Hoppa yfir valmynd

EDIFACT skeyti

EDIFACT staðlar

Um 20 ára skeið hafa verið í notkun hér á landi svokallaðir EDIFACT staðlar. Þetta eru raunstaðlar, sem ICEPRO hefur tekið saman og aðlagað að íslenskum aðstæðum. Staðlar þessir eru til þess að gera fyrirtækjum kleift að skipta við hvert annað rafænt.

Reikningar, pantanir, vörulistar, tollskýrslur, greiðslur og fleiri rafræn skjöl berast á milli fyrirtækja með svokölluðum EDI skeytum, sem fylgja EDIFACT stöðlunum. EDI stendur fyrir "Electronic Data Interchange" og hefur verið þýtt sem "skjalaskipti milli tölva" eða SMT.

Notkun skeytanna er gríðarleg og ljóst að hérlendis skipta EDIFACT skeyti milljónum árlega. Vitað er að stærstu birgjar og verslanir senda og taka við tugþúsundum skeyta í hverjum mánuði. Fjöldi EDI skeyta á ári er um tvær milljónir vegna tollafgreiðslu. EDI/SMT leyfishafar tollsins eru nálægt 500.

Lýsingu EDI skeyta og tæknilegar útfærslur má sjá í "Bláu bókinni" svokölluðu, en hana má finna hér: SMASALA22.pdf.

Á liðnum árum hefur ICEPRO aðlagað fjölda EDIFACT skeyta að íslenskum aðstæðum. Þau eru:

SkeytiMerkingíslenskt heiti



AUTHORAuthorisationHeimild
BANSTABanking StatusSvarskeyti í greiðslumiðlun
CREADVCredit AdviceTilkynning um innlegg
CUSCARCustoms Cargo ReportFarmskrá
CUSDECCustoms DeclarationTollskýrsla
CUSRESCustoms ResponseTollsvar
DEBADVDebit AdviceTilkynning um úttekt
DESADVDespatch AdviceAfgreiðsluseðill/Vörufylgibréf
DIRDEBDirect DebitBeingreiðslur
FINSTAFinancial StatusReikningsyfirlit
IFTMANArrival NoticeKomutilkynning
IFTMCSInstruction Contract StatusSvar við fraktbókun
IFTMINInstructionFraktbókun
INVOICInvoiceReikningur
MEDPREMedical PrescriptionLyfseðill
ORDCHGOrder changeBreyting á pöntun
ORDERSPurchase OrderPöntun
ORDRSPOrder ResponseSvar við pöntun
PARTINParty InformationUpplýsingar um aðila
PAYEXTExtended Payment OrderFjölgreiðslubeiðni
PAYMULMultiple Payment OrderFjölgreiðslubeiðni
PAYORDPayment OrderGreiðslubeiðni
PRICATPrice CatalogVerð- og vörulisti
REMADVRemittance AdviceGreiðsluupplýsingar
RETANNReturns AnnouncementVöruskil
SLSFCTSales ForecastSöluspá
SLSRPTSales ReportSöluskýrsla

Rafræn viðskipti

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum