Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.16. Hagnýting upplýsingatækni til háskólanáms

Verkefnið er í vinnslu

Tengiliður    Þórarinn V. Sólmundarson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu
                     [email protected]

Fréttir

29.11.19 Til margvíslegra aðgerða hefur verið gripið bæði af ráðuneyti og háskólum. Framboð fjarnáms fer hratt vaxandi og hlutur fjárnámsnemenda árið 2017 var að meðaltali 16,5%. Hlutfallið er hæst hjá háskólum á landsbyggðinni, 67% við Bifröst, 48% við HA og 38% við Lbhí. Í undir­búningi er gerð úttekt á gæðum fjarnáms og meistaranáms þvert á háskóla og unnið er að þróun fagháskólanáms.

 

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að bæta aðgengi að námi á háskólastigi. 

Aukin áhersla verði lögð á fjölbreytt námsframboð háskóla í fjarnámi, m.a. með auknu samstarfi háskóla um sameiginlegar prófgráður. Efla skal grunngerð fræðsluaðila með það að markmiði að bæta tæknilegan útbúnað þeirra, aðstöðu fyrir nemendur, námsráðgjöf og fleira. Árangur af verkefninu verði m.a. mældur í fjölda háskólanema í stað- og fjarkennslu, námsframboði háskóla í fjarnámi og hækkuðu menntunarstigi. 

  • Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneyti. 
  • Framkvæmdaraðili: Háskólar og fræðsluaðilar. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Þekkingarsetur, háskólafélög, þekkingarnet, símenntunarstöðvar, fræðslunet, framhaldsskólar og landshlutasamtök sveitarfélaga. 
  • Tímabil: 2018–2024. 
  • Tillaga að fjármögnun: Mennta- og menningarmálaráðuneyti. 

Menntamál
Upplýsingasamfélagið
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira