Hoppa yfir valmynd

Um friðlýsingar

Samkvæmt lögum um náttúruvernd annast Umhverfisstofnun undirbúning friðlýsinga nema unnið sé að friðlýsingu svæðis sem fólkvangs, en þá er framkvæmdin í höndum sveitarfélaga að fengnu áliti Umhverfisstofnunar. Sjá nánar þar sem fjallað er um flokka friðlýsingar.

Á vef Umhverfisstofnunar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um friðlýsingar. Í handbók stofnunarinnar um stjórnun friðlýstra svæða kemur m.a. eftirfarandi fram:

Allar friðlýsingar eru háðar staðfestingu umhverfis- og auðlindaráðherra. Ákvörðun um friðlýsingu byggir ráðherra á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár (B-hluta) eða verndarflokki rammaáætlunar. Þó er landeigendum, sveitarfélögum, stofnunum o.fl. heimilt að tilnefna svæði til friðlýsingar. Markmið friðlýsinga er að stuðla að markmiðum laga 60/2013 um náttúruvernd. Með friðlýsingum er almennt stuðlað að því að lífríki fái að þróast á eigin forsendum, að jarðmyndunum sé ekki raskað og náttúrufegurð haldist ósnortin. Friðlýst svæði hafa oft mikið aðdráttarafl og eru í mörgum tilfellum helstu áfangastaðir ferðamanna á Íslandi.

Frekari upplýsingar um handbókina.

Friðlýsingar

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira