Hoppa yfir valmynd

Þjónusta við Íslendinga

Sendiráð Íslands í Tókýó leggur lið þeim Íslendingum sem búsettir eru í umdæmislöndunum, námsmönnum og ferðamönnum. Algengast er að fólk leiti til sendiráðsins vegna umsókna um vegabréf, útgáfu neyðarvegabréfa og leiðbeininga vegna útgáfu ýmissa vottorða frá Þjóðskrá. Nánari upplýsingar um aðstoð við Íslendinga erlendis má finna á vef borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins.

Sendiráð sinnir viðskiptaþjónustu og menningarkynningu í samstarfi með Íslandsstofu og öðrum hlutaðeigandi. Íslenska viðskiptaráðið í Japan er með aðsetur í Tókýó og Japansk-íslenska viðskiptaráðið í Reykjavík, einnig er starfrækt Félag Íslendinga í Japan.

Að jafnaði dvelja um það bil 80 Íslendingar í Japan og hefur þeim fjölgað á síðustu árum. Koma þar einkum til tíð nemendaskipti á milli íslenskra og japanskra háskóla.

Áritanir

Íslendingar þurfa ekki að sækja um vegabréfsáritun ef þeir dvelja í Japan sem ferðamenn skemur en 90 daga.

Almennar upplýsingar um vegabréfsáritanir til annarra landa er að finna á vef utanríkisráðuneytisins.

 

Þeir Íslendingar sem hyggjast vinna í Japan verða að sækja um atvinnuleyfi og áritun áður en þeir koma til landsins. Nánari upplýsingar eru veittar hjá sendiráði Japans á Íslandi

Vinnudvöl ungs fólks

Þann 1. september 2018 tók gildi samningur íslenskra og japanskra stjórnvalda um vinnudvöl ungs fólks (Working Holiday). Samningurinn gerir ríkisborgurum landanna tveggja á aldrinum 18 til 26 ára kleift að dvelja í landi hvors annars í þeim tilgangi að kynnast landinu og menningu þess. Japan er fyrsta landið sem íslensk stjórnvöld gera slíkan samning við.

Japanskir ríkisborgarar sem hafa áhuga á að sækja um dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli samningsins þurfa að uppfylla öll grunnskilyrði dvalarleyfis hér á landi auk aldursskilyrðisins. Tilgangur dvalar skal vera að kynna sér Ísland og menningu landsins og er leyfið veitt í að hámarki 12 mánuði. Handhafar leyfisins fá óbundið atvinnuleyfi og geta því unnið hér á landi og skipt um vinnu án þess að sækja um það til Vinnumálastofnunar meðan á dvölinni stendur.

Nánari upplýsingar fyrir japönsk ungmenni sem vilja dvelja tímabundið á Íslandi er að finna hér.

Upplýsingar fyrir íslensk ungmenni sem vilja dvelja tímabundið í Japan er að finna hér.

Íslendingum er heimilt að dveljast sem ferðamenn í Japan í allt að 90 daga án þess að sækja um ferðamannaáritun.

Eftirfarandi eru nokkrar vefsíður með upplýsingum um ferðalög til Japans:

Upplýsingar um nám í Japan

Upplýsingar um japanska samstarfskóla íslenskra háskóla

Watanabe styrktarsjóðurinn

Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til námsdvalar í Japan og á Íslandi, bæði nemendum í grunnnámi og framhaldsnámi, auk þess að stuðla að kennaraskiptum.

Upplýsingar um Watanabe styrktarsjóðinn er að finna á vef Háskóla Íslands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum