Styrkir og sjóðir
Verkefnastyrkir
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið veitir árlega styrki til verkefna sem falla undir málefnasvið þess. Styrkirnir eru ætlaðir til verkefna á vegum aðila utan ríkisstofnana.
Ráðuneytið veitir eingöngu styrki til verkefna sem sannanlega falla undir verkefnasvið þess og áskilur sér rétt til að áframsenda umsóknir til annarra ráðuneyta eða stofnana, í samræmi við leiðbeiningaskyldu stjórnvalda, falli verkefni betur að málaflokkum þeirra.
Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem hafa fjárhagslegan ávinning að markmiði fyrir umsækjanda, fyrir meistaraprófs- og doktorsverkefni eða fyrir nefndarsetu.
Úthlutað er einu sinni á ári í byrjun árs.
Reglur um úthlutun verkefnastyrkja
Rekstrarstyrkir
Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytið veitir árlega rekstrarstyrki og er markmið styrkjanna að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskiptum um umhverfis- og auðlindamál og að efla almenna vitund um gildi umhverfismála.
Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði sem fram koma í reglum um almenna rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum. M.a. þurfa samtökin að hafa umhverfismál sem eitt af meginmarkmiðum félagsins skv. samþykktum þess, vera opin fyrir almennri aðild einstaklinga eða félagasamtaka (sé um regnhlífarsamtök að ræða), þau skulu ekki starfa í hagnaðarskyni, hafa að lágmarki 30 félaga, hafa opið og endurskoðað reikningshald og taka saman ársskýrslur. Þá er í reglunum sett fram viðmið sem höfð eru til hliðsjónar við úthlutun styrkjanna.
Úthlutað er einu sinni á ári í byrjun árs.
Reglur um úthlutun rekstrarstyrkja
Styrkir og sjóðir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.