Hoppa yfir valmynd

Húsnæðisbætur

Markmið laga um húsnæðisbætur er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leigu á íbúðarhúsnæði.

Sveitarfélögin önnuðust afgreiðslu húsaleigubóta til einstaklinga þar til lög um húsnæðisbætur öðluðust gildi 1. janúar 2017. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast nú afgreiðslu húsnæðisbóta. 

Sveitarfélögum er skylt að veita sérstakan húsnæðisstuðning samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Sveitarfélögin annast afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings með hliðsjón af leiðbeinandi reglum um framkvæmd stuðningsins og viðmiðunarfjárhæðum sem ráðherra setur.

Unnt er að sækja um húsnæðisbætur rafrænt með einföldum hætti á vef húsnæðisbóta.

Þar er einnig að finna nánari upplýsingar umsóknarferlið auk þess sem þar má finna umsóknareyðublað vegna umsókna á pappírsformi.

Frekari upplýsingar um húsnæðisbætur má nálgast á vefnum hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Sími 440 6400
Tölvupóstur: [email protected] 

Uppfært 01/12/2020

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 20.6.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum