Hoppa yfir valmynd

Kvískerjasjóður

Kvískerjasjóður var stofnaður 15. janúar 2003 af umhverfisráðuneytinu til heiðurs Kvískerjasystkinum fyrir framlag þeirra til öflunar þekkingar og rannsókna á náttúru og sögu Austur-Skaftafellssýslu. Systkinin á Kvískerjum voru og eru einstök í sinni röð. Á fræðisviðinu urðu þau sín eigin Akademía svo annálað þykir.

Kvísker voru með afskekktari bæjum á landinu, en með bættum samgöngum og fjarskiptum hefur sú einangrun verið rofin. Kvískerjasjóði er ætlað að stuðla að því að framhald verði á því umfangsmikla fræða- og rannsóknarstarfi sem stundað hefur verið á Kvískerjum undanfarna áratugi.

Fyrirspurnir

Fyrirspurnir vegna Kvískerjasjóðs skulu berast Þórunni Elfu Sæmundardóttur, ritara stjórnar Kvískerjasjóðs.

 

Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

 

Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2023.

Horft verður sérstaklega til umsókna sem tengjast störfum og áhugasviði Kvískerjasystkina.

Umsóknum skal fylgja:

  • Greinargóð lýsing á verkefninu og markmiðum þess.
  • Tímaáætlun, sem gerir grein fyrir framvindu verkefnisins.
  • Upplýsingar um helstu samstarfsaðila.
  • Fjárhagsáætlun verkefnisins, fjárhæð sem sótt erum og upplýsingar um framlag samstarfsaðila.
  • Áform um kynningu á niðurstöðum verkefnisins.

Umsóknarfrestur er til 28. febrúar nk. og skal umsóknum skilað á rafrænu formi til ritara sjóðsstjórnar, Þórunnar Elfu Sæmundsdóttur hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, merktar Kvískerjasjóður, á netfangið: [email protected]

Áætlað er að tilkynna um styrkveitingar fyrir lok mars og verður öllum umsóknum svarað.

Nánari upplýsingar veitir Hafdís Roysdóttir formaður sjóðsstjórnar í síma: 845 4559 eða á netfangi: [email protected]

Kvískerjasjóður var stofnaður af umhverfisráðuneytinu, til heiðurs systkinunum á Kvískerjum í Öræfum, fyrir framlag þeirra til öflunar þekkingar og rannsókna á náttúru og sögu Austur-Skaftafellssýslu.  Hlutverk sjóðsins er að stuðla að og styrkja rannsóknir á náttúrufari og menningarminjum í Austur-Skaftafellssýslu með veitingu rannsóknarstyrkja til einstaklinga, félagasamtaka og stofnana.

Nánari upplýsingar um Kvískerjasjóð og störf hans er að finna á www.kviskerjasjodur.is

 

Tenglar:

Síðast uppfært: 13.1.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum