Hoppa yfir valmynd

Orkuskipti

LIFE orkuskiptaáætlunin byggir á fyrri áætlunum Evrópusambandsins sem hafa haft endurnýjanlega orku á stefnuskránni, s.s. „Intelligent Energy Europe (2003-2013)“ og „Horizon 2020 Energy Efficiency (2014-2020)“. Þannig miðar undirflokkur LIFE um orkuskipti að því að fjármagna verkefni sem styðja við stefnu ESB á sviði sjálfbærrar orku, og þá sérstaklega Græna sáttmálann (European Green Deal), markmið ESB í orku- og loftslagsmálum til 2030 (Energy Union) og langtímaáætlanir ESB um afkolun (decarbonisation) fyrir 2050.

Markmiðið er að ýta undir umbreytingu í átt að orkunýtnu, sjálfbæru, kolefnishlutlausu og sveigjanlegu hagkerfi. Því verða verkefni fjármögnuð sem samhæfa og styðja við aðgerðir á þessu sviði í Evrópu og vinna gegn markaðshindrunum sem standa í vegi fyrir nauðsynlegum breytingum í átt að hreinorkusamfélagi. Oftast fela slík verkefni í sér samstarf margra smárra og meðalstórra haghafa, s.s. stjórnvalda innan ákveðinna svæða eða sveitarfélaga, frjálsra félagasamtaka og neytenda.

Undirflokkur LIFE um orkuskipti tekur þátt í fjármögnun verkefna með eftirtalin fimm meginmarkmið:

  • Að byggja upp innviði á landsvísu eða innan sveitarfélaga og landshluta sem styðja við hrein orkuskipti.
  • Að flýta fyrir innleiðingu nýrrar tækni, stafrænna lausna, þjónustu og viðskiptamódela sem miða að hreinorku og ýta undir uppbyggingu faglegrar þekkingar þar að lútandi.
  • Að laða einkafjármagn að fjárfestingum í hreinorku.
  • Að styðja við þróun fjárfestingarverkefna innan landshluta eða sveitarfélaga.
  • Að virkja og valdefla þjóðfélagsþegna í að skipta yfir í hreina orku.

Til úthlutunar er tæpur 1 milljarður evra á tímabilinu 2021 - 2027.

 

Foss

 

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 29.11.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum