Hoppa yfir valmynd

Viðskipti

Öflug viðskipti við útlönd og kraftmikið efnahagslíf er undirstaða velferðar á Íslandi. Á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins er unnið að því að gæta hagsmuna íslenskra ríkisborgara, íslenskra fyrirtækja og neytenda með því að tryggja þeim aðgang að alþjóðamörkuðum og efla fríverslun.

Sendiráð Íslands í Osló sinnir viðskiptaþjónustu, ferðamálum og menningarkynningu, en m.a. veitir sendiráðið íslenskum fyrirtækjum í Noregi og í öðrum umdæmislöndum sendiráðsins aðstoð í samstarfi með Íslandsstofu, Viðskiptaráði, Fjárfestingastofu og öðrum hlutaðeigandi stofnunum og hagsmunasamtökum í því augnamiði að stilla saman strengi allra þeirra sem starfa að viðskiptum, ferðamálum og menningarkynningu á erlendri grund.

Frekari upplýsingar má finna á vef viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins.

Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda og miðar að því að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með því að efla markaðssókn Íslendinga erlendis. Íslandsstofa aðstoðar íslensk fyrirtæki og einstaklinga sem huga að útflutningi og býður m.a. upp á fræðslufundi og námskeið sem efla samkeppnisfærni íslenskra fyrirtækja og skýra innviði erlendra markaða. Jafnframt er íslenskum fyrirtækjum boðið uppá faglega aðstoð við sölu á vörum, þjónustu og þekkingu á erlendum mörkuðum í samstarfi við sendiráðin sem styður við kynningu á íslenskri menningu ytra.

Mörg íslensk fyrirtæki hafa undanfarið sótt til Noregs. Viðskiptaumhverfið er svipað og á Íslandi og Noregur er góður stökkpallur út í Evrópu.

Viðskiptafulltrúi sendiráðsins í Osló er Anna Lind Björnsdóttir, [email protected]

Norsk-íslenska viðskiptaráðið (NIH)  hefur það að markmiði að efla og viðhalda traustum viðskiptatengslum milli Noregs og Íslands.

Viðskiptaráðið er góður vettvangur fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga til að styrkja tengslanet sitt en ráðið stendur fyrir fundum og ráðstefnum um málefni sem tengjast viðskiptum milli Íslands og Noregs.

Með því að gerast meðlimur í ráðinu er hægt að fá greiðan aðgang að hópi íslenskra fyrirtækja sum með langa reynslu af viðskiptum í Noregi auk þess sem ráðið getur aðstoðað við uppsetningu funda og skipulagningu heimsókna milli landanna.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Norsk-íslenska viðskiptaráðsins.

Ísland flutti út vörur til Noregs að verðmæti tæplega 27 milljörðum ISK árið 2017, en Noregur er í sjöunda sæti yfir helstu útflutningsmarkaði Íslands. Lang stærsti hluti útflutningsins voru sjáfarafurðir eða um 70%. Næst eftir sjávarafurðum komu iðnaðarvörur sem numu um 12% af heildar vöruútflutningi.

Hægt er að nálgast nákvæmt talnaefni yfir útflutning á heimasíðu Hagstofu Íslands

Undanfarin ár hefur töluvert af íslenskum fyrirtækum í sjávarútvegi, byggingariðnaði og samgöngumannvirkjum, verkfræðingar, arkitektar og hönnuðir sótt á norska markaðinn með góðum árangri. Mörg fyrirtækjanna hafa opnað útibú í Noregi ellegar gert samstarfssamning við norsk fyrirtæki. 

Hér er óhátíðlegur listi (í stafrófsröð) yfir mörg íslensk fyrirtæki með starfsemi í Noregi sem og norsk fyrirtæki með íslensk tengsl t.d. íslenskt eignarhald eða uppruna auk ferðakrifstofa sem sérhæfa sig í ferðalögum norðmanna til Íslands.

ATH. (dags.14/8/18) Listinn hefur ekki verið uppfærður um nokkurt skeið og eru því upplýsingarnar engan veginn tæmandi. Til stendur að bæta úr þessu. Vinsamlega hafið samband við viðskiptafulltrúa ([email protected]) ef þið hafið ábendingar um fyrirtæki sem bæta má á listann ellegar fjarlæga af listanum.

 

Akton AS

Arctic Trucks

Batteriíð Arcitects

Bess Consulting

BM Vallá (útflu.til No.)

Din Islandsreise

Data Dwell

Eimskip

Gagarin

Hospital Organiser AS

Iceconsult

Icelandair Norway

Ice-line Norway

IceTour

Island ProTravel AS

Islandia travel

Islandshester.no

Islandsk Design Anna Gudny Juliusdottir

Islandspesialisten

ÍAV Norge AS

Ístak

Landsyn

Mannvit

Marel

Martak ehf. (útflu.til No.) 

Promens

Samskip

TGR stores

Thorvaldsson AS 

Verkís Consulting Engineers

Vulkanreiser

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira