Hoppa yfir valmynd

Spurt og svarað um friðlýsingar

Efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða á Íslandi eru ótvírætt jákvæð enda svæðin gríðarlega vinsæl meðal ferðamanna. Á árinu 2017 var beinn efnahagslegur ávinningur 12 svæða og nærsamfélaga þeirra um 10 milljarðar króna. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið í heild var 33,5 milljarðar króna. Þetta eru niðurstöður fyrstu rannsóknar sem gerð hefur verið á landsvísu á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða á Íslandi. 

Áhrif friðlýstra svæða á framleiðslu og atvinnu í næsta umhverfi - skýrsla HHÍ

Stjórn friðlýstra svæða getur verið á höndum ýmissa aðila. Flest friðlýst svæði eru í umsjón Umhverfisstofnunar en stofnunin getur einnig samið við landeigendur eða rétthafa um umönnun svæðisins. Einnig er hægt að semja um slíkt við náttúru- og umhverfisverndarsamtök.

Stjórnsýsla Vatnajökulsþjóðgarðs er valddreifð og skiptist í fjögur svæðisráð. Fulltrúar sveitarfélaga skipa helming fulltrúa í svæðisráðum garðsins og mynda svo meirihluta í stjórn alls þjóðgarðsins.

Í Þingvallaþjóðgarði er það nefnd skipuð þingmönnum, Þingvallanefnd, sem fer með stjórn garðsins.


Vatnajökulsþjóðgarður er eina friðlýsta svæðið á landinu sem nýtir sér skilgreiningar IUCN. Þjóðgarðurinn skiptist í þrjá verndarflokka; Flokk II (þjóðgarð) sem langstærstur hluti þjóðgarðsins tilheyrir, Flokk 1a (Svæði undir strangri vernd) og Flokk VI (Verndarsvæði með sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda).
Bæði friðlýsing og friðun eru náttúruverndaraðgerðir byggðar á lögum um náttúruvernd. Friðlýsing er þó ekki það sama og friðun. Friðlýsing snýr t.d. að því að vernda ákveðið landsvæði, ákveðinn foss, helli eða skóg. Friðun snýst hins vegar um að vernda á landsvísu eða á tilteknu land- eða hafsvæði t.d. dýrategund, plöntutegund eða náttúrufyrirbrigði, t.d. alla dropsteina í hellum sama hvar þeir eru á landinu. Á Íslandi hafa náttúruverndaraðgerðir stjórnvalda í meira mæli verið byggðar á friðlýsingum frekar en friðunum. Það er að segja, náttúruverndaraðgerðirnar hafa snúið að vernd afmarkaðra landsvæða vegna þess að sérstaða náttúrunnar á svæðinu er talin mikil eða vegna þess að þar finnst náttúruperla. Friðlýsingunni er þá ætlað að takmarka rask til að vernda t.d. landslag, jarðminjar, dýralíf og gróður á tilteknu svæði. Friðlýsing getur verið missterk/væg. Þannig gilda mismunandi reglur á friðlýstum svæðum eftir því hversu mikil vernd er talin nauðsynleg til að varðveita sérstöðu þeirra.
Friðlýst svæði á Íslandi eru á meðal allra vinsælustu ferðamannastaða landsins. Þar má nefna Jökulsárlón, Dettifoss og Skaftafell í Vatnajökulsþjóðgarði, Gullfoss, Þingvallaþjóðgarð, Mývatn og Dyrhólaey.
Á Íslandi eru þrír þjóðgarðar. Þingvallaþjóðgarður sem var stofnaður með sérlögum árið 1930, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull sem var stofnaður á grundvelli laga um náttúruvernd árið 2001 og Vatnajökulsþjóðgarður sem stofnaður var með sérlögum árið 2008 (inn í Vatnajökulsþjóðgarð féllu Þjóðgarðurinn í Skaftafelli og Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum).
Nei, eins og kemur fram í svarinu varðandi reglur á friðlýstum svæðum skiptir máli hver markmið og tilgangur friðlýsingarinnar eru. Friðlýsingin snýst fyrst og fremst um að koma skipulagi á svæðið með náttúruvernd, aðgengi, fræðslu, rannsóknir og eflingu nærsamfélaga í huga.

Friðlýst svæði á Íslandi eru 116 talsins.

Nei, reglur á friðlýstum svæðum er mismunandi. Reglurnar fara eftir því hver markmið og tilgangur friðlýsingarinnar eru. Sem dæmi um svæði þar sem strangar reglur gilda má nefna Surtsey. Hún er talin einstök á heimsvísu því þar er hægt að fylgjast með þróun eyju frá því að hún verður til og sjá hvernig landnámi lífvera á eyjunni er háttað. Því er umferð þangað ekki leyfð nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Reglurnar geta líka verið vægar. Sem dæmi um það má nefna Bláfjallafólkvang. Þar má meðal annars finna ýmis útivistarsvæði þar með talið skíðasvæðið vinsæla.

Landeigendum, sveitarfélögum, stofnunum o.fl. er heimilt að tilnefna svæði til friðlýsingar. Allar friðlýsingar eru þó háðar staðfestingu umhverfis- og auðlindaráðherra. Ákvörðun um friðlýsingu, aðrar en þær sem byggja á tilnefningum, byggir ráðherra á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár (B-hluta) eða verndarflokki rammaáætlunar.

Síðast uppfært: 5.6.2020 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum