Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.08. Jöfnun flutningskostnaðar vegna verslunar

Verkefnið er í vinnslu

Tengiliður    Sigurður Árnason, sérfræðingur hjá Byggðastofnun
                     [email protected]

Fréttir

20.05.19 Skipaður hefur verið starfshópur til þess að gera tillögu að endurgreiðslu á kostnaði verslana við flutning aðfanga. Starfshópurinn er þannig skipaður:

Alda Marín Kristinsdóttir frá Austurbrú,
Reinhard Reynisson frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga,
Sigurður Árnason frá Byggðastofnun,
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir frá Vestfjarðastofu.

Áætlað er að starfshópurinn skili tillögum fyrir árslok 2019.

 

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að skjóta styrkari stoðum undir verslun í dreifbýli og minna þéttbýli. 

Skipaður verði starfshópur til þess að gera tillögu að endurgreiðslu á kostnaði verslana við flutning aðfanga. Tillögurnar miði að því að verslanir sem eru í a.m.k. 150 km akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, 75 km akstursfjarlægð frá Akureyri og 40 km akstursfjarlægð frá byggðakjörnum með yfir 1.000 íbúa, auk Grímseyjar og Hríseyjar, eigi kost á endurgreiðslu á hluta flutningskostnaðar endursöluvara. Starfshópurinn skili tillögum eigi síðar en 1. desember 2018. 

  •  Ábyrgð: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. 
  •  Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun. 
  •  Dæmi um samstarfsaðila: Sveitarfélög og atvinnuráðgjöf landshluta. 
  •  Tímabil: 2018–2024. 
  •  Tillaga að fjármögnun: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. 

Atvinnuvegir
Sveitarstjórnir og byggðamál
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira