Hoppa yfir valmynd

Landsáætlun um innviði

Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum er stefnumarkandi tólf ára áætlun sem fjallar um stefnumótun vegna uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum, leiðum og svæðum. Í henni eru sett fram markmið um stýringu og sjálfbæra þróun, vernd náttúru og menningarsögulegra minja, öryggismál, skipulag og hönnun og ferðamannaleiðir. Alþingi samþykkti áætlunina sem þingsályktun í júní 2018.

Samhliða stefnumarkandi landsáætlun er í gildi verkefnaáætlun til þriggja ára, en þar eru settar fram tillögur að verkefnum á ferðamannastöðum, sem lagt er til að njóti stuðnings.

Stefnumarkandi landsáætlun og þriggja ára verkefnaáætlun eru unnar samkvæmt lögum, nr. 20/2016, um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Markmið laga þessara er að móta og samræma stefnu um uppbyggingu, rekstur og viðhald innviða í þágu náttúruverndar og til verndar menningarsögulegum minjum vegna álags af völdum ferðamennsku og útivistar.

Verkefnisstjórn landsáætlunar forgangsraðar verkefnum og gerir tillögu að stefnumarkandi tólf ára áætlun og þriggja ára verkefnaáætlun. Í henni sitja fulltrúar forsætisráðuneytis, viðskipta- og menningarráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, auk umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Ráðgjafarnefnd er verkefnisstjórn til ráðgjafar og samráðs við undirbúning stefnumarkandi landsáætlunar til tólf ára. Í tengslum við innleiðingarferli stefnumarkandi landsáætlunar eru starfandi vinnuhópar.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 8.6.2022 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum