Úrskurðir og álit
-
-
21. janúar 2014 /Mál nr. 77/2013.
Kærandi var talin hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hún fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Henni var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi.
-
-
21. janúar 2014 /Mál nr. 65/2011- endurupptaka
Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda í tvo mánuði með vísan til 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, þar sem hún hafði stundað nám samhliða töku atvinnuleysisbóta, var staðfest.
-
21. janúar 2014 /Mál nr. 71/2013.
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að leggja 15% álag á ofgreiddar atvinnuleysisbætur var staðfest. Kærandi hafði stundað nám samhliða því að þiggja atvinnuleysisbætur og var gert að endurgreiða ofgreiddar bætur ásamt 15% álagi sbr. 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006.
-
20. janúar 2014 /Mál nr. 37/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli b- og c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
20. janúar 2014 /Mál nr. 40/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-lið 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
20. janúar 2014 /Mál nr. 34/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d- og g-lið 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
20. janúar 2014 /Mál nr. 33/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-lið 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
15. janúar 2014 /Mál nr. 83/2011- endurupptaka
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Fasteignamat hærra en markaðsvirði. Veðrými á aðfararhæfum eignum svarar ekki að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli fasteignamats.
-
15. janúar 2014 /Mál nr. 95/2011
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Veðrými á aðfararhæfum eignum svarar ekki að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli endurskoðaðs verðmats.
-
15. janúar 2014 /Mál nr. 109/2011- endurupptaka
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Veðrými á aðfararhæfum eignum svarar ekki að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli endurskoðaðs verðmats.
-
15. janúar 2014 /Mál nr. 19/2013.
Endurupptaka. Engar formkröfur eru gerðar til beiðni um endurupptöku í 24. gr. stjórnsýslulaga. Líta ber á ósk kæranda um að mál hans yrði endurskoðað, sem barst Íbúðalánasjóði með tölvupósti innan þriggja mánaða frá birtingu ákvörðunar, sem endurupptökubeiðni. Endurupptökubeiðni byggðist á því að ófullnægjandi upplýsingar hafi legið fyrir um veðrými á hlutafjáreign hans. Ekki liggur fyrir hvert sé raunverulegt mat hlutafjárins eða hvort mat Íbúðalánasjóðs hafi verið stutt annarri rannsókn en á skattframtali kæranda. Lagt fyrir sjóðin að endurupptaka mál kæranda.
-
15. janúar 2014 /Mál nr. 16/2013.
Fjárhagsaðstoð. Aðfinnslur. Kærandi var hvorki skráður eigandi húsnæðis né með þinglýstan leigusamning og því skal honum reiknast hálf grunnfjárhæð á mánuði að frádregnum eigin tekjum, sbr. 3. mgr. 11. gr. reglna Sveitarfélagsins Árborgar um fjárhagsaðstoð. Ákvörðun sveitarfélagsins um greiðslu hálfrar fjárhagsaðstoðar til kæranda fyrir júní, júlí og september 2012 verður því staðfest. Kærandi skráði sig ekki vikulega hjá félagsþjónustunni og átti því að missa hlutfallslega rétt til fjárhagsaðstoðar í ágúst 2012, sbr. 6. tölul. 1. mgr., sbr. 3. mgr. 8. gr. reglnanna. Ákvörðun sveitarfélagsins um að synja kæranda um fjárhagsaðstoð vegna þessa er felld úr gildi.
-
15. janúar 2014 /Mál nr. 21/2013.
110%. Endurskoðað verðmat. Ekkert sem sýnir fram á að bankainnstæða hafi verið handveðsett. Íbúðalánasjóði rétt að líta svo á að bankainnstæða teljist til aðfararhæfra eigna. Fyrirliggjandi verðmat í samræmi við verðmæti fasteignarinnar. Hin kærða ákvörðun staðfest. Vaxtakröfu vísað frá.
-
15. janúar 2014 /Mál nr. 26/2013.
Greiðsluerfiðleikaaðstoð. Íbúðalánasjóði rétt að synja kæranda um greiðsluerfiðleikaaðstoð þar sem greiðslubyrði kæranda eftir lok úrræða hefði ekki rúmast innan greiðslugetu hans, sbr. 4. tölul. 4. gr. reglugerðar nr. 584/2001. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
15. janúar 2014 /Mál nr. 22/2013.
Húsnæðislán. Íbúðalánasjóði rétt að synja kæranda um húsnæðislán vegna kaupa á fasteign þar sem hún var eigandi fasteignarinnar þegar hún sótti um lánið. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
15. janúar 2014 /Mál nr. 23/2013.
Greiðsluerfiðleikaaðstoð. Íbúðalánasjóði rétt að synja kæranda um greiðsluerfiðleikaaðstoð þar sem greiðslubyrði kæranda eftir lok úrræða hefði ekki rúmast innan greiðslugetu hans, sbr. 4. tölul. 4. gr. reglugerðar nr. 584/2001. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
13. janúar 2014 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - kvörtun vegna dráttar á endurgreiðslu virðisaukaskatts og krafa um greiðslu dráttarvaxta
Kærður var til ráðuneytisins dráttur á endurgreiðslu virðisaukaskatts og krafa gerð um greiðslu dráttarvaxta.
-
13. janúar 2014 /Úrskurður í máli nr. IRR13080254
Seyðisfjarðarkaupstaður: Ágreiningur um gatnagerðargjald á fasteignum
-
-
-
-
09. janúar 2014 /Mál nr. 27/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
09. janúar 2014 /Mál nr. 32/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
09. janúar 2014 /Mál nr. 26/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
08. janúar 2014 /Mál nr. 21/2013.
Kærð var ákvörðun fjölskylduráðs Garðabæjar um að loka máli dóttur kæranda hjá nefndinni. Málinu var vísað frá kærunefnd barnaverndarmála þar sem skilyrði 2. og 3. mgr. 23. gr. barnaverndarlaga um kæruheimild var ekki uppfyllt.
-
08. janúar 2014 /Mál nr. 18/2013.
Mál þetta lýtur að kröfu föður um rýmri umgengni við dóttur sína sem er í varanlegu fóstri. Hinn kærði úrskurður var staðfestur með vísan til 74. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002
-
07. janúar 2014 /Mál nr. 70/2013.
Staðfest var ákvörðun Vinnumálastofnunar um að kæranda beri að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur á grundvelli 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006.
-
-
07. janúar 2014 /Mál nr. 13/2012
Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli a- og c-liða 1. mgr. 6. gr. og 12. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
07. janúar 2014 /Mál nr. 60/2013.
Ákvörðun Vinnumálastofnunar að kærandi skuli eiga 65% bótarétt skv. 2. mgr. 16. gr. laga um atvinnuleysistrygginga nr. 54/2006 var staðfest. Krafa kæranda um málskostnað var hafnað og bendir úrskurðarnefndin á meginreglu íslensks réttar að borgararnir bera sjálfir þann kostnað sem þeir hafa af erindum til stjórnvalda og málarekstri fyrir þeim.
-
07. janúar 2014 /Mál nr. 23/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d- og g-lið 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
07. janúar 2014 /Mál nr. 67/2013.
Mál þetta lýtur að 1. mgr. 52. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, um meginregluna um að námsmenn eigi ekki tilkall til atvinnuleysisbóta og var hin kærða ákvörðun staðfest og kæranda gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur sbr. 2. mgr. 39. gr. sömu laga.
-
07. janúar 2014 /Mál nr. 68/2013
Ekki var fallist á að skýringar kæranda réttlættu höfnun hans á atvinnutilboði með vísan til 1. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 1. mgr. 9. gr. sömu laga. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar er því staðfest.
-
07. janúar 2014 /Mál nr. 25/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d- liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
07. janúar 2014 /Mál nr. 66/2013
Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar en kærandi var erlendis án þess að tilkynna Vinnumálastofnun um það. Hin kærða ákvörðun var staðfest. Kærandi á ekki rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta fyrr en hún hefur starfað í a.m.k. 24 mánuði á innlendum vinnumarkaði, sbr. 4. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Þá var kæranda gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur skv. 3. mgr. 39. gr. sömu laga.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
30. desember 2013 /Veiðifélag Mývatns kærir ákvörðun stjórnar Fiskræktarsjóðs, dags. 26. apríl 2013, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun styrks úr sjóðnum fyrir almanaksárið 2013.
Fiskrækt - Úthlutun úr sjóði - Verksvið - Leiðbeiningarskylda - Lögmæt sjónarmið
-
30. desember 2013 /Skógaá ehf., kærir ákvörðun stjórnar Fiskræktarsjóðs, dags. 26. apríl 2013, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun styrks úr sjóðnum fyrir almanaksárið 2013.
Fiskrækt -Úthlutun úr sjóði - Lögmæt sjónarmið
-
-
20. desember 2013 /Mál nr. 27/2013. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 18. nóvember 2013 kærir Fastus ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 15408 um kaup á svæfingarvélum vegna Landspítala, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Sjúkrahúss Akureyrar og Sjúkrahúss Akraness. Gerir kærandi þær kröfur aðallega að felld verði úr gildi sú ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði General Electric Healthcare í svæfingartæki í útboðinu og lagt verði fyrir varnaraðila að velja úr framkomnum tilboðum að nýju. Þá er þess krafist að innkaupaferlið verði stöðvað um stundarsakir teljist kæra ekki hafa haft í för með sér sjálfkrafa stöðvun.
-
-
-
-
-
18. desember 2013 /A-512/2013. Úrskurður frá 13. desember 2013
A kærði ákvörðun Borgarbyggðar um að synja beiðni hans um gögn sem tengdust máli sveitarfélagsins og úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um sorphirðugjald. Með vísun til undanþáguákvæðis um bréfaskipti tengd dómsmálum, eða athugun á höfðun slíks máls, var synjun Borgarbyggðar að hluta til staðfest. A.ö.l. var Borgarbyggð gert að afhenda kæranda, A, afrit af tilgreindum gögnum.
-
18. desember 2013 /A-511/2013. Úrskurður frá 13. desember 2013
A kærði afgreiðslu Ríkiskaupa á beiðni hans um gögn. Kæran laut efnislega að sömu gögnum og hann hafði áður óskað eftir að fá frá landlækni – og nefndin hafði úrskurðað um þá ósk (sjá A-430/2012, A-431/2012 og A-433/2012). A taldi hins vegar að misbrestir hefðu orðið á því hjá landlækni að afhenda gögn samkvæmt þeim úrskurðum. Því hafði hann snúið sér til Ríkiskaupa, sem einnig höfðu gögnin undir höndum, en fengið synjun. Þá synjun kærði hann til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hún kvað menn eiga rétt á að óska eftir sömu gögnum hjá öðru stjórnvaldi, sem einnig hefði þau í vörslu sinni, m.a. til að ganga úr skugga um að þau væru eins hjá báðum stjórnvöldum, og lagði fyrir Ríkiskaup að afhenda A umrædd gögn.
-
18. desember 2013 /A-510/2013. Úrskurður frá 13. desember 2013
A kærði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að tilteknum gögnum. Beiðni hans hafði upphaflega lotið að fjórum atriðum/gögnum en þar af hafði nefndin þegar, með úrskurði A-490/2013, tekið afstöðu til þriggja. Eftir stóð að fjalla um gögn stýrinefndar, sem í sátu fulltrúar þriggja ráðuneyta, varðandi endurreisn stóru íslensku viðskiptabankanna. Úrskurðarnefndin vísaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu beiðni um aðgang að „þeim greinargerðum, minnisblöðum og öðrum gögnum sem höfð voru til hliðsjónar um ákvörðun nefndarinnar um þá leið sem farin var í heimildarlausri einkavæðingu Nýja Kaupþings hf.“ Hins vegar lagði hún fyrir ráðuneytið að afhenda kæranda tilteknar fundargerðir stýrinefndarinnar.
-
-
17. desember 2013 /Mál nr. 65/2013
Ekki var fallist á að skýringar kæranda réttlættu höfnun hennar á atvinnutilboði/atvinnuviðtali með vísan til 1. mgr., sbr. 5. mgr., 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um að kærandi eigi ekki tilkall til atvinnulysisbóta fyrr en hún uppfylli skilyrði 31. gr. sömu laga er því staðfest.
-
17. desember 2013 /Mál nr. 63/2013
Ekki var fallist á að skýringar kæranda réttlættu höfnun hans á atvinnutilboði með vísan til 1., 4. og 5. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar er því staðfest.
-
-
-
17. desember 2013 /Mál nr. 88/2013
Kærandi var talin hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hún fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Henni var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi.
-
16. desember 2013 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun RSK um álagningu virðisaukaskatts
Ráðuneytinu barst stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar ríkisskattstjóra um álagningu virðisaukaskatts.
-
-
-
-
-
12. desember 2013 /Úrskurður velferðarráðuneytisins
Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli.
-
12. desember 2013 /Mál nr. 21/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
12. desember 2013 /Mál nr. 6/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
11. desember 2013 /Mál nr. 17/2013.
Kærð var ákvörðun barnaverndarnefndar Eyjafjarðar um að umgengni kæranda og sonarsonar hennar færi fram á heimili fósturforeldra. Með vísan til 1.-3. mgr. 74. gr. barnaverndarlaga var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
11. desember 2013 /Mál nr. 49/2013.
110%. Kæra barst að liðnum rúmum tveimur árum frá því að ákvörðun var tilkynnt kæranda og því óheimilt að taka hana til efnislegrar meðferðar, sbr. 2. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kærunni var því vísað frá.
-
11. desember 2013 /Mál nr. 9/2012 - endurupptaka
110%. Endurupptaka. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Veðrými á aðfararhæfum eignum svarar ekki að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli endurskoðaðs verðmats.
-
11. desember 2013 /Mál nr. 18/2013.
Sérstakar húsaleigubætur. Aðstæður kæranda taldar réttilega metnar. Kærandi fullnægði því ekki skilyrði b-liðar 7. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík um að aðstæður einstaklings með eitt barn skuli vera metnar til 11 stiga eða meira svo heimilt sé að bjóða viðkomandi sérstakar húsaleigubætur. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
11. desember 2013 /Mál nr. 155/2011 - endurupptaka.
110%. Endurupptaka. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Veðrými á aðfararhæfum eignum svarar ekki að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli endurskoðaðs verðmats.
-
11. desember 2013 /Mál nr. 20/2013.
Kröfu kæranda um að aflétta nafnleynd tilkynnanda vegna sonar hans var synjað skv. 2. mgr. 19. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
-
11. desember 2013 /Mál nr. 55/2013.
Fjárhagsaðstoð. Kæra barst að liðnum hinum þriggja mánaða kærufresti 2. málsl. 1. mgr. 42. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998. Ekki talin skilyrði til að taka kæruna til efnislegrar meðferðar á grundvelli 1. eða 2. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kærunni var því vísað frá.
-
10. desember 2013 /Mál nr. 86/2013.
Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, sbr., 23. gr. laga nr. 134/2009 og 4. gr. laga nr. 103/2011. Hin kærða ákvörðun um að kærandi skuli ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en hann hefur starfað a.m.k. tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði og um stöðvun á greiðslum atvinnuleysistrygginga til kæranda var staðfest.
-
-
-
10. desember 2013 /Mál nr. 36/2013.
Kærandi hafði fyrir mistök fengið greiddar atvinnuleysisbætur í tveimur löndum samtímis. Staðfest var ákvörðun Vinnumálastofnunar um að kæranda beri að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur á grundvelli 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006.
-
10. desember 2013 /Mál nr. 57/2013
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja kæranda um að hafna umsókn hans um greiðslu atvinnuleysisbóta vegna þess að hann hafði ekki skilað inn staðfestu skólavottorði var felld úr gildi. Stofnunin hafði brugðist rannsóknarskyldu sinni við vinnslu umsóknarinnar.
-
-
10. desember 2013 /Mál nr. 85/2013.
Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 17. gr. laga nr. 134/2009. Ástæður kæranda fyrir uppsögn á starfi sínu ekki taldar gildar í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar í tvo mánuði var staðfest.
-
-
09. desember 2013 /Mál nr. 56/2013
Ótímabundinn leigusamningur: Lok leigusamnings. Fyrirframgreidd leiga.
-
-
06. desember 2013 /Mál nr. 24/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi 10. september 2013 kærði KOS, óstofnað félag tiltekinna ráðgjafafyrirtækja í mannvirkjahönnun, ákvörðun varnaraðila, vegna forvals fyrir hönnunarútboð auðkennt nr. 15453 „Nýr Landspítali við Hringbraut, meðferðarkjarni og rannsóknarhús“, þess efnis að kærandi uppfylli ekki kröfur forvalsgagna til þess að taka þátt í útboðinu. Kærandi krefst þess að ákvörðun varnaraðila verði felld úr gildi og að kærunefnd leggi fyrir varnaraðila „að fella niður tiltekna ólögmæta skilmála í útboðsgögnum, nánar tiltekið kröfur útboðsgagna um formlegar staðfestingar eigenda á því að þeir standi að baki umsókninni“. Þá er jafnframt gerð krafa um málskostnað.
-
06. desember 2013 /Mál nr. 25/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi 10. september 2013 kærði samstarfshópurinn SALUS ákvörðun varnaraðila vegna forvals fyrir hönnunarútboð auðkennt nr. 15453 „Nýr Landspítali við Hringbraut, meðferðarkjarni og rannsóknarhús“, þess efnis að kærandi uppfylli ekki kröfur forvalsgagna til þess að taka þátt í útboðinu. Kærandi krefst þess að ákvörðun varnaraðila verði „ógilt og úrskurðað að SALUS uppfylli kröfur forvalsgagna og sé heimilt að taka þátt í útboðinu.“ Þá er jafnframt óskað eftir því að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Að lokum er gerð krafa um endurgreiðslu kærugjalds og málskostnað. Með bréfi 13. nóvember 2013 gerði kærandi auk þess kröfu um að kærunefnd viki sæti við frekari umfjöllun málsins.
-
06. desember 2013 /Mál nr. 28/2013. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 20. nóvember 2013 kærir Logaland ehf. verðfyrirspurnir Landspítala auðkenndar nr. 16/2013 „Almennar stungunálar“, nr. 17/2013 „Innrennslisnálar ungbarna“, nr. 18/2013 „Sprautur án skrúfgangs“ og nr. 19/2013 „Blóðgas sprautur með og án nálar“. Þá kærir kærandi einnig „fyrirkomulag innkaupa á öðrum vörum sem tilgreindar voru í rammasamningsnútboði Ríkiskaupa nr. 15066.“ Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfum kæranda um að stöðva „það innkaupaferli sem verðfyrirspurnirnar hafa sett af stað“ og „núverandi innkaupaferli/samningsgerð á öðrum vörum sem voru tilgreindar í útboði nr. 15066“.
-
05. desember 2013 /Úrskurður velferðarráðuneytisins
Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar.
-
-
05. desember 2013 /Mál nr. 16/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-lið 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
05. desember 2013 /Mál nr. 20/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-lið 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
05. desember 2013 /Mál nr. 17/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-lið 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
05. desember 2013 /Mál nr. 21/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 6. ágúst 2013 kærðu Fjallasýn ehf., Sel sf., Jón Ingimundarson og Guðmundur Þórarinsson útboð Norðurþings auðkennt „Skólaakstur í Norðurþingi 2013-2017“. Kærendur kröfðust þess að „þeir aðilar sem ekki skiluðu skilyrtum gögnum verði útilokaðir frá samningum við Norðurþing og gengið verði til samninga við bjóðendur sem skiluðu inn öllum umbeðnum gögnum“. Með bréfi 8. sama mánaðar komu fram frekari skýringar við kæruna og sú krafa að „þau tilboð sem ekki fylgdu tilskilin gögn verði dæmd ógild“. Þá var þess krafist að samningsgerð yrði stöðvuð þar til nefndin hefði úrskurðað í málinu.
-
04. desember 2013 /Mál nr. 54/2013.
110% og eftirstöðvar veðskuldar. Krafa um greiðslu eftirstöðva veðskuldar eftir nauðungarsölu ekki talin stjórnvaldsákvörðun og kæru hvað það varðar vísað frá, sbr. 1. mgr. 42. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998. Kæra á ákvörðun um endurútreikning lána barst að liðnum rúmum tveimur árum frá því að ákvörðun var tilkynnt kæranda og því vísað frá, sbr. 2. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. tur
-
04. desember 2013 /Mál nr. 10/2013.
Fjárhagsaðstoð. Aðfinnslur. Mosfellsbæ óheimilt að endurkrefja kæranda um fjárhagsaðstoð sem ákvörðuð var á grundvelli tekjuupplýsinga fyrir rangt tímabil, sbr. 1. mgr. 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð í Mosfellsbæ. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir sveitarfélagið að endurgreiða kæranda fjárhæðina.
-
04. desember 2013 /Mál nr. 17/2013.
Sérstakar húsaleigubætur. Kærandi hafði ekki átt lögheimili síðustu þrjú ár fyrir umsóknina, sbr. b-lið 4. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur. Kærandi ekki talin uppfylla a- og b-lið 5. gr. reglnanna um undanþágu frá skilyrði um lögheimili síðustu þrjú ár. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
04. desember 2013 /Mál nr. 13/2013.
Endurkaup íbúðar í kjölfar nauðungarsölu. Talið að skilyrði stjórnar Íbúðalánasjóðs fyrir sölunni hafi verið reist á málefnalegum forsendum. Þar sem kærandi fullnægði ekki skilyrðunum var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
04. desember 2013 /Mál nr. 11/2013.
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi matsgerðir í samræmi við verðmæti fasteigna. Engin fyrirliggjandi gögn um eignarhald á fasteignum sem komu til frádráttar niðurfærslu. Óljóst þótti á hvaða grundvelli fasteignarnar og torfæruhjól töldust til aðfararhæfra eigna fremur en aðrar eignir á landbúnaðarskýrslu, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og vísað til löglegrar meðferðar.
-
04. desember 2013 /Mál nr. 6/2013.
Fjárhagsaðstoð. Lán vegna sérstakra erfiðleika. Aðfinnslur. Tekjur kæranda voru yfir grunnfjárhæð undanfarna sex mánuði og skilyrði 2. mgr. 25. gr. reglna um fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Grindavíkur því ekki fullnægt. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
03. desember 2013 /Mál nr. 13/2013.
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja kæranda um endurupptöku var felld úr gildi og stofnuninni gert að taka málið upp að nýju þar sem kæranda.var ekki tilkynnt ákvörðunin, við meðferð málsins, á fullnægjandi hátt sbr. 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
-
03. desember 2013 /Mál nr. 30/2013.
Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar en kærandi var erlendis án þess að tilkynna Vinnumálastofnun um það. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
03. desember 2013 /Mál nr. 41/2013
Kærandi sótti að nýju um atvinnuleysisbætur í júní 2012 og kom þá inn á eldra bótatímabil skv. 3. mgr. 29. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Þar sem kærandi hafði ekki unnið í 24 mánuði frá því að hún fékk síðast greiddar bætur, sbr. 31. gr., var hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
03. desember 2013 /Mál nr. 48/2013.
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tuttugu og fjóra mánuði skv. 1. mgr. 58. gr., sbr. 4. mgr. 61. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest þar sem kærandi hafnaði þátttöku á námskeiði á vegum Vinnumálastofnunar. Kærandi hafði tvívegis áður sætt viðurlögum og olli það ítrekunaráhrifum fyrri ákvörðunar skv. 61. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006.
-
03. desember 2013 /Mál nr. 40/2013.
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til biðstyrks vegna höfnunar hans á atvinnutilboði sbr. 2. mgr.reglugerðar nr. 47/2013 var hrundið og stofnunni gert að taka málið fyrir að nýju. Þau kjör sem kæranda voru boðin voru langt undir almennum launakjörum viðskiptafræðinga og ákvörðunin því ómálefnaleg.
-
03. desember 2013 /Mál nr. 39/2013
Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda í tvo mánuði með vísan til 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, var ómerkt og málinu vísað aftur til Vinnumálstofnunar til löglegrar meðferðar, þar sem hin kærða ákvörðun hafi verið reist á röngum lagagrundvelli.
-
02. desember 2013 /Úrskurður vegna kæru um greiðsluáætlun vegna skattskulda
Kærð var ákvörðun tollstjóra þar sem hafnað var að gera greiðsluáætlun vegna skattskulda.
-
02. desember 2013 /Mál nr. 15/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-lið 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
28. nóvember 2013 /Mál nr. 10/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
28. nóvember 2013 /Mál nr. 11/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
28. nóvember 2013 /Mál nr. 8/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli a-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
28. nóvember 2013 /Mál nr. 7/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
27. nóvember 2013 /Úrskurður vegna kæru þrotabús - staðfesting riftunaryfirlýsinga
Kærð var ákvörðun tollstjóra um að fallast ekki á kröfu sem um riftun og endurreiðslu vegna þrotabús.
-
27. nóvember 2013 /Úrskurður vegna kæru- lög um virðisaukaskatt
Óskað var eftir endurskoðun úrskurðar ráðuneytisins vegna kæru um álitaefni í ákvæðum laga um virðisaukaskatt.
-
-
-
-
26. nóvember 2013 /Kærð ákvörðun Matvælastofnunar varðandi hýsingu hrossa í hesthúsum að Funaholti 1 og 2 í Kópavogi.
Stjórnvaldsákvörðun - Tilmæli - Eftirlit MAST - Tímafrestir stjórnsýslukæru
-
26. nóvember 2013 /Mál nr. 45/2013
Kostnaðarskipting. Rekstur húsfélags. Ritun fundargerða. Ákvörðunartaka: Staðsetning flóttaleiða og lántaka.
-
-
26. nóvember 2013 /Mál nr. 47/2013.
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að krefja kæranda um ofgreiddar atvinnuleysisbætur á grundvelli 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistyggingan nr. 54/2006 var ómerkt og stofuninni gert að taka málið fyrir að nýju. Ekki hafði verið gætt að andmælarétti kæranda við meðferð málsins sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1999 auk þess braut málsmeðferð Vinnumálastofnunar í málinu í bága við 14. gr. sömu laga.
-
-
26. nóvember 2013 /Mál nr. 45/2013
Mál þetta lýtur að því hvort kærandi hafi aflað atvinnuleysisbóta með sviksamlegum hætti í skilningi 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006. Kærandi þótti hafa brugðist trúnaðar- og upplýsingaskyldum sínum gagnvart Vinnumálastofnun þegar hann fór erlendis án þess að láta stofnunina vita. Hin kærða ákvörðun var staðfest og var kæranda gert að greiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur.
-
-
-
26. nóvember 2013 /Mál nr. 46/2013
Dýrahald. Kostnaðarskipting. Sameign sumra. Eignaskiptayfirlýsing. Útlitsbreytingar.
-
-
26. nóvember 2013 /A-509/2013. Úrskurður frá 20. nóvember 2013
Landlæknir krafðist þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál myndi fresta réttaráhrifum úrskurðar nr. A-497/2013, dags. 23. september 2013. Nefndin fór yfir gögn málsins en taldi ekkert nýtt hafa komið fram er sýndi að fyrir hendi væru lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðarins. Þá sá hún ekki ástæðu til þess að afturkalla úrskurðinn að eigin frumkvæði enda benti ekkert til þess að hann væri haldinn slíkum annmörkum að hann væri ógildanlegur að lögum. Var því úrskurðað þannig að kröfu landlæknis um frestun réttaráhrifa var hafnað.
-
-
26. nóvember 2013 /A-508/2013. Úrskurður frá 20. nóvember 2013
Kærð var sú ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að synja um aðgang að lánssamningi sem bærinn gerði við FMS Wertmanagement. Áður hafði verið úrskurðað í því máli (úrsk. nr. A-474/2013) en þann úrskurð hafði orðið að fella úr gildi vegna efnisannmarka. Því var kveðinn upp nýr úrskurður en efnislega varð niðurstaðan í megindráttum sú sama, þ.e. að veita skyldi aðgang að samningnum. Þó var gerð breyting varðandi tilteknar útstrikanir.
-
-
26. nóvember 2013 /A-507/2013. Úrskurður frá 20. nóvember 2013
Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um að fá afrit af hlutum fundargerða nefndar um fjármálastöðugleika þar sem rætt er um málefni L hf. M.a. var metið hvort um vinnuskjöl væri að ræða, en niðurstaðan varð sú að svo væri ekki. Það varð niðurstaða nefndarinnar að ráðuneytinu bæri að afhenda kæranda afrit af þeim hlutum fundargerða þar sem rætt hafði verið um málefni félagsins, á tilgreindu tímabili.
-
26. nóvember 2013 /Mál nr. 58/2013
Kærandi var talin hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hún fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Henni var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi.
-
22. nóvember 2013 /Synjun námsstyrkjanefndar um greiðslu á námsstyrk
Ár 2013, föstudagurinn 22. nóvember, var kveðinn upp í mennta- og menningarmálaráðuneytinu svofelldur úrskurður
-
22. nóvember 2013 /Synjun námsstyrkjanefndar um greiðslu námsstyrks
Ár 2013, föstudagurinn 22. nóvember, var kveðinn upp í mennta- og menningarmálaráðuneytinu svofelldur úrskurður
-
21. nóvember 2013 /Mál nr. 1/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli b og c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
21. nóvember 2013 /Mál nr. 4/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
20. nóvember 2013 /Mál nr. 3/2013.
Fjárhagsaðstoð. Aðfinnslur. 50% lækkun á grunnfjárhagsaðstoð vegna þess að kærandi var settur á bið eftir atvinnuleysisbótum átti sér ekki stoð í 3. gr. reglna um um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Kærandi átti rétt á fjárhagsaðstoð, sbr. 1. mgr. 12. gr., sbr. 1. mgr. 11. gr. reglnanna. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og vísað til löglegrar meðferðar.
-
20. nóvember 2013 /Mál nr. 8/2013.
Fjárhagsaðstoð. Sérstakur styrkur. Ekki nægjanlegar upplýsingar um hvort aðstæður kæranda hafi verið frábrugðnar annarra í endurhæfingarúrræðinu Grettistaki sem fengið hafa styrk til kaupa á strætókorti, sbr. a-lið 27. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað til löglegrar meðferðar.
-
20. nóvember 2013 /Mál nr. 9/2013.
Sérstakar húsaleigubætur. Aðstæður kæranda metnar til fjögurra stiga en í þágildandi 15. gr. reglna um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur var einungis heimilt að greiða sérstakar húsaleigubætur til þeirra sem metnir voru með 6-10 stig. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
20. nóvember 2013 /Mál nr. 14/2013.
Yfirtaka láns. Leita bar samþykkis Íbúðalánasjóðs um yfirtöku kæranda á öllum lánum seljenda fasteignarinnar sem ætlað var að hvíla áfram á eigninni, sbr. 16. gr. reglugerðar nr. 522/2004. Kærandi óskaði einungis eftir yfirtöku hluta þeirra lána. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
20. nóvember 2013 /Mál nr. 59/2011- endurupptaka
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Veðrými á aðfararhæfum eignum svarar ekki að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli endurskoðaðs verðmats.
-
20. nóvember 2013 /Mál nr. 105/2011- endurupptaka
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Veðrými á aðfararhæfum eignum svarar ekki að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli endurskoðaðs verðmats.
-
19. nóvember 2013 /Mál nr. 29/2013.
Staðfest var ákvörðun Vinnumálastofnunar um að kæranda beri að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur á grundvelli 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006.
-
-
18. nóvember 2013 /Mál nr. 38/2013
Tímabundin leigusamningur. Riftun. Útlagður kostnaður. Vanefndir leigusala.
-
-
-
18. nóvember 2013 /Vinnslustöðin hf., kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 31. maí 2013, að svipta skipið Kap VE-4, (2363) leyfi til veiða í atvinnuskyni í tvær vikur frá og með 18. júní 2013 til og með 2. júlí 2013.
Veiðileyfi - Veiðileyfissvipting - Brottkast - Málshraði
-
15. nóvember 2013 /Mál nr. 38/2013.
Staðfest var ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt hennar til greiðslu biðstyrks á grundvelli 2. gr. reglugerðar nr. 47/2013. Kærandi mætti ekki í boðað atvinnuviðtal og féllst úrskurðarnefndin ekki á með kæranda að veikindi hennar þann dag er atvinnuviðtalið átti að fara fram réttlæti höfnun hennar á að fara í umrætt viðtal.
-
15. nóvember 2013 /Mál nr. 42/2013.
Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 17. gr. laga nr. 134/2009. Ástæður kæranda fyrir uppsögn á starfi sínu ekki taldar gildar í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar í tvo mánuði var staðfest.
-
15. nóvember 2013 /Mál nr. 44/2013.
Mál þetta lýtur að 1. mgr. 52. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, um meginregluna um að námsmenn eigi ekki tilkall til atvinnuleysisbóta og var hin kærða ákvörðun staðfest og kæranda gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur sbr. 2. mgr. 39. gr. sömu laga.
-
15. nóvember 2013 /Mál nr. 28/2013.
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að láta kæranda sæta 3 mánaða biðtíma eftir greiðslu atvinnuleysisbóta vegna eldri viðurlaga var staðfest.
-
-
-
-
-
-
-
-
14. nóvember 2013 /Mál nr. 2/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
11. nóvember 2013 /A-506/2013. Úrskurður frá 7. nóvember 2013
A kærði synjun Hörgársveitar (H) á beiðni um aðgang að gögnum varðandi kaup H á eignarhluta Íslandsbanka hf. í Hrauni í Öxnadal ehf. A vísaði til þess að hún og eiginmaður hennar ættu einstaklingsbundinna hagsmuna að gæta, og ættu því rétt til aðgangs samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi upplýsingarnar ekki hafa slík tengsl við þessa einstaklinga að vinnsla með þær gæti haft áhrif á hagsmuni þeirra. Því gilti umrædd grein ekki um aðgang þeirra að gögnunum. H hafði m.a. synjað um aðgang á þeim grundvelli að um væri að ræða einkahlutafélag. Úrskurðarnefnd taldi það engu breyta enda lyti málið ekki að synjun félagsins heldur að gögnum í vörslu H og að sem stjórnvaldi bæri H, að lagaskilyrðum uppfylltum, að veita almenningi aðgang að þeim. Upplýsingar í umræddum gögnum teldust hvorki varða fjárhags- og viðskiptahagsmuni einkahlutafélagsins né vera til þess fallnar að valda samningsaðila H, Íslandsbanka hf., tjóni yrðu gögnin gerð opinber. Því bæri H að veita aðgang að gögnunum.
-
11. nóvember 2013 /A-503/2013. Úrskurður frá 7. nóvember 2013
A kærði synjun Seðlabanka Íslands um afhendingu gagna varðandi eftirlit samkvæmt lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál og tengdum stjórnvaldsfyrirmælum. Bankinn taldi umrædd gögn falla undir 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. Varðandi skjölin: a) Meðferð og skráning upplýsinga um gjaldeyrisviðskipti, b) Verklagsreglur almenns eftirlits og c) Verklagsreglur við afhendingu mála úr eftirliti, leit úrskurðarnefnd um upplýsingamál til þess að bankinn hefði sett sér þessar reglur til þess að rækja lögbundið hlutverk sitt. Telja mætti skjölin varða hann sjálfan sérstaklega, enda gæti það beinlínis auðveldað sniðgöngu á lögunum, og gert eftirlit hans að sama skapi erfiðara, yrðu þau gerð opinber. Því gætu þau fallið undir ákvæðið. Það ætti hins vegar ekki við um skjalið Nýfjárfesting – verklagsreglur. Seðlabankinn hafði einnig vísað til 5. tl. 10. gr. upplýsingalaga en nefndin taldi þær undantekningar ekki eiga við. Því bæri Seðlabankanum að veita aðgang að skjalinu.
-
11. nóvember 2013 /Mál nr. 3/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður heimild kærenda til greiðsluaðlögunar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
11. nóvember 2013 /A-505/2013. Úrskurður frá 7. nóvember 2013
A kærði afgreiðslu Vestmannaeyjabær á beiðni hans um gögn um samskipti bæjarins við lögmann. Þau tengdust starfsmannamáli sem bærinn hafði til meðferðar, n.t.t. ágreiningsmáli milli bæjarins og tilgreinds starfsmanns um túlkun á ákvæðum kjara- og ráðningarsamnings. Gögnin voru á formi tölvupósts þar sem fjallað var um svigrúm nafngreinds starfsmanns Vestmannaeyjabæjar til sveigjanlegs vinnutíma. Þessi póstur var talinn til gagna máls varðandi starfssamband í skilningi ákvæðis 1. málsgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Það var því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að réttur kæranda skv. 5. gr. upplýsingalaga tæki ekki til tölvupóstsins og var ákvörðun Vestmannaeyjabæjar því staðfest.
-
11. nóvember 2013 /Mál nr. 151/2013
Staðfest ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 18. gr., sbr. a-lið 1. mgr. 12. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
08. nóvember 2013 /Mál nr. 3/2013
ÁLITSGERÐ nefndar samkvæmt 27. gr. laga 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins í málinu nr. 3/2013
-
08. nóvember 2013 /A-502/2013. Úrskurður frá 7. nóvember 2013
A kærði, fyrir hönd Flugvirkjafélags Íslands, afgreiðslu Flugmálastjórnar Íslands á beiðni þess um aðgang að upplýsingum um hvort nýstofnað fyrirtæki hefði sótt um EASA part-145 starfsleyfi til að viðhalda hjólum, bremsum og öðrum íhlutum. Umsókn R hafði ekki borist Flugmálastjórn Íslands þegar henni barst umrædd beiðni - en þegar málið kom til úrskurðar hafði Flugmálastjórn ákveðið að umsóknin félli undir beiðnina, og að verða ekki við henni. Flugmálastjórn vísaði í fyrsta lagi til 1. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006. Úrskurðarnefndin taldi það vera sérákvæði um þagnarskyldu en að umsókn R félli ekki undir það. Þá ætti 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ekki við. Í öðru lagi vísaði Flugmálastjórn til ákvörðunar sinnar nr. 1/2009, sbr. auglýsingu nr. 349/2009, en úrskurðarnefndin kvað lögbundinn rétt almennings til aðgangs að gögnum ekki verða takmarkaðan með stjórnvaldsfyrirmælum og mælti fyrir um að kæranda yrði afhent umbeðið gagn
-
07. nóvember 2013 /A-501/2013. Úrskurður frá 7. nóvember 3013
A kærði, f.h. eigenda jarðar, synjun sýslumanns um að veita þeim aðgang að öllum gögnum tiltekins sáttamáls um landamerki. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með sýslumanni að málið félli utan valdmarka hennar, enda hefði hann komið að sáttameðferðinni sem handhafi stjórnsýsluvalds og upplýsingalög tækju til allrar stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Þá var ekki á það fallist með honum að hér mætti lögjafna frá vissum undantekningum frá meginreglum um upplýsingarétt og heldur ekki á það að kærendur gætu ekki átt aðild að þessu máli fyrir nefndinni því þeir hefðu ekki átt aðild að umræddu sáttamáli. Loks féllst nefndin ekki á að þetta væru upplýsingar sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Ekki væri séð að þær vörðuðu slík einkamálefni einstaklinga að víkja mætti frá þeim grundvallarupplýsingarétti sem kærendur nytu að lögum. Sýslumanni bar að afhenda kærendum umrædd gögn.
-
07. nóvember 2013 /Mál nr. 120/2013
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á beiðni kröfuhafa um breytingu á skilmálum samnings um greiðsluaðlögun á grundvelli 1. mgr. 25. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
06. nóvember 2013 /Mál nr. 12/2013.
Fjárhagsaðstoð. Aðfinnslur. Tekjur kæranda á viðmiðunartímabili skv. 1. mgr. 12. gr. reglna fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar um fjárhagsaðstoð voru hærri en grunnfjárhæð og kærandi átti því ekki rétt á fjárhagsaðstoð, en hann hafði fengið greidda hálfa. Málskot til nefndarinnar ekki talið geta leitt til óhagstæðari niðurstöðu fyrir kæranda enda um að ræða framfærslugreiðslur. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
06. nóvember 2013 /Mál nr. 86/2011- endurupptaka
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Veðrými á aðfararhæfum eignum svarar ekki að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli endurskoðaðs verðmats.
-
-
-
-
-
-
01. nóvember 2013 /Kærð ákvörðun Matvælastofnunar að hafna innflutningi frá Bandaríkjunum á Calf-manna fóðri sem inniheldur dýraafurðir.
Innflutningur frá þriðju löndum - Rekjanleiki vöru - EES-samningurinn - Leiðbeiningarskylda stjórnvalda - Meðalhófsreglan
-
-
-
-
31. október 2013 /Mál nr. 16/2013.
Málið varðar styrk til greiðslu lögmannsaðstoðar, skv. 47. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Hin kærða ákvörðun var staðfest
-
31. október 2013 /Mál nr. 75/2011
Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
31. október 2013 /Mál nr. 79/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður heimild kærenda til greiðsluaðlögunar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
31. október 2013 /Mál nr. 80/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
31. október 2013 /Mál nr. 82/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli b, c og d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
31. október 2013 /Mál nr. 83/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b og c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
29. október 2013 /Kærð ákvörðun sýslumannsins í Borgarnesi að tveimur nautgripum sem höfðu verið vörslusviptir skuli fargað.
Vörslusvipting - Frávísun - Stjórnvaldsákvörðun - Úrbótafrestur - Rannsóknar- og leiðbeiningarskylda stjórnvalda
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.