Hoppa yfir valmynd

LIFE-áætlunin

Ísland tekur þátt í LIFE-áætlun Evrópusambandsins, samkeppnissjóði ESB sem hefur fjármagnað verkefni á sviði loftslags- og umhverfismála frá árinu 1992.

Með þátttöku Íslands í áætluninni gefst ólíkum aðilum á Íslandi, s.s. sveitarfélögum, frjálsum félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum kostur á að sækja um styrki til umhverfisverkefna á sviði LIFE-áætlunarinnar. Auk þess er hægt að sækja um rekstrarstyrki til óhagnaðardrifinnar starfsemi félagasamtaka sem styður við markmið LIFE-áætlunarinnar.

Næsta tímabil áætlunarinnar tekur til áranna 2021-2027 en þá verður lögð áhersla á fjögur meginsvið, þ.e. náttúru og líffræðilega fjölbreytni, hringrásarhagkerfið og lífsgæði, loftslagsbreytingar - aðlögun og aðgerðir og orkuskipti. Alls eru rúmlega 5,4 milljarðar evra til úthlutunar á tímabilinu.

Vinnuáætlun vegna innleiðingar áætlunarinnar á fyrri hluta tímabilsins, árin 2021 - 2024 er væntanleg í júlí og verður hún birt á vef LIFE-áætlunarinnar um leið og styrkir verða auglýstir. 

Ítarlegt kynningarefni um LIFE-áætlunina 2021-2027 er að finna á vef LIFE.  Styrkir voru auglýstir um miðjan júlí og verður umsóknarfrestur vegna rekstrarstyrkja fram í lok september og fram á vetur vegna verkefnastyrkja. 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira