Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.15. Uppbygging innviða fyrir endurnýjanlega orku á landi og í höfnum

Verkefnið er í vinnslu

Tengiliður    Erla Sigríður Gestsdóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
                     [email protected]

Fréttir

29.11.19 Verkefnið er unnið í tengslum við aðgerðaáætlun í loftlagsmálum. Áætlað er að verja 1,5 milljarði á næstu fimm árum til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingu hafna o.fl. Hvatar til að fjárfesta í lág-CO2 ökutækjum verða efldir. Starfshópur vinnur að innviðaáætlun fyrir orkuskipti í samgöngum að störfum.

 

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka hlutfall vistvænna orkugjafa. 

Haldið verði áfram uppbyggingu innviða fyrir vistvænar bifreiðar, t.d. hleðslustöðvar, og innviðir fyrir rafvæðingu hafna styrktir, þ.m.t. aðgengi að raforkutengingum í höfnum. Árangur verkefnisins verði mældur í fjölda innviða og aukinni notkun vistvænna orkugjafa. 

  • Ábyrgð: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. 
  • Framkvæmdaraðili: Orkusjóður. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Orkustofnun, Orkusetur, Íslensk nýorka, Græna orkan, Hafnasamband Íslands, Samorka, Hafið og Landsnet. 
  • Tímabil: 2019–2021 (fyrra tímabil var 2016–2018). 
  • Tillaga að fjármögnun: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. 

Auðlindir
Umhverfi og náttúruvernd
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira