Hoppa yfir valmynd

Menning

Sendiráð gegna mikilvægu hlutverki á sviði menningar.  Sendiráðið gætir lögum samkvæmt menningarhagsmuna Íslands erlendis, miðlar og fræðir um íslenskan menningararf og samtímamenningu, skipuleggur menningarviðburði gjarnan í samstarfi við menningarstofnanir og kynningarmiðstöðvar,  styður við viðskiptatækifæri á sviði skapandi greina, er bakhjarl listafólks og annarra fulltrúa íslensks menningarlífs,  kemur á tengslum, miðlar upplýsingum um listviðburði á heimasíðu og til tengiliða sendiráðsins.  

Sendiráðin byggja starfsemi sína á árlegum menningaráætlunum en verkefni spretta upp árið um kring og leitast sendiráðið við að koma upplýsingum á framfæri eða styðja við með öðrum hætti. Menningarstarf sendiráðsins er fjármagnað af utanríkisráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti,  opinberum og hálfopinerum stofnunum og fyrirtækjum, íslenskum og erlendum.

Framlag til norsk-íslensks menningarsamstarfs: Þeir sem starfa á sviði lista og menningar í Noregi og á Íslandi geta sótt um styrki til samstarfsverkefna sem stuðla að fjörbreytilegu samstarfi á því sviði og koma á varanlegum tengslum milli listamanna, þeirra sem starfa að menningarmálum og menningarstofnana í báðum löndum. Norska menningarráðið (Norsk kulturråd) og mennta- og menningarmálaráðuneyti taka umsóknir til umfjöllunar.


Þér er velkomið að hafa samband við sendiráðið vanti þig frekari upplýsingar eða þjónustu.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Veldu tungumál

Veldu tungumál

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira