Skýrslur frá styrkþegum
Hér er að finna skýrslur frá styrkþegum um þau verkefni sem hlotið hafa styrk úr Kvískerjasjóði.
Varpárangur skúms á Breiðamerkursandi
Náttúrustofa Suðausturlands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2019 til að skoða varpárangur skúms á Breiðamerkursandi sumarið 2019.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
GPS mælingar á jarðskorpuhreyfingum við Öræfajökul
Ásta Rut Hjartardóttir hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2017 til að rannsaka jarðskorpuhreyfingar við Öræfajökul með GPS mælingum. Slíkar mælingar höfðu þá ekki verið gerðar síðastliðin 12 ár og brýnt að uppfæra mælingarnar og kanna hvort kvika sé að safnast fyrir í kvikuhólfi Öræfajökuls.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Úttekt á jarðminjum í Skaftafellsþjóðgarði
Skaftafellsþjóðgarður hlaut styrk árið 2006 til að gera úttekt á jarðminjum þjóðgarðsins með tilliti til verndargildis þeirra.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Þróun aðferða til að efla þátttöku almennings í skipulagi og ákvarðanatöku sjálfbærrar ferðamennsku
Rannveig Ólafsdóttir prófessor við HÍ og Þorvarður Árnason Rannsóknasetri HÍ á Hornafirði hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2017 til að þróa aðferðir til að efla þátttöku íbúa í skipulagningu framtíðar ferðamennsku á jökulsvæðum m.t.t. aukins fjölda ferðamanna og breyttra loftlagsaðstæðna og sjálfbærrar ferðamennsku í Vatnajökulsþjóðgarði og nýtingu sjálfbærnivísa í skipulagningu og stjórnun.
Verkefnið er hluti af stærra NPA verkefni sem beinir sjónum að því að þróa aðferðir til að auðvelda og efla þátttöku almennings í ákvarðanatöku varðandi landnotkun.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Áhrif Vatnajökuls á veður og veðurfar
Hálfdán Ágústsson hjá Reiknistofu í veðurfræði hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2011 til að meta líklegar breytingar á staðbundnum vindum og vindafari við suðaustanverðan Vatnajökul, miðað við ætlaðar breytingar á umfangi jökulsins vegna hlýnunar á loftslagi.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Jökulhlaup af völdum eldgosa í Öræfajökli
Matthew James Roberts, Veðurstofu Íslands, hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2006 til að útvíkka rannsóknir Sigurðar Björnssonar á upptökum, rennslisleiðum og landfræðilegum áhrifum jökulhlaupa úr Öræfajökli 1362 og 1727.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Landslag og jöklar í nágrenni Kvískerja við landnám
Eyjólfur Magnússon, Helgi Björnsson og Finnur Pálsson hjá Jarðvísindastofnun HÍ hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2006 til íssjármælinga á Kvíár-, Fjalls- og Hrútárjökli.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Grein birt í Jökli (pdf-skjal)
Eyðibýli í Austur-Skaftafellssýslu
Gísli Sverrir Árnason og samstarfshópur um verndun og nýtingu eyðibýla á Íslandi hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2011 til að hefja verkefnið Eyðibýli á Íslandi þar sem skoðað var hvort hægt væri, í samstarfi við eigendur, ferðaþjónustu, varðveisluaðila og fl., að gera upp valin eyðibýli í sveitum og nýta í ferðaþjónustu.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Heimildaúttekt á fornum minjum í Öræfum
Elín Ósk Hreiðarsdóttir hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2009 til heimildaöflunar um þekktar fornleifar og sögustaði í Öræfum og nágrenni
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Samspil náttúruverndar og ferðamennsku í Vatnajökulsþjóðgarði
Arnþór Gunnarsson hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2008 til að greina annars vegar viðhorf og áherslur ríkisvaldsins og hagsmunaaðila á sviði náttúruverndar og hins vegar viðhorf og áherslur heimamanna, einkum á Suðursvæði og Norðursvæði varðandi stofnun og skipulag Vatnajökulsþjóðgarðs.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Áhrif landgræðsluaðferða, lúpínu og áburðargjarar/sjálfssáningar, á dýralíf á Íslandi
Brynja Davíðsdóttir hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2011 til að meta áhrif mismunandi landgræðsluaðferða, lúpínusáningar og áburðardreifingar/sjálfgræðslu á dýralíf, einkum fugla og liðdýr.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Hámarksútbreiðsla Vatnajökuls í lok Litlu ísaldar
Snævarr Guðmundsson hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2011 til að kanna hve umfangsmikill Vatnajökull var í hámarksútbreiðslu í lok 19. aldar.
Tengsl loftslags- og jöklabreytinga suðaustan í Vatnajökli
Hrafnhildur Hannesdóttir hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árin 2007 og 2008 til að kanna viðbrögð skriðjökla í Austur-Skaftafellssýslu við loftslagsbreytingum.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Hámarksútbreiðsla Kvískerjajökla í lok litlu ísaldar
Náttúrustofa Suðausturlands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2015 til að taka saman upplýsingakort sem sýnir jöklabreytingar Kvískerjajökla á 19. og 20. öld og rúmmálsbreytingar á þessum hluta Öræfajökuls.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Viðhald og rekstur á fiðrildagildrum í Skaftafellssýslum
Náttúrustofa Suðausturlands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2017 til að halda úti fiðrildagildrum í Skaftafellssýslum á hverju ári og viðhalda þeim rannsóknum sem hófust fyrir nokkru síðan á Kvískerjum.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Áhrif beitarfriðunar á vöxt, blómgun og fræframleiðslu plantna á Skeiðarársandi
Dr. Bryndís Marteinsdóttir, Dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Dr. Kristín Svavarsdóttir hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2015 til að fylgjast með langtímaáhrifum beitarfriðunar á sjálfgræðslu sandsins.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Uppgræðsla með staðargróðri á Skaftafellsheiði í Öræfum
Járngerður Grétarsdóttir og Ragnar Frank Kristjánsson hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2015 til að prófa aðferðir við endurheimt staðargróðurs í nágrenni gönguleiðar á Skaftafellsheiði í Vatnajökulsþjóðgarði.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Rannsóknir á sjóbirtingi í Hornafirði og Skarðsfirði
Jóhannes Sturlaugsson og Gísli Karl Ágústsson hjá Laxfiskum ehf. hlutu styrk úr Kvískerjasjóði árið 2005 til rannsókna á sjóbirtingi í Hornafirði og Skarðsfirði, afla grunnupplýsinga um ferðir og fæðu sjóbirtings með hliðsjón af eiginleikum fiskanna og árstíma.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Skráning menningarminja í Öræfasveit
Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2011 til að skrásetja og ljósmynda muni frá fyrri hluta 20. aldar sem eru í eigu íbúa í Öræfum. Markmiðin með skráningunni var að rannsaka hvert umfang gamalla hluta er í Öræfasveit, skrá þá í gagnagrunn Byggðasafnsins á Höfn og taka viðtöl við eigendur hlutanna.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Aldursgreining gróðurleifa við Breiðamerkurjökul
Snævarr Guðmundsson hjá Náttúrustofu Suðausturlands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2013 til að vinna að aldursgreiningu á gróðurleifum í setlagi sem fannst í jökulaur fyrir framan Breiðamerkurjökul sumarið 2012.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Rannsókn og miðlun á fornum minjum í landi Kvískerja
Elín Ósk Hreiðarsdóttir hjá Fornleifastofnun Íslands hlaut styrk úr Kvískerjasjóði árið 2011 til að kortleggja og skrá fornleifar í landi Kvískerja. Markmið verkefnisins var að dýpka þekkingu á fornleifum og sögu Kvískerja með því að skrá og hnitsetja alla þekkta minjastaði og lýsa þeim, teikna upp rústir og taka ljósmyndir og jafnframt að meta ástand minja í landi Kvískerja og þá hættu sem í sumum tilfellum kann að þeim að steðja.
Skoða skýrslu (pdf-skjal)
Útdráttur: Farleiðir og vetrarstöðvar skúma á Breiðamerkursandi eftir Ellen Magnúsdóttur.
Á undanförnum árum hafa verið þróaðir gagnaritar sem opnað hafa fyrir möguleika á því að rannsaka ferðir sjófugla að vetrarlagi en þekking okkar á ferðum og vetrarvistfræði sjófugla er afar brotakennd. Skúmurinn (Stercorarius skua) er sjófugl sem á höfuðstöðvar sínar hérlendis á söndum A-Skaftafellssýslu.
Skoða útdrátt (pdf-skjal)
Kvískerjasjóður
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.