Hoppa yfir valmynd

Farþega- og farmflutningar á landi

Ákvæði laga um farþega- og farmflutninga á landi eiga við um farþegaflutninga í atvinnuskyni með bifreiðum sem skráðar eru fyrir níu farþega eða fleiri og farmflutninga í atvinnuskyni með vélknúnum ökutækjum eða samtengdum ökutækjum, þar sem leyfð heildarþyngd fer yfir 3,5 tonn og leyfilegur hámarkshraði ökutækja er 45 km á klst. eða hærri. Þá taka lögin einnig til farþegaflutninga með sérútbúnum bifreiðum og farþegaflutninga í tengslum við ferðaþjónustu með bifreiðum sem rúma færri farþega en níu.

Markmið laganna er m.a. að íslenskir flutningsaðilar fái notið sömu réttinda og aðrir flutningsaðilar innan Evrópska efnahagssvæðisins auk þess sem þeir lúta sömu skyldum. Einnig er lögð áhersla á að réttindi farþega í farþegaflutningum með hópbifreiðum hér á landi séu þau sömu og réttindi farþega annars staðar innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Með lögum nr. 97/2021 um breytingu á lögum um farþega- og farmflutninga á landi var bætt við ákvæðum um annars vegar tímabundna gestaflutninga hér á landi og hins vegar um innheimtu fargjalda í almenningssamgöngum.

Innviðaráðherra fer með yfirstjórn farþega- og farmflutninga, en Samgöngustofa fer með framkvæmd laganna og stjórnvaldsfyrirmæla settra samkvæmt þeim, s.s. varðandi leyfisveitingar.

 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum