Hoppa yfir valmynd

Viðskipti

Viðskiptaþjónustan sinnir þjónustu við íslensk fyrirtæki og styrkir samkeppnisstöðu á alþjóðlegum mörkuðum, sinnir kynningu á Íslandi sem áfangastað ferðamanna og stýrir samstarfi utanríkisþjónustunnar við íslenska aðila á sviði menningar, landkynninga og viðskipta. Starfseminni er að mestu sinnt erlendis en allar sendiskrifstofur Íslands sinna viðskiptaþjónustu, ferðamálum og menningarkynningu. Sérstakir viðskipta- og ferðamálafulltrúar eru við störf í stærri sendiráðum Íslands sem liðsinna íslenskum fyrirtækjum erlendis og koma íslenskum viðskiptahagsmunum á framfæri með fjölbreyttum hætti í hverju umdæmi fyrir sig.

Viðskiptafulltrúi sendiráðsins í Kaupmannahöfn er Stefanía Kristín Bjarnadóttir [email protected]

Öflug viðskipti við útlönd og kraftmikið efnahagslíf er undirstaða velferðar á Íslandi. Á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins er unnið að því að gæta hagsmuna íslenskra ríkisborgara, íslenskra fyrirtækja og neytenda með því að tryggja þeim aðgang að alþjóðamörkuðum og efla fríverslun.

Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn sinnir viðskiptaþjónustu, ferðamálum og menningarkynningu, en m.a. veitir sendiráðið íslenskum fyrirtækjum í Danmörku og í öðrum umdæmislöndum sendiráðsins aðstoð í samstarfi með Íslandsstofu, Viðskiptaráði og öðrum hlutaðeigandi stofnunum og hagsmunasamtökum í því augnamiði að stilla saman strengi allra þeirra sem starfa að viðskiptum, ferðamálum og menningarkynningu á erlendri grund.

Frekari upplýsingar um viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins má finna.

Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda og miðar að því að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með því að efla markaðssókn Íslendinga erlendis. Íslandsstofa aðstoðar íslensk fyrirtæki og einstaklinga sem huga að útflutningi og býður m.a. upp á fræðslufundi og námskeið sem efla samkeppnisfærni íslenskra fyrirtækja og skýra innviði erlendra markaða. Jafnframt er íslenskum fyrirtækjum boðið uppá faglega aðstoð við sölu á vörum, þjónustu og þekkingu á erlendum mörkuðum í samstarfi við sendiráðin sem styður við kynningu á íslenskri menningu ytra.

Er þitt fyrirtæki að íhuga danska markaðinn fyrir ykkar vöru eða þjónustu? Hafið endilega samband við Karl Guðmundsson forstöðumanns útflutnings hjá Íslandsstofu ([email protected]) eða Stefaníu Kristínu Bjarnadóttur menningar- og viðskiptafulltrúa í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn ([email protected]).

Leiðbeiningar vegna afnota af fundarherbergi sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn

  1. Íslenskum fyrirtækjum, vegna markaðsetningar í Danmörku á íslenskum vörum og þjónustu,  og íslenskum ríkisstarfsmönnum í opinberum erindagjörðum standa til boða ókeypis afnot á fundarherbergi sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn.
  2. Panta þarf fundarherbergið með eins mánaðar fyrirvara (að jafnaði).
  3. Afnot fundarherbergisins eru einungis heimil virka daga. Fundir geta hafist kl. 09:30, en fundargestir verða að yfirgefa sendiráðið í síðasta lagi kl. 15:30.
  4. Fundarherbergið rúmar að hámarki 14 manns í sæti og skal fjölda fundargesti taka sem mest mið af því.
  5. Sendiráðið veitir afnot af skjávarpa en notendur fundarherbergis sjá sjálfir um að leggja til fartölvur og annan viðeigandi búnað. Mælt er með að hafa kynningar til öryggis einnig á minnislyklum.
  6. Tilkynna verður sendiráðinu um væntanlegan fjölda fundargesta.
  7. Ætlast er til að gengið sé hljóðlega og snyrtilega um vinnurýmið.
  8. Sendiráðið getur endurgjaldslaust boðið upp á drykkjarföng, þ.e. kaffi og vatn.
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Veldu tungumál

Veldu tungumál

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira