Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.16. Vaxtarsvæði

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður    Hanna Dóra Hólm Másdóttir, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu
                     [email protected]

Fréttir

27.01.22 Covid setti strik í reikninginn og þau svæði sem áður töldust vaxtarsvæði þurftu að takast á við gífurlegar áskoranir vegna hruns ferðaþjónustunnar. Samráðsteymi ráðuneyta og sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur fundað mánaðarlega, tekið stöðuna og brugðist við áskorunum er upp hafa komið. 250 m.kr. var veitt í aðgerðaáætlun sem lögð var fram í maí 2020. SSS vinnur að lokaskýrslu. Þá störfuðu tvö samráðsteymi með fulltrúum SRN, Byggðastofnunar, hlutaðeigandi landshlutasamtaka og fulltrúa fimm sveitarfélaga á Suðurlandi og einu á Norðurlandi eystra fyrri hluta árs 2021 og fylgdu eftir verkefnum er ráðist var í á grunni fjárveitingar að upphæð 150 m.kr. til þessara sex sveitarfélaga. Byggðastofnun vinnur að samantekt vegna þeirra verkefna.

18.12.20 Heimsfaraldur Covid-19 hefur sett strik í reikninginn og þau svæði sem áður töldust vaxtarsvæði glíma nú við gífurlegar áskoranir vegna hruns ferðaþjónustunnar. Sett hafa verið á fót samráðsteymi ráðuneyta, hlutaðeigandi landshlutasamtaka og sveitarfélaga á Suðurnesjum, fimm sveitarfélögum á Suðurlandi og einu á Norðurlandi eystra. Veitt var fjárveiting í gegnum fjárauka árið 2020, samtals 400 m.kr. til að bregðast við áhrifum af hruni ferðaþjónustu á þessum svæðum.

28.10.20 Aðgerðir sex sveitarfélaga vegna hruns í ferðaþjónustu

15.10.20 Fyrsti fundur samráðsteymis ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum

01.07.20 Skrifað undir samning um 250 milljóna kr. viðbótarfjármagn til sóknaráætlunar Suðurnesja

20.05.20 Sautján aðgerðir kynntar til að efla sveitarfélög á Suðurnesjum

Suðurnes: Stöðumat og aðgerðaáætlun um eflingu þjónustu ríkisins.

29.11.19 Skipaður hefur verið starfshópur sem mun vinna með tilteknum svæðum. Fyrsta verk hópsins verður að vinna að þingsályktun nr. 42/149 um stöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum.  

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að gera ríki og sveitarfélög færari um að bregðast við þenslu á vaxtarsvæðum.

Komið verði á fót samráðsteymum ráðuneyta, viðkomandi sveitarfélaga, Byggðastofnunar og eftir atvikum fleiri aðila fyrir þau svæði sem skilgreind eru sem vaxtarsvæði utan höfuðborgarsvæðisins, svo sem Suðurnes, suðurfirði Vestfjarða og Árnessýslu. Verkefni teymanna verði að draga fram áskoranir sem svæðin standa frammi fyrir og leiða saman lykilaðila varðandi stefnumótun og aðgerðir fyrir svæðið til lengri og skemmri tíma.

  • Ábyrgð: Innviðaráðuneyti. 
  • Framkvæmdaraðili: Innviðaráðuneyti. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og barnamálaráðuneyti, sveitarfélög og Byggðastofnun. 
  • Tímabil: 2018–2024. 
  • Tillaga að fjármögnun: Innviðaráðuneyti. 

Sveitarstjórnir og byggðamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum