Úrskurðir og álit
-
29. júní 2021 /Synjun um rétt til að nota starfsheitið kennari
Ákvörðun Menntamálastofnunar um að synja umsókn kæranda um útgáfu leyfisbréfs er staðfest.
-
29. júní 2021 /1016/2021. Úrskurður frá 26. maí 2021.
Deilt var um afgreiðslu kærunefndar útlendingamála á beiðni kæranda um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar í málum er varða flóttabörn. Kærunefndin taldi ljóst að beiðni kæranda hafi verið reist á 33. gr. upplýsingalaga og að samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laganna sæti slíkar ákvarðanir ekki endurskoðunar úrskurðarnefndarinnar um upplýsingamál og því bæri að vísa kærunni frá. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að stjórnvaldi sé almennt ekki heimilt að synja beiðni um upplýsingar eingöngu á grundvelli 33. gr. upplýsingalaga án þess að taka fyrst afstöðu til beiðninnar á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna nema fyrir liggi með skýrum hætti að þær upplýsingar sem farið er fram á séu undirorpnar takmörkunum samkvæmt upplýsingalögum. Þar sem slíkt mat hafði ekki farið fram skorti að mati nefndarinnar á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda. Ákvörðun kærunefndar útlendingamála var því felld úr gildi og lagt fyrir kærunefndina að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.
-
29. júní 2021 /1015/2021. Úrskurður frá 26. maí 2021.
A fréttamaður, kærði synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum sem tengdust samskiptum ráðuneytisins og ríkisskattstjóra varðandi rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um raunverulegt eignarhald. Að mati úrskurðarnefndarinnar uppfylltu gögnin ekki skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugögn, sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt til aðgangs að gögnunum enda fengi nefndin ekki séð að aðrar takmarkanir upplýsingalaga ættu við um gögnin. Lagt var fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að tölvupóstssamskiptum ráðuneytisins við ríkisskattstjóra, dags. 6. nóvember til 10. nóvember 2020.
-
29. júní 2021 /1014/2021. Úrskurður frá 26. maí 2021.
Deilt var um afgreiðslu Dalvíkurbyggðar á beiðni kærenda um aðgang að útgefnu byggingarleyfi og mæliblaði vegna hæðakvóta tveggja lóða. Að mati úrskurðarnefndarinnar skorti að tekin hefði verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kærenda á grundvelli upplýsingalaga og beiðnin því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða. Ákvörðunin var því felld úr gildi og lagt fyrir Dalvíkurbyggð að taka málið til nýrrar meðferðar en kærunni vísað frá að öðru leyti.
-
29. júní 2021 /1013/2021. Úrskurður frá 26. maí 2021.
A blaðamaður, kærði ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni hans um aðgang að stefnu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ríkislögmanni að ákvæði laga um meðferð einkamála giltu um stefnur í dómsmálum í vörslu embættisins. Var komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingalög giltu um afgreiðslu embættisins á beiðninni. Synjun ríkislögmanns byggðist fyrst og fremst á því að upplýsingar í stefnunum væru undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni stefnanda, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin geymdu ekki slíkar upplýsingar og var því lagt fyrir ríkislögmann að veita aðgang að stefnunum.
-
-
29. júní 2021 /Mál nr. 27/2021-Úrskurður
Tímabundinn leigusamningur: Ráðstöfun tryggingarfjár vegna leigu.
-
-
-
-
28. júní 2021 /Matsmál nr. 14/2019, úrskurður 5. nóvember 2020
Blönduósbær gegn Finnboga Ottó Guðmundssyni og Jóni Guðmundssyni
-
28. júní 2021 /Matsmál nr. 1/2020, úrskurður 31. maí 2021
Íslenska ríkið og Minjastofnun Íslands gegn Friðjóni Guðjohnsen
-
28. júní 2021 /Úrskurður nr. 6/2021
Staðfest er ákvörðun embættis landlæknis um að svipta A starfsleyfi sem læknir vegna skorts á faglegri hæfni og útgáfu rangra og villandi reikninga, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu.
-
25. júní 2021 /Leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi dráttarvexti af kröfum vegna fasteignaskatta
Reykjavíkurborg, dráttarvextir af kröfum vegna fasteignaskatta
-
25. júní 2021 /Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN19070041
Stjórnsýsla Sveitarfélagsins Hornafjarðar, útleiga fasteigna
-
24. júní 2021 /Mál nr. 222/2021 - Úrskurður
Félagslegt leiguhúsnæði. Staðfest synjun Reykjavíkurborgar á umsókn kæranda um flutning á milli almenns félagslegs leiguhúsnæðis. Ekki veigamiklar ástæður fyrir flutningi.
-
24. júní 2021 /Mál nr. 200/2021 - Úrskurður
Málefni fatlaðra. Felld úr gildi ákvörðun Suðurnesjabæjar um að samþykkja umsókn kæranda um NPA með fyrirvara um fjárveitingu frá ríkissjóði. Ákvæði 5. gr. reglugerðar nr. 1250/2018 um NPA á sér ekki lagastoð.
-
24. júní 2021 /Mál nr. 74/2021 Úrskurður 24. júní 2021
Beiðni um eiginnafnið Matteó (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
24. júní 2021 /Mál nr. 88/2021 - Úrskurður
Húsnæðissjálfseignarstofnun. Frávísun. Ákvörðun um hækkun húsaleigu ekki stjórnvaldsákvörðun
-
23. júní 2021 /Mál nr. 421/2020 - Úrskurður
Örorkubætur. Synjun Tryggingastofnunar ríkisins á umsókn kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur staðfest. Úrskurðarnefndin taldi ekki tilefni til að gera athugasemd við þá niðurstöðu Tryggingastofnunar að kærandi uppfyllti ekki búsetuskilyrði fyrir greiðslum örorkulífeyris.
-
23. júní 2021 /Mál nr. 73/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.
-
23. júní 2021 /Mál nr. 27/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og örorkustyrk. Kærandi uppfyllir hvorki skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli né skilyrði til greiðslu örorkustyrks.
-
23. júní 2021 /Mál nr. 135/2021 - Úrskurður
Umönnunarmat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að ákvarða umönnun sonar kæranda samkvæmt 2. flokki, 43% greiðslur.
-
23. júní 2021 /Mál nr. 122/2021- Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Úrskurðarnefndin telur rétt að kærandi gangist undir sérhæft mat á möguleikum til endurhæfingar áður en til örorkumats kemur.
-
23. júní 2021 /Mál nr. 121/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
22. júní 2021 /Nr. 288/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum tveggja ára endurkomubann er staðfest.
-
22. júní 2021 /Nr. 277/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum fimm ára endurkomubann er staðfest.
-
22. júní 2021 /Nr. 270/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum endurkomubann til landsins í 20 ár er staðfest.
-
22. júní 2021 /Nr. 274/2021 Úrskurður
Ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að frávísa kæranda frá Íslandi er staðfest.
-
22. júní 2021 /Nr. 284/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 70. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
22. júní 2021 /Nr. 254/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum tveggja ára endurkomubann er felld úr gildi.
-
22. júní 2021 /Nr. 269/2021 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku er samþykkt. Ákvörðun Útlendingastofnunar er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar.
-
22. júní 2021 /Nr. 275/2021 Úrskurður
Ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að frávísa kæranda frá Íslandi er felld úr gildi.
-
22. júní 2021 /Nr. 285/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 70. gr. laga um útlendinga er staðfest.
-
22. júní 2021 /Nr. 290/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 78. gr. laga um útlendinga er staðfest.
-
22. júní 2021 /Nr. 283/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 70. gr. laga um útlendinga er staðfest.
-
21. júní 2021 /Mál nr. 73/2021 Úrskurður 21. júní 2021
Beiðni um eiginnafnið Elliot (kk.) er hafnað.
-
21. júní 2021 /Mál nr. 73B/2021 Úrskurður 21. júní 2021
Beiðni um eiginnafnið Elliot (kk.) er hafnað. Vegna þessa máls hefur mannanafnanefnd ákveðið að úrskurða nafnmyndina Ellíot (kk.) á mannanafnaskrá sem eiginnafn.
-
18. júní 2021 /Mál nr. 680/2020 - Úrskurður
Frávísun. Enginn ágreiningur til staðar í málinu þar sem Vinnumálastofnun hafði afturkallað hina kærðu ákvörðun.
-
18. júní 2021 /Mál nr. 663/2020 - Úrskurður
Frávísun. Enginn ágreiningur til staðar í málinu þar sem Vinnumálastofnun hafði afturkallað hina kærðu ákvörðun.
-
18. júní 2021 /Mál nr. 623/2020 - Úrskurður
Frávísun. Enginn ágreiningur til staðar í málinu þar sem Vinnumálastofnun hafði afturkallað hina kærðu ákvörðun.
-
18. júní 2021 /Mál nr. 581/2020 - Úrskurður
Frávísun. Enginn ágreiningur til staðar í málinu þar sem Vinnumálastofnun hafði afturkallað hina kærðu ákvörðun.
-
18. júní 2021 /Mál nr. 565/2020 - Úrskurður
Frávísun. Enginn ágreiningur til staðar í málinu þar sem Vinnumálastofnun hafði afturkallað hina kærðu ákvörðun.
-
18. júní 2021 /Mál nr. 475/2020 - Úrskurður
Frávísun. Enginn ágreiningur til staðar í málinu þar sem Vinnumálastofnun hafði afturkallað hina kærðu ákvörðun.
-
18. júní 2021 /Mál nr. 230/2021 - Úrskurður
Greiðslur í sóttkví. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um greiðslu til kæranda á grundvelli laga nr. 24/2020. Útreikningur stofnunarinnar í samræmi við reiknireglu 6. gr. laganna.
-
18. júní 2021 /Mál nr. 220/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra atvinnuleysisbóta vegna tekna kæranda. Tekjuáætlun ekki í samræmi við rauntekjur.
-
18. júní 2021 /Mál nr. 207/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra atvinnuleysisbóta. Kærandi hafði ekki heimild til að ráða sig til vinnu hér á landi án takmarkana.
-
18. júní 2021 /Mál nr. 184/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Ótilkynnt vinna. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í tvo mánuði og innheimta ofgreiddar bætur.
-
18. júní 2021 /Úrskurður nr. 5/2021
Kærandi kærði málsmeðferð embættis landlæknis í máli á grundvelli 12. gr. laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu. Byggði kærandi m.a. á því að starfsmaður landlæknis hefði verið vanhæfur. Málsmeðferð landlæknis staðfest.
-
18. júní 2021 /Úrskurður nr. 4/2021
Staðfest er ákvörðun Lyfjastofnunar um að synja umsókn um endurnýjun lyfs, sem hafði fengið markaðsleyfi hér á landi á grundvelli gagnkvæmrar viðurkenningar, sbr. 3. mgr. 7. gr. eldri lyfjalaga nr. 93/1994 og IV. kafla reglugerðar nr. 545/2018.
-
18. júní 2021 /Nr. 267/2021 Úrskurður
Fallist er á beiðni kæranda um endurupptöku á máli hans. Ákvörðun Útlendingastofnunar er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til efnismeðferðar.
-
16. júní 2021 /Nr. 271/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
16. júní 2021 /Nr. 263/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
16. júní 2021 /Mál nr. 115/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2019 og ákvörðun að krefja kæranda um endurgreiðslu ofgreiddra bóta.
-
16. júní 2021 /Mál nr. 114/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2019 og ákvörðun að krefja kæranda um endurgreiðslu ofgreiddra bóta.
-
16. júní 2021 /Mál nr. 101/2021 - Úrskurður
Félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða. Staðfest ákvörðun um að synja kæranda um veitingu félagslegs viðbótarstuðnings við aldraða á þeim grundvelli hann uppfyllti ekki skilyrði um að hafa varanlegt búsetuleyfi eða að hafa verið búsettur hér landi í að minnsta kosti tvö ár.
-
16. júní 2021 /Mál nr. 99/2021 - Úrskurður
Endurhæfingarlífeyrir. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um endurhæfingarlífeyri og vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Ekki fallist á að heimilt væri að synja kæranda um endurhæfingarlífeyri á þeim grundvelli að búsetuskilyrði væru ekki uppfyllt í ljósi þeirra gagna sem lágu fyrir í málinu.
-
16. júní 2021 /Mál nr. 81/2021 - Úrskurður
Meðlag. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um greiðslu bráðabirgðameðlags. Skilyrði greiðslna ekki uppfyllt þar sem að börn kæranda eru feðruð.
-
16. júní 2021 /Mál nr. 76/2021 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að hafa milligöngu um meðlagsgreiðslur til barnsföður kæranda. Lögformleg meðlagsákvörðun lá fyrir.
-
16. júní 2021 /Mál nr. 75/2021 - Úrskurður
Formannmarki. Kæru vísað frá þar sem að ekki liggur fyrir stjórnvaldsákvörðun í málinu.
-
16. júní 2021 /Mál nr. 44/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsskylda. Sérleyfissamningur. Viðmiðunarfjárhæð. Valdsvið kærunefndar útboðsmála. Kærufrestur. Óvirkni samnings. Stjórnvaldssekt. Stytting samnings. Skaðabótaskylda.
-
16. júní 2021 /Nr. 273/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Grikklands er staðfest.
-
16. júní 2021 /Nr. 278/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ungverjalands er staðfest.
-
16. júní 2021 /Nr. 268/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ungverjalands er staðfest.
-
16. júní 2021 /Nr. 287/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar, dags. 20. maí 2021, um að fella niður þjónustu við kæranda, er felld úr gildi.
-
16. júní 2021 /Nr. 264/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ungverjalands er staðfest.
-
15. júní 2021 /Mál nr. 66/2021 Úrskurður 15. júní 2021
Beiðni um eiginnafnið Kóbra (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
15. júní 2021 /Nr. 282/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar, dags. 18. maí 2021, um að fella niður þjónustu við kæranda, er felld úr gildi.
-
15. júní 2021 /Nr. 286/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar, dags. 18. maí 2021, um að fella niður þjónustu við kæranda er felld úr gildi.
-
-
14. júní 2021 /Mál nr. 22/2021-Úrskurður
Tímabundinn leigusamningur: Riftun leigjanda. Tryggingarfé.
-
-
-
-
-
10. júní 2021 /Nr. 260/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
10. júní 2021 /Nr. 258/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Grikklands er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
10. júní 2021 /Nr. 246/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
10. júní 2021 /Nr. 245/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
10. júní 2021 /Mál nr. 212/2021 - Úrskurður
Fjárhagsaðstoð. Felld úr gildi ákvörðun Garðabæjar um að synja umsókn kæranda um fjárhagsaðstoð aftur í tímann.
-
10. júní 2021 /Mál nr. 194/2021 - Úrskurður
Fjárhagsaðstoð. Felld úr gildi synjun Reykjavíkurborgar á umsókn kæranda um hækkun á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar. Ekki lagt mat á raunverulegar aðstæður kæranda.
-
-
10. júní 2021 /Nr. 261/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
10. júní 2021 /Nr. 255/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
10. júní 2021 /Nr. 250/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Austurríkis er staðfest.
-
10. júní 2021 /Mál nr. 18/2021 - Úrskurður
Staðfestur úrskurður barnaverndarnefndar um umgengni kæranda við dóttur hennar.
-
10. júní 2021 /Nr. 259/2021 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku máls fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
10. júní 2021 /Nr. 253/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Þýskalands er staðfest.
-
10. júní 2021 /Nr. 257/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ungverjalands er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
10. júní 2021 /Nr. 251/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Rúmeníu er staðfest.
-
10. júní 2021 /Nr. 256/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann aftur til Ungverjalands er staðfest.
-
10. júní 2021 /Nr. 252/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Þýskalands er staðfest.
-
09. júní 2021 /Mál nr. 679/2020 - Úrskurður
Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.
-
09. júní 2021 /Mál nr. 37/2021 - Úrskurður
Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í tannréttingum.
-
09. júní 2021 /Mál nr. 668/2020 - Úrskurður
Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðslu bóta samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.
-
09. júní 2021 /Mál nr. 665/2020 - Úrskurður
Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðslu bóta samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu
-
09. júní 2021 /Mál nr. 29/2021 - Úrskurður
Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í tannlækningum á grundvelli IV. kafla reglugerðar nr. 451/2013, með síðari breytingum.
-
09. júní 2021 /Mál nr. 23/2021 - Úrskurður
Tannlækningar. Staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands um greiðsluþátttöku í kostnaði vegna tannréttinga samkvæmt IV. kafla reglugerðar nr. 451/2013.
-
08. júní 2021 /Leiðbeiningar og álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20070003
Stjórnsýsla sveitarfélagsins Snæfellsbæjar, ágangsfé
-
07. júní 2021 /1012/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.
Deilt var um afgreiðslu kærunefndar útlendingamála á beiðni blaðamanns um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar á tilgreindu tímabili. Kærunefndin brást við beiðni kæranda með því að vísa á heimasíðu kærunefndarinnar þar sem eingungis hluti þeirra úrskurða sem óskað var eftir var birtur. Úrskurðarnefndin tók fram að við slíkar aðstæður bæri kærunefndinni að taka rökstudda afstöðu til þeirra gagna sem út af stæðu með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Þar sem slíkt mat hafði ekki farið fram skorti að mati úrskurðarnefndarinnar á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda. Ákvörðun kærunefndar útlendingamála var því felld úr gildi og lagt fyrir kærunefndina að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.
-
07. júní 2021 /1011/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.
A kærði synjun Herjólfs ohf. á beiðni um nöfn umsækjenda um sumar- og framtíðarstörf háseta og þerna á Herjólfi. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun félagsins með vísan til þess að ekki væri skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, ólíkt því sem gildir um umsækjendur um starf hjá hinu opinbera.
-
07. júní 2021 /1010/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.
Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 979/2021 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum.
-
07. júní 2021 /1009/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.
A fréttamaður, kærði afgreiðslu ríkisskattstjóra á beiðni hans um aðgang að gögnum um skráningu raunverulegra eigenda tveggja lögaðila. Úrskurðarnefndin staðfesti þá niðurstöðu ríkisskattstjóra að afmá tilteknar upplýsingar varðandi annað félaganna. Nefndin vísaði öðrum þætti kærunnar frá með vísan til þess að ekki hafi legið fyrir synjun um beiðni gagnanna. Þá vísaði nefndin frá þeim þætti kærunnar er sneri að upplýsingum í tengslum við gjaldþrot annars félaganna þar sem upplýsingarnar féllu undir sérstakt þagnarskylduákvæði laga nr. 150/2019. Loks taldi úrskurðarnefndin ríkisskattstjóra skylt að verða við beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau væru varðveitt hjá embættinu í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði fyrir fyrir ríkisskattstjóra að afhenda umbeðin gögn á rafrænu formi.
-
07. júní 2021 /1008/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.
Deilt var um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um upplýsingar. Kæran laut að því að sveitarfélagið hafi ekki brugðist við erindi kæranda. Af kæru kæranda sem var afar óljós, mátti hvorki ráða að hvaða beiðni kæranda til sveitarfélagsins hún laut né hvenær hún var lögð fram. Með hliðsjón af fjölda beiðna kæranda til sveitarfélagsins og þess að kærandi brást ekki við beiðni úrskurðarnefndarinnar um frekari upplýsingar að hvaða ákvörðun stjórnsýslukæra kæranda beindist í þessu máli, taldi úrskurðarnefndin sér ekki fært að úrskurða hvort um óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðninnar hafi verið að ræða. Var kærunni því vísað frá nefndinni.
-
07. júní 2021 /1007/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.
A, fréttamaður kærði ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni hans um aðgang að stefnu. Úrskurðarnfendin taldi að þar sem stefnan var ekki hluti af gögnum sem lágu til grundvallar ákvörðun um skipun í embætti yrði synjun um aðgang að henni ekki með beinum hætti reist á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin þær upplýsingar sem fram komu í stefnunni og þegar höfðu verið birtar opinberlega í samræmi við ákvæði 5. mgr. 8. gr. laga nr. 10/2008, ekki verða felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði fyrir ríkislögmann að veita kæranda aðgang að umræddri stefnu, en þó skyldi afmá ákveðnar upplýsingar.
-
07. júní 2021 /1006/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021.
A, fréttamaður, kærði synjun forsætisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að fundargerð ríkisráðs frá 31. desember 2012, á þeim grundvelli að takmarkanir á aðgangi gagnsins skv. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga hefðu fallið niður að átta árum liðnum frá því að það varð til, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna. Forsætisráðuneytið synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að skv. lokamálsl. 3. mgr. 36. gr. laganna taki umrætt ákvæði aðeins til gagna sem verða til eftir gildistöku upplýsingalaga, þ.e. frá og með 1. janúar 2013. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga tæki ekki til umbeðins gagns og staðfesti synjun forsætisráðuneytisins á beiðni kæranda.
-
04. júní 2021 /Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn kæranda um úthlutun byggðakvóta
Byggðakvóti. Skilyrði fyrir úthlutun. Afturköllun stjórnvaldsákvörðunar. Lögvarðir hagsmunir. Frávísun.
-
04. júní 2021 /Mál nr. 491/2020 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra bóta. Kærandi var maki íslensks ríkisborgara hluta af tímabilinu sem endurgreiðslukrafan laut að og þar með undanþeginn kröfu um atvinnuleyfi.
-
04. júní 2021 /Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta.
Byggðakvóti. Viðmiðanir um úthlutun aflaheimilda. Afturköllun stjórnvaldsákvörðunar. Lögvarðir hagsmunir. Frávísun.
-
04. júní 2021 /Mál nr. 174/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í tvo mánuði vegna ófullnægjandi mætingar á námskeið.
-
04. júní 2021 /Mál nr. 156/2021 - Úrskurður
Bótaréttur. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um bótarétt kæranda. Ný gögn í málinu sýndu fram á að ranglega hafi verið staðið að ákvörðun um bótarétt og málinu því vísað til nýrrar meðferðar stofnunarinnar.
-
04. júní 2021 /Mál nr. 129/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í þrjá mánuði þar sem kærandi mætti ekki boðaðan fund hjá þjónustuskrifstofu stofnunarinnar.
-
04. júní 2021 /Mál nr. 120/2021 - Úrskurður
Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í tvo mánuði vegna ófullnægjandi mætingar á námskeið.
-
04. júní 2021 /Mál nr. 116/2021 - Úrskurður
Atvinnuleit í öðru aðildarríki. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að greiða kæranda ekki atvinnuleysisbætur fyrir tiltekið tímabil þar sem hún skráði sig ekki í atvinnuleit hjá vinnumiðlun innan sjö virkra daga frá brottfarardegi. Athugasemd gerð við leiðbeiningar Vinnumálastofnunar en sá annmarki gaf þó ekki tilefni til að breyta hinni kærðu ákvörðun í ljósi skýrs ákvæðis d-liðar 1. mgr. 42. gr. laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar.
-
04. júní 2021 /Mál nr. 78/2021 - Úrskurður
Tekjutengdar atvinnuleysisbætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að kærandi ætti ekki rétt á framlengingu tekjutengdra atvinnuleysisbóta samkvæmt bráðabirgðaákvæði XVIII. kafla laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar.
-
03. júní 2021 /Nr. 242/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Grikklands er staðfest.
-
03. júní 2021 /Nr. 221/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kærenda og barna þeirra um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
-
03. júní 2021 /Nr. 247/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Grikklands er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
03. júní 2021 /Nr. 238/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
03. júní 2021 /Úrskurður nr. 3/2021
Staðfest er ákvörðun embættis landlæknis um að synja umsókn A um tímabundið starfsleyfi sem læknir á grundvelli 11. gr. laga nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn.
-
03. júní 2021 /Nr. 236/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ungverjalands er staðfest.
-
03. júní 2021 /Nr. 187/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ungverjalands er staðfest.
-
03. júní 2021 /Nr. 244/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ungverjalands er staðfest.
-
03. júní 2021 /Nr. 248/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ungverjalands er staðfest.
-
02. júní 2021 /Mál nr. 31/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
-
-
-
02. júní 2021 /Mál nr. 12/2021-Álit
Kostnaður vegna stíflulosunar. Endurgreiðslur til eigenda. Lögmæti aðalfundar.
-
-
-
02. júní 2021 /Mál nr. 51/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar var misræmi í gögnum málsins varðandi mat á andlegri færni kæranda.
-
02. júní 2021 /Mál nr. 33/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
01. júní 2021 /Nr. 174/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum endurkomubann í fjögur ár er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka málið til nýrrar meðferðar.
-
31. maí 2021 /Mál nr. 22/2020 - Úrskurður
Ráðning í starf. Stjórnvald. Mismunun á grundvelli kyns. Sératkvæði. Fallist á brot.
-
31. maí 2021 /Mál nr. 147/2021 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun barnaverndar um að aflétta ekki nafnleynd tilkynningar.
-
31. maí 2021 /Mál nr. 16/2021 - Úrskurður
Staðfestur úrskurður barnaverndarnefndar um umgengni barns við kynmóður.
-
27. maí 2021 /Mál nr. 691/2020 - Úrskurður
Málefni fatlaðra. Felld úr gildi ákvörðun Kópavogsbæjar um að synja beiðni kæranda um sólarhringsþjónustu virka daga í Vinakoti. Athugasemd gerð við þjónustumat sveitarfélagsins og að í hinni kærðu ákvörðun væri hvorki að finna rökstuðning fyrir synjun né leiðbeiningar um kæruheimild til nefndarinnar.
-
27. maí 2021 /Mál nr. 127/2021 - Úrskurður
Fjárhagsaðstoð. Staðfest synjun Reykjavíkurborgar á umsókn kæranda um húsbúnaðarstyrk. Skilyrði 19. gr. reglna sveitarfélagsins um fjárhagsaðstoð ekki uppfyllt.
-
27. maí 2021 /Mál nr. 111/2021 - Úrskurður
Akstursþjónusta. Felld úr gildi synjun Reykjanesbæjar á umsókn kæranda um akstursþjónustu. Fullnægjandi læknisvottorð lá ekki fyrir áður en ákvörðun var tekin í málinu.
-
27. maí 2021 /Mál nr. 97/2021 - Úrskurður
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Staðfest ákvörðun stofnunarinnar um að synja umsókn kæranda um hlutdeildarlán. Kærandi var bæði eigandi íbúðarhúsnæðis og gat fjármagnað kaupin án hlutdeildarláns.
-
27. maí 2021 /Mál nr. 89/2021 - Úrskurður
Fjárhagsaðstoð. Staðfest synjun Reykjavíkurborgar á umsókn kæranda um styrk til greiðslu meðferðarkostnaðar. Kostnaður vegna áfengis- og fíkniefnameðferða fellur ekki undir reglur Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð.
-
27. maí 2021 /Mál nr. 77/2021 - Úrskurður
Fjárhagsaðstoð. Felld úr gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja umsókn kæranda um fjárhagsaðstoð aftur í tímann. Mál kæranda ekki upplýst með fullnægjandi hætti áður en ákvörðun var tekin í því.
-
26. maí 2021 /Mál nr. 4/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Tilboðsgögn. Hæfisskilyrði. Viðbótargögn. Val tilboða. Ógilt tilboð.
-
26. maí 2021 /Mál nr. 49/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Tilboðsgögn. Hæfisskilyrði. Viðbótargögn.
-
26. maí 2021 /Mál nr. 55/2021 - Úrskurður
Uppbót/styrkur til bifreiðakaupa. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um styrk til bifreiðakaupa. Skilyrði 3. tölul. 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 170/2009 um verulega hreyfihömlun ekki uppfyllt.
-
26. maí 2021 /Mál nr. 45/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar var misræmi í gögnum málsins varðandi mat á andlegri færni kæranda.
-
26. maí 2021 /Mál nr. 689/2020 - Úrskurður
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar var ekki nægjanlega útskýrt misræmi milli tveggja skoðunarskýrslna varðandi mat á líkamlegri færni kæranda.
-
26. maí 2021 /Mál nr. 43/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Úrskurðarnefndin telur rétt að kærandi gangist undir sérhæft mat á möguleikum til endurhæfingar.
-
26. maí 2021 /Mál nr. 20/2021 - Úrskurður
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og málinu vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar var misræmi í gögnum málsins varðandi mat á færni kæranda.
-
-
26. maí 2021 /Mál nr. 57/2021 Úrskurður 26. maí 2021
Beiðni um millinafnið Krossá er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
26. maí 2021 /Mál nr. 56/2021 Úrskurður 26. maí 2021
Beiðni um eiginnafnið Gosi (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
26. maí 2021 /Mál nr. 9/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Rammasamningur. Örútboð. Álit á skaðabótaskyldu.
-
26. maí 2021 /Mál nr. 55/2021 Úrskurður 26. maí 2021
Beiðni um eiginnafnið Egilína (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
26. maí 2021 /Mál nr. 54/2021 Úrskurður 26. maí 2021
Beiðni um eiginnafnið Haron (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
26. maí 2021 /Mál nr. 53/2021 Úrskurður 26. maí 2021
Beiðni um eiginnafnið Martel (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
26. maí 2021 /Mál nr. 52/2021 Úrskurður 26. maí 2021
Beiðni um eiginnafnið Elizabeth (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritháttur eiginnafnsins Elísabet (kvk.).
-
26. maí 2021 /Mál nr. 17/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Innanhússamningur. Útboðsskylda. Óvirkni samnings hafnað. Stjórnvaldssekt. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað.
-
25. maí 2021 /Mál nr. 1/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Kærufrestur. Innanhússsamningur. Útboðsskylda. Óvirkni samnings hafnað. Stjórnvaldssekt. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað.
-
-
25. maí 2021 /Mál nr. 52/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Aðkoma fyrirtækis að undirbúningi innkaupa. Jafnræði.
-
25. maí 2021 /Mál nr. 14/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Afturköllun ákvörðunar um val tilboðs. Kröfu um stöðvun samningsgerðar hafnað.
-
25. maí 2021 /Mál nr. 12/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Afturköllun ákvörðunar um val tilboðs. Sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar aflétt.
-
25. maí 2021 /Mál nr. 14/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Útboðsgögn. Tæknilegt hæfi. Fjárhagsleg geta. Skaðabótaskyldu hafnað.
-
25. maí 2021 /Mál nr. 37/2020. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Tilboð. Hæfi bjóðenda. Fylgigögn með tilboði.
-
25. maí 2021 /Nr. 223/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja beiðni kæranda um endurupptöku máls er staðfest.
-
25. maí 2021 /Nr. 127/2021 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja kærendum um dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla við landið, sbr. 78. gr. laga um útlendinga, eru staðfestar.
-
25. maí 2021 /Nr. 231/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 70. gr. laga um útlendinga er staðfest.
-
25. maí 2021 /Nr. 234/2021 Úrskurður
Kæru kæranda á ákvörðun Útlendingastofnunar er vísað frá kærunefnd útlendingamála.
-
25. maí 2021 /Nr. 232/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarskírteini, sbr. 90. og 2. mgr. 92. gr. laga um útlendinga, er staðfest.
-
25. maí 2021 /Nr. 225/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 78. gr. laga um útlendinga er staðfest.
-
25. maí 2021 /Nr. 229/2021 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að veita kæranda og barni hennar dvalarleyfi á grundvelli 70. og 71. gr. laga um útlendinga, að uppfylltum skilyrðum 55. gr. laganna.
-
25. maí 2021 /Nr. 224/2021 Úrskurður
Kæru kæranda á ákvörðun Útlendingastofnunar er vísað frá kærunefnd útlendingamála.
-
20. maí 2021 /Nr. 220/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
20. maí 2021 /Mál nr. 625/2020 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra bóta vegna dvalar kæranda erlendis. Kæra tekin til efnismeðferðar þrátt fyrir að kærufrestur væri liðinn þar sem ekki var leiðbeint um kæruleið og kærufrest. Athugasemd gerð við að Vinnumálastofnun hafi ekki svarað erindi kæranda.
-
20. maí 2021 /Mál nr. 253/2019 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra bóta þar sem kærandi var með opna launagreiðendaskrá. Fallist var á að Vinnumálastofnun hafi borið að upplýsa og leiðbeina kæranda um að henni bæri að skrá sig af launagreiðendaskrá til þess að eiga rétt á greiðslum atvinnuleysisbóta þegar stofnunin fékk upplýsingar um verktakagreiðslur. Sá annmarki gaf þó ekki tilefni til að breyta hinni kærðu ákvörðun í ljósi skýrs ákvæðis 2. mgr. 39. gr. laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar.
-
20. maí 2021 /Mál nr. 100/2021 - Úrskurður
Greiðslur í sóttkví. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um greiðslur til kæranda á grundvelli laga nr. 24/2020. Útreikningur stofnunarinnar ekki í samræmi við 6. gr. laganna.
-
20. maí 2021 /Mál nr. 68/2021 - Úrskurður
Greiðslur í sóttkví. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja umsókn kæranda um greiðslur á grundvelli laga nr. 24/2020. Skilyrði um sóttkví ekki uppfyllt.
-
20. maí 2021 /Mál nr. 64/2021 - Úrskurður
Atvinnuleit í öðru aðildarríki. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda um greiðslu atvinnuleysisbóta á grundvelli 43. gr. laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar. Ekki heimilt að greiða atvinnuleysisbætur á grundvelli U2-vottorðs lengur en í þrjá mánuði
-
20. maí 2021 /Mál nr. 54/2021 - Úrskurður
Greiðslur í sóttkví. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um greiðslur til kæranda á grundvelli laga nr. 24/2020. Útreikningur stofnunarinnar ekki í samræmi við 6. gr. laganna.
-
20. maí 2021 /Mál nr. 53/2021 - Úrskurður
Greiðslur í sóttkví. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um greiðslur til kæranda á grundvelli laga nr. 24/2020. Útreikningur stofnunarinnar ekki í samræmi við 6. gr. laganna.
-
20. maí 2021 /Mál nr. 39/2021 - Úrskurður
Bótatímabil. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að kærandi hafi ekki áunnið sér rétt til nýs bótatímabils.
-
20. maí 2021 /Nr. 216/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
20. maí 2021 /Nr. 217/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar er felld úr gildi. Kæranda er veitt alþjóðleg vernd á grundvelli 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga, sbr. 1. mgr. 40. gr. s.l. Lagt er fyrir stofnunina að veita kæranda dvalarleyfi á grundvelli 73. gr. laga um útlendinga.
-
20. maí 2021 /Nr. 207/2021 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
19. maí 2021 /Mál nr. 13/2021. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Útboð. Fjárhagslegt hæfi. Bindandi samningur. Stöðvunarkröfu hafnað.
-
19. maí 2021 /Mál nr. 7/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Örútboð. Rammasamningur. Bindandi samningur. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað.
-
19. maí 2021 /Mál nr. 2/2021. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Fjárhagslegt hæfi. Tæknilegt hæfi. Bindandi samningur. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað.
-
19. maí 2021 /Mál nr. 666/2020 - Úrskurður
Endurupptaka. Staðfest ákvörðun Tryggingarstofnunar ríkisins um að synja kæranda um endurupptöku ákvarðana um hlutfallslegar greiðslur endurhæfingarlífeyris vegna tímabilsins 1. september 2009 til 28. febrúar 2011. Úrskurðarnefndin taldi að ekki væru veigamiklar ástæður sem mæltu með því að endurupptaka ákvarðanir Tryggingastofnunar.
-
19. maí 2021 /Mál nr. 115/2020 endurupptekið - Úrskurður
Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um endurhæfingarlífeyri og málinu er vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Tryggingastofnun ríkisins bar að líta til búsetu kæranda í Svíþjóð við mat á því hvort búsetuskilyrði voru uppfyllt þegar umsókn um endurhæfingarlífeyri barst stofnuninni.
-
19. maí 2021 /Mál nr. 4/2021 - Úrskurður
Ellilífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um hálfan ellilífeyri. Kærandi uppfyllti ekki það skilyrði fyrir greiðslum hálfs ellilífeyris að vera enn á vinnumarkaði.
-
19. maí 2021 /Mál nr. 028/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja umsókn kæranda um niðurfellingu á endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra bóta. Ekki fallist á að tilefni sé til niðurfellingar endurgreiðslukröfunnar á grundvelli 11. gr. reglugerðar nr. 598/2009.
-
19. maí 2021 /Mál nr. 052/2021 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja umsókn kæranda um niðurfellingu á endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra bóta. Ekki fallist á að tilefni sé til niðurfellingar endurgreiðslukröfunnar á grundvelli 11. gr. reglugerðar nr. 598/2009.
-
18. maí 2021 /Mál nr. 150/2020-Úrskurður
Tímabundinn leigusamningur: Leigusali féllst á að leigutíma lyki fyrr. Samkomulag.
-
-
-
18. maí 2021 /Mál nr. 82/2021 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um greiðslur til kæranda
-
18. maí 2021 /Mál nr. 60/2021 - Úrskurður
Felld úr gildi ákvörðun Tryggingarstofnunar um að synja kæranda um foreldragreiðslur
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.