Hoppa yfir valmynd

Hringrásarhagkerfið

Markmiðið með undirflokk LIFE-áætlunarinnar um hringrásarhagkerfið og lífsgæði er að greiða fyrir umbreytingu samfélaga í átt að sjálfbæru, hringrásarmiðuðu, eiturefnalausu, orkunýtnu og loftslagsvænu hagkerfi. Einnig er markmið að varveita, endurheimta og bæta gæði umhverfisins með beinum aðgerðir eða með því að styðja við samþættingu þessara markmiða við aðra stefnumótun.

LIFE-áætlunin mun því taka þátt í fjármögnun verkefna á sviði hringrásarhagkerfisins, þar með töldum verkefnum sem snúa að betri nýtingu auðlinda með bættri meðhöndlun úrgangs, vatns, jarðvegs og efna, auknum loftgæðum og minni hávaðamengun. Einnig verkefna sem lúta að stjórnun umhverfismála.

Aðallega eru í boði aðgerðastyrkir fyrir verkefni sem miða að því að innleiða skapandi lausnir og/eða fyrirmyndarlausnir á þessum sviðum í gegn um svokölluð SAP-verkefni (Standard Action Projects). Styrkirnir ná einnig til innleiðingar, vöktunar og mats á stefnu og lagaumhverfi Evrópusambandsins á sviði umhverfismála í gegn um svokölluð SIP-verkefni (Strategic Integrated Projects). Horft verður til lausna sem eru á því stigi að hægt sé að innleiða þær á styrktímabilinu. Þannig þurfa þær að vera allt að því tilbúnar, bæði hvað varðar framleiðslu og kynningu.

Til úthlutunar eru rúmlega 1,3 milljarðar evra á tímabilinu 2021-2027.

Sjá kynningarefni (á ensku):

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 25.10.2021
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum