærdagsins eru vissulega vonbrigði að ekki hafi tekist að tryggja rekstur félagsins. Áfallið er fyrir starfsfólk fyrirtækja í flugtengdum rekstri sem missa vinnuna og þurfa nú að leita annað. </p> <p>Áfallið nær einnig inn í fjöldamörg fyrirtæki tengd ferðaþjónustu sem eru víðsvegar um landið.</p> <p>Áfallið er einnig fyrir ríkissjóð sem mun trúlega þurfa að endurskoða afkomumarkmiðin til skemmri tíma. Óvissuþættirnir við smíði fjármálaáætlunar voru Wowair, loðnan og kjarasamningar. Nú er ljóst að tveir þeirra hafa skýrst. </p> <p>Ég vil þó undirstrika að þó að landsframleiða muni taka einhverja dýfu þá er efnahagurinn sterkur og við horfum bjartsýn til framtíðarinnar og að ferðaþjónustan nái sér á strik fljótt aftur.</p> <p><strong>Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar<br /> </strong>Þrátt fyrir óvissu þá megum við ekki tapa sjónar á markmiðum þessarar ríkisstjórnar sem var mynduð um uppbyggingu á innviðum og&nbsp; hefur lagt ríka áherslu á mikilvægi samgöngumála sem er undirstaða fyrir þróun byggðar og búsetu um allt land. </p> <p>Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að hraða uppbyggingu í vegamálum og öðrum samgönguinnviðum bæði með nýframkvæmdum og viðhaldi. </p> <p>Við viljum gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa landsbyggðanna og teljum nauðsynlegt að byggja upp almenningssamgöngur um land allt.</p> <p>Þá styður ríkisstjórnin uppbyggingu borgarlínu og það þarf að gera í nánu samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. </p> <p>Þetta vildi ég nefna því að öllu þessu hefur markvisst verið unnið frá því að ríkisstjórnin tók til starfa.</p> <p>Tíminn hefur verið nýttur vel og það er vel til fundið að gera stöðumat á landsþingi ykkar nú.</p> <p><strong>Samgönguáætlun – aukið fé til framkvæmda<br /> </strong>Ef við byrjum á fjármögnun samgöngumannvirkja þá var okkur það strax ljóst að ráðast þyrfti í mikla fjárfestingu. Mikil þörf var fyrir auknu viðhaldi og nýframkvæmdir eftir mörg niðurskurðarár. </p> <p>Veruleg stórsókn er fram undan.</p> <p>Þar ber hæst 20 milljarða aukning til framkvæmda á vegakerfinu. Má segja að þessi vilji og ásetningur sé varanlega rammaður inn. Þar er dregin fram sú staðreynd að framlög til samgönguinnviða hafa ekki verið hærri að raunvirði frá árinu 1998, að undanskildum árunum 2008 og 2009.</p> <p>Er það viðbót við 16,5 milljarða aukningu frá gildandi áætlun, og tæplega 4 milljarða króna viðbót til að flýta fyrir nauðsynlegum nýframkvæmdum og viðhaldi. Samtals rúmlega 40 milljarðar. </p> <p>Fjárfesting í samgöngumannvirkjum mun því nema ríflega 120 ma.kr. á tímabili fjármálaáætlunar. Þessi fjárfesting kemur líka á góðum tíma þegar svo kann að vera, að eitthvað sé að hægjast um í hagkerfinu hjá okkur. En mestu máli skipir að vegfarendur munu innan tíðar aka á öruggari vegum víða um land.</p> <p>Meðal framkvæmda sem unnið verður að eru Vestfjarðavegur um Gufudalssveit, tvöföldun Reykjanesbrautar að Reykjanesbæ, breikkun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Þá verður lokið við gerð Dýrafjarðagangna og Dettifossveg. <br /> Fleiri verkefni væri hægt að telja upp, en allt er þetta tíundað í nýsamþykktri samgönguáætlun. Hana þarf hins vegar uppfæra með haustinu í ljósi nýju fjármálaáætlunarinnar. Svigrúmið hefur verið aukið, eins og ég kom inn á, og það verður nýtt til að hraða framkvæmdum á stofnbrautum sem þola ekki bið.</p> <p>Þá er rétt að geta þess að endurgerð samgönguáætlunar mun einnig taka mið af niðurstöðum starfshóps um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu – en viðræðuhópi var falið að leiða þau málefni til lykta, m.a. varðandi Sundabraut. Gert er ráð fyrir að hann skili tillögum sínum á næstu vikum.</p> <p><strong>Flýtiframkvæmdir - veggjöld<br /> </strong>Það verður líka verkefni nýrrar samgönguáætlunar að taka mið af niðurstöðu starfshóps um flýtiframkvæmdir með gjaldtöku. </p> <p>Þar yrði einnig fjallað um möguleg samstarfsverkefni (PPP) í samgönguframkvæmdum þar sem umferð er næg til að standa undir slíku.</p> <p>Eins og þið þekkið mæta vel þá er enn verk að vinna í samgöngumálum – betur má ef duga skal. Víða er þörf og brýnt að halda vel á spöðunum. Álag á vegi landsins hefur aukist mikið á undanförnum árum meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna til að stuðla að fækkun slysa og auka umferðaröryggi.</p> <p>Vegagerðin telur nauðsynlegt að fara í um 200 verkefni á næsta aldarfjórðungi sem áætlað er að kosti yfir 400 milljarða króna. Þó að aukið fjármagn hafi komið til vegagerðar í gildandi fjármálaáætlun þá dugar það engan veginn til að fullnægja þörfinni. Það þarf því að finna leiðir til þess að fjármagna og forgangsraða framkvæmdum og flýta þeim eins og kostur er. </p> <p>Það eru nokkrir kostir í boði þegar kemur að því að fjármagna vegakerfið. Mitt markmið hefur alltaf verið að byggja upp vegakerfið. Mitt markmið hefur ekki verið veggjöld í sjálfu sér. Ég hef sagt að æskilegt er að nýta arðgreiðslur Landsvirkjunar og bankanna. Sú leið er hagkvæmari fyrir ríkið en aðrir kostir vegna lægri fjármagnskostnaðar. </p> <p>Hins vegar geta samvinnuverkefni (PPP) hentað vel í stórum og vel skilgreindum nýframkvæmdum. Dæmi um slík verkefni eru Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Þá væri hægt að flýta brú yfir Hornafjarðafljót og veg yfir Öxi með gjaldtöku að hluta, sé vilji til þess. Á þessum leiðum skiptir máli að hafa val um aðra leið.</p> <p>Tillögur starfshóps um fjármögnun á vegakerfinu verða síðan kynntar formlega í næstu viku.<br /> &nbsp;<br /> Verkefnið er hins vegar stórt og hvaða leið sem við förum þá þarf að fjárfesta í samgönguinnviðum umfram það sem lagt er upp með í fjármálaáætlun þeirri sem nú liggur fyrir. Það er sameiginlegt verkefni stjórnmálanna að finna leiðirnar að sameiginlegu markmiði.</p> <p><strong>Almenningssamgöngur</strong><br /> Oft þegar rætt er um almenningssamgöngur á landsbyggðinni reikar hugurinn að rútum og það&nbsp; gleymist að almenningssamgöngur eru allir reglubundnir fólksflutningar hvort sem er með áætlanabíl, flugi eða ferjum. </p> <p>Almenningssamgöngur hafa margþætt og mikilvægt samfélagslegt hlutverk. Vegur þar þyngst að tryggja aðgengi að nauðsynlegri opinberri þjónustu og atvinnu.&nbsp; Þá eru almenningssamgöngur öruggur ferðamáti og tryggja möguleika ungmenna og aldraðra, sem annarra sem ekki geta ekið eða eiga bíl að þjónustu og afþreyingu til að nefna fátt eitt. </p> <p>Almenningssamgöngur þurfa að vera raunhæfur valkostur sem styrkja hreyfanleika og aðgengi, ekki bara að þjónustu heldur að menntun, menningu og afþreyingu.</p> <p>Síðast en ekki síst skila þær betri umhverfisgæðum með því að draga úr neikvæðum svæðis- og staðbundnum áhrifum svo sem hljóðvist, svifryk og almenn loftgæði.</p> <p>Á árinu 2012 var fallið frá sérleyfiskerfinu í akstri áætlanabíla og kerfið fært með samningum til landshlutasamtaka sveitarfélaga með það að markmið að bæta þjónustuna og færa nær notendum með þá von í brjósti að fjölga farþegum.</p> <p>Sú breyting hefur skilað árangri, ekki hvað síst í viðhorfum íbúa á landsbyggðinni sem almennt eru ánægðir með þjónustuna.</p> <p>Almennt hefur reksturinn gengið vel, farþegum fjölgað töluvert á nánast öllum leiðum og það er mikil ánægja með hið nýja kerfi.</p> <p>Vandamál hafa snúið að fjármögnun og rekstrarfyrirkomulagi og hafa viðræður farið fram um þau mál á milli ríkisins og landshlutasamtaka.</p> <p>Við þurfum hins vegar að huga að framtíðinni og í nýrri stefnu um almenningssamgöngur, Ferðumst saman, er lagt til samhæft, heildstætt kerfi&nbsp; sem sé jafnframt hagkvæmt og skilvirkt, með sameiginlegri upplýsingagátt fyrir áætlanabíla, flug og ferjur með rauntíma upplýsingamiðlun og skýru fargjaldakerfi.</p> <p>Drögin að stefnunni voru til samráðs á samráðsgátt stjórnvalda og er nú verið að vinna úr umsögnum.&nbsp; Eftir að unnið hefur verið úr ábendingum og athugasemdum hefst vinna við að koma stefnunni í framkvæmd. Fyrsta viðfangsefnið er að semja við landshlutasamtök um rekstur á almenningsvögnum milli byggða. Væntum við þess að landshlutasamtökin muni þar koma sameinuð að borði í einu félagi.</p> <p><strong>Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu - borgarlínan<br /> </strong>Í september 2018 vil ég segja að hafi orðið þau tíðindi að ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu settust niður til að móta framtíðina í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta gerðist eftir ára- eða áratugaþref þar sem ríkið talaði um stofnbrautir og höfuðborgin um almenningssamgöngur. Út úr sameiginlegum starfshópi kom framtíðarsýn um blandaða leið uppbyggingar stofnbrauta og Borgarlínu.</p> <p>Niðurstöður viðræðnanna um framkvæmdapakka á höfuðborgarsvæðinu voru teknar inn í meðferð Alþingis á tillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um samgönguáætlun 2019-2034. Í þeim var meðal annars gerð tillaga um ýmsar framkvæmdir á stofnvegakerfinu, stóraukið fé til uppbyggingar hjólreiðastíga og um uppbyggingu fyrsta áfanga Borgarlínu. Í kjölfarið samþykkti Alþingi að verja samtals 800 m.kr. gegn samsvarandi mótframlagi fyrstu tvö árin til undirbúnings Borgarlínu.</p> <p>Í gær var ákveðið í samstarfi ríkisstjórnarinnar og SSH að stofna vinnuhóp sem hefur það að markmiði að finna fjármögnunarleiðir fyrir stórframkvæmdirnar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir sumarið verða því komin samningsdrög um hvernig ríkið og sveitarfélögin skipta með sér fjármögnun verkefnisins. Þetta verða mikil tímamót enda verður á grunni væntanlegs samkomulags hægt að hefjast handa við ríflega 100 milljarða uppbyggingu á þéttbýlasta svæði landsins.</p> <p><strong>Húsnæðismál<br /> </strong>Ég vil leyfa mér í lokin að koma aðeins inn á húsnæðismálin. Ég veit að þau voru til umfjöllunar hjá ykkur í morgun og það er ánægjulegt að þið takið þau sérstaklega fyrir.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur frá upphafi verið með skýra stefnu í húsnæðismálum sem er að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði og nægjanlegt framboð af viðunandi húsnæði fyrir alla, óháð efnahag og búsetu. Þetta er ein af grundvallarforsendum fyrir því að við getum byggt upp og viðhaldið öflugu samfélagi á landinu öllu.</p> <p>Í dag er staðan sú að stór hópur fólks býr við þröngan kost og óöryggi í húsnæðismálum og margir, og þá einkum þeir tekjulægri, hafa slæmt aðgengi að viðunandi húsnæði og verja of háum hluta af tekjum sínum í húsnæði. Það er alveg ljóst að við þetta ástand verður ekki unað.</p> <p>Til þess að skapa aukin stöðugleika á húsnæðismarkaði þurfum við breytta umgjörð í húsnæðismálum, umgjörð sem grundvallast á stefnumótun og áætlanagerð til langs tíma og er byggð á áreiðanlegum upplýsingum.</p> <p>Mörg mikilvæg skref hafa verið stigin í þá átt á síðustu mánuðum og hefur Íbúðalánasjóði til að mynda verið falið mikilvægt hlutverk í þeim efnum með breytingu á lögum um húsnæðismál og er það fagnaðarefni að sterk stofnun fari nú með samhæfingu og framkvæmd húsnæðismála á landsvísu. </p> <p>Þá hefur sveitarfélögunum landsins einnig verið falið veigamikið hlutverk við gerð húsnæðisáætlana en þær eru lykilþáttur í stefnumótun stjórnvalda í húsnæðismálum. Með því kristallast mikilvægi þess að gott samstarf sé á milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að húsnæðismálum. </p> <p>Unnið er að ýmsum forgangsverkefnum til þess að bregðast við stöðunni á húsnæðismarkaði. </p> <p>Ég vil sérstaklega nefna mikilvægi þess að auka möguleika til fyrstu íbúðakaupa og lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Starfshópur var skipaður í desember síðastliðnum sem unnið hefur að því að útfæra sértækar aðgerðir til þess að auðvelda ungu og tekjulágu fólki að kaupa sér íbúðarhúsnæði. Þar er m.a. horft til þess að endurskoða húsnæðisstuðning hins opinbera þannig að tryggt verði að hann nýtist fyrst og fremst þessum hópum. Ég bind miklar vonir við tillögur þessa hóps og á von á að þær verði kynntar innan skamms. </p> <p>Þá hefur markvisst verið unnið að fjölgun hagkvæmra leiguíbúða á síðustu árum í gegnum uppbyggingu almenna íbúðakerfisins með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga. Almenna íbúðakerfið mun auka aðgengi tekju- og eignalágra einstaklinga og fjölskyldna að öruggu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði og er ljóst að mikil þörf er á úrræði sem þessu. </p> <p>Í fjármálaáætlun kemur fram að fjármagn til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins hafið verið aukið um 2,1 milljarð á næsta ári til þess að bregðast við þeirri erfiðu stöðu sem margir leigjendur eru í. </p> <p>Ég er þess fullviss að þau skref sem við höfum stigið síðustu misseri marki ákveðin vatnaskil, leggi grunninn að bættri umgjörð í húsnæðismálum og færi okkur í áttina að því markmiði að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði ásamt nægjanlegu framboði af húsnæði fyrir alla, óháð efnahag og í öllum byggðum landsins.</p> <p>Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við sveitarfélögin á þessu sviði.</p> <p>Ég vil þakka aftur fyrir tækifærið til að fá að tala við ykkur á aðalfundi Sambandsins. Eins og ég hef áður sagt standa sveitarstjórnarmálin mér afskaplega nærri. Hlutverk sveitarstjórnarstigsins er ekki síst mikilvægt í þeim pólitísku hræringum sem við sjáum á heimsvísu. Það er á sveitarstjórnarstiginu sem stjórnmálamenn eru í mestri nánd við umbjóðendur sína, kjósendur. Á sveitarstjórnarstiginu geta íbúar haft mikil áhrif á nærumhverfi sitt. Það er að mínu viti ljóst að hluti, kannski stór hluti, af pólitískum hræringum austan hafs og vestan stafar af því að almenningur upplifir sig vald- og áhrifalítinn og jafnvel áhrifalausan. Það vitum við sem höfum starfað í stjórnmálum á Íslandi að er fjarri sanni. Verum því dugleg að hvetja íbúa til þátttöku í ákvörðunum sveitarfélaga og ekki síður í skipulögðu starfi stjórnmálaflokkanna. Það er enginn annar sem kemur til með að bæta ímynd stjórnmálanna og traust á þeim en við sjálf.</p> <p>Takk fyrir og til hamingju með góðan fund.</p>

2019-03-22 15:34:0022. mars 2019Norðurlöndin, já takk!

<p><span><em>Greinin var birt í Fréttablaðinu, föstudaginn 22. mars 2019.</em></span></p> <p><span>Sem samstarfsráðherra Norðurlanda á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni átta ég mig enn betur á hve norrænt samstarf skiptir Íslendinga gríðarlega miklu máli. Rúmlega 30 þúsund manns búa á hinum Norðurlöndunum, sem eru samanlagt stærsta einstaka viðskiptalands Íslands. Við flytjum meira inn og út&nbsp; frá Norðurlöndunum heldur en til Bandaríkjanna eða Bretlands. Þátttaka í norrænu vísinda- og menntasamstarfi, nýsköpun, menningu og skapandi greinum, er lífæð fyrir okkar fólk og fyrirtæki. Samvinna Norðurlandanna á alþjóðavettvangi gefur Íslandi pólitíska fótfestu, sem er ómetanlegt á óróatímum.</span></p> <p><span>Á morgun er Dagur Norðurlandanna og því ágætt að rifja þetta upp. Ég vil líka í tilefni dagsins ganga svolítið lengra og spyrja: Getur verið að við göngum að norrænu samstarfi sem gefnu, sem sjálfsögðum hlut? Hvað finnst unga fólkinu okkar um norrænt samstarf? Er danskan á útleið og þá kannski líka áhugi ungs fólks á að&nbsp; læra, starfa og stofna fyrirtæki á hinum Norðurlöndunum sem eru sannarlega sem annar heimamarkaður fyrir Ísland? Þykir hallærislegt að vinna í Gautaborg þegar allir eru leið til Singapúr? Munu Íslendingar framtíðarinnar mennta sig í Kína og Kóreu og engan tíma hafa fyrir Kaupmannahöfn eða Stokkhólm? Hvernig verður staðan 2050?</span></p> <p><span>Framtíðin ein veit svörin. Eina sem við vitum er að sannarlega munu tímarnir breytast – og mennirnir með. Og þó Ísland eigi vissulega að vera áfram með öflug tengsl um allan heim, þá megum við heldur ekki gleyma hvar við erum, hvaðan við komum og hvaða fjölskyldu við tilheyrum. Norðurlöndin eru nefnilega ein stór fjölskylda. Við erum ekki sammála um allt en við stöndum saman þegar á reynir. Saman eru Norðurlöndin heimavöllur fyrir menntun, vísindi, viðskipti, menningu og allt hitt sem&nbsp;gerir okkur að góðum samfélögum. Norrænt samstarf er drifkraftur breytinga sem er lífsnauðsynlegt í heimi á fullri ferð. Okkar styrkur eru sameiginleg grundvallargildi um mannréttindi og lýðræði, sanngirni, velferð og velsæld – fyrir alla íbúa. </span></p> <p><span>Ég hef bullandi trú á norrænu samstarfi. Í formennsku Íslands munum við halda áfram að þróa það og efla, ekki síst í samstarfi við ungt fólk. Norðurlöndin, já takk!</span></p>

2019-02-14 08:00:0014. febrúar 2019Almenningssamgöngur fyrir allt landið

<p><span><em>Greinin var birt í Fréttablaðinu, fimmtudaginn 14. febrúar 2019.</em></span></p> <p><span>Skilvirkar samgöngur eru undirstaða verðmætasköpunar. Almenningssamgöngur eru stór liður í þeirri breytu ásamt því að ná settum markmiðum í umhverfismálum. Sterkt almenningssamgöngukerfi um land allt, sem tengir saman byggðakjarna landsins og höfuðborgarsvæðið við landsbyggðina, er forsenda þess að jafna stöðu landsmanna og færa okkur nær hvert öðru. Notkun á almenningssamgöngum verður ekki aukin nema að þjónustustigið taki mið af þörfum notandans þar sem lykilatriði er að hægt sé að rata um leiðarkerfið með skjótum og einföldum hætti. Nýrri stefnu ríkisins um almenningssamgöngur sem mótuð hefur verið í fyrsta sinn er ætlað að tryggja að þær verði raunhæfur valkostur fyrir alla landsmenn.</span></p> <p><span><strong>Jafnt aðgengi</strong><br /> Markmið núverandi ríkisstjórnar er að jafna aðgengi að þjónustu og til atvinnu. Í stjórnarsáttmálanum er lögð áhersla á að byggja áfram upp almenningssamgöngur um land allt, gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa og að stutt verði við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Nýsamþykkt samgönguáætlun á Alþingi kveður á um að almenningssamgöngur verði skipulagðar sem heildstætt kerfi og í byggðaáætlun er lög áhersla á að skilgreina net almenningssamgangna á landinu öllu og reglur mótaðar um niðurgreiðslu fargjalda. </span></p> <p><span><strong>Eitt leiðakerfi og sameiginleg upplýsingagátt</strong><br /> Lykilatriði í nýju stefnumótuninni eru bætt þjónustustig, sameiginleg upplýsingaveita og þéttari tengingarnar svo ferðamátinn sé sem þægilegastur. Þá er lagt til að upplýsingar um áfangastaði og tímasetningar verði aðgengilegar og stefnt að því að öllum upplýsingum um leiðarkerfi almenningssamgangna verði komið á einn gagnvirkan upplýsingavef. Fyrir farþega er lykilatriði að hægt sé að rata um leiðarkerfið með skjótum og einföldum hætti. Sá sem ætlar að fara frá Vopnafirði til Ísafjarðar eða Kaupmannahafnar til Dalvíkur á ekki að þurfa að leita að fari nema í einni gátt. Upplifunin þarf að vera að eitt far sé pantað, óháð staðsetningu.</span></p> <p><span>Ný drög að heildstæðri stefnu um almenningssamgöngur fara nú til umsagnar til almennings í samráðsgátt stjórnvalda. Stefnan er rökrétt framhald af nýrri samgönguáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og verður leiðarljós að bættri þjónustu fyrir almenning. Ég hvet sem flesta til þess að kynna sér tillögurnar á vef samráðsgáttar – samradsgatt.island.is – og vænti þess að sú stefnumótun sem lögð er hér fram muni tryggja áreiðanlega og góða þjónustu til allra landsmanna, stuðla að bættum þjóðarhag og styrkja byggðir landsins í sessi.<br /> Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</span></p>

2019-01-31 15:33:0031. janúar 2019Horft til framtíðar

<p><span><em>Ávarp flutt á ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi sem haldin var dagana 30.-31. janúar og&nbsp;bar yfirskriftina Ungt fólk á Suðurlandi horfir til framtíðar.</em></span></p> <p><span>Kæru fundargestir.</span></p> <p><span>Ég þakka fyrir að vera boðinn til þessarar ráðstefnu, mér er það bæði mikill heiður og mikil ánægja.</span></p> <p><span>Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að eiga samtal við og vinna með ungu fólki á sem flestum sviðum samfélagsins.&nbsp;Það má m.a. sjá í þungum áherslum á uppbyggingu og þróun í menntakerfinu – á öllu skólastigum og í öðrum málaflokkum sem skipta máli fyrir ungt fólk.</span></p> <p><span>Þess má m.a. sjá stað í formennsku okkar Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni þetta ár. <br /> Embætti samstarfsráðherra Norðurlands féll mér í skaut og í okkar áherslum sem við vildum&nbsp; halda lofti og vinna að í því mikilvæga samstarfi – eru málefni sem lúta að ungu fólki, sjálfbærri ferðamennsku og málefnum hafsins, með sérstakri áherslu á bláa lífhagkerfið. <br /> Norrænar áherslur á jafnrétti, stafræna væðingu og sjálfbæra þróun fléttast inn í formennskuverkefnin, sem og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.</span></p> <p><span>Hér eru málefni unga fólksins í fyrsta sæti - málefni kynslóðarinnar sem fæddist í kringum aldamótin og er að hefja vegferð sína út í lífið. Við viljum hlusta á ungt fólk og standa fyrir samstarfsverkefnum sem efla menntun, menningu og heilbrigði.</span></p> <p><span>Þess vegna er það enn mikilvægara fyrir mig – sem samstarfsráðherra Norðurlanda þetta árið – að koma hingað og hlusta á ykkur.</span></p> <p><span>Í ráðuneyti mínu vinnum við að málefnum sveitarfélaga og það er hlutverk mitt&nbsp;sem ráðherra sveitarstjórnarmála að standa vörð um hagsmuni sveitarfélaga, um sjálfstjórn þeirra, um verkefni þeirra og fjárhag.</span></p> <p><span>En hvað er sveitarfélag&nbsp; Það eru til nokkrar skilgreiningar – en svarið er&nbsp;í raun mjög einfalt – Sveitarfélag er fyrst og fremst samfélag fólks á öllum aldri, fólks sem býr saman á ákveðnum svæði og lifir lífi sínu frá degi til dag.&nbsp;Samfélag þar sem við ölumst upp í, göngum í skóla,&nbsp;stundum&nbsp; tómstundir og félagslíf, eignumst vini og nágranna. Þegar við verðum fullorðin –&nbsp;er það staðurinn þar sem við ölum upp börnin okkar, stundum launavinnu, eigum fjölskyldu og félagslíf. Þar sem aldraðir búa eftir að þeir hafa lokið sínu æfistarfi. Og svo miklu, miklu meira.</span></p> <p><span>Þetta er flókin heild og um hana gilda&nbsp;lög og reglur sem við þurfum að kunna og virða. Lýðræði er grunnurinn að þeim reglum.</span></p> <p><span>Við kjósum sveitarstjórn til að gæta að hagsmunum íbúa sveitarfélagsins og tryggja að þeir búi við bestu mögulegu aðstæður á hverjum tíma,&nbsp;fái lifað góðu og öruggu lífi.</span></p> <p><span>Hér er hugtakið lýðræði lykilhugtak og það er mjög mikilvægt að lýðræðislega kjörnar sveitarstjórnir séu í góðum tengslum við íbúa sína og þekkja viðhorf þeirra og þarfir. <br /> Þær þurfa að kunna að hlusta á það sem þið hafið að segja – hvers konar samfélagi þið viljið lifa í.</span></p> <p><span>Íbúar sveitarfélags – á öllum aldri – eru sérfræðingar í nærumhverfi sínu og samráð við þá stuðlar að vandaðri ákvörðunartöku og sem oftast meiri sátt – betra umhverfi.<br /> Í sveitarstjórnarlögum er sérstakur kafli þar sem m.a. er fjallað um samráð sveitarstjórna við íbúa sveitarfélaganna. Þessi ákvæði voru sett í lög 2011 en þá hafði orðið mikil vakning í sveitarfélögum og samfélaginu um mikilvægi almenns og víðtæks samráðs um opinber málefni. Í þessum lagakafla eru lögbundið hvernig þess samráði skuli háttað. Á þessum tíma var aðaláhersla (og krafan) á – að í búalýðræði fælist rétturinn til að íbúar gætu kallað fram kosninga um ákv. mál sem væru í&nbsp; meðferð sveitarstjórnarinnar.&nbsp;Ótrúlegar fáar sveitarstjórnir hafa valið þessa leið og enn færri íbúahópar hafa lagt það á sig að kalla fram kosningu.&nbsp;Reynslan hefur sýnt okkur og öðrum sambærilegum þjóðum eins og Norðurlandaþjóðum að þetta er ekki sú leið sem skilar bestum árangri og því hefur verið leitað eftir og þróaðar aðrar leiðir sem við í mínu ráðuneyti höfum mikinn áhuga á að skoða.<br /> Fyrir rúmu ári stóð ráðuneytið ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir málþingi um íbúasamráð. Markmið þess var að miðla þekkingu og reynslu til sveitarfélaga um hvernig sé hægt að stunda markvisst og árangursríkt íbúasamráð og virkja íbúa til jákvæðrar þátttöku. Á málþinginu kynntu sveitarfélög þróunarverkefni sín og skiptast á sjónarmiðum og reynslu í umræðum eftir kynningar.</span></p> <p><span>Ráðuneyti mitt (í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga) hefur nýlega samþykkt að leggja til fjármagn í verkefni sem hefur að markmiði – að byggja upp þekkingu í nokkrum tilraunasveitafélögum á því <strong><span>– </span></strong>hvernig hægt er að beita nýjum samráðsaðferðum – þar sem lögð er áhersla á að flétta íbúasamráði inn í ákvörðunarferla sveitarfélagsins og þar sem er beitt sértækum aðferðum til að&nbsp; til að ná til breiðs hóps íbúa –&nbsp;og sérstaklega þeirra sem hafa mikla hagsmuni að gæta en hafa sig lítið í frammi. Markmiðið með þessari aðferð er líka að tryggja að&nbsp;sem flest sjónarmið heyrist og leitast er við að skapa skilning meðal íbúa á mismunandi hagsmunum og forsendum sveitarstjórnar fyrir ákvörðunartöku.</span></p> <p><span>Það er starfshópur á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er að undirbúa þetta verkefni með þátttöku sérfræðinga frá háskólasamfélaginu og ráðuneytisins.&nbsp;Innan skamms verður auglýst eftir áhugasömum sveitarfélögum þar sem í umsókn þarf&nbsp; að skilgreina hvers konar verkefni þau sjá fyrir sér að setja af stað og það er ekki úr vegi fyrir ykkur – ungmennaráðin og annað ungt fólk að fylgjast með og koma með tillögur til ykkar sveitarstjórna.</span></p> <p><span>Skýringin á því af hverju lýðræðisþjóðir í fremstu röð&nbsp;eins og Norðurlöndin hafa verið að leita eftir og þróa leiðir til að&nbsp;auka lýðræðislega þátttöku&nbsp;almennings er að&nbsp;dregið hefur verulega úr kosningaþátttöku almennings og kannanir sýna að almenningur ber minna traust til pólitískra valdahafa en áður. </span></p> <p><span>Þetta þekkjum við vel hér á Íslandi.&nbsp;Við höfum haft miklar áhyggjur af minnkandi kosningaþátttöku og sérstaklega meðal yngstu kjósenda og það hefur verið gert átak í tengslum við kosningar sem stjórnvöld hafa styrkt til að fræða ungt fólk um mikilvægi þátttöku og hetja það til að kjósa.&nbsp;Flest öll félagasamtök ungs fólk hafa tekið þátt í slíkum átakverkefnum og&nbsp;kannski er skýringin á að sífellt fleiri sveitarfélög kosið sér eða skipað sérstök ungmennaráð sér til halds og traust.</span></p> <p><span>Mér finnst&nbsp;ánægjulegt að geta sagt það hér að við í ráðuneytinu höfum sannarlega orðið þess vör að sífellt fleiri sveitarfélög eru komin með ákvæði um ungmennaráð í sínar samþykktir.&nbsp; Og það er ánægjuleg þróun.</span></p> <p><span>En ég vil ljúka máli mínu með að hvetja ykkur – fulltrúa í ungmennaráðum – og annað ungt fólk sem hér er – til virkrar þátttöku í mótun nýrra sóknaráætlana –&nbsp;en nú er er að hefjast&nbsp;nýr áfangi á þeim vettvangi. Þar getið þið haft umtalsverð áhrif – ekki bara á sveitarfélagið ykkar&nbsp; – heldur landshlutann ykkar og skapað ykkur meiri lífsgæði.</span></p>

2019-01-30 22:19:0030. janúar 2019De vestnordiske landes stilling i den nye geopolitiske virkelighed

<span></span> <p><em>Åben konference i Nordens Hus i Reykjavik<br /> Onsdag den 30. januar</em></p> <p><em>Åbningstale af Sigurður Ingi Jóhannsson, Islands nordiske samarbejdsminister</em></p> <p>Vivian Motzfeld, præsident Vestnordisk råd<br /> Guðjón Brjánsson, formand for den islandske delegation til Vestnordisk råd, <br /> Kári Páll Højgaard, formand for Færøernes delegation<br /> Kære kollegaer, kære gæster, aluu – god morgen – góðan daginn!</p> <p>Må man ikke starte med lykønskninger til Danmark med verdensmesterskabet i håndbold, det var velfortjent, verdens bedste målmand og verdens bedste udespiller. Tillykke Norge med anden plads, fantastisk præstation og til Sverige med femte plads, ikke slemt. Island derimod, ser frem til kommende verdensmesterskaber, med sit unge hold med fremtiden foran sig. Talende om fremtiden så kan jeg ikke undgå at nævne Ukaleq Astri Slettemarks guldmedalje i skiskydning på Junior Verdensmesterkabet i Slovakiet i søndags, Grønlands første medalje og det blev guld. Godt gået.</p> <p>For det første vil jeg takke vores værter, Vestnordisk råd, for invitationen. Det er altid en stor fornøjelse at sætte fokus på den vestnordiske region, vores nærmeste naboer, venner og samarbejdspartnere. Fornøjelsen er særlig stor nu hvor Island har formandsskab i Nordisk Ministerråd, hvor vi blandt andet lægger vægt på Vestnorden og Arktis formandskabsprogrammet.</p> <p>Vestnordisk samarbejde har udviklet sig markant i løbet af de sidste tyve år. Vestnordisk råd ivaretager vores fælles vestnordiske interesser, og er en arena for den vigtige parlimentariske dialog, på områder som transport, fiskeri, kultur, uddannelse og forskning. Denne diskussion kan danne grundlaget for vores nationale politiske debat og skabe substans for regionalt samarbejde.</p> <p>Nu til konferencens overskrift og indhold, ”De vestnordiske landes stilling i den nye geopolitiske virkelighed”.</p> <p>Man kan godt sige at vi lever i accelerationsalderen, hvor alt og alting udvikler sig hurtigere og er mere kompliceret end nogensinde. Den bekendte amerikanske forfatter og journalist Thomas Friedman snakker om acceleration i teknologi, handel, information og klima. Dette koncept af øget hastighed gælder også for international fred og sikkerhed hvor trusler som cyber og hybrid tager alt mere af vores opmærksomhed og bliver mere og mere kompliceret.</p> <p>Klimaforandringerne er den mest alvorlige globale trussel i vores tid og rører os alle. Den vestnordiske region og Arktis er endnu mere påvirket og udviklingen er endnu mere acceleret end andre steder i verden. Vi kan ikke undgå at lægge mærke til hvor hurtigt vores gletschere og havis forsvinder, og hvor dramatiske udsvingene i vejret er blevet. Konsekvenserne er alvorlige for beboerne, selvom mindre havis også skaber økonomiske muligheder.</p> <p>På dette område kan og skal den vestnordiske region vise lederskab, dér har vi intet valg. Vi behøver overvåge klimaforandringene nøje i vores region, og aktivt deltage i den internationale dialog og handlinger som verdens nationer nu går i gang med. Intet om os uden os.</p> <p>Vi lever i en sammenkoblet og evigt forbundet verden, hvor internettet altid er tændt og folk bevæger sig verdenshjørne imellem på nogle få timer. Men trods at Norden på mange måder er en forgangsregion, er Vestnorden stadigvæk på periferien, og det kan være langt imellem folk, langt til hovedstaden og 5G forbindelsen uden for hovedstæderne en fjern drøm.</p> <p>Som transportminister er bedre forbindelser mellem folk og steder og mellem varer og markeder mit udgangspunkt. Det har været meget/yderst interessant for mig at følge udviklingen af søtransportnetværket i Nordatlanten, som for eksempel Eimskips vækst. Vi håber at samarbejdet mellem Eimskip og Royal Arctic Line snart træder i kraft, da det vil gøre stor forskel for regionen.</p> <p>Kære venner,</p> <p>Det kan godt være at vi i Island, Grønland og Færøerne er små nationer, men vi er beboere i et enormt område, land og hav, og det betyder også noget. Bemærk også at regionens globale udenrikspolitiske betydning vokser igen og vi har, som en del af den nordiske familie, en stærk og vigtig stemme at støtte menneskerettigheder, retsstaten og folkeretten i internationalt samarbejde. </p> <p>Vi er alle store havnationer og man kan konstatere at havet er fuldt af udfordringer, men havet er også mulighedernes ophav. Bæredygtig anvendelse af havets levende ressourcer inden for rammen af bæredygtig fiskeriforvaltning, den blå bioøkonomi og blå vækst, er en af vores største styrkepositioner. Innovative løsninger til hvordan vi hånterer dilemmaet mellem økonomisk vækst og beskyttelse af naturens ressourcer er en forudsætning for vores velstand og velfærd.</p> <p>Vi står overfor et lignende dilemma vedrørende den enorme vækst i vores turisme. Turisme i de nordlige egne er til stor grad naturbaseret turisme, hvor balansen mellem brug og værn er afgørende for bæredygtigheden. Der har vi et behov til at udvikle vestnordiske og nordiske løsninger for en bæredygtig turisme i en sårbar natur, der også kunne blive til en international styrkeposition. </p> <p>Ungdommen er derudover en af vores styrker her i Vestnorden, men er også forbundet til nogle af vores sværeste udfordringer. Aktiv deltagelse af de unge i samfundet, deres psykiske helbred, og integration af nye nordboer, er nogle af de udfordringer hvor det gavner os mest at arbejde sammen, dele erfaringer og kundskab. </p> <p>Kære naboer,</p> <p>Som jeg nævnte før har Island påtaget sig ansvaret for at lede nordisk samarbejde i Nordisk Ministerråd i år. Vi er allerede kommet godt i gang og afholdt vores kick-off event her i Nordens Hus i sidste uge. Det er ikke helt tilfældigt at vores formandskabsprogram prioriterer ungdommens udfordringer og muligheder i Norden, bæredygtig turisme i de nordlige egne og blå vækst i den havbaserede økonomi. Dette er områder, hvor vi kan lære af hinanden, og hvor vi står stærkere sammen. </p> <p>Formandskabet varer i et år, men formandskabsprogrammet og formandskabsprojekterne varer i tre. Formandskabsprogrammet består af de tre prioriteringer jeg nævnte, hver prioritering indeholder så tre projekter, ni projekter i alt. Vi involverede Grønland og Færøerne på et tidligt tidspunkt i forberedelserne for formandskabet, jeg mødte mine grønlandske og færøske kollegaer allerede sidste forår. Det har blandt andet resulteret at Grønland og Færøerne er partnere i flere af formandskabsprojekterne og et af projekterne, der handler om havne som innovationsøkosystemer og drivere for lokal økonomisk vækst.</p> <p>Til sidst vil jeg igen sige at vi lever i en kompliceret og accelereret verden, hvor der ikke findes nogen nemme løsninger eller quick fix. Vi behøver samarbejde tæt som aldrig før i den vestnordiske region og i Norden. Vi kan og bør begge vise at sammen er vi stærkere og har en stærk stemme i verden, sammen kan vi gøre en forskel.</p> <p>Tak for opmærksomheden.</p>

2019-01-30 10:33:0030. janúar 2019Efling sveitarstjórnarstigsins

<p><span><em>Greinin var birt í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 30. janúar 2019</em></span></p> <p>Ég átti fyrir skemmstu ánægjulegan fund með fulltrúum fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu sem ræða nú sameiningu sveitarfélaganna. Þar var ég upplýstur um stöðu viðræðna og þá vinnu sem er í gangi við að greina áhrifin ef af sameiningu yrði og þeim áskorunum sem takast þyrfti á við í náinni framtíð. Íbúum sveitarfélaganna hefur fækkað á umliðnum árum, hefðbundin landbúnaður dregist saman og atvinnulíf er fremur einhæft í samburði við aðra landshluta. Þá þarf að bæta samgöngur innan héraðs, en almennt má segja að staða annarra innviða er góð. </p> <p>Á fundinum var einnig rætt um þau fjölmörgu tækifæri sem eru til staðar í héraðinu og að með samstilltu átaki heimamanna og stjórnvalda væri hægt að snúa þessari þróun við. Uppbygging gagnavers á Blönduósi er nærtækasta dæmið um það auk margvíslegrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað í tengslum við ferðaþjónustu. </p> <p><strong>Styrkur kemur með stærð</strong><br /> Það verður að sjálfsögðu íbúanna sjálfra að ákveða hvort af sameiningu sveitarfélaganna fjögurra verður eða ekki. Það er sjálfsagt að sveitarfélögin taki sér góðan tíma til undirbúnings og kynningu meðal íbúa. </p> <p>Ég hef þá bjargföstu skoðun að almennt hafi stærri sveitarfélög meiri burði til að sinna lögbundinni þjónustu við íbúanna. Þau eru betur í stakk búin til að takast á við hvers konar breytingar í umhverfi sínu, svo sem á sviði tækni og til að berjast fyrir mikilvægum hagsmunamálum sveitarfélagsins. Mörg sveitarfélög hér á landi eru ansi fámenn og það er umhugsunarefni. Verkefnisstjórn um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga, sem skilaði áliti sínu og tillögum árið 2017, taldi að of mikill tími og fjármunir færu í rekstur sveitarfélaga og of lítið væri aflögu til stefnumótunar og til að móta framtíðarsýn fyrir sveitarfélögin. Núverandi sveitarstjórnarskipan væri að hluta til haldið við með samstarfi á milli sveitarfélaga og byggðasamlögum.</p> <p><strong>Stefnumótun fyrir sveitarstjórnarstigið</strong><br /> Ég hef nýlega skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að vinna stefnumótandi áætlun um málefni sveitarfélaga, sem meðal annars er ætlað samræma stefnumótun ríkis og sveitarfélaga með heildarhagsmuni sveitarstjórnarstigsins að leiðarljósi. Stefnumótun ríkisins á þessu sviði er nýmæli og felur í sér að gerð langtímaáætlunar í takt við aðra stefnumótun og áætlanagerð á verksviði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, þ.e. samgönguáætlun, fjarskiptaáætlun og byggðaáætlun og sóknaráætlanir. </p> <p>Vinnan hefst formlega í þessari viku þegar starfshópurinn kemur saman í fyrsta skipti. Meðal þátta sem stefnumótunin mun taka til er stærð og geta sveitarfélaganna til að rísa undir lögbundinni þjónustu og vera öflugur málsvari íbúa sinna. Þá hef ég áður lýst yfir að stórauka þurfi fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar. Mikilvægt er að nýsameinuð sveitarfélög hafi gott fjárhagsleg svigrúm til að vinna að nauðsynlegri endurskipulagningu á stjórnsýslu og þjónustu í samræmi við forsendur sameiningar og hafi svigrúm til að styðja við nýsköpun. Þá er mikilvægt að svigrúm sé til lækkunar skulda í kjölfar sameiningar, þar sem það á við.</p> <p><strong>Samstaða um framtíðina</strong><br /> Ég bind miklar vonir við starfshópinn og þá vinnu sem framundan er, sem meðal annars felur í sér víðtækt og gott samráð um allt land. Það er mín von og trú að afurðin verði áætlun sem samstaða er um og stuðli markvisst að eflingu sveitarfélaganna á Íslandi til hagsbóta fyrir íbúa þeirra og landið allt. </p> <p>Þar sem tilefni greinarinnar var ánægjuleg heimsókn sveitarstjórnarmanna úr Austur-Húnavatnssýslu er að lokum gaman að segja frá því, að formaður starfshópsins er Austur-Húnvetningurinn Valgarður Hilmarsson, fyrrverandi oddviti og sveitarstjórnarmaður á Blönduósi til langs tíma og nú síðast bæjarstjóri á Blönduósi.</p> <p>Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</p>

2019-01-24 11:19:0024. janúar 2019Norræn samvinna

<p><span><em>Greinin var birt í Fréttablaðinu, fimmtudaginn 24. janúar 2019</em></span></p> <p><span>Ísland tekur við formennskunni í Norrænu ráðherranefndinni á spennandi tímum. Staðreyndin er sú að mjög víða geta Norðurlöndin skilað betri árangri með samstarfi, heldur en sitt í hvoru lagi. Með samstarfi sín á milli hafa Norðurlöndin náð því að vera í fremstu röð hvort sem litið er til nýsköpunar, velferðar, jöfnuðar eða jafnréttis. Norðurlöndin hafa ítrekað sýnt að með samvinnu geta þau haft slagkraft umfram þyngd enda telja þau samtals 27 milljónir íbúa og mynda 12. stærsta hagkerfi heims.</span></p> <p><span>Við Íslendingar njótum góðs af þessu. Rúmlega 30 þúsund Íslendingar búa á hinum Norðurlöndunum sem samsvarar þriðja stærsta bæjarfélagi landsins. Samanlagt eru Norðurlöndin stærsta „viðskiptaland“ Íslands þegar litið til inn- og útflutnings á vörum og þjónustu. Norrænar kvikmyndir, sjónvarpsseríur, glæpasögur, tónlist, myndlist og hönnun – Ísland er þar í góðum hópi og norræna vörumerkið er sterkt. Norðurlöndin veita hvort öðru pólitíska fótfestu á óróatímum. </span></p> <p><span>Ég er þeirrar skoðunar að aukin óvissa á alþjóðavettvangi hafi á vissan hátt þjappað Norðurlöndunum betur saman. Nýleg könnun um afstöðu til norræns samstarfs sýndi að mikill meirihluti íbúa vill meiri eða mun meiri samvinnu en nú er. Þó Norðurlöndin séu vitaskuld ekki sammála um allt þá eru grundvallaratriðin á hreinu: Mannréttindi, lýðræði, réttarríki og friðsamleg lausn deilumála.</span></p> <p><span>Norræn samvinna er vissulega rótgróin en um leið sprelllifandi og lítur til framtíðar. Og framtíðin kallar á nýju hugsun og nýsköpun í norrænu samstarfi. Það er enginn hörgull á áskorunum. Gervigreind og vélmenni mun gjörbreyta vinnumarkaði framtíðar. Samkeppni við önnur markaðssvæði um fólk og fyrirtæki fer vaxandi. Umhverfis- og loftslagsmálin þola enga bið. Norðurlöndin standa frammi fyrir þessum breytingum og takast á við þær saman. Um leið stöndum við vörð um hefðbundnari samvinnu í þágu íbúa og hlúum að vináttu okkar og velferð.</span></p> <p><span>Það er með stolti og metnaði sem Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2019. Á formennskuárinu leggjum við áherslu á hagsmuni ungs fólks, sjálfbæra ferðamennsku og málefni hafsins, og eigum frumkvæði að níu norrænum formennskuverkefnum á þessum sviðum. Meira um það á norden.org.</span></p> <p><span>Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda</span></p>

2019-01-15 15:02:0015. janúar 2019Flýtum framkvæmdum - fækkum slysum

<span></span> <p><em>Greinin var birt í Fréttablaðinu, þriðjudaginn 15. janúar 2019</em></p> <p>Markmiðið með metnaðarfullri samgönguáætlun verður ekki mælt í kílómetrum, heldur mannslífum og lífsgæðum. Til að stuðla að fækkun slysa og auka umferðaröryggi er áhrifaríkast að endurbæta vegakerfið sem lætur víða á sjá í kjölfar aukinnar umferðar og þungaflutninga, m.a. vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna. Sambærileg framlög og á undanförnum árum mæta engan veginn uppsafnaðri þörf til að breikka og tvöfalda vegi til að mæta aukinni umferð. Tekjur af ökutækjum og eldsneyti renna að stærstum hluta til vegagerðar en spár gera ráð fyrir með aukinni nýtingu annarra orkugjafa muni þær minnka á næstu árum. Ný leið í fjármögnun er að fólk greiði fyrir notkun sína.</p> <p><strong>Stóraukið álag á vegakerfinu</strong><br /> Fjöldi ekinna kílómetra á þjóðvegum landsins hefur aldrei verið meiri en nú. Umferðin hefur breyst mikið á undanförnum árum og aukist um 46% á Hringveginum á sl. fimm árum. Vegakerfið annar varla umferðarálaginu enda var það að miklu leyti byggt upp þegar bílar og þungaflutningar voru færri og umferðarhraðinn lægri. Fjölgun ferðamanna hefur ítrekað farið fram úr bjartsýnustu spám og eru ákveðnir staðir vinsælli en aðrir með tilheyrandi álagi á stofnæðar þjóðvegakerfisins til og frá Reykjavík. </p> <p><strong>Almenningssamgöngur</strong><br /> Aukning í umferð er ekki einungis á vinsælum ferðamannaleiðum og helstu tengingum út úr höfuðborginni. Umferðaraukning hefur einnig verið á höfuðborgarsvæðinu en miðað við óbreytt ástand þá er áætlað að hún aukist um 40% til ársins 2040. Viðræður eru í starfshópi ríkisins og sveitarfélaganna um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu.</p> <p><strong>Fjármögnun samgangna</strong><br /> Fjármagn vegna ökutækja og eldsneytis skila ríkissjóði um 47 milljörðum og er hlutfall þess sem rennur til vegagerðar um 70%. Restin, eða um 30% af fjármagni vegna ökutækja og eldsneytis fer í tengda liði, okkar sameiginlegu sjóði sem deilist út í heilbrigðiskerfið, tollgæslu og löggæslu, meðal annars til að standa undir kostnaði við eftirlit og afleiðingar af notkun ökutækja. Á allra næstu árum munu orkuskipti leiða til þess að þróun skatttekna af ökutækjum fer minnkandi.</p> <p><strong>Stóra stökkið </strong><br /> Ástand í samgöngum eiga ekki að hefta lífsgæði eða hafa neikvæð áhrif á líf fólks, heldur þvert á móti. Færa þarf vegakerfið upp um umferðaröryggisflokka og ljóst að ákveðnar framkvæmdir á fjölförnum stöðum þurfa að eiga sér stað á skömmum tíma. Umfang áætlaðra flýtiframkvæmda er um 10% af heildar samgönguáætlun, um 60 milljarðar króna. Þær fela í sér alvöru framkvæmdir s.s. breikkun vega, tvöföldun á vegum og aðskildar aksturstefnur. Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og aðskilnaður akstursstefna er gott dæmi um hve miklum árangri má ná með slíkum aðgerðum en verulega hefur dregið úr alvarlegum slysum á þeirri leið eftir framkvæmdina. Bylting verður í umferðaröryggi þegar Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur verða tvöfaldaðir. </p> <p><strong>Gjaldtöku lýkur</strong><br /> Gert er ráð fyrir að afmarkaðar leiðir verði fjármagnaðar af þeim sem nýta, líkt og þekkt var í Hvalfjarðargöngum. Gjaldtaka hófst og gjaldtöku lauk. Afmörkuðu leiðirnar þurfa að taka mið af stöðu svæða, ferðaþjónustu, öryggissjónarmiðum og vali um aðra leið þar sem því verður við komið. Að loknum framkvæmdum og endurbótum verður innheimt tímabundið gjald og gjaldtöku hætt að lokinni uppgreiðslu láns. Tímalínan gæti verið þessi: Útboð hefjast á þessu ári, framkvæmdir á því næsta og innheimta að þeim loknum, árið 2024. Gjaldtakan myndi þá hefjast á svipuðum tíma og skatttekjur af ökutækjum færu minnkandi. </p> <p><strong>Sátt um samgönguáætlun</strong><br /> Samgönguáætlun hefur verið til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, síðan í október. Mikilvægt er að sátt náist um hvaða leiðir á að taka út fyrir sviga og setja í flýtiframkvæmdir. Forsenda þess að farið verði í gjaldtöku er gagnsæi um ráðstöfun fjármagns, að innheimt gjöld fari til afmörkuðu framkvæmdanna. </p> <p><strong>Jafnræði</strong><br /> Stefnt er að því að leggja fram frumvarp á vorþingi um framtíðarfjármögnun vegakerfisins. Jafnræði þarf að ríkja um greiðslu gjalda. Markmiðið er að sem flestir taki þátt, að gjaldið deilist á sem flesta, t.d. þannig að ferðamenn greiði einnig. Bæði kostnaður flýtiframkvæmda og umferð er mismikil á hverri leið fyrir sig. Þannig þarf umfjöllun að eiga sér stað um annars vegar að sama gjaldið gildi fyrir allar leiðir, óháð umferð eða hins vegar hvort að gjaldið eigi að endurspegla kostnað framkvæmda og umferð á hverjum stað. Mikilvægt er að fá sameiginlega sýn en niðurstöður starfshóps og nánari útfærslur munu liggja fyrir á næstu dögum sem frumvarpið mun byggja á. </p> <p><strong>Að lokum</strong><br /> Markmiðið með flýtiframkvæmdum er að auka umferðaröryggi, skilvirkni í umferðinni og fækka slysum. Þrátt fyrir allar þessar aðgerðir eru það fyrst og fremst við sjálf sem ráðum því hvaða árangri við náum í umferðaröryggi og slysavörnum. Högum akstri eftir aðstæðum.</p> <p>Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</p>

2018-06-21 12:16:0021. júní 2018Ávarp á stefnumótunarfundi í fjarskiptum, póstmálum, netöryggismálum og málefnum Þjóðskrár Íslands

<p style="text-align: center;">Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</p> <p style="text-align: center;"><strong>Stefnumótun í fjarskiptum, póstmálum, netöryggismálum og málefnum Þjóðskrár Íslands</strong> </p> <p style="text-align: center;">21. júní 2018, kl. 09:00 Heklu, Hótel Sögu, Reykjavík</p> <p>Komið þið sæl</p> <p>Ég býð ykkur velkomin til þessa stefnumótunarfundar sem er mjög mikilvægur þáttur í mótun nýrrar stefnu í þeim málaflokkum sem heyra undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.</p> <p>Ég hef tekið að mér það mikilvæga hlutverk að stýra samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu næstu fjögur árin og ætla mér að nýta þann tíma til hins ítrasta til að ná fram nauðsynlegum breytingum og umbótum á þeim sviðum sem undir ráðuneytið heyra. Frumvarpavinna verður skipulögð nokkur ár fram í tímann og nú í upphafi kjörtímabilsins er stefnumótunarvinna í algjörum forgangi og stefnt að því að í lok ársins liggi fyrir nýjar stefnur í öllum helstu málaflokkum sem undir ráðuneytið heyra. </p> <p>Eftir hádegi í dag er samgönguþing þar sem lagðar verða línur fyrir samgönguáætlun en hér og nú og fram að hádegi verða lagðar línur fyrir nýja fjarskiptaáætlun sem nær ekki einungis til fjarskipta heldur einnig til póstmála, netöryggismála og málefna sem heyra undir Þjóðskrá Íslands. </p> <p>Ráðuneytið eitt og sér mótar ekki stefnu. Við þurfum á ykkur öllum sem eruð hér í dag að halda til að segja okkur hvað er brýnast, hvaða hindrunum þarf að ryðja úr vegi og hvernig ríkið á að haga sér í þeim gríðarlegu tækni- og samfélagsbreytingum sem spáð er að muni eiga sér stað á næstu árum og áratugum. </p> <p>Hvaða hlutverki eiga opinberir aðilar að gegna t.d. við innleiðingu 5g-tækninnar og hvað hlutverki eiga markaðsaðilar að gegna?&nbsp; Þetta þarf að ræða og svo margt, margt fleira.</p> <p>Á síðustu vikum hef ég tekið á móti forystumanni Alþjóðafjarskiptasambandsins og Indverskum ráðherra og vildu báðir ræða framúrskarandi árangur Íslands í fjarskiptum – og þá hvernig við hefðum náð svo framúrskarandi árangri í fjarskiptamálum. </p> <p>Fundir sem þessir eru góð áminning um að með miklum metnaði, skýrri stefnu og eftirfylgni getum við náð miklum árangri. </p> <p>Við búum að góðri reynslu af því að móta fyrri stefnur og innleiða þær. Þar er mér efst í huga verkefnið Ísland ljóstengt og hvernig til tókst að fá ríkið, sveitarfélögin, fjarskiptafélögin og byggðasjóði til að leggjast sameiginlega á árarnar til að koma háhraðatengingum til heimila og fyrirtækja á dreifbýlustu svæðum landsins. Ef það hefði ekki tekist væri Ísland ekki í fyrsta sæti á lista ITU yfir fjarskiptainnviði. </p> <p>Nú, - fundargestir góðir, spyr ég, eigum við ekki að yfirfæra reynslu okkar af árangursríkri nálgun á fjarskiptamálin yfir á netöryggismálin, póstmálin og málefni Þjóðskrár Íslands?&nbsp; Er nokkur ástæða til að ætla annað en við getum stórbætt stöðu okkar í þessum málaflokkum með því að sýna metnað, móta skýr stefnu og fylgja henni skipulega og fast eftir?</p> <p>Þau viðfangsefni eða þær áskoranir sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir á næsta áratug eru að mörgu leyti óljósar. Tæknileg umbreyting íslensks samfélags er hér undir, hvorki meira né minna. Fjarskiptin eru grunnurinn sem allt byggir á í fjórðu iðnbyltingunni, í 5g og Interneti hlutanna. Og útbreiðsla og notkun tækninnar er háð því að fólk og fyrirtæki treysti tækninni og því að viðkvæmar upplýsingar&nbsp; komist ekki í hendur óviðkomandi. Þar kemur netöryggið inn í dæmið. </p> <p>Ráðuneytið hefur verið að undirbúa frumvarp um netöryggismálin sem nú er búið að birta til umsagnar í samráðsgátt ráðuneytanna en mikið verk er framundan við að auka öryggi upplýsinga, ýmissa grunnkerfa samfélagsins og neta. Þessi mál verða eðlis síns vegna að vera í forgangi.</p> <p>Í póstmálum blasa við miklar áskoranir sem eru þær sömu í flestum vestrænum löndum. Magn bréfapósts fer hratt minnkandi en bögglapóstur eykst.&nbsp; Þetta kallar á breytingar og stefni ég að því að leggja fram frumvarp til nýrra póstlaga á haustþingi. </p> <p>Opinberir aðila halda nokkrar stórar skrár sem oft er vísað til sem grunnskráa ríkisins. Þjóðskrá Íslands heldur utan um tvær af þeim allra&nbsp; mikilvægustu það er þjóðskrá og fasteignskrá. Í slíkum skrám felast mikil verðmæti. Við blasir að þau kerfi sem halda utan um persónulegar upplýsingar eða upplýsingar um fasteignir þurfa að fá upplýsingar greiðlega úr þessum skrám.&nbsp; Og þróun þeirra og virkni hefur áhrif á fjölda annarra kerfa stofnana og fyrirtækja. Mikilvægi þess að þeir sem taka ákvarðanir í samfélaginu geti byggt þær á áreiðanlegum gögnum – verður ekki ofmetið. Ég tel að íslensk stjórnvöld þurfi að huga vel að þessu. </p> <p>Tæknileg umbreyting samfélagsins er sannarlega hafin.&nbsp; Og Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að vera með besta fjarskiptakerfi í heimi að mati ITU.&nbsp; Að auki er menntunarstig, efnahagur og stjórnskipulag með þeim hætti að Ísland ætti að geta gert tímanlega þær ráðstafanir sem tryggðu farsæla tæknilega umbreytingu samfélagsins alls – og á þann hátt að allir landsmenn njóti afrakstursins.&nbsp; Með öðrum orðum þá er mín sýn á þau verkefni sem framundan eru sú að: Með metnaði, skýrri stefnu og skipulegri eftirfylgni getum við tryggt farsæla tæknilega umbreytingu samfélagsins á þann hátt að landsmenn allir njóti afrakstursins. </p> <p>Ég er því fullur bjartsýni og vonast til að við hjálpumst að við að móta metnaðarfulla stefnu sem lýsir því hver meginviðfangsefnin eru, hvert við viljum komast á hverju sviði og um leið hvernig við ætlum að komast þangað.&nbsp;&nbsp;&nbsp; </p> <p>Ég vil þakka vinnuhópnum sem heldur utan um mótun nýrrar stefnu og þakka sérstaklega Póst- og fjarskiptastofnun og Þjóðskrá Íslands fyrir þeirra þátt í vinnunni. </p> <p>Að lokum vil ég svo þakka ykkur öllum fyrir að mæta hér í dag og leggja ykkar að mörkum við mótun stefnunnar.</p>

2018-06-21 09:45:0021. júní 2018Erindi á samgönguþingi 21. júní 2018

<p style="text-align: center;"><strong>Samgönguþing 21. júní 2018</strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</strong></p> <p>&nbsp;</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Samgöngur eru undirstaða atvinnugreina landsins og eru lykilatriði þegar kemur að uppbyggingu byggða- og atvinnukjarna. Ferðaþjónusta, sjávarútvegur og orkuframleiðsla sem skapa stærstu verðmætin fyrir þjóðarbúið eru allar háðar samgöngum í lofti, láði og legi. Samkeppnishæfni þessara atvinnugreina eiga því mikið undir greiðum samgöngum, hvort sem er innanlands eða á milli landa. </p> <p>Samgöngurnar sjálfar eru einnig stór og mikilvæg atvinnugrein, nægir þar að nefna að aðeins flugið og tengd starfsemi er talið standa undir hið minnsta fjórðungi landsframleiðslu og skapa tugþúsundir starfa. </p> <p>Samgöngur skipta sköpum fyrir daglegt líf. Íbúar á landsbyggðinni þurfa að geta reitt sig á greiðar samgöngur en vaxandi samþjöppun grunnþjónustu á stærstu þéttbýlisstöðum ýtir enn frekar undir mikilvægi þeirra. Fólksfjölgun hefur aðallega átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu og í nærliggjandi byggðum. Víða erlendis er þó vaxandi eftirspurn eftir því að búa úti á landi og bendir ýmislegt til að slík þróun sé hafin hér á landi í ríkari mæli ef marka má tölur Hagstofunnar frá janúar 2018. </p> <p>Samgöngur eru einn mikilvægasti þátturinn í grunnþjónustu ríkisins og hafa útgjöldin að langmestu leyti verið á vegum þess. Á síðustu árum hefur þróun framlaga til vegakerfis verið í öfugu hlutfalli við fjölda notenda og ekna kílómetra á vegunum og þar með hefur hægst á uppbyggingu vegakerfisins. </p> <p>Afleiðing þessarar þróunar hefur verið að ýmsar brýnar framkvæmdir, m.a. með tilliti til umferðaröryggis, hafa setið á hakanum. Þessu þarf að breyta en eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar er að hraða uppbyggingu í vegamálum til að tryggja umferðaröryggi vegfarenda og treysta fjölbreytt atvinnulíf um land allt. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. </p> <p>Í samgönguáætlun, sem mun verða lögð á Alþingi í haust, verður m.a. horft til fyrrnefndra atriða. Áætlunin sem verður í takt við þær fjárheimildir sem eru til umráða hverju sinni tekur mið af fjármálastefnu og fjármálaáætlun sem eru hvoru tveggja til 5 ára. Það er liðin tíð að samgönguáætlun sé einhver óskalisti, en hún á að vera raunsæ og tímasett áætlun um samgöngukerfið, sem er lífæð landsins.</p> <p>Í fjármálaáætlun næstu fimm árin er gert ráð fyrir umtalsverðri aukningu á fjármagni eða 16,5 milljörðum strax á næstu þremur árum. Alls er gert ráð fyrir að 160 milljarðar gætu runnið til vegaframkvæmda á næstu 5 árum (2019-2023). </p> <p>Umtalsverð aukning í fjárveitingum varð einnig í fjárlögum þessa árs sem eru nú komnir til framkvæmda víðsvegar um landið. Bæði er um að ræða aukna fjármuni til vegaþjónustu og viðhalds vega. Þá samþykkti ríkisstjórnin á vordögum að fjórir milljarðar króna færu aukalega núna strax til brýnna vegaframkvæmda sem snúa að því að verja vegakerfið fyrir frekari skemmdum í kjölfar umhleypinga vetrarins og stóraukinnar umferðar.</p> <p>Með auknu fjármagni er hægt að setja aukinn kraft í viðhald, styrkingar og ýmsar endurbætur. Aukið fjármagn gefur svigrúm til að forgangsraða og ráðstafa því fjármagni sem er til reiðu og leggja áherslu á brýn verkefni sem setið hafa á hakanum og eru tilbúin til framkvæmda strax. Nú verður hægt að flýta mikilvægum vegabótum um land allt sem ella hefðu þurft að bíða, t.d. á Grindavíkurvegi og Borgarfjarðarvegi. </p> <p>Ljóst er að síaukinn umferðarþungi knýr á um að ráðist verði enn frekar í fjárfrekar framkvæmdir til að bæta samgöngur og auka öryggi. Þannig óx akstur á vegum um 47% frá árinu 2010 til 2017, þar af langmest síðustu 2 árin.&nbsp; Þar skipti mestu akstur erlendra ferðamanna sem óku í síðastliðnum ágústmánuði hátt í 120 milljónir kílómetra eða sem nemur fjórðungi af heildarakstri á þjóðvegum landsins.</p> <p>Ríkið fær tekjur af umferð ökutækja gegnum bifreiða- og eldsneytisgjöld. Þróun tekna hefur verið hlutfallslega neikvæð sem skýrist af því að þau ökutæki sem flutt eru inn eru sífellt sparneytnari og losa minni koltvísýring en áður var. Hlutfall þeirra bifreiða sem ekki nota eldsneyti mun aukast hratt á næstu árum. Loftslagsbreytingar hafa knúið á um jávæða þróun bílaflota landsins í umhverfisvænni átt og mun sú þróun í sífellt meira mæli leiða til þess að gjöld fyrir notendur munu lækka. </p> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneytið setti á laggirnar nefnd sem fékk það hlutverk að endurskoða skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Benedikt S. Benediktsson sem fór fyrir nefndinni mun kynna niðurstöður hennar&nbsp; en verkefnið var að skoða núverandi kerfi og leggja fram tillögu að framtíðarstefnu stjórnvalda í þessum efnum.</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Ljóst er að við stöndum á nokkurs konar krossgötum umbreytinga og því nauðsynlegt að taka umræðu um framtíðarstefnu um fjármögnun vegakerfisins.</p> <p>Ég hef því ákveðið að setja á laggirnar starfshóp til að koma með tillögur um hvernig flýta megi uppbyggingu greiðra og öruggra samgöngumannvirkja til að mæta auknu álagi á einstaka leiðum. </p> <p>Verið er að skipa nefnd um fjármögnun í vegakerfinu sem &nbsp;verður falið að stilla upp sviðsmyndum af svo kölluðu flýtigjaldi fyrir stærri framkvæmdir eins og að brúm og göngum og horfa til annarra landa í þeim efnum. </p> <p>Í því sambandi hef ég nefnt, sem dæmi, gjaldtöku af einstaka mannvirkjum á þjóðvegi 1. Í þeirri sviðsmynd má hugsa sér nýja brú yfir Ölfusá, nýjan veg um Mýrdal og göng í gegnum Reynisfjall, sem myndi færa umferð frá byggðinni í Vík, nýjan veg um Öxi og nýja leið um Sundabraut, (að ógleymdum Seyðisfjarðargöngum). Staðsetning þessara framkvæmda miðast við að ökumenn hafi valkost að aka aðrar leiðir og eru því ekki bundnir af því að greiða gjöldin. Valið stæði þá á milli nýju leiðarinnar og þeirrar gömlu. Gjaldið yrði að vera hóflegt og tímabundið og innheimt með sjálfvirkum hætti. </p> <p>Einnig væri útfærsla af tímagjaldi fyrir afnot af vegakerfinu möguleiki. Hægt væri að hugsa sér mismunandi gjald eftir aðgangstíma, til dæmis ársgjald, gjald fyrir samfelldan 2ja mánaða aðgang og samfelldan 10 daga aðgang svo eitthvað sé nefnt. </p> <p>Helstu kostir eru að gjaldtakan er sjálfvirk og hefur ekki truflandi áhrif á umferð, en hópurinn mun leggja mat á kosti, galla og helstu áhættuþætti. Ég vil ítreka hér að vinnan er að hefjast – leiðir og útfærslur eru allar eftir og ætlunin er að taka umræðuna -í samfélaginu -við pólitíkina. Hér hafa fyrst og fremst verið nefnd dæmi.</p> <p>Þannig er ekkert til fyrirstöðu að innleiða blandaða leið að einhverju marki og ekkert til fyrirstöðu að taka ákvörðun um að hefja tilteknar framkvæmdir, svo sem við Sundabraut sem er orðin löngu tímabær. Sundabrautin sem auk þess hefur mikla þýðingu fyrir höfuðborgarsvæðið og þróun byggðar á suðvesturhorni landsins mætti fjármagna með sérstakri gjaldtöku nú en taka að auki upp tímagjald á síðari stigum þegar almenn stefnumótun um gjaldtöku af umferð liggur fyrir. </p> <p>Ef nokkrar slíkar brýnar framkvæmdir á brúm og göngum eru teknar lauslega saman þá gæti fjárþörfin verið á svipaðri stærðargráðu og sú fjárhæð sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætlun á næstu 5 árum eða um 160 milljarðar.</p> <p>Hugsa mætti sér að fjármögnun vegakerfisins samanstæði af blandaðri fjármögnun, þ.e. hefðbundinni fjárveitingu og gjaldtöku. </p> <p>Eigi að síður þá er markmiðið að fjármagn til vegaframkvæmda sem eru á fjárlögum ríkisins hækki og verði um 1,5% af vergri landsframleiðslu – til lengri tíma. Þar með yrði snúið við þróun undanfarinna ára sem hefur einkennst af samdrætti. Ljóst er að umtalsvert átak þarf á næstu árum til að vinna upp samdráttinn og ná upp lagfæringu á vegakerfinu í takt við aukna umferð og notkun.</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Fjöldi ferðamanna til landsins ýtir einnig undir að flugrekstur hefur færst í aukana sem sjá má á auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Það er einkar ánægjulegt og hefur jákvæðan efnahagslegan ávinning í för með sér og er flugstarfsemi nú ein allra stærsta atvinnugrein þjóðarinnar. </p> <p>Við erum ennþá að læra hvernig nýta megi tækifærin í ferðaþjónustunni og íbúum landsins til góðs. Örðugt hefur reynst að tryggja rekstrargrundvöll flugvallarkerfisins, innanlands. Viðhald og nýframkvæmdir hafa setið á hakanum og lendingarstöðum verið lokað. Þeirri þróun verður að snúa við. </p> <p>Stjórnarsáttmálinn gerir ráð fyrir að mótuð verði eigendastefna fyrir Isavia og unnið verði í því að gera innanlandsflugið að hagkvæmari kosti fyrir íbúa landsbyggðanna. Innanlandsflug þarf að vera mikilvægari hluti af almenningssamgöngum sem við þurfum að tengja betur við alla landshluta og verða hagkvæmari kostur fyrir íbúa landsbyggðanna. </p> <p>Tvinna þarf samgöngunetið saman og hver hluti þarf að tengjast öðrum í byggðarkjörnum svo hér fái allir sem jafnasta þjónustu. Nýta þarf sóknartækifæri sem fylgja auknum ferðamannastraumi með frekari tengingum innanlandsflugvalla við Keflavíkurflugvöll og beinu flugi á aðra alþjóðaflugvelli landsins. Þarfir farþegans þurfa ávallt að vera í fyrirrúmi þannig að þjónustan verði sem skilvirkust, aðgengi að flugi þarf vera gott og auðvelt fyrir þann sem bókar ferð alla leið, frá A til B.</p> <p>Þar spilar rekstur innanlandsflugvalla stórt hlutverk en markmiðið er að fjölga farþegum í innanlandsflugi. Notendur, flugrekendur og flugvallarekendur verða að hafa sameiginlega hvata og hagsmuni af fluginu. </p> <p>Hugmyndin er að alþjóðaflugvellir landsins fari allir undir rekstur Isavia og innanlandsflugið verði eflt með því að niðurgreiða fargjöld íbúa og nemenda með fasta búsetu á afskekktum svæðum til að jafna aðgengi þeirra að þjónustu sem ekki er í boði í heimabyggð. Fyrir almenning þurfa flugfargjöld að lækka svo innanlandsflug verði raunhæfur valkostur. Ég hef talað fyrir því að fara svipaða leið og Skotar hafa farið til að greiða niður farmiðakaup íbúa á landsbyggðinni.</p> <p>Áskorunin er að auka flugumferð til að efla samgöngur á milli landsbyggða og höfuðborgarsvæðisins og jafna aðgengi íbúa landsins að grunnþjónustu s.s. heilbrigðisþjónustu. Þar gegnir Reykjavíkurflugvöllur mikilvægu hlutverki sem einn af tengipunktum landsbyggðar við þessa þjónustu. </p> <p>Ljóst er að einnig þarf að bretta upp ermarnar í hafnaframkvæmdum með því að efla hafnabótasjóð. Stálþil eru víða komin til ára sinna. Þá hafa margar hafnir fengið nýtt hlutverk með vaxandi ferðaþjónustu, hvort sem er með skemmtiferðaskipum eða afþreyingu eins og hvalaskoðun eða sjóstöng.&nbsp; Þá munu loftslagsbreytingar hafa umtalsverð áhrif á hafnir með hækkandi sjávarstöðu og er nú að hefjast vinna við aðlögunaráætlun að þeim miklu breytingum bæði ógnunum en ekki síður tækifærum hér í ráðuneytinu.</p> <p>Það verður ekki hjá því komist að minnast á vaxandi þátt upplýsingatækninnar í samgöngunum sem snúa í vaxandi mæli að sjálfvirknivæðingu farartækjanna og samskipti þeirra sín á milli, við umhverfið og við inniviðina. </p> <p>Spennandi tækninýjungar eiga eftir að hafa mikil áhrif á samfélagið. Ég var að koma af ráðherraráðstefnu um sjálfkeyrandi bíla sem var í Gautaborg. Þar kom fram að þróunin sem er vissulega hröð þurfi að vinnast í samvinnu við stjórnvöld, stofnanir, lagaumhverfið og framleiðendur. Hvert og eitt okkar þarf að aðlagast og nýta tæknina til góðs. Nýta tæknina til að fækka umferðarslysum og bæta umferðaröryggi. Þó okkur finnist sjálfkeyrandi bílar ekki vera brýnasta verkefnið í samgöngumálum hér á landi, þá skiptir máli að fylgjast með þróuninni. T.d. eru veðurfarslegar áskoranir hér á landi annars konar en víðast hvar annars staðar. </p> <p>Á fjarskiptaráðstefnunni í morgun kom fram að fjarskiptin eru grunnurinn að tæknibreytingunum. Fjarskiptin munu bæta öryggi í umferðinni og gera samgöngur skilvirkari og hagkvæmari. En rannsóknir hafa sýnt að allt að 90% umferðarslysa verða vegna mannlegra mistaka. </p> <p>Þá er hægt að sjá fyrir sér að deilihagkerfið muni koma til með að breyta almenningssamgöngum. Slíkt kallar á að við hugsum öll kerfi upp á nýtt. Við erum á krossgötum og getum byrjað með hreint blað. Við eigum að spyrja okkur að því hvernig viljum við að samgöngur framtíðarinnar verði. Hvernig viljum við að tæknin og sjálfkeyrandi bílar þjóni okkur? Við höfum tækifæri til að svara þeirri spurningu núna og því er mikilvægt að eiga þetta samtal við ykkur. </p> <p>Góðir gestir</p> <p>Um leið og ég þakka gott hljóð vil ég á það minnast að í næstu viku mun ég sækja fund í Finnlandi með samgönguráðherrum Norðurlandanna þar sem umræðuefnið verður fjármögnun stærri verkefna í samgöngukerfinu. Við erum því ekki ein í þessum vangaveltum og þurfum að miðla sýn, reynslu og finna lausnir til framtíðar. </p> <p>Góðar stundir.</p>

2018-05-31 13:36:0031. maí 2018Ávarp við athöfn við Skúlagötu 4: Hægri umferð í 50 ár

<p style="text-align: center;"><strong>Ávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við athöfn 31. maí<br /> í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að skipt var úr vinstri yfir í hægri umferð á Íslandi</strong></p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p>Kæru gestir</p> <p>Með miklu og samhentu átaki í aðdraganda þess að skipt var úr vinstri yfir í hægri umferð á Íslandi fyrir 50 árum var lagður grunnur að vitund Íslendinga um ábyrgð sína í umferðaröryggismálum og mikilvægi forvarna og fræðslu. </p> <p>Slysum fækkaði umtalsvert í kjölfar H-dagsins öfugt við fullyrðingar andstæðinga þessara breytinga um hið gagnstæða. Ber þar án efa að þakka þeim sem báru hitann og þungann af undirbúningnum – við sem vorum komin til vits og ára munum eftir þeirri öflugu vitundarvakningu sem varð í aðdraganda 26. maí 1968. </p> <p>Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. Á þessu ári er áætlað að verja auknu fé til aðgerða á sviði umferðaröryggis. Aðgerðirnar snerta fræðslu og eftirlit með okkur ökumönnum, aðgerðir á vegakerfinu og rannsóknir á hegðun okkar í umferðinni.</p> <p>Þessu tengt þá hefur verið unnið að heildarendurskoðun umferðarlaga. Markmiðið er að stuðla enn frekar að umferðaröryggi en brýnt er að bregðast við þeirri þróun sem hefur orðið í samfélaginu á undanförnum árum. Sem dæmi má nefna tækniþróun í samgöngum, aukinni sjálfvirkni bíla og notkun snjalltækja við akstur eru þættir sem hafa áhrif á öryggi okkar í umferðinni. </p> <p>Meðal helstu breytinga í frumvarpinu eru ákvæði sem færa ákveðna þætti til nútímalegra horfs, nýr kafli um hjólreiðar og hámarkssekt vegna umferðarlagabrota hækkuð úr 300.000 í 500.000 krónur. </p> <p>Í mínum huga er alveg ljóst að hver króna sem fer til þess að auka umferðaröryggi okkar skilar sér. Er þá sama hvert litið er. Eftirlit lögreglu nær þeim sem brjóta umferðarreglur og kennir okkur lexíu, fræðslan nær til allra aldurshópa vegfarenda og stuðlar að því að gera okkur að betri vegfarendum, aðgerðir og endurbætur á vegum miða að því að minnka áhættu og draga úr afleiðingum umferðarslysa og færa okkur vitneskju um hvar við getum bætt úr.</p> <p>H-dagurinn 26. maí 1968 markaði tímamót í umferðaröryggismálum hér á landi. Að baki breytingunum lá mikill undirbúningur og kostnaður. Þó nokkur aðdragandi var að breytingunum, en til gamans má nefna að vinir okkar og nágrannar Danir innleiddu hægri umferð árið 1793. Umferð hér á landi var lítil framan af byrjun í seinustu aldar og ef til vill ekki verið forgangsmál að innleiða hægri umferð fyrr en var gert.</p> <p>Ný hugsun var tekin upp fyrir fimmtíu árum síðan, þökk sé þeim sem vörðuðu þessa leið svona vel til framtíðar. Næstu fimmtíu ár munu án nokkurs vafa færa okkur nýjar áskoranir og breytt landslag. Fyrst og fremst er ábyrgðin samt hjá okkur sjálfum - við ráðum því sjálf hvaða árangri við náum í umferðaröryggi og slysavörnum. Lítum í eigin barm.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

2018-05-30 12:46:0030. maí 2018Ávarp við setningu European Marine Accident Investigators’ International Forum í Reykjavík

<p style="text-align: center;"><strong>European Marine Accident Investigators’ International Forum</strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>30<sup>th </sup>and 31<sup>st</sup> May at Hilton Reykjavik Nordic</strong></p> <p>&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">Ávarp ráðherra við setningu 30. maí</p> <p>Distinguished guests, welcome to Iceland and to the European Marine Accident Investigator’s International Forum. </p> <p>Iceland is a maritime nation and as such attaches great importance to maritime safety, security and protection of the marine environment.</p> <p>The sea has always placed an important part of Icelandic society. As an island nation Iceland depends on safe and secure freight transport by sea.</p> <p>For centuries the fisheries industry has been an integral part of Iceland. As a fishing nation with harsh climate around Iceland, frequent storms and large wave heights, we have great concern for the alarming number of Icelandic fishermen who have lost their lives while pursuing their profession.</p> <p>But Icelanders decided to challenge this high number of accidents and fatalities with effective safety training, strong commitment by the Government of Iceland, the maritime sector and the maritime workers. The number of fatalities has reduced considerably and over the past nine years there have been three years without any fatal accidents at sea.</p> <p>Iceland has experience and knowledge in safety at sea. Therefore, Iceland has contributed and played an active role in the development of maritime safety regime and especially in the fishing industry.</p> <p>The development of the Torremolinos Convention, adopted some forty years ago, was led by an Icelander. Iceland also played an important role in the development of the Torremolinos Protocol to the Convention.</p> <p>The timely and accurate reports that identify the circumstances and causes of marine casualties and incidents enhances the safety of seafarers and passengers and the protection of the marine environment.</p> <p>The investigation and careful analysis of marine casualties and incidents is essential to find safety weaknesses and to develop effective remedial measures for the purposes of enhancing safety of life at sea and protection of the marine environment.</p> <p>But no nation acts alone. Shipping is an international industry and as such the need for co-operation between nations, including accident investigation, is very important for the interest of maritime safety. Iceland strongly believes that sharing of best practices and an effective implementation of carefully designed international maritime instruments will enhance safety at sea.&nbsp;</p> <p>Iceland believes that forum such as the Marine Accident Investigator’s Forum serves an integral part in enhancing maritime safety. Only by bringing together best practices and knowledge can we foster and develop the maritime safety regime with the purpose of preventing maritime accidents. </p> <p>It is a real pleasure for Iceland to host this forum and I wish you all the best in your work here today and tomorrow.</p> <p>Thank you.</p>

2018-05-16 15:35:0016. maí 2018Ávarp í Helsinki: Introductory address on transport, logistics, maritime safety and meteorological cooperation in the Arctic

<p style="text-align: center;"><strong>Introductory address on transport, logistics, maritime safety and meteorological cooperation in the Arctic </strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>Minister Sigurður Ingi Jóhannsson</strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>&nbsp;</strong></p> <p><em>President of Finland Sauli Niinistö</em></p> <p><em>President of Iceland Guðni Th. Jóhannesson </em></p> <p><em>Ladies and gentlemen,</em> </p> <p>It is a great pleasure to have the opportunity to address this esteemed gathering here in Helsinki. I very much appreciate the valuable opportunity to exchange views on the important Arctic issues identified for this meeting. </p> <p>I sincerely thank our Finnish friends for the invitation and for their long standing and strong contribution to Arctic cooperation. </p> <p>In our view, the cooperation within the Arctic, in particular within the Arctic Council, has been a great success. We have seen the original priority aims of the Arctic Council - to protect the environment and ensure sustainable development - develop from ground breaking studies and reports into real action, taking the form of – amongst other things – legally binding agreements. </p> <p>The Arctic Council has also been an important venue for political dialogue and peaceful cooperation. The Council´s clear mandate, with its regional focus on sustainable development in the Arctic, has allowed it to continue its work, irrespective of global political tensions. </p> <p>We have seen the Arctic become an object of international attention and we must of course be prepared to recognise the prospect of a globalised Arctic with all of its challenges relating to new logistical hubs, increased land, sea and air traffic - to mention only a few.&nbsp; </p> <p>We are all aware that with increased melting of sea-ice and the opening of new transport routes from the Pacific to the North-Atlantic the pressure to utilize the resources within the Arctic grows considerably. With this development, there are bound to be challenges in terms of finding the right balance between use and protection of natural resources. </p> <p>In order to properly address the issue of transport, logistics, maritime safety and meteorological cooperation, appropriate attention must be given to climate change on the one hand and the marine environment on the other. </p> <p>In this regard, the Paris agreement is a significant boost for the future of the Arctic and certainly needs to be implemented effectively.&nbsp; </p> <p>The growing emphasis on coordinated search and rescue capabilities and preparedness for dealing with pollution incidents is a testimony of the Arctic Council‘s work to meet new challenges and must be further developed. </p> <p>Meteorology is being discussed within the Arctic Council for the first time and we very much welcome this addition. Better weather forecasts is certainly one example of increased maritime safety in the Arctic. The importance of ensuring close relations between the different international organization dealing with Arctic related matters can not be stressed enough.&nbsp; </p> <p>Climatic and developmental pressures on the marine environment from shipping, dumping, offshore oil and gas development and land-based activities will only continue to increase in the Arctic. </p> <p>However, we must resist pessimistic approaches that too often characterise the debate over global climate change. The Arctic is truly an area of opportunity and innovation and our task is to make use of these opportunities while safeguarding the environment. </p> <p>In fact, many Arctic communities have demonstrated exceptional resourcefulness in adapting to demanding circumstances and have the potential to continue doing so in a sustainable manner. </p> <p>We must continue to improve our ability to learn from past experiences and use our resources to design appropriate response strategies and in this way create the best possible framework for environmental protection and business development alike. </p> <p>A fundamental point in Iceland‘s Arctic policy is to support, and strenghten, the Arctic Council. We want to cooperate with other relevant states, and nations, to strenghten the Council, and give it a more assertive role. In addition, we see value on strengthening the links between the Arctic Council and the Arctic Economic Council. </p> <p>I congratulate Finland for its leadership in the Arctic Council and thank you for the support you have extended to us in the preparations for our upcoming chairmanship. </p> <p>With that, I wish all of us a fruitful discussion and I thank you for your attention. </p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

2018-05-08 17:33:0008. maí 2018Ávarp við opnunarathöfn Arctic Circle Forum í Þórshöfn í Færeyjum

<p style="text-align: center;"><strong>Sigurður Ingi Jóhannsson, Minister of Transport and Local Government,</strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>and Minister for Nordic Cooperation</strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>Arctic Circle Forum </strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>Nordic House, Thorshavn, 8 May 2018</strong></p> <p>&nbsp;</p> <p>Former President of Iceland, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson; </p> <p>Foreign Minister Poul Michelsen and other Ministers; </p> <p>Excellencies, ladies and gentlemen, good morning – or “góðan daginn“, as we say both in the Faroe Islands and in Iceland.&nbsp; </p> <p>At the outset, allow me to join the two previous speakers in thanking and congratulating the organizers of the Arctic Circle Forum for their hard work. We have ahead of us two exciting days, filled with important topics, relevant questions and the right people. </p> <p>I also wish to mention the instrumental role that the former President of Iceland, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson, has played in establishing this dialogue, not only among the Arctic states but worldwide. His resolve and dedication are truly an example to all of us. Thank you, Ólafur. </p> <p>Then I would not want to end my brief introduction without recognizing the great hospitality of our friendly hosts, the Faroese government and the Faroese people, for allowing this “Arctic invasion” into the beautiful capital of Thorshavn. Thank you for hosting us – and what a great venue this is, the Nordic House. </p> <p style="text-align: center;">* * *</p> <p>Arctic cooperation has indeed come a long way since the 1996 Ottawa Declaration established the Arctic Council, only 22 years ago.</p> <p>The Arctic Council has perhaps had the most concrete value as a forum for <em>environmental cooperation</em>. Within its framework, we have initiated and implemented numerous scientific research projects, aimed at enhancing our understanding of the magnificent – but fragile – natural environment. </p> <p>Through mapping and monitoring biodiversity, and by ensuring sustainable use of the Arctic marine environment, we are now better equipped to tackle pollution and mitigate the negative effects of climate change. The well-established scientific cooperation in the Arctic allows us to anticipate many of the changes in our region, and thus influence and address them.</p> <p>In fact, it can be argued that Arctic cooperation was well ahead of many other international cooperation on climate change. That is why our Arctic policies and projects already firmly support the implementation of the Paris Agreement, the UN Agenda 2030 and the new Sustainable Development Goals. </p> <p>Secondly, the Arctic council has also proven to be an important venue for <em>political dialogue</em>. One only has to take a quick look at the membership of the Council to recognize how crucial it is for Arctic States to have a solid foundation for their cooperation. </p> <p>The Council´s clear mandate, with its regional focus on sustainable development in the Arctic, has allowed it to continue its work, irrespective of global political tensions. </p> <p>The three legally binding Agreements between the Arctic eight – on search-and-rescue; on oil pollution and response; and most recently on international Arctic scientific cooperation – testify to these accomplishments. </p> <p>In the best case, the Arctic Council has even been a venue where Member States have been able to maintain dialogue and cooperation, when relations have reached a freezing point in other fora. This we must uphold, not least in today´s testing times. </p> <p>The third pillar is <em>economic cooperation</em>. The economic element is in fact anchored in the Arctic Council´s founding document (the before-mentioned Ottawa Declaration), which affirms a commitment to the economic and social development of the roughly four million people living in the region. </p> <p>From an economic point of view the Arctic is an area of opportunities with its vast natural resources, new transport routes, tourism and more. The list is long and what we predicted some 10, 20 years ago, has already become true, only at a faster pace than we anticipated. </p> <p>Still, out of the three pillars of Arctic cooperation – the environmental, political and economic – it can be argued that the largest room for improvement is in the economic domain.&nbsp; </p> <p>This is why Iceland and other Arctic Council Member States see value in strengthening the links between the Arctic Council and the Arctic Economic Council, and we will certainly continue to focus on economic development during Iceland´s upcoming chairmanship in the Arctic Council. </p> <p>Regional economic development will also be one of the focal points during Iceland´s Chairmanship in the Nordic Council of Ministers in 2019, where we are, amongst others, preparing a Nordic project on “Harbors as innovation hubs”, building, in fact, on policy initiatives from NORA here in Thorshavn.&nbsp; </p> <p style="text-align: center;">* * *</p> <p>This leads me to today´s topic “Arctic Hubs – Building Dynamic Economies and Sustainable Communities in the North”, which I gladly admit is close to my heart as a Minister responsible for infrastructure, communication and municipalities. </p> <p>The fact is, that economic development does not happen top-down – it occurs bottom-up, as well as in-between. Governments can establish policies and guidelines, initiate projects and investments, but the actual work originates with the people themselves. </p> <p>Economic development happens with companies, big and small. From small-boat owners to high-tech start-ups; in townships, harbors, cities and municipalities; on a local and regional level. All these activities, on different levels, are they building blocks of a dynamic economy. </p> <p>Much can be said about the numerous economic opportunities in the Arctic region, and many of them will be discussed today and tomorrow. I will therefore not describe them in any detail but instead make the following point on the concept of “hubs”. </p> <p>One element of an economic hub entails that it is connected with other hubs. It is a center for service, production and transport, but also for education, research and innovation, that are instrumental for businesses to thrive. </p> <p>Here, I believe we in the Arctic can and must cooperate more closely. We must continue to address the infrastructure deficiencies, and establish transport linkages, encourage trade and investments, and perhaps most importantly connect throught the exchange ideas and best practices. </p> <p>Connections are not only shipping and flight routes, and the associated infrastructure. They also include fiber cables and the various wireless networks needed for 5G and other future communication. </p> <p>With other words: Connections can be ensured both by a 500 tonnes airplane and a 50 gram mobile phone. I leave it to you to debate in the coffee break which of these are more effective!</p> <p>My point is that Arctic hubs need both. They need classic infrastructure; harbors, air strips, accommodation and services, and they need best possible internet connectivity. That kind of connectivity puts the Arctic region, not least the remote and more isolated areas, on an equal footing with everyone else. </p> <p>Finally, the economy in the Arctic must always respect the environment. That is rule number one and sustainability is key.&nbsp; And that is possible, because economic development and environmental protection are no opposites. There is no contradiction in supporting economic development and safeguarding nature. </p> <p>My colleague, the Foreign Minister of Iceland, addressed this issue at last year´s Arctic Circle in Reykjavik, and in fact added the local and social dimension, when he stated that “Economic activities must not only be sustainable and considerate to the vulnerable ecosystem, they should also benefit the local populations, with improved infrastructure, health care, school system, communications and other aspects of modern society.”</p> <p>This should be our our goal. And when I say “we” I mean “you”. Governments, municipalities, businesses, scientists and researcher – all of us. </p> <p>With that, I wish you two fruitful days of discussion and deliberations, and I thank your for your attention. </p>

2018-04-11 17:02:0011. apríl 2018Staða og framtíðarsýn í fjarskiptum

<p style="text-align: center;"><strong>Staða og framtíðarsýn í fjarskiptum</strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>Morgunfundur í tilefni af heimsókn Houlin Zhao, aðalritara ITU </strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>&nbsp;11. apríl 2018, Grand Hótel Reykjavík, Háteigur 4. hæð</strong></p> <p>&nbsp;</p> <p>Dear Secretary General, Mr. Houlin Zhao</p> <p>I am honoured to welcome you to Iceland and to accept this award for the best performing country, (ranked No 1) according to the Information and Communication Technology Development Index for 2017. </p> <p>I believe this is your first visit to Iceland, and to my best knowledge, this is the first time the Secretary General of the International Telecommunications Union has honoured our country with a visit. </p> <p>The ITU plays <strong>a </strong>very important International role. Iceland has been a member since 1906 which is an indication of the importance Icelanders attribute to telecommunication, even 112 years ago!</p> <p>This award and the fact that ITU has ranked Iceland no 1 (2017) in the ICT Development Index is a source of pride for the Icelandic Government and the Icelandic people.&nbsp; Not only as an international indicator that we have been doing the right things, but also that it underlines the ambitious future visions and goals of ICT that we have.</p> <p>We want to continue being in the forefront of nations in ICT and, I think we can.</p> <p>I would like to thank you for visiting us and bestowing this honour upon us.</p> <p>I do hope you will enjoy your stay in Iceland.</p> <p>I will now turn to Icelandic, with your permission.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ágætu fundarmenn, </p> <p>Það vekur athygli að Ísland hefur náð þeirri stöðu að vera fremst allra landa í innviðum upplýsingasamfélags og fjarskipta. Þar er vísað til góðrar stöðu í fjarskiptainnviðum, notkunar almennings og fyrirtækja á upplýsinga- og fjarskiptatækni og hækkandi menntunarstigs þjóðarinnar. Alls eru það 11 aðskildir þættir sem metnir eru og skila okkur í fyrsta sæti á heimsvísu. </p> <p>Við skulum staldra við og meðtaka þetta. Hvað höfum við verið að gera rétt og hvernig getum við nýtt þessa stöðu til framdráttar fyrir íslenskt samfélag. Eins og fram hefur komið í opinberri umræðu eru miklar samfélagsbreytingar fyrirsjáanlegar á næstu áratugum. Breytingar sem eru tæknidrifnar og er rætt um sem fjórðu iðnbyltinguna. Undirstaða alls þessa er öflugt fjarskiptakerfi, góð tækniþekking og almenn þekking og menntun þjóðarinnar</p> <p>Ekki verður fram hjá því litið að nýjar ógnir fylgja tækniframförum og þurfum við eins og aðrar þjóðir að móta skipulag í kringum netöryggismálin og gera ýmsar ráðstafanir til að auka öryggi á netinu. Stjórnsýslan er nú að undirbúa tvö frumvörp sem eiga að auka netöryggi og persónuvernd.&nbsp; Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið ber ábyrgð á innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins um net- og upplýsingaöryggi, svokallaðrar NIS-tilskipunar sem fyrirhugað er að leggja fram á næsta þingi.&nbsp; </p> <p>Svo við snúum okkur aftur að þeim góða árangri sem við erum að fagna í dag þá má öllum vera það ljóst að hann hefur ekki komið af sjálfu sér. Margir aðskildir þættir hafa þar áhrif.</p> <p>Þar má nefna:</p> <ul> <li>Í fyrsta lagi: Virk samkeppni og miklar fjárfestingar fjarskiptafyrirtækja sem skila Íslendingum sterkum fjarskiptainnviðum og greiðum aðgangi almennings og fyrirtækja að háhraðatengingum við Internetið. Þessu tengt er að tölvueign og notkun almennings á tækninni hér á landi er mikil í alþjóðlegu samhengi. </li> <li>Í öðru lagi má nefna: Verkefnið, Ísland ljóstengt, og stefnu stjórnvalda til margra ára um að leggja áherslu á sem mest jafnræði landsmanna hvað varðar aðgang að fjarskiptainnviðum. Þarna skiptir máli að sveitarfélögin hafa með beinum hætti tekið þátt í uppbyggingunni og einnig hefur framlag úr byggðasjóðum til uppbyggingar háhraðatenginga hjálpað verst settu sveitarfélögunum. <p>Ég nefndi fjarskiptafyrirtækin fyrst enda eru fjárfestingar þeirra umtalsverðar en ég vil leggja áherslu á mikilvægi metnaðarfullrar &nbsp;stefnu og stuðnings ríkisins í þeim árangri sem náðst hefur. </p> <p>Fjarskiptasjóður hefur til margra ára lagt til fé til að mæta kostnaði við uppbyggingu á þeim svæðum þar sem eru markaðs brestir. Þannig hefur náðst að koma háhraðatengingum til síðasta bæjarins í dalnum, ef svo má að orði komast. </p> </li> <li>Í þriðja lagi byggir árangur okkar í dag á góðri almennri menntun en menntunarstig þjóðarinnar hefur verið að aukast jafnt og þétt.</li> </ul> <p>Lítum nú til framtíðar.&nbsp; Það er sannarlega ekki gefið að Ísland verði í fremstu röð þjóða heims þegar kemur að því nýta sér og innleiða tækni og þjónustu fjórðu iðnbyltingarinnar. En við erum sannarlega með góða upphafsstöðu í þeim fjarskiptainnviðum sem við höfum í dag og áætlum að byggja upp á næstu árum. </p> <p>Í ráðuneytinu eru nú hafin vinna við að undirbúa nýja stefnu í fjarskiptum, póstmálum og netöryggismálum þar sem mótuð verður metnaðarfull framtíðarsýn, markmið og árangursmælikvarðar. Í þessu verkefni verða hagsmunaaðilar að sjálfsögðu kallaðir að borðinu og óska ég hér með eftir víðtæku og góðu samstarfi um þetta mikilvæga verkefni. </p> <p>Stefnumótun hjá ríkinu hefur, að margra mati, ekki verið gert nógu hátt undir höfði hingað til en óhætt er að fullyrða að það er að breytast.&nbsp; Unnið er að því í ráðuneytunum að og bæta stefnumótunarferlin og tengja opinberar stefnur betur við fjárlagagerðina en gert hefur verið. Samfélagsþróunin er svo ör að stjórnvöld þurfa stöðugt að endurskoða vinnubrögð sín.</p> <p>Sem ráðherra&nbsp; fjarskiptamála, byggðamála og samgangna sé ég að það er hæpið að móta aðskildar stefnur í málaflokkum ráðuneytisins, eins og gert hefur verið hingað til, án samtals og samþættingar þeirra í millum.&nbsp; Fjarskiptin, aðgengi að &nbsp;háhraðatengingum og öflugu farneti, svo dæmi sé tekið, skipta sköpum í þróun og eflingu byggða. Og ein af stóru áskorunum sem við sannarlega stöndum frammi fyrir í samgöngumálum varðar fjarskipti í samgöngum, innleiðingu 5g og skjálfkeyrandi bíla.</p> <p>Ég hef því ákveðið að kalla til sameiginlegs framtíðarfundar um öll málefnasvið ráðuneytisins síðar í þessum mánuði eða í byrjun maí. Þar verða kallaðir til fulltrúar hagsmunaaðila í málaflokkum ráðuneytisins því mér er ljóst að sú stefna sem mótuð verður þarf að byggja á sérþekkingu margra og það þarf að nást sátt um þau markmið sem sett verða. </p> <p>Fjarskiptin varða svo að sjálfsögðu mörg, ef ekki flest önnur málefnasvið ríkisins.&nbsp; Á næsta áratug er gert ráð fyrir að allir geirar samfélagsins þurfi að nýta sér upplýsinga- og fjarskiptatækni til fulls til þess að standast samkeppni.&nbsp; Gengið er út frá því að þróaðar verði alls konar netþjónustur eða öpp t.d. í heilbrigðisþjónustu, &nbsp;menntakerfinu og þjónustugeiranum sem reyna verulega á fjarskiptakerfið.</p> <p>Að lokum vil ég segja að ríkisstjórnin hefur metnað til að Ísland haldi stöðu sinni sem eitt af forysturíkjum heims í fjarskiptainnviðum og nýtingu þeirra í þágu samfélagsins. Í því felst að fjórða iðnbyltingin, innleiðing 5g og nýjar þjónustur sem byggja á 5g þurfa að vera í forgrunni í stefnumótuninni sem nú er að hefjast. &nbsp;Og ég legg áherslu á gott samstarf og samráð um mótun nýrra stefnu og innleiðingu hennar.</p>

2018-03-12 15:26:0012. mars 2018Framsókn til framtíðar - grein í Fréttablaðinu 12. mars

<p>Grein Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Fréttablaðið 12. mars.</p> <p>Fjölmennu og afar vel heppnuðu flokksþingi Framsóknar lauk í gær. Yfirskrift þess var Framsókn til framtíðar. </p> <p>Við höfum í hendi okkar hvernig við vinnum úr tækifærum framtíðarinnar og hvernig sú saga verður skrifuð. Á kjörtímabilinu verður unnið að því að byggja upp gott og samkeppnishæft samfélag. Engum vafa er undirorpið að ríkuleg verðmæti felast í því að landið allt sé í blómlegri byggð. Við eigum að vera í fremstu röð hvað jöfnuð snertir og skapa hvata til að laða ungt vel menntað fólk til þess að setjast að á landsbyggðinni. </p> <p>Sýn Framsóknarflokksins er að íbúar landsins hafi jöfn tækifæri hvar sem þeir búa á landinu. Sem dæmi má nefna að íbúar á Raufarhöfn eða Þingeyri eiga rétt á að hafa sama aðgengi að grunnþjónustu og Reykvíkingar. </p> <p><strong>Jöfn tækifæri</strong></p> <p>Samfélagið er á fleygiferð. Framundan er tæknibylting sem breytir því hvernig við lifum og störfum. Störfin munu breytast og þau munu færast til. Tæknin tengir saman byggðir og Ísland við umheiminn. Ljósleiðarinn og verkefnið <em>Ísland ljóstengt</em> er gott dæmi um framsækna stefnu okkar framsóknarmanna.</p> <p>Heilbrigðiskerfið þarf að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Þjónustan á að vera sem mest í nærsamfélaginu, en jafnframt þarf að vera gott aðgengi að henni á höfuðborgarsvæðinu. </p> <p>Aldrei hefur verið jafn mikil þörf á að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu. Aldrei hefur verið jafn mikil þörf á að spyrna við fæti á svæðum sem búa við fólksfækkun og einhæfu atvinnulífi. Um allt land er verk að vinna. </p> <p><strong>Menntamál</strong></p> <p>Á aldarafmæli Framsóknarflokksins, í desember 2016, var sem fyrr horft til framtíðar og settur á fót menntastefnuhópur til að móta nýja stefnu flokksins í menntamálum. Stefnan var síðan kynnt á nýliðnu flokksþingi.</p> <p>Því miður eru mennta- og skólamál víða í ólagi og starfsumhverfi skólanna þarf að bæta. Skólinn á að vera eftirsóttur vinnustaður. Það er skylda okkar að efla skólastarfið á öllum stigum. Kennarar verja margir hverjir meiri tíma með börnunum en foreldrar. Þeir hafa áhrif á mannauð framtíðarinnar. Okkur ber skylda til þess að styðja betur við kennarana en hér þurfa ríki og sveitarfélög að koma að. </p> <p>Við megum ekki missa fleiri störf úr landi. Það þarf að efla nýsköpun og þróun á öllum skólastigum enda er menntun kjarninn í nýsköpun til framtíðar. Við erum í samkeppni við aðrar þjóðir um störfin okkar. Hvernig okkur tekst til mun ráða miklu um framtíðarlífskjör á Íslandi. </p> <p><strong>Samgöngur </strong></p> <p>Við vitum líka að vegakerfið er grundvöllurinn að búsetu, atvinnulífi um land allt. Samgöngur eru hreyfiafl samfélagsins hvernig sem á það er litið. Við viljum og þurfum að komast leiðar okkar. Sum okkar eru einnig háð því að samgöngur á sjó séu skilvirkar. Frá og með deginum í dag verður sama fargjald og er til og frá Landeyjarhöfn, þó siglt sé í Þorlákshöfn. Það er byggðastefna í verki.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Vegakerfið hefur setið á hakanum og krefst risavaxinna fjármuna. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar segir að hraða eigi uppbyggingu í vegamálum. Vegakerfið var ekki byggt fyrir þá umferð sem við horfum nú upp á. Við höfum ekki undan við að endurbyggja þjóðvegina og koma þeim í það horf sem nútíma þjóðfélag krefst. Ástæðurnar eru öllum kunnar: Of lág fjárframlög til vegamála, stóraukin umferð og álag á vegakerfið.</p> <p>Verkefnið er stórt og við ætlum í uppbygginu, enda veitir ekki af. </p> <p>&nbsp;</p> <p>Við ætlum einnig að gera innanlandsflugið að raunhæfari kosti fyrir íbúa í dreifðum byggðum og tengja byggðir landsins saman með almenningssamgöngum. Aukin notkun mun stuðla að fjölgun ferðamanna um landið, allt árið um kring.</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>Húsnæði</strong></p> <p>Framsóknarflokkurinn hefur áorkað miklu í húsnæðismálum. Lög um fyrstu fasteign skiluðu góðum árangri fyrir fyrstu kaupendur. Húsnæðissamvinnufélög fengu betri umgjörð. En við viljum gera betur og halda áfram að styðja við ungt fólk. Við höfum horft til annarra þjóða í þeim efnum. Og hvernig við getum lært af þeim sem hafa glímt við sams konar vanda og fundið á honum lausnir. Staðan er alvarleg, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig vítt og breitt um landið.</p> <p><strong>Ísland í fremstu röð</strong></p> <p>Fyrir kosningar lögðum við áherslu á að bankarnir nýttu strax það svigrúm sem þeir hafa til að greiða arð í ríkissjóð. Við stöndum við það loforð. Við ætlum að nýta fjármagn frá bönkunum til að byggja upp vegakerfið. Innviðir er slagæðar samfélagsins. Án þeirra drögumst við aftur úr öðrum þjóðum og samkeppnishæfni landsins minnkar. Framsóknarflokkurinn ætlar að koma Íslandi í fremstu röð. Framsókn til framtíðar.</p>

2018-03-10 10:05:0010. mars 2018Uppbygging vega og þjónusta krefjast mun hærri fjárframlaga

<p>Grein Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Morgunblaðinu 10. mars síðastliðinn.</p> <p>Ríkisstjórnin vill hraða uppbyggingu í vegamálum og öðrum samgönguinnviðum bæði með nýframkvæmdum og viðhaldi. Við forgangsröðun í vegamálum verður sérstaklega litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða.</p> <p>Vegakerfi landsins er smám saman að gefa sig þar sem við höfum ekki undan að koma vegum í það horf sem nútíma þjóðfélag krefst. Ástæðurnar eru kunnar: Of lág fjárframlög og stóraukin umferð og álag. Vegakerfið er grundvöllurinn að búsetu, atvinnulífi og samskiptum. Ef ekkert er vegakerfið verður stöðnun. Vegakerfið er hreyfiafl samfélagsins. Okkar undirstöðu atvinnugreinar, sem skapa verðmætin, eru háðar samgöngum í lofti, láði og legi. Góðar samgöngur eru brýnar fyrir tekjuöflun samfélagsins og stuðla að hagvexti framtíðarinnar.</p> <p><strong>Umferðin jókst um 11% </strong></p> <p>Álag á vegakerfið hefur stóraukist með aukinni umferð. Þannig jókst akstur um allt að 11% á síðasta ári einu saman. Einn þátturinn er fjölgun ferðamanna og vaxandi ferðaþjónusta. Annar eru daglegir flutningar fyrir atvinnulífið sem ná nú til nánast allra afkima. Enn annar þáttur eru aukin samskipti okkar og félagslegur samgangur. Þetta krefst þess að vegirnir séu ávallt öruggir og greiðfærir. Við viljum og þurfum að komast leiðar okkar.<br /> <br /> Á sama tíma hafa fjárveitingar verið langt undir brýnni þörf og kröfur samfélagsins um greiðar og öruggar samgöngur allt árið eru meiri nú en áður.</p> <p><strong> Slæmt ástand </strong></p> <p>Þörfin fyrir þjónustu, viðhald og framkvæmdir er aðkallandi. Framkvæmdir eru háðar verkefnabundnum fjárveitingum. Aðeins sú framkvæmd að tvöfalda stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg um Kjalarnes, er metin á um 45 milljarða króna en heildar framlög til nýframkvæmda á þessu ári eru 11,7 milljarðar króna. Þá er aukin þörf fyrir viðhald vega og þurfa fjárveitingar að nema um 10-11 milljörðum króna á ári en voru ríflega 8 milljarðar árið 2017. </p> <p>Einnig eru vaxandi kröfur til þjónustu, sérstaklega vetrarþjónustu og til vegmerkinga, sem þurfa að nema minnst 5,5 milljörðum árlega en námu á síðasta ári 4,6 milljörðum. </p> <p>Samgönguáætlun er í vinnslu núna, en stefnt er að því að leggja hana fram á fyrsta degi þings í haust. Ríkisstjórnin ætlar í uppbyggingu vegamála enda veitir ekki af. Flestir vegir á Íslandi eru að verða meira og minna ónýtir. Þau svæði sem verst búa varðandi þessi mál eru í forgangi til að ýta undir aukna hagsæld í búsetu, atvinnulífi og öllu mannlífi.</p>

2018-02-21 14:30:0021. febrúar 2018Umferðaröryggi

<p>Umferðarslys eru harmleikur og eru banaslys og alvarleg slys í umferðinni alltof mörg. Árið 2017 voru alvarleg slys 145 talsins, minniháttar slys 711 og árið þar á undan voru alvarleg slys 183 og minni háttar 785. Reiknað hefur verið að hvert og eitt alvarlegt umferðarslys kostar kringum 90 milljónir króna, slys með minni meiðslum um 30 milljónir og að samfélagslegur kostnaður vegna banaslysa sé yfir 600 milljónir króna. Ofan á þetta bætist hinn mannlegi harmleikur sem slysin hafa í för með sér og verður aldrei metinn í peningum.</p> <p>Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggisjónarmiða. Á þessu ári er áætlað að verja auknu fé til aðgerða á sviði umferðaröryggis. Aðgerðirnar snerta fræðslu og eftirlit með okkur ökumönnum, aðgerðir á vegakerfinu og rannsóknir á hegðun okkar í umferðinni.</p> <p>Markmiðið er að fækka umferðarslysum.</p> <p>Í mínum huga er alveg ljóst að hver króna sem fer til þess að auka umferðaröryggi okkar skilar sér. Er þá sama hvert litið er. Eftirlit lögreglu nær þeim sem brjóta umferðarreglur og kennir okkur lexíu, fræðslan nær til allra aldurshópa vegfarenda og stuðlar að því að gera okkur að betri vegfarendum, aðgerðir og endurbætur á vegum miða að því að minnka áhættu og draga úr afleiðingum umferðarslysa og færa okkur vitneskju um hvar við getum bætt úr.</p> <p>Þá eru úttektir EuroRAP áhugaverðar sem felast í góðum ábendingum um hvað betur má fara til að bæta öryggi okkar allra, en þær eru byggðar á því að vegir landsins eru skoðaðir með tilliti til öryggisþátta.</p> <p><strong>Nýjar eftirlitmyndavélar</strong></p> <p>Umferðaröryggisáætlun er sett fram með samgönguáætlun og nú er til skoðunar aðgerðaáætlun áranna 2018 til 2021. Eitt fjárfrekasta einstaka verkefnið nú er að endurnýja eftirlitsmyndavélar með ökuhraða og er gert ráð fyrir að kaupa nokkrar nýjar myndavélar á hverju þessara fjögurra ára. Undanfarin ár hafa verið skráð milli 20 og 45 þúsund brot á ári hverju og eykst fjöldinn í réttu hlutfalli við fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þá má nefna að innheimt sektarfjárhæð vegna hraðakstursbrota eftir myndavélaeftirlit námu 217-293 milljónum króna árin 2015-2017.</p> <p><strong>Meðalhraðaeftirlit tekið upp</strong></p> <p>Verið er að undirbúa nýjung varðandi hraðaeftirlit sem er fólgin í því að taka upp myndavélaeftirlit með meðalhraða. Eru þá tvær eftirlitsmyndavélar settar upp á ákveðnum vegarkafla og tími ökutækja mældur á milli vélanna. Með því er hægt að ná þeim sem freistast til að gefa í um leið og þeir aka framhjá myndavél og halda að þeir sleppi ef þeir hægja á sér við næstu myndavél. Hafi þeir verið grunsamlega fljótir á milli véla er nokkuð ljóst að þeir hafa farið yfir leyfileg hraðamörk. Slíkt meðalhraðaeftirlit hefur gefið góða raun í nágrannalöndum.</p> <p><strong>Meira aðhald</strong></p> <p>Annað atriði sem veitir okkur aðhald í umferðinni eru sektirnar sem við fáum ef við erum staðin að því að brjóta umferðarreglur. Ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum verður bráðlega gefin út. Lágmarkssektarupphæð verður þá 20 þúsund krónur en var áður 5 þúsund kr. Undantekning er þó sekt við því að hafa ekki ökuskírteini meðferðis, hún verður 10 þúsund krónur. Þá mun sekt fyrir að nota farsíma við stýrið án handfrjáls búnaðar hækka í 40 þúsund krónur. Sektir fyrir að brjóta umferðarlög eiga að koma við kaunin á okkur enda er það dauðans alvara að virða ekki þessar reglur.</p> <p>Þessi breyting tekur gildi 1. maí og er ég sannfærður um að þetta þýðir að við hugsum okkur tvisvar um áður en við förum á svig við reglurnar. Ég er nokkuð viss um að yfirleitt gerum við okkur mjög vel grein fyrir því ef við brjótum umferðarreglur, hvort sem er að aka yfir leyfilegum hámarkshraða, nota símann við stýrið eða aka gegn rauðu ljósi. Við teljum bara að reglurnar eigi ekki við okkur.</p> <p>Þrátt fyrir allar þessar aðgerðir er það fyrst og fremst við sjálf sem ráðum því hvaða árangri við náum í umferðaröryggi og slysavörnum. Lítum í eigin barm.</p> <p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.</em></p> <p><em>Greinin birtist í Fréttablaðinu 21. febrúar</em></p>

2018-02-12 09:18:0012. febrúar 2018Umferðaröryggi er forgangsmál - grein í Fréttablaðinu 12. febrúar

<p>Umferðaröryggi á að vera forgangsmál. Banaslys og alvarleg slys í umferðinni eru alltof mörg. Við þurfum að spyrna við fæti. Þar á ég bæði við stjórnvöld og okkur vegfarendur.</p> <p>Á síðasta ári urðu hvorki banaslys í flugi né siglingum og ekki heldur árið áður. Við þurfum að stefna að sama árangri í umferðinni. Undanfarin ár hafa 9 til 18 manns látist í umferðinni á ári hverju með undantekningu árið 2014 þegar fjórir létust. Á þessu ári hafa þegar þrír látist af völdum umferðarslysa. Milli 130 og 210 manns hafa slasast alvarlega á ári hverju síðustu árin.</p> <p>Margt gott hefur verið gert á liðnum árum til að bæta öryggi vegfaranda en betur má ef duga skal. Í stjórnarviðræðum og sáttmála ríkisstjórnarinnar var samkomulag um að við forgangsröðun í vegamálum verði sérstaklega litið til ólíkrar stöðu landsvæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. Í samgönguáætlun sem er nú er unnið að verður sérstakur kafli um umferðaröryggi með það markmiði að fækka slysum.</p> <p><strong>Endurbætur og uppbygging vega</strong></p> <p>Eins og fram kemur í stjórnarsáttmálanum er brýnt að hraða uppbyggingu í vegamálum og öðrum samgönguinnviðum bæði nýframkvæmdum og viðhaldi. Síaukinn umferðarþungi kallar á nýbyggingu og endurnýjun vega, meira viðhald og auknar öryggisaðgerðir víða á vegum landsins. Vegakerfið annar varla umferðarálaginu í dag enda er það að miklu leyti byggt upp þegar bílar voru færri, vöruflutningar minni og hraðinn lægri. Uppbygging samgöngumannvirkja er stór þáttur í því að bæta umferðaröryggi en sú uppbygging þarf að vera mun hraðari en verið hefur. Undanfarin ár hafa framkvæmdir verið litlar, umferð aukist mikið og því bíða mikilvæg stórverkefni. Til að ná tilætluðum árangri verða sett metnaðarfull og skilvirk markmið um öryggi samgangna og skilvirkar öryggisáætlanir fyrir samgöngur á landi.</p> <p><strong>Öryggisaðgerðir</strong></p> <p>Meðal öryggisaðgerða á þjóðvegum eru að bæta merkingar enn frekar, til dæmis þar sem vegir liggja að einbreiðum brúm. Auk þess er markvisst unnið að því að fækka einbreiðum brúm. Þá þarf að eyða svartblettum, þ.e. ráðast í aðgerðir á svæðum þar sem slys hafa verið tíð. Dæmi um það er að lengja vegrið, laga vegfláa og bæta úr þar sem umhverfi vega getur verið skeinuhætt fólki ef t.d. bíll lendir útaf. Þá er brýnt að fjölga stöðum meðfram vegum þar sem ferðamenn geta stöðvað til að njóta landsins án þess að valda sjálfum sér eða öðrum hættu.<br /> <br /> <strong>Aukin v</strong><strong>etrarþjónusta</strong></p> <p>Vetrarþjónusta á þjóðvegakerfinu var aukin í byrjun árs. Góðar hálkuvarnir auka öryggi og þörfin var brýn víða þar sem umferð hefur aukist með tilkomu aukinna ferðalaga yfir veturinn. Mokstursdögum var fjölgað á ákveðnum leiðum á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi og hálkuvarnir hafa nú verið auknar. <br /> <br /> <strong>Umferðarfræðslan</strong><span style="text-decoration: underline;"> </span></p> <p>Umferðarfræðsla er ekki síst mikilvægur þáttur í umferðaröryggi. Það hefur sýnt sig að brýnt er að fræða erlenda ökumenn um íslenskar aðstæður og er þá til dæmis átt við malarvegina og þau óvæntu veðrabrigði sem hér geta orðið ekki síst að vetri sem gjörbreyta á andartaki öllum akstursskilyrðum. En við heimamenn þurfum einnig áminningar enda skilar áróður og fræðsla sér í meiri aga í umferðinni. Skólarnir eru einnig mikilvægur vettvangur fyrir umferðarfræðslu.</p> <p><strong>Hærri sektir og aukið eftirlit</strong></p> <div> <p>Að lokum er aukinn umferðarhraði áhyggjuefni. Hraðaeftirlit skiptir sköpum og hækkun sekta við umferðarlagabrotum sem nú er í farvatninu er liður í því að fyrirbyggja umferðarslys. Við eigum að vera meðal bestu þjóða hvað varðar fjölda látinna í umferð.&nbsp;Eftirlit og sektir ef við brjótum af okkur veita aðhald og eru til þess fallin að gera okkur að betri vegfarendum. Það er kjarni málsins þegar umferðaröryggi er annars vegar.</p> <p>Forgangsröðum með agaðri umferð – það skilar líka árangri&nbsp; í umferðaröryggi.</p> <p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</em></p> <p><em>Greinin birtist í Fréttablaðinu 12. febrúar 2017.</em></p> </div>

2018-02-08 08:59:0008. febrúar 2018Net- og tölvuárásir eru vaxandi ógn sem veldur fjárhagslegum og tilfinnanlegum skaða

<span></span> <p><span>Net- og tölvuárásir eru vaxandi ógn sem veldur fjárhagslegum og tilfinnanlegum skaða hjá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. Varlega er áætlað að kostnaður af völdum netglæpa hér á landi hlaupi á hundruðum milljóna króna og gæti jafnvel numið milljörðum. Skaðinn er mikill – skortur á netöryggi skerðir trúverðugleika ríkja og þar með samkeppnisstöðu þeirra á ýmsum sviðum. Fjallað hefur verið um ýmiss konar netvá í fjölmiðlum undanfarið og ekki að ástæðulausu. Netöryggi er eitt brýnasta mál allra ríkja í okkar heimshluta þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins.</span></p> <p>Á sama tíma og netið gerir okkur kleift að nýta tölvutæknina með fjölbreyttum hætti þá fylgir notkun þess ýmsar ófyrirséðar áskoranir sem við verðum að takast á við og getum ekki lokað augunum fyrir. Æ algengara er að veilur í netkerfum og tölvubúnaði séu nýttar skipulega til afbrota, njósna eða einfaldlega til að valda tjóni. Skaðsemi slíkra árása getur verið mikil en umræðan fer jafnan ekki hátt.</p> <p>Eins og staðan er í dag sjá öll lönd fram á skort á sérfræðingum á þessu sviði en nú stendur yfir átak á vegum ráðuneytisins til að efla menntun í netöryggismálum. Við- ræður við Tækniháskólann í Noregi (NTNU) hafa leitt til þess að sérfræðingar frá skólanum koma hingað til lands síðar í þessum mánuði og munu þeir kynna nám á framhaldsstigi á sviði netöryggis sem hentar einstaklingum sem lokið hafa grunnprófi í tölvunarfræði. Þessi heimsókn er í samvinnu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Auk þessarar kynningar verður rætt um mögulegt samstarf skólanna þriggja á þessu sviði.</p> <p><strong>Bætt netöryggi </strong></p> <p>Þó að ýmislegt hafi verið gert til að efla net- og upplýsingaöryggi hér á landi er brýnt að halda áfram eftir því sem tækninni fleygir fram. Ein brýnasta aðgerð til að bæta netöryggi er mótun frumvarps um heildarlöggjöf um net- og upplýsingaöryggi en jafnframt er unnið að endurskoðun á stefnu um netöryggi og nýrri aðgerðaáætlun.</p> <p>Markmiðið með frumvarpinu er að ná til þeirra sem veita nauðsynlega stafræna þjónustu, s.s. orkuveitur, bankaþjónustu, fjármálamarkaði, heilbrigðisþjónustu, vatnsveitur og stafræn grunnvirki. Mikilvægt er að tryggja að slíkir aðilar geti veitt þessa þjónustu þvert á landamæri með samræmdum öryggiskröfum og þar með aukið samkeppnishæfni og dregið úr óþarfa kostnaði vegna mismunandi krafna og lagaumgjörðar. Gildissvið fyrirhugaðrar löggjafar er umfangsmikið og samráð er hafið við hagsmunaaðila, auk þess sem farið verður í opið samráð á netinu. Miðað er við að leggja umrætt frumvarp fram á komandi haustþingi og að það taki gildi um næstu áramót.</p> <p>Samkvæmt NIS-tilskipuninni sem frumvarpið byggist á ber netöryggissveit að vera starfandi í hverju ríki sem tilskipunin nær til. Netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar, sem er ein af stofnunum ráðuneytisins, greinir netvá og á að sinna ýmsum samhæfingarverkefnum innanlands og jafnframt að taka virkan þátt í samstarfi evrópskra netöryggissveita. Efling Netöryggissveitarinnar er því mikilvæg. Stórum áfanga var nýverið náð þegar undirritaður var þjónustusamningur sveitarinnar við stjórnsýsluna um netöryggisþjónustu. Þetta er fyrsti þjónustusamningurinn sem hefur verið undirritaður og munu aðrir væntanlega fylgja í kjölfarið. Samningur Netöryggissveitarinnar við orkugeirann er t.d. langt kominn.</p> <p>Markmið samningsins við stjórnsýsluna er að verjast öryggisatvikum og takast á við netárásir og hliðstæðar ógnir. Hann er til marks um aðgerðir sem samgönguog sveitarstjórnarráðuneytið hefur beitt sér fyrir til að efla netöryggi.</p> <p><strong>Ábendingar frá Oxford </strong></p> <p>Auk tæknilegra þátta þarf einnig að huga að þeim samfélagslegu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fékk Háskólann í Oxford til að gera skýrslu um stöðu netöryggis á Íslandi sem skilað var nýlega. Í skýrslunni eru ýmsar ráðleggingar til úrbóta og er verið að vinna að mótun aðgerða byggðum á ráðleggingunum. Skýrslan, ásamt tillögum um aðgerðir, verður bráðlega kynnt opinberlega.</p> <p>Ljóst er að mikil þróun er nú í öllu skipulagi netöryggismála hjá grannríkjum okkar og sér ekki fyrir endann á því. Víðtæk innleiðing nettækni hefur róttæk áhrif á samfélög okkar sem bregðast verður við. Ráðuneytið hefur fylgst náið með þessum breytingum og átt gott samstarf við grannríki okkar, ekki síst Norðurlönd. Nýja persónuverndarreglugerðin (GDPR) hefur verið mikið til umræðu undanfarið, nú mun NIS-tilskipunin bætast við og fleiri breytingar á stjórnskipun netöryggismála eru fyrirsjáanlegar. Með efldu netöryggi byggðu á góðu samstarfi getum við öll nýtt þau tækifæri sem netnotkun getur boðið upp á, styrkt samkeppnisstöðu okkar og bætt lífsgæði í vinnu og einkalífi.</p> <p><em>Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.</em></p> <p><em><span>Greinin birtist í Viðskiptablaðinu 8. febrúar.</span></em></p>

2017-12-22 16:34:0022. desember 2017Samgönguáætlun og fjármálaáætlun þurfa að vera samhljóða

<span></span> <p>Brýnt er að hraða uppbyggingu í vegamálum og öðrum samgönguinnviðum bæði með nýjum framkvæmdum og viðhaldi. Ríkisstjórnin ætlar á næstum árum að bæta enn við fjárframlög til vegaframkvæmda og taka á uppsöfnuðum vanda sem blasir við hringinn í kringum landið. </p> <p>Í fjögurra ára samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi í október í fyrra voru áætlaðar framkvæmdir fyrir um 13 milljörðum krónum meira en þær fjárheimildirnar sem Alþingi samþykkti. Þessi munur á milli samgönguáætlunar og fjárheimilda hefur minnkað og er nú kominn í rúma 7 milljarða. Eigi að síður þá þarf samgönguáætlun að vera í takt við þær fjárheimildir sem eru til umráða hverju sinni. </p> <p>Ljóst er að aukin fjárframlög eru nauðsynleg enda verkefnin brýn og því er mikilvægt að ákveðinn fyrirsjánaleiki sé til staðar sem verður tryggður með að samhljómur verði á milli samgönguáætlunar og fjármálaáætlunar. </p> <p><strong>Ný samgönguáætlun </strong></p> <p>Almenn umræða um samgöngumál er nauðsynleg og því er gott þegar þau eru rædd af hreinskilni og ástríðu í hverju byggðarlagi. Því er skiljanlegt að umræðan sé hvað hressilegust þegar fram kemur annars vegar samgönguáætlun og hins vegar fjárlagafrumvarp og menn sjá dæmið ekki ganga alveg upp. Samræming þessara áætlana er því forgangsmál.</p> <p>Í fyrsta lagi er vinna nú að hefjast við nýja samgönguáætlun sem stefnt er að leggja fram á Alþingi á nýju ári. Horfa þarf til umferðaröryggis, umferðarþunga, vinnusóknarsvæða og þensluáhrifa.</p> <p>Í öðru lagi verða nýjar línur lagðar samhliða henni í fjármálaáætlun fyrir næstu ár kjörtímabilsins og líta þær dagsins ljós í apríl. </p> <p>Í þriðja lagi þurfa báðar þessar áætlanir síðan að vera í takt við þær fjárheimildir sem Alþingi er tilbúið að samþykkja. </p> <p>Samgönguáætlun á ekki að vera óskalisti í aðdraganda kosninga heldur raunsæ og tímasett áætlun um samgöngukerfið sem er lífæð hverrar þjóðar.</p> <p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra</em></p> <em>Grein birt í Morgunblaðinu 22. desember</em> <p>&nbsp;</p>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira