Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2011 Forsætisráðuneytið

Jafnréttisþing 2011

Jafnréttisþing 2011Í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða velferðarráðherra og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 4. febrúar næstkomandi að Nordica Hilton Reykjavík klukkan 9 til 16.

Hlutverk þingsins er að efna til samræðu milli stjórnvalda og þjóðar um málefni kynjajafnréttis og gefa öllum áhugasömum kost á að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í jafnréttismálum.

Á jafnréttisþinginu verður fjallað um fjölmargar hliðar jafnréttisbaráttunnar, svo sem kynbundið ofbeldi og mansal, jafnrétti og stjórnarskrá, Evrópusambandið og íslenskt jafnrétti, framlag karla til jafnréttisbaráttunnar, kynin og fjölmiðlana og áhrif efnahagsumrótsins á starf og fjölskyldulíf. Auk þess verður fyrirliggjandi tillaga til ályktunar Alþingis um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum kynnt á þinginu.

Þingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis.


Dagskrá Jafnréttisþings 2011

Hilton Reykjavík Nordica, 4. febrúar 2011

Þingstjórar:      Björk Jakobsdóttir leikkona og leikritahöfundur og Gunnar Helgason leikari og leikstjóri
09.00 – 09.15 Þórhildur Þorleifsdóttir formaður Jafnréttisráðs: Setning
09.15 – 09.45 Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra: Skýrsla um stöðu og þróun í jafnréttismálum og tillaga að nýrri framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum
09.45 – 10.15 Elísabet Karlsdóttir verkefnisstjóri hjá Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd og Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur: Ofbeldi gegn konum – íslenskur veruleiki
10.15 – 10.45 Kaffi
10.45 – 11.15 Louise Shelley prófessor og forstöðumaður Terrorism, Transnational Crime and Corruption Center við George Mason University, Arlington BNA: Human trafficking; Global Patterns and Business Models
(Flutt á ensku. Erindið er styrkt af bandaríska sendiráðinu á Íslandi)
11.15 – 11.45 Oddný Mjöll Arnardóttir prófessor við HR og formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands: Stjórnarskrá, jafnrétti og jaðarhópar
11.45 – 12.00 Ingólfur V. Gíslason dósent í félagsfræði við HÍ: Er kynjajafnrétti og velferð barna ósættanlegar andstæður?
12.00 – 13.00 Hádegisverður
13.00 – 14.45 Málstofur
14.45 – 15.15 Kaffi
15.15 – 15.50 Panelumræður: Katrín Fjeldsted læknir og fyrrverandi borgarfulltrúi, Gunnar Hersveinn rithöfundur, Katrín Anna Guðmundsdóttir verkefnisstjóri við kynjaða fjárlagagerð og Jón Kjartan Ágústsson formaður Hinsegin stúdenta við HÍ
 15.50 – 16.00 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra: Ávarp og slit
   
 

 Málstofur

Málstofa 1

Þekking og þor: Til aðgerða gegn kynbundu ofbeldi

Málstofustjóri: Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands
Ritari:
Sigrún Jana Finnbogadóttir starfsmaður nefndar um endurskoðun aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi

Málstofa 2

Evrópusambandið og íslenskt jafnrétti

  • Elsa S. Þorkelsdóttir lögfræðingur: Dregur Evrópa vagninn? Áhrif Evrópudóma á íslenskt jafnrétti
  • Helgi Hjörvar alþingismaður: Vilja Íslendingar mismuna?
  • Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu: Frá Lissabon til Linköping – jafnréttisleiðin í Evrópu. Beinn og breiður vegur eða fjallabaksleið?

Málstofustjóri: Steinunn Halldórsdóttir stjórnsýslufræðingur í forsætisráðuneytinu
Ritari:
Maríanna Traustadóttir sérfræðingur hjá ASÍ

Málstofa 3

Mansal á Íslandi – viðbúnaður og veruleiki

Málstofustjóri: Stefán Eiríksson lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
Ritari
: Björg Fenger lögfræðingur í velferðarráðuneytinu

Málstofa 4 

Koma svo strákar! Framlag karla til jafnréttismála

  • Tryggvi Hallgrímsson sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu: Karlar í nefnd – áttu annan? Um karlanefndir á Íslandi og Norðurlöndunum
  • Arnar Gíslason jafnréttisfulltrúi HÍ: Karlar í jafnréttisbaráttu. Er það eitthvað ofan á brauð?
  • Thomas Brorsen Smidt meistaranemi í kynjafræði: Let´s Talk Porn: Introducing nuances and creating alternatives (flutt á ensku)

Málstofustjóri: Hjálmar G. Sigmarsson sérfræðingur á Jafnréttisstofu
Ritari:
Þórður Kristinsson framhaldsskólakennari

Málstofa 5

Sagan endalausa: Baráttan um fjölmiðlana

Málstofustjóri: Leifur Hauksson dagskrárgerðarmaður hjá RÚV
Ritari:
Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur á Jafnréttisstofu

Málstofa 6

Starf, fjölskylda og einkalíf í umróti efnahagslægðar

Málstofustjóri: Ragnhildur Vigfúsdóttir deildarstjóri starfsþróunar hjá Landsvirkjun
Ritari:
Bergljót Þrastardóttir sérfræðingur á Jafnréttisstofu

Þingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis.

Jafnrétti

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira