Hoppa yfir valmynd
23. desember 2014 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga til umsagnar

Drög að reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga ásamt viðaukum eru nú til umsagnar á vef ráðuneytisins. Reikningsskila- og upplýsinganefnd hefur undanfarna mánuði unnið að endurskoðun þessara reglna. Unnt er að senda umsagnir um reglugerðina og viðaukana til ráðuneytisins til og með 14. janúar 2015 á netfangið [email protected].

Markmið endurskoðunarinnar er að uppfæra og einfalda framsetningu þessara reglna. Reglugerðinni fylgja viðaukar sem byggjast á endurskoðun á gildandi reglum á þessu sviði. Regluverkið í núverandi mynd er að finna í eftirtöldum reglugerðum: Nr. 944/2000, nr. 414/2001 og nr. 790/2001.

Nefndin hefur ekki lokið yfirferð en stefnt er að lokafrágangi reglugerðarinnar í janúar 2015 og sem lið í endurskoðuninni er nú leitað eftir umsögnum um hana og fylgiskjölin.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira