Hoppa yfir valmynd

Samgöngur á vegum

Vegasamgöngur eru umfangsmesti málaflokkur allra samgangna og er stefnumörkun hans hverju sinni að finna í fimmtán ára samgönguáætlun og aðgerðaáætlun til fimm ára. Leiðarljósið er að þær skuli vera greiðar, öruggar, hagkvæmar, umhverfislega sjálfbærar og stuðla að jákvæðri byggðaþróun.

Samgönguráðherra fer með yfirstjórn vegamála. Hann skipar vegamálastjóra til að veita Vegagerðinni forstöðu og stjórna framkvæmdum á sviði vegamála, þ.e. sjá um uppbyggingu, viðhald og þjónustu á vegakerfinu. Stofnuninni er ætlað að sjá samfélaginu fyrir vegakerfi í samræmi við þarfir og þróun og tryggja samgöngur árið um kring með eins hagkvæmum og öruggum hætti og unnt er. Megináhersla er lögð á uppbyggingu stofnleiða en einnig á endurbætur á tengivegum, þ.m.t. þeirra sem liggja að fjölförnum ferðamannastöðum.

Stefna í umferðaröryggismálum er mörkuð í umferðaröryggisáætlun, sem gerð er til fimmtán ára hverju sinni í samræmi við samgönguáætlun. Allar aðgerðir lúta að því að hámarka öryggi, vernda mannslíf og standa jafnfætis þeim ríkjum er fremst standa í öryggismálum.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira