Hoppa yfir valmynd

Vernd jarðminja

Vernd jarðminja byggir m.a. á fjölbreytni jarðmyndana og landslags og er áhersla lögð á að taka tillit til verndargildis þeirra á lands- eða heimsvísu. Mikilvægt er að horfa til heildarmyndar af jarðfræðilegum ferlum og fyrirbærum sem gefa samfellt yfirlit yfir jarðsögu landsins. Áhersla er á að vernda sérstakar eða einstakar jarðmyndanir, vatnsfarvegi, fossa og stöðuvötn ásamt landslagi sem er sérstakt eða fágætt eða sérlega verðmætt vegna fagurfræðilegs og eða menningarlegs gildis. Einnig skal standa vörð um óbyggð víðerni landsins.

Steindir og steingervingar njóta sérstakrar verndar. Óheimilt er að fjarlægja ákveðnar tegundir steinda og steingervinga af fundarstað. Nokkur svæði hafa sérstaklega verið friðlýst vegna steinda og steingervinga sem þar finnast svo sem jörðin Teigarhorn vegna geislasteina og Surtarbrandsgil vegna plöntusteingervinga.

Aðrar jarðminjar njóta sérstakrar verndar sem nær til eldvarpa, eldhrauna, gervigíga, hraunhella, fossa og nánasta umhverfi þeirra, hvera og annarra heitra uppspretta ásamt lífríki og jarðmyndana sem tengjast þeim. Jarðmyndanir sem friðlýstar eru falla að jafnaði í friðlýsingflokkinn náttúruvætti og getur verndunin verið vegna fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna. 

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 12.8.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum