Hoppa yfir valmynd

Loftslagsbreytingar: aðgerðir og aðlögun

Markmiðið með undirflokk LIFE-áætlunarinnar um loftslagsbreytingar er að ýta undir breytingar í átt að sjálfbæru, kolefnishlutlausu og orkunýtnu hagkerfi sem byggir á endurnýjanlegum orkugjöfum og hefur viðnámsþrótt.

Aðgerðir vegna loftslagsbreytinga

Undiráætlun um loftslagsbreytingar styður verkefni á sviði landbúnaðar, landnotkunar, stýringu votlendissvæða, endurnýjanlegrar orku og orkunýtni. Styrkt eru tilraunaverkefni, sýnikennsluverkefni og verkefni um bestu starfsvenjur (best practice) sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, innleiðingu stefnu og löggjafar Evrópusambandsins á þessu sviði, sem og innleiðingu bestu starfsvenja og lausna.

Undiráætlunin styður einnig samþættingu aðlögunar- og aðgerðaáætlana vegna loftslagsbreytinga hvort heldur er á einstökum landssvæðum eða á landsvísu.

Aðlögun að loftslagsbreytingum

LIFE-áætlunin tekur þátt í fjármögnun verkefna sem lúta að aðlögun þéttbýlis að loftslagsbreytingum, landnýtingaráætlunum og viðnámsþrótti innviða. Einnig verkefnum um sjálfbæra stjórnun vatnamála á þurrkasvæðum, viðbrögð vegna áhrifa loftslagsbreytinga á flóð og strendur og aðlögun í landbúnaði, skógrækt og ferðaþjónustu. Þá styður áætlunin verkefni sem snúa að viðbúnaði við auknum öfgum í veðurfari á jaðarsvæðum Evrópusambandsins og þá sérstaklega á strandsvæðum.

Áætlunin veitir einnig styrki til tilraunaverkefna, sýnikennsluverkefna og verkefna um bestu starfsvenjur (best practice) sem stuðla að því að auka viðnámsþrótt samfélaga við loftslagsbreytingum.

Undiráætlunin styður einnig samþættingu aðlögunar- og aðgerðaáætlana vegna loftslagsbreytinga.

Stjórnsýsla loftslagsmála og upplýsingamiðlun

Undirflokkur LIFE-áætlunarinnar um loftslagsbreytingar tekur þátt í fjármögnun verkefna sem styðja við stjórnsýslu evrópska Loftslagssáttmálans, sjálfbæra fjármálastarfsemi, vitundarvakningu, þjálfun og uppbyggingu getu, þróun þekkingar og þátttöku haghafa á sviði aðgerða og aðlögunar vegna loftslagsbreytinga.

LIFE-áætlunin veitir einnig aðgerðastyrki vegna upplýsinga, vitundarvakningar og útbreiðslu verkefna sem lúta að loftslagsmálum. Þetta tekur einnig til verkefna haghafa og hins opinbera sem styðja við stefnumótun ESB á þessu sviði og stuðnings við samstarf og miðlun upplýsinga sem auka þekkingu á loftslagsmálum. Þá ná styrkirnir til samvinnu- og þjálfunarverkefna um loftslagsmál og að halda utan um þróun og dreifingu upplýsinga um bestu starfsvenjur (best practice) og góð dæmi um stefnur í loftslagsmálum

Til úthlutunar

Til úthlutunar er tæpur 1 milljarður evra á tímabilinu 2021 - 2027

Sjá kynningarefni (á ensku):


Sjá einnig:

Síðast uppfært: 5.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum