Hoppa yfir valmynd

Vegasamgöngur

Vegamál eru umfangsmesti og fjárfrekasti málaflokkur ráðuneytisins. Leiðarljós í vegamálum koma fram í samgönguáætlun en þau eru greiðar, öruggar, hagkvæmar og umhverfisvænar samgöngur auk þess sem taka skal tillit til byggðasjónarmiða. Vegagerðin sér um framkvæmdir við uppbyggingu, viðhald og þjónustu á vegakerfinu.

Vegagerðin annast hönnun og gerð samgöngumannvirkja og sinnir þeim verkefnum í samræmi við stefnu fjögurra ára og tólf ára samgönguáætlana og fjárveitingar hvers árs. Hlutverk Vegagerðarinnar er þannig að sjá samfélaginu fyrir vegakerfi í samræmi við þarfir og þróun og tryggja samgöngur árið um kring með eins hagkvæmum og öruggum hætti og unnt er.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fer með yfirstjórn vegamála. Hann skipar vegamálastjóra til að veita Vegagerðinni forstöðu og stjórna framkvæmdum á sviði vegamála.

Vegagerðin skiptist í og fjögur svæði. Í miðstöð fer fram vinna við stefnumótun fyrir Vegagerðina og stjórnun hennar í heild. Svæði Vegagerðarinnar eru Vestursvæði, Norðursvæði og Austursvæði.

Hvert svæði um sig annast framkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins og sér um að veita vegfarendum þjónustu innan svæðisins.

Þá sinnir Vegagerðin margs konar rannsóknarstarfi en í vegalögum er kveðið á um að 1,5% af mörkuðum tekjum til vegamála skuli renna til rannsókna- og þróunarstarfs. Á árlegri rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar eru kynnt fjölmörg verkefni sem styrkt hafa verið og endurspegla þau afrakstur þessa starfs. Rannsóknarskýrslurnar eru gefnar út á vef Vegagerðarinnar og er þeim skipað í fjóra flokka: Mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Sjá einnig:

Áhugavert

Hér má finna tengingu á skýrslur og ýmislegt efni sem tengist vegagerð.

Samgöngustofnanir

Fréttir

Vegasamgöngur

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira