Úrskurðir og álit
-
13. ágúst 2025 /Mál nr. 83/2025 Úrskurður 13. ágúst 2025
Beiðni um eiginnafnið Raggý (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
13. ágúst 2025 /Mál nr. 82/2025 Úrskurður 13. ágúst 2025
Beiðni um eiginnafnið Nicolai (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
13. ágúst 2025 /Mál nr. 81/2025 Úrskurður 13. ágúst 2025
Beiðni um eiginnafnið Teodor (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
13. ágúst 2025 /Mál nr. 80/2025 Úrskurður 13. ágúst 2025
Beiðni um eiginnafnið Hamína (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
13. ágúst 2025 /Mál nr. 78/2025 Úrskurður 13. ágúst 2025
Beiðni um eiginnafnið Rökkur er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn.
-
13. ágúst 2025 /Mál nr. 77/2025 Úrskurður 13. ágúst 2025
Beiðni um eiginnafnið Emhild (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
13. ágúst 2025 /Mál nr. 76/2025 Úrskurður 13. ágúst 2025
Beiðni um eiginnafnið Kaleo (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
13. ágúst 2025 /Mál nr. 74/2025 Úrskurður 13. ágúst 2025
Beiðni um eiginnafnið Torben (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
13. ágúst 2025 /Mál nr. 73/2025 Úrskurður 13. ágúst 2025
Beiðni um eiginnafnið Inganna (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
13. ágúst 2025 /Mál nr. 72/2025 Úrskurður 13. ágúst 2025
Beiðni um eiginnafnið Matheó (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Matheo.
-
-
13. ágúst 2025 /Mál nr. 70/2025 Úrskurður 13. ágúst 2025
Beiðni um eiginnafnið Josephine (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
13. ágúst 2025 /Mál nr. 69/2025 Úrskurður 13. ágúst 2025
Eiginnafnið Dúni tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Dúna, og uppfyllir að öðru leyti ákvæði 5. gr. laga um mannanöfn.
-
13. ágúst 2025 /Mál nr. 67/2025 Úrskurður 13. ágúst 2025
Beiðni um eiginnafnið Sky er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn.
-
13. ágúst 2025 /Mál nr. 66/2025 Úrskurður 13. ágúst 2025
Beiðni um eiginnafnið Anída (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
13. ágúst 2025 /Mál nr. 65/2025 Úrskurður 13. ágúst 2025
Beiðni um eiginnafnið Silfurregn er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn.
-
13. ágúst 2025 /Mál nr. 64/2025 Úrskurður 13. ágúst 2025
Beiðni um eiginnafnið Elri er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn.
-
07. ágúst 2025 /Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Matvælastofnunar um flokkun aukafurða.
Matvælastofnun. Ákvörðun staðfest. Aukaafurðir dýra. Lagarafurðir. Vinnsluaðferðir. Ýsubein. Slóg.
-
05. ágúst 2025 /Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness um sölustöðvun á Cocoa Puffs og Lucky Charms.
Sölustöðvun - Rannsóknarskylda - Ákvörðun felld úr gildi.
-
-
18. júlí 2025 /Mál nr. 10/2025. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Kröfu um stöðvun innkaupaferlis hafnað.
-
-
-
18. júlí 2025 /Mál nr. 46/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Tímabundinn samningur. Óvirkni samnings hafnað. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað.
-
18. júlí 2025 /Mál nr. 40/2024. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Bindandi samningur. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað.
-
18. júlí 2025 /Mál nr. 2/2025. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Samkeppnisútboð. Lögvarðir hagsmunir. Málskostnaður.
-
18. júlí 2025 /Mál nr. 7/2025. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Kröfu um stöðvun innkaupaferlis hafnað.
-
17. júlí 2025 /Úrskurður félags- og húsnæðismálaráðuneytis 19/2025
Endurgreiðsla á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.
-
-
-
17. júlí 2025 /Úrskurður félags- og húsnæðismálaráðuneytis 16/2025
Ákvörðun Vinnueftirlits ríkisins, frávísun
-
17. júlí 2025 /Úrskurður félags- og húsnæðismálaráðuneytis 15/2025
Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli.
-
-
-
-
-
-
17. júlí 2025 /Úrskurður félags- og húsnæðismálaráðuneytis 9/2025
Staðfest ákvörðun Ábyrgðarsjóðs launa.
-
17. júlí 2025 /Úrskurður félags- og húsnæðismálaráðuneytis 8/2025
Endurgreiðsla á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.
-
17. júlí 2025 /Úrskurður félags- og húsnæðismálaráðuneytis 3/2025
Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli.
-
17. júlí 2025 /Úrskurður félags- og vinnumarkaðsráðuneytis 2/2025
Staðfest ákvörðun Ábyrgðarsjóðs launa.
-
17. júlí 2025 /Úrskurður félags- og vinnumarkaðsráðuneytis 19/2024
Umsókn um atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar.
-
17. júlí 2025 /Úrskurður félags- og vinnumarkaðsráðuneytis 18/2024
Umsókn um atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar.
-
17. júlí 2025 /Úrskurður félags- og vinnumarkaðsráðuneytis 16/2024
Staðfest ákvörðun Ábyrgðarsjóðs launa
-
17. júlí 2025 /Úrskurður félags- og vinnumarkaðsráðuneytis 1/2025
Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli.
-
03. júlí 2025 /1286/2025. Úrskurður frá 3. júlí 2025
Kæru var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem beiðni í málinu bar ekki með sér að vera beiðni um gögn samkvæmt upplýsingalögum.
-
03. júlí 2025 /1285/2025. Úrskurður frá 3. júlí 2025
Deilt var um ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja beiðni um aðgang að umsögn tiltekins skóla. Kæranda hafði verið veittur aðgangur að umsögninni, en tilteknar upplýsingar afmáðar um einkamálefni annarra sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir upplýsingarnar og taldi að hagsmunir þeirra einstaklinga sem í hlut ættu af að þær færu leynt vægju þyngra en hagsmunir kæranda af að fá aðgang að þeim. Ákvörðun Reykjavíkurborgar var því staðfest.
-
-
30. júní 2025 /Úrskurður fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna höfnunar á kröfu um niðurfellingu skattkrafna.
Hinn 19. maí 2025, barst ráðuneytinu stjórnsýslukæra, […] þar sem kærð er sú ákvörðun Skattsins frá […], að hafna kröfu kæranda um niðurfellingu skattkrafna. Gerir kærandi þá kröfu að ákvörðun Skattsins verði felld úr gildi.
-
30. júní 2025 /Ákvörðun Matvælastofnunar um að vísa ekki kærumáli um dýraníð í blóðmerahaldi til lögreglu.
Frávísun, lög um velferð dýra nr. 55/2013, aðildarskortur, stjórnsýslulög nr. 37/1993
-
25. júní 2025 /Mál nr. 134/2025-Úrskurður
Hjálpartæki. Staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands um 100% greiðsluþátttöku í fylgihlutum með dælu vegna lyfja-/næringargjafar í æð
-
25. júní 2025 /Mál nr. 130/2025-Úrskurður
Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.
-
25. júní 2025 /Mál nr. 120/2025-Úrskurður
Ferðakostnaður innanlands. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um greiðsluþátttöku í ferðakostnaði.
-
25. júní 2025 /Mál nr. 649/2024-Úrskurður
Læknismeðferð erlendis. Staðfest afgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands á umsókn um greiðsluþátttöku vegna læknismeðferðar erlendis.
-
-
24. júní 2025 /Mál nr. 63/2025 Úrskurður 24. júní 2025
Beiðni um eiginnafnið Anóra (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. júní 2025 /Mál nr. 62/2025 Úrskurður 24. júní 2025
Beiðni um eiginnafnið Link (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. júní 2025 /Mál nr. 61/2025 Úrskurður 24. júní 2025
Beiðni um eiginnafnið Eugenía (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. júní 2025 /Mál nr. 60/2025 Úrskurður 24. júní 2025
Beiðni um eiginnafnið Sesselíus (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. júní 2025 /Mál nr. 58/2025 Úrskurður 24. júní 2025
Beiðni um eiginnafnið Vava (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. júní 2025 /Mál nr. 57/2025 Úrskurður 24. júní 2025
Beiðni um eiginnafnið Baggio (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. júní 2025 /Mál nr. 56/2025 Úrskurður 24. júní 2025
Beiðni um eiginnafnið Star (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. júní 2025 /Mál nr. 55/2025 Úrskurður 23. júní 2025
Beiðni um eiginnafnið Kareem (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. júní 2025 /Mál nr. 52/2025 Úrskurður 24. júní 2025
Beiðni um eiginnafnið Míló (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. júní 2025 /Mál nr. 51/2025 Úrskurður 24. júní 2025
Beiðni um eiginnafnið Celina (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. júní 2025 /Mál nr. 50/2025 Úrskurður 24. júní 2025
Beiðni um eiginnafnið Bíi (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
23. júní 2025 /Mál nr. 131/2024 - Úrskurður
Fjárhæð bótakröfu leigusala í tryggingu leigjenda vegna borðplötu.
-
23. júní 2025 /Mál nr. 130/2024 - Úrskurður
Krafa leigjanda um að leigusali endurgreiði viðgerðarkostnað.
-
23. júní 2025 /Mál nr. 124/2024 - Úrskurður
Krafa leigusala í tryggingarfé vegna leigubóta og þrifa við lok leigutíma. Skylda leigusala til að takmarka tjón.
-
-
-
23. júní 2025 /Mál nr. 112/2024 - Úrskurður
Krafa leigusala í tryggingarfé vegna leigubóta, borðplötu, þrifa og málunar við lok leigutíma.
-
18. júní 2025 /Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Matvælastofnunar um álagningu stjórnvaldssektar.
Stjórnsýslulög nr. 37/1993, lög um velferð dýra nr. 55/2013
-
16. júní 2025 /1284/2025. Úrskurður frá 16. júní 2025
Mál þetta varðaði beiðni til Skattsins um upplýsingar um hverju íþróttafélagið ÍBV hefði skilað í opinber gjöld vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum 2024. Skatturinn kvað að ekki lægi fyrir gagn með þessum upplýsingum og að ekki væri hægt að kalla það fram með einföldum skipunum í gagnagrunnum embættisins. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að draga í efa þá fullyrðingu Skattsins að gagn með umbeðnum upplýsingum sé ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Þá væri ljóst að ekki væri unnt að kalla fram gagn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir með tiltölulega einföldum hætti, heldur þyrfti að ráðast í vinnu sem væri nokkuð mikil að umfangi. Var því lagt til grundvallar að gagn með umbeðnum upplýsingum lægi ekki fyrir hjá Skattinum. Ákvörðun Skattsins var því staðfest.
-
16. júní 2025 /1283/2025. Úrskurður frá 16. júní 2025
Deilt var um rétt til aðgangs að upptökum í vörslu embættis ríkislögreglustjóra af bruna sem varð í húsnæði í eigu kæranda. Kærandi taldi að réttur hans til aðgangs að gögnunum færi samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og að hann ætti rétt á að fá afrit af þeim. Ríkislögreglustjóri taldi að gagnið félli utan gildissviðs laganna þar sem það tilheyrði sakamáli, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Úrskurðarnefndin fór yfir gögnin og taldi ekki ástæðu til að draga í efa að þau tilheyrðu umræddu sakamáli. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
-
16. júní 2025 /1282/2025. Úrskurður frá 16. júní 2025
Mál þetta varðaði ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja beiðni stéttarfélags um aðgang að tilteknum upplýsingum um orlof hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar, þ.m.t. félagsmönnum kæranda. Ákvörðun sveitarfélagsins var byggð á því að beiðni kæranda væri of víðtæk og uppfyllti ekki kröfur samkvæmt 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. lagagreinarinnar. Í umsögn til úrskurðarnefndar um upplýsingamál tiltók Reykjavíkurborg enn fremur að umfang beiðninnar væri þannig að heimilt væri að hafna henni samkvæmt 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi að Reykjavíkurborg hefði ekki uppfyllt þá leiðbeiningarskyldu sem mælt væri fyrir um í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga með fullnægjandi hætti áður en beiðni kæranda var hafnað. Gögn málsins bæru ekki með sér að sveitarfélagið hefði í samráði við kæranda reynt að leita leiða til að afmarka beiðnina við tiltekin gögn í vörslu Reykjavíkurborgar eða upplýst hann að ef það yrði ekki gert kynni beiðninni að vera vísað frá sveitarfélaginu eða henni hafnað. Var beiðninni því vísað til Reykjavíkurborgar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.
-
16. júní 2025 /1281/2025. Úrskurður frá 16. júní 2025
Deilt var um rétt til aðgangs að húsaleigusamningum í vörslu Framkvæmdasýslunnar–Ríkiseigna sem gerðir hefðu verið vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Stofnunin taldi að á grundvelli upplýsingalaga væri óheimilt að afhenda upplýsingar um staðsetningu húsnæðisins sem fram kæmu í samningunum því þær vörðuðu einkahagsmuni íbúanna. Þá taldi FSRE að umfang beiðninnar væri slíkt að stofnuninni væri heimilt að hafna því að afgreiða hana. Úrskurðarnefndin fór yfir gögnin og taldi einsýnt að umfang og eðli gagnanna væri ekki slíkt að til greina kæmi að hafna afgreiðslu beiðni kæranda samkvæmt 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Var ákvörðun FSRE því felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.
-
16. júní 2025 /1280/2025. Úrskurður frá 16. júní 2025
Deilt var um aðgang að kröfubréfi Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna hf. vegna tjóns á vatnslögn til Vestmannaeyja. Synjun Vestmannaeyjabæjar byggðist einkum á því að um væri að ræða bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skyldi höfðað, og að hluti bréfsins innihéldi upplýsingar sem vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja sem upplýsingarnar vörðuðu. Úrskurðarnefndin taldi að kröfubréfið gæti ekki talist vera bréfaskipti við sérfróða aðila í skilningi upplýsingalaga. Þá taldi nefndin nægilega í ljós leitt að upplýsingar um verð og tæknilegar upplýsingar frá framangreindum fyrirtækjum vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt. Hins vegar taldi nefndin að almenningur hefði hagsmuni af að fá aðgang að kröfubréfinu að öðru leyti. Var því lagt fyrir Vestmannaeyjabæ að afhenda bréfið kæranda að hluta.
-
-
-
-
11. júní 2025 /Úrskurður úrskurðarnefndar raforkumála í máli nr. 1. 2025
Úrskurður úrskurðarnefndar raforkumála í máli nr. 1. 2025
-
11. júní 2025 /Úrskurðir úrskurðarnefndar raforkumála í máli nr. 6. 2024
Úrskurður úrskurðarnefndar raforkumála í máli nr. 6. 2024 Úrskurður úrskurðarnefndar raforkumála í máli nr. 6. 2024
-
11. júní 2025 /Mál nr. 268/2025-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
11. júní 2025 /Mál nr. 270/2025-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
-
10. júní 2025 /Mál nr. 54/2025 Úrskurður 10. júní 2025
Beiðni um eiginnafnið Rúrý (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
06. júní 2025 /Úrskurður nr. 6/2025
Útdráttur: Kærð var ákvörðun embættis landlæknis um að gera kröfu um uppbótarráðstafanir sem undanfara að því að veita kæranda starfsleyfi sem talmeinafræðingur á Íslandi. Kærandi byggði á því að hún hefði fengið útgefið starfsleyfi sem talmeinafræðingur í Póllandi og ætti rétt á viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi. Þá væri nám hennar ekki svo frábrugðið því námi sem krafa er gerð um á Íslandi til veitingu starfsleyfis sem talmeinafræðingur að hún þyrfti að undirgangast uppbótarráðstafanir áður en hún fengi útgefið slíkt starfsleyfi. Í úrskurði ráðuneytisins kom fram að af gögnum málsins væri ljóst að nám kæranda í Póllandi, sem var grundvöllur starfsleyfis hennar þar, væri töluvert styttra en nám sem krafa er gerð um á Íslandi. Þá vantaði nokkuð af námskeiðum sem talin væru mikilvægur þáttur í starfi talmeinafræðinga á Íslandi. Að auki hefði kærandi ekki starfað við fagið í Póllandi og starfsnám hennar í náminu væri mun styttra en krafa er gerð um á Íslandi. Þá er krafa um starfsþjálfun áður en starfsleyfi er útgefið á Íslandi en slíku fyrirkomulagi er ekki fyrir að fara í Póllandi. Af þeim sökum var það niðurstaða ráðuneytisins að nám kæranda væri svo frábrugðið að embætti landlæknis væri heimilt að krefjast uppbótarráðstafana áður en það veitti kæranda starfsleyfi.
-
04. júní 2025 /Mál nr. 206/2025-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
04. júní 2025 /Mál nr. 227/2025-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Úrskurðarnefndin telur rétt að kærandi gangist undir sérhæft mat á möguleikum til endurhæfingar áður en til örorkumats kemur.
-
04. júní 2025 /Mál nr. 216/2025-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um breytingu á gildandi örorkumati.
-
04. júní 2025 /Mál nr. 53/2025 Úrskurður 4. júní 2025
Beiðni um eiginnafnið Anya (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
28. maí 2025 /Mál nr. 113/2024 - Álit
Leigusamningur: Bætur vegna afnotamissis/verulega skertra afnota.
-
28. maí 2025 /Mál nr. 117/2024 - Úrskurður
Krafa leigusala í tryggingu leigjanda vegna viðskilnaðar við lok leigutíma.
-
-
-
-
28. maí 2025 /1279/2025. Úrskurður frá 28. maí 2025
Deilt var um rétt til aðgangs að viðauka með bréfi HS Veitna hf. til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Ráðuneytið afhenti bréfið en synjaði beiðni um aðgang að viðaukanum á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin taldi að þótt fallast mætti á að upplýsingarnar sem skjalið hefði að geyma vörðuðu viðskiptahagsmuni HS Veitna hf. teldi nefndin að þær vörðuðu ekki mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni með þeim hætti að sanngjarnt væri og eðlilegt að þær færu leynt. Var því lagt fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að gagninu.
-
28. maí 2025 /Mál nr. 101/2024 - Úrskurður
Krafa leigjanda um endurgreiðslu tryggingarfjár og leigu.
-
-
28. maí 2025 /1278/2025. Úrskurður frá 28. maí 2025
Deilt var um afgreiðslu sveitarfélags á erindi, sem stílað var á tiltekinn formann, með beiðni um upplýsingar í tengslum við að formaðurinn hefði deilt upplýsingum um kærur til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem kærendur hefðu ekki samþykkt að hann gerði. Kærendur vildu því vita hvaða upplýsingum hann hefði deilt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi, varðandi þau gögn sem sveitarfélagið hafði afmarkað beiðnina við, að afgreiðsla beiðni um þau gögn hefði verið afgreidd á röngum lagagrundvelli. Var beiðni kærenda því vísað til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.
-
-
-
28. maí 2025 /1277/2025. Úrskurður frá 28. maí 2025
Deilt var um afgreiðslu sveitarfélags á erindi, sem stílað var á tvo starfsmenn sveitarfélagsins, með beiðni um upplýsingar í tengslum við að starfsmennirnir hefðu fengið upplýsingar um kærur til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem ekki hefðu beinst að starfsmönnunum heldur öðrum. Kærendur vildu því vita hvaða upplýsingar starfsmennirnir hefðu fengið. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að sveitarfélagið hefði ekki afmarkað beiðni kærenda með fullnægjandi hætti við öll þau gögn sem kynnu að liggja fyrir og falla undir beiðnina. Varðandi þau gögn sem sveitarfélagið hafði afmarkað beiðnina við taldi nefndin að afgreiðsla beiðni um þau gögn hefði verið afgreidd á röngum lagagrundvelli. Var beiðni kærenda því vísað til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.
-
-
28. maí 2025 /1276/2025. Úrskurður frá 28. maí 2025
Deilt var um rétt til aðgangs að gagni með upplýsingum um fundi Sorpu bs. og tilgreinds fyrirtækis á árinu 2023, og öllum bréfaskiptum og tölvupóstssamskiptum starfsmanna Sorpu og fyrirtækisins á tilgreindu tímabili. Kæranda var afhent yfirlit yfir fundi að hluta en beiðni um bréfaskipti og tölvupóstssamskipti var hafnað á þeim forsendum að þau vörðuðu samkeppnishagsmuni Sorpu og mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni tilgreinda fyrirtækisins, auk þess sem umfang beiðninnar væri slíkt að Sorpu væri heimilt að hafna því að afgreiða hana á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að Sorpu hefði verið rétt, áður en beiðninni var hafnað með vísan til umfangs hennar, að gefa kærandi tækifæri til að afmarka beiðni sína með öðrum hætti áður en henni var hafnað. Var beiðninni því vísað til Sorpu til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.
-
-
28. maí 2025 /Mál nr. 83/2025-Úrskurður
Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn um greiðsluþátttöku í tannréttingum.
-
-
28. maí 2025 /Mál nr. 324/2025-Úrskurður
Kærufrestur. Kæru A vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála.
-
-
28. maí 2025 /Mál nr. 91/2025-Úrskurður
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja kæranda um greiðsluþátttöku vegna lýtalækninga.
-
28. maí 2025 /Mál nr. 108/2025-Úrskurður
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga.
-
28. maí 2025 /Mál nr. 88/2025-Úrskurður
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um greiðsluþátttöku vegna lýtalækninga.
-
28. maí 2025 /Mál nr.. 80/2025-Úrskurður
Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.
-
28. maí 2025 /Mál nr. 67/2025-Úrskurður
Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.
-
28. maí 2025 /Mál nnr. 55/2025-Úrskurður
Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um fjárhæð greiðslna vegna tannlæknakostnaðar
-
28. maí 2025 /Mál nr. 682/2024-Úrskurður
Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í tannlækningum.
-
-
26. maí 2025 /Úrskurður nr. 5/2025
Útdráttur: Kærð var ákvörðun embættis landlæknis um að synja kæranda um starfsleyfi sem sálfræðingur. Kærandi byggði á því að hún ætti rétt á starfsleyfi á grundvelli reglugerðar nr. 510/2020 þar sem hún hefði lokið námi og starfað sem sálfræðingur í Hollandi. Embætti landlæknis taldi að meta ætti nám hennar samkvæmt reglugerð nr. 1130/2012, sem gildir um starfsleyfi sálfræðinga á Íslandi, og synjaði umsókn hennar, m.a. á grundvelli umsagnar frá sálfræðideild Háskóla Íslands. Í niðurstöðu ráðuneytisins kom fram að þegar metið væri hvort einstaklingur ætti rétt á viðurkenningu á faglegri menntun eða hæfi samkvæmt reglugerð nr. 510/2020 þyrfti að ganga úr skugga um hvort um sama starf væri að ræða, af gögnum málsins mætti ráða að embætti landlæknis hefði ekki gert það. Ef ekki væri um sama starf að ræða ætti að meta umsókn kæranda samkvæmt íslenskum reglum. Kærandi hafði stundað nám bæði á Íslandi og erlendis. Sem ríkisborgari EES-ríkis ætti kærandi rétt á að umsókn hennar væri metin í samræmi við 30. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðisins þannig að kærandi ætti rétt á að umsókn hennar væri metin á grundvelli innlendra réttarreglna og að tillit væri tekið til þess náms sem hún hefur stundað erlendis. Þar sem hvort tveggja hafði ekki verið gert var ákvörðun embættis landlæknis felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka mál kæranda fyrir að nýju.
-
26. maí 2025 /Matsmál nr. 1/2025, úrskurður 20. maí 2025
Rangárþing ytra gegn Boga Pétri Thorarensen Jóni Thorarensen Sólveigu Thorarensen og Steinari Thorarensen
-
23. maí 2025 /Mál nr. 48/2025 Úrskurður 23. maí 2025
Beiðni um eiginnafnið Alexia (kvk.) er samþykkt og skal fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Alexía.
-
23. maí 2025 /Mál nr. 47/2025 Úrskurður 23. maí 2025
Beiðni um eiginnafnið Nísa (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
23. maí 2025 /Mál nr. 46/2025 Úrskurður 23. maí 2025
Beiðni um eiginnafnið Míkah (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
-
23. maí 2025 /Mál nr. 44/2025 Úrskurður 23. maí 2025
Beiðni um eiginnafnið Lýðgerður (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
23. maí 2025 /Mál nr. 43/2025 Úrskurður 23. maí 2025
Beiðni um eiginnafnið Theadóra (kvk.) er samþykkt og skal fært á mannanafnaskrá.
-
23. maí 2025 /Mál nr. 42/2025 Úrskurður 23. maí 2025
Beiðni um eiginnafnið Fenix (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
22. maí 2025 /Nr. 399/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um endurnýjun á dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, sbr. 61. gr. laga um útlendinga, er staðfest. Einnig er staðfest ákvörðun stofnunarinnar um brottvísun og tveggja ára endurkomubann, sbr. 2. mgr. 98. gr. og 2. mgr. 101. gr. laga um útlendinga.
-
22. maí 2025 /Nr. 415/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að dvalarleyfi sem kæranda var veitt teljist vera fyrsta dvalarleyfi samkvæmt 51. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
22. maí 2025 /Nr. 419/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa frá endurtekinni umsókn kæranda og ákvarða honum brottvísun og endurkomubann er staðfest.
-
22. maí 2025 /Nr. 412/2025 Úrskurður
Ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að frávísa kæranda á grundvelli d-liðar 1. mgr. 106. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
16. maí 2025 /Mál nr. 117/2025-Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann mætti ekki á boðaðan kynningarfund hjá stofnuninni
-
16. maí 2025 /Mál nr. 116/2025-Úrskurður
Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda þar sem hann mætti ekki í boðað viðtal hjá stofnuninni.
-
16. maí 2025 /Mál nr.. 109/2025-Úrskurður
Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði þar sem hún mætti ekki á boðaðan kynningarfund.
-
16. maí 2025 /Mál nr. 104/2025-Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði vegna ófullnægjandi mætingar á boðað námskeið.
-
16. maí 2025 /Mál nr. 90/2025-Úrskurður
Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði þar sem hann mætti ekki á boðaðan fund hjá stofnuninni.
-
16. maí 2025 /Mál nr. 57/2025-Úrskurður
Almenn skilyrði. Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda og að innheimta ofgreiddar bætur þar sem hann var ekki staddur hér á landi.
-
15. maí 2025 /1275/2025. Úrskurður frá 15. maí 2025
Mál þetta varðaði beiðni um aðgang að gögnum um fjölda þvingunaraðgerða og dagsekta Vinnueftirlitsins á nokkurra ára tímabili. Vinnueftirlitið kvað að ekki lægi fyrir gagn með þeim upplýsingum sem beiðnin varðaði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga í efa fullyrðingu Vinnueftirlitsins að gagn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir lægi ekki fyrir í vörslu stofnunarinnar. Þá taldi nefndin að stofnuninni væri óskylt að taka upplýsingarnar saman fyrir kæranda. Var afgreiðsla Vinnueftirlitsins á beiðni kæranda því staðfest.
-
15. maí 2025 /1274/2025. Úrskurður frá 15. maí 2025
Deilt var um rétt til aðgangs að gagni í vörslu Fjarðabyggðar sem hefði að geyma drög að kerfi til að meðhöndla mál sem varða ágang búfjár. Ákvörðun Fjarðabyggðar að takmarka aðgang kæranda að gagninu var byggð á því að um vinnugagn væri að ræða samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 8. gr. sömu laga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gagnið með það fyrir augum að leggja mat á hvort skilyrði upplýsingalaga um vinnugögn væru uppfyllt. Nefndin taldi öll skilyrði laganna vera uppfyllt og að Fjarðabyggð hefði þannig verið heimilt að takmarka aðgang að gagninu. Ákvörðun sveitarfélagsins var því staðfest.
-
15. maí 2025 /Mál nr. 661/2024-Úrskurður
Staðfestur úrskurður umdæmisráðs um umgengni kæranda við börn hans.
-
15. maí 2025 /1273/2025. Úrskurður frá 15. maí 2025
Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum í vörslu sveitarfélags. Ákvörðun sveitarfélagsins að takmarka aðgang kærenda að gögnunum byggðist á því að um vinnugögn væri að ræða í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 8. gr. sömu laga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin með það fyrir augum að leggja mat á hvort skilyrði upplýsingalaga um vinnugögn væru uppfyllt. Nefndin taldi hluta af þeim gögnum sem aðgangur hefði verið takmarkaður að uppfylla þau skilyrði. Önnur uppfylltu ekki skilyrðin, ýmist þar sem um væri að ræða gögn sem stöfuðu frá kærendum sjálfum eða gögnin hefðu ekki að geyma samskipti sem miðuðu að því að móta afstöðu sveitarfélagsins til viðkomandi máls. Var því lagt fyrir sveitarfélagið að veita aðgang að þeim gögnum, en ákvörðun sveitarfélagsins að öðru leyti staðfest.
-
14. maí 2025 /Mál nr. 26/2025-Úrskurður
Hjálpartæki. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um styrk til kaupa á vinnustólum.
-
14. maí 2025 /Mál nr. 43/2025-Úrskurður
Slysatrygging/miski. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 8 stiga varanlegan miska vegna slyss.
-
14. maí 2025 /Mál nr. 50/2025-Úrskurður
Slysatryggingar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga.
-
14. maí 2025 /Mál nr. 56/2025-Úrskurður
Hjálpartæki. Felld úr gildi synjun Sjúkratrygginga Íslands um styrk til kaupa á rafknúnum hjólastóls og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar.
-
14. maí 2025 /Mál nr. 60/2025-Úrskurður
Sjúklingatrygging. Felld úr gildi afgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands á umsókn um greiðsluþátttöku vegna læknismeðferðar erlendis. Málinu vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar.
-
14. maí 2025 /Mál nr. 107/2025-Úrskurður
Formannmarki. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála.
-
-
14. maí 2025 /Mál nr. 657/2024-Úrskurður
Slysatrygging/miski. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 10 stiga varanlegan miska vegna slyss og varanlegur miski ákvarðaður 12 stig.
-
13. maí 2025 /1/2024 A gegn Listaháskóla Íslands
Kæra til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema. Kærandi kærði framangreinda ákvörðun til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema 20. júní 2024.
-
13. maí 2025 /3/2024 A gegn Háskólanum í Reykjavík
Kæra til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema. Kærandi kærði framangreinda ákvörðun til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema 8. nóvember 2024.
-
13. maí 2025 /Úrskurður nr. 4/2025
Útdráttur: Kærð var ákvörðun embættis landlæknis um að synja kæranda um CCPS-vottorð á þeim grundvelli að hún hefði ekki fengið útgefið námslokavottorð frá Landspítala vegna sérnámsins, sem þarf að hluta til að stunda erlendis. Kærandi hafði áður fengið útgefið sérfræðileyfi í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Í málinu lá meðal annars fyrir umsögn kennsluráðs í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum þar sem fram kom það mat ráðsins að það teldi að kærandi hefði að fullu lokið sérnámi í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum í samræmi við gildandi marklýsingu á Íslandi um námið. Hins vegar taldi kennsluráðið sér ekki fært að gefa út námslokavottorð vegna námsins þar sem ekki er í boði að stunda allt námið á Landspítala, þrátt fyrir að marklýsing gildi um námið í heild sinni. Í niðurstöðu ráðuneytisins kom fram að samkvæmt eldri reglugerð, sem gilti um atvik í máli kæranda, hefði ekki verið gerð krafa um námslokavottorð heldur væri aðeins gerð krafa um að umsækjandi hefði að fullu lokið námi. Var það niðurstaða ráðuneytisins með hliðsjón af framangreindu, svo og dómi EFTA-dómstólsins í máli nr. E-17/20, að skilyrði fyrir útgáfu CCPS-vottorðs væru uppfyllt í tilfelli kæranda og lagði fyrir embætti landlæknis að gefa út slíkt vottorð til handa kæranda.
-
08. maí 2025 /Mál nr. 102/2025-Úrskurður
Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um að synja umsókn kæranda um greiðslur úr sjóðnum. Ekki í samfelldu starfi á innlendum vinnumarkaði í sex mánuði fyrir fæðingardag barns.
-
08. maí 2025 /Mál nr. 202/2025-Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá þar sem kærufrestur var liðinn.
-
08. maí 2025 /Mál nr. 121/2025-Úrskurður
Akstursþjónusta fatlaðs fólks. Felld úr gildi synjun Reykjavíkurborgar á umsókn kæranda um akstursþjónustu. Málið ekki upplýst nægjanlega og því vísað aftur til nýrrar meðferðar sveitarfélagsins.
-
08. maí 2025 /Mál nr. 18/2023-Úrskurður
Ráðning í starf. Stjórnvald. Mismunun á grundvelli kyns. Ekki fallist á brot. Málskostnaður.
-
-
-
-
08. maí 2025 /Mál nr. 156/2025-Úrskurður
Félagslegt leiguhúsnæði. Staðfest ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja kæranda um áframhaldandi áfangasamning vegna félagslegs leiguhúsnæðis.
-
08. maí 2025 /Mál nr. 41/2025 Úrskurður 8. maí 2025
Beiðni um eiginnafnið Gúníta (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
08. maí 2025 /Mál nr. 40/2025 Úrskurður 8. maí 2025
Beiðni um eiginnafnið Dawn (kvk.) er samþykkt og skal fært á mannanafnaskrá.
-
08. maí 2025 /Mál nr. 39/2025 Úrskurður 8. maí 2025
Beiðni um eiginnafnið Ljósynja (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
08. maí 2025 /Mál nr. 38/2025 Úrskurður 8. maí 2025
Beiðni um eiginnafnið Haukrún (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
08. maí 2025 /Mál nr. 37/2025 Úrskurður 8. maí 2025
Beiðni um eiginnafnið Dania (kvk.) er samþykkt og skal fært á mannanafnaskrá.
-
08. maí 2025 /Mál nr. 35/2025 Úrskurður 8. maí 2025
Beiðni um eiginnafnið Deimos (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
08. maí 2025 /Mál nr. 34/2025 Úrskurður 8. maí 2025
Beiðni um eiginnafnið Bölmóður (kk.) er hafnað.
-
08. maí 2025 /Mál nr. 33/2025 Úrskurður 8. maí 2025
Beiðni um eiginnafnið Frey er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn.
-
08. maí 2025 /Mál nr. 32/2025 Úrskurður 8. maí 2025
Beiðni um eiginnafnið Beth (kvk.) er samþykkt og skal fært á mannanafnaskrá.
-
-
08. maí 2025 /Mál nr. 30/2025 Úrskurður 8. maí 2025
Beiðni um eiginnafnið Einsa (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
08. maí 2025 /Mál nr. 29/2025 Úrskurður 8. maí 2025
Beiðni um eiginnafnið Árey (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
07. maí 2025 /Mál nr. 81/2024 - Úrskurður
Leigusala heimilt að ráðstafa tryggingarfé vegna viðskilnaðar leigjanda. Bótakrafa leigjanda.
-
07. maí 2025 /Nr. 379/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Grikklands er staðfest.
-
07. maí 2025 /Mál nr. 128/2025-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Úrskurðarnefndin telur rétt að kærandi gangist undir sérhæft mat á möguleikum til endurhæfingar áður en til örorkumats kemur.
-
07. maí 2025 /Mál nr. 656/2024-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Úrskurðarnefndin telur rétt að kærandi láti reyna á endurhæfingu áður en til örorkumats kemur.
-
07. maí 2025 /Mál nr. 157/2025-Úrskurður
Bifreiðamál. Styrkur til bifreiðakaupa. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um uppbót/styrk til bifreiðakaupa og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til mats á göngugetu kæranda. Að mati úrskurðarnefndar var málið ekki nægjanlega upplýst áður kærð ákvörðun var tekin.
-
07. maí 2025 /Mál nr. 74/2025-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.
-
07. maí 2025 /Mál nr. 103/2025-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma örorkulífeyris kæranda. Að mati úrskurðarnefndar velferðarmála lágu ekki fyrir gögn sem staðfestu að kærandi hafi uppfyllt læknisfræðileg skilyrði örorku fyrir þann tíma sem Tryggingastofnun miðaði við.
-
07. maí 2025 /Mál nr. 101/2025-Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Úrskurðarnefndin telur rétt að kærandi láti reyna á endurhæfingu áður en til örorkumats kemur.
-
-
07. maí 2025 /Nr. 378/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
07. maí 2025 /Nr. 376/2025 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
06. maí 2025 /Úrskurður nr. 6/2025 um ákvörðun Fiskistofu að synja beiðni um bakfærslu aflaheimilda.
Aflahlutdeild. Framsal aflahlutdeilda. Samþykki eigenda. Endurupptaka. Afturköllun.
-
30. apríl 2025 /1272/2025. Úrskurður frá 30. apríl 2025
Deilt var um rétt til aðgangs að samningi Vestmannaeyjabæjar við Studio Olafur Eliasson um gerð minnisvarða. Með hinni kærðu ákvörðun var kæranda veittur aðgangur að samningnum en strikað hafði verið yfir upplýsingar um kaupverð og viðaukum við samninginn haldið eftir með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Studio Olafur Eliasson. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að ekki hefði verið sýnt fram á að yrðu upplýsingarnar gerðar opinberar myndi það valda Studio Olafur Eliasson tjóni. Þá vörðuðu upplýsingar um kaupverð ráðstöfun opinberra fjármuna sem almenningur hefði hagsmuni af að vera upplýstur um. Var því lagt fyrir Vestmannaeyjabæ að veita kæranda aðgang að samningnum í heild sinni.
-
30. apríl 2025 /Mál nr. 85/2025-Úrskurður
Viðurlög. Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði vegna ótilkynntra tekna. Einnig staðfest ákvörðun stofnunarinnar um innheimtu ofgreiddra atvinnuleysisbóta.
-
30. apríl 2025 /Mál nr. 189/2025-Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá þar sem hún barst meira en ári eftir að ákvörðun var tilkynnt kæranda.
-
30. apríl 2025 /Mál nr. 69/2025-Úrskurður
Biðtími. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði. Starfi sagt upp án gildra ástæðna.
-
30. apríl 2025 /Mál nr. 68/2025-Úrskurður
Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að setja greiðslu atvinnuleysisbóta til kæranda á bið. Kærandi hafði ekki áunnið sér rétt til nýs bótatímabils. Hluta vísað frá þar sem kærufrestur var liðinn.
-
30. apríl 2025 /Mál nr. 61/2025-Úrskurður
Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda þar sem hann mætti ekki á boðað námskeið.
-
30. apríl 2025 /Mál nr. 59/2025-Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra atvinnuleysisbóta. Tekjur hærri en tekjuáætlun gerði ráð fyrir.
-
30. apríl 2025 /Mál nr. 51/2025-Úrskurður
Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda þar sem hún mætti ekki á boðaðan fund hjá stofnuninni.
-
30. apríl 2025 /1271/2025. Úrskurður frá 30. apríl 2025
Deilt var um afgreiðslu sveitarfélags á erindi sem meðal annars fól í sér beiðni um gögn með upplýsingum um aðkomu tveggja starfsmanna að meðferð erindis sem kærendur hefðu beint til sveitarfélagsins. Kæruefni í málinu var afmarkað við gögn sem orðið hefðu til þegar starfsmenn sveitarfélagsins unnu að umsögn fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna annarra kærumála kærenda hjá nefndinni. Sveitarfélagið teldi að gögnin væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að um rétt kærenda til aðgangs að gögnunum færi samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga. Þar sem beiðnin hefði verið afgreidd á röngum lagagrundvelli var henni vísað til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Öðrum hluta beiðni kærenda var einnig vísað til nýrrar meðferðar og afgreiðslu þar sem sveitarfélagið hefði ekki afmarkað beiðnina með réttum hætti.
-
30. apríl 2025 /Mál nr. 49/2025-Úrskurður
Ótekinn biðtími. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að setja greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda á bið. Kærandi hafði ekki áunnið sér rétt til nýs bótatímabils.
-
30. apríl 2025 /1270/2025. Úrskurður frá 30. apríl 2025
Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum í vörslu Samgöngustofu sem vörðuðu ábendingar og athuganir á tilteknum flugmanni og félagi. Ákvörðun Samgöngustofu var einkum byggð á því að gögnin vörðuðu einkamálefni flugmannsins sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt samkvæmt 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að með vísan til þess að gögnin vörðuðu grun um að flugmaðurinn hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi teldust þau varða einkamálefni hans, og að upplýsingar af því tagi væru samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær ættu ekki erindi við þorra manna. Nefndin taldi því að gögnin féllu í heild sinni undir 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og staðfesti ákvörðun Samgöngustofu.
-
30. apríl 2025 /Mál nr. 45/2025-Úrskurður
Ótekin viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að setja greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda á bið. Kærandi hafði ekki áunnið sér rétt til nýs bótatímabils. Hluta vísað frá þar sem kærufrestur var liðinn.
-
30. apríl 2025 /Mál nr. 40/2025-Úrskurður
Ótekinn biðtími. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að setja greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda á bið vegna ótekins biðtíma frá fyrri umsókn. Hluta vísað frá þar sem kærufrestur var liðinn.
-
30. apríl 2025 /Mál nr. 113/2025-Úrskurður
Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um að synja kæranda um heimild til greiðsluaðlögunar.
-
30. apríl 2025 /Mál nr. 35/2025-Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra atvinnuleysisbóta. Tekjur hærri en tekjuáætlun gerði ráð fyrir.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.