Hoppa yfir valmynd

Samráðsfundir með innviðaráðherra 2025

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins undir yfirskriftinni Fjárfest í innviðum til framtíðar. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði.

Fundirnir eru opnir öllum en hægt er að skrá sig á einstaka fundi hér að neðan. Fundir eru alla jafna haldnir síðdegis milli kl. 16:00-18:00 og boðið upp á kaffiveitingar á hverjum stað.

Dagskrá

Dagskrá samráðsfunda og skráningarhlekkir.

Dags. Staður  Skráning  Tími  
12. águst Akureyri Opnar fljótlega 16-18
13. águst Borgarnes Opnar fljótlega 16-18
18. águst Reykjanesbær Opnar fljótlega 16-18
19. águst Ísafjörður Opnar fljótlega 16-18
20. águst Selfoss Opnar fljótlega 16-18
25. águst Blönduós Opnar fljótlega 16-18
26. águst Egilsstaðir Opnar fljótlega 16-18
28. águst Innviðaþing Opnar fljótlega allan daginn

Reglulegt samráð

Samráðsfundir eru ekki eina tækifæri íbúa til að hafa áhrif á stefnumótun ráðuneytisins. Stöðumat og valkostir (þ.e. grænbók) og drög að stefnu (þ.e. hvítbók) eru birtar í samráðsgátt stjórnvalda. Þar gefst fólki einnig tækifæri til að senda inn umsagnir og ábendingar. 

Einnig er hægt að senda inn ábendingar í tengslum við þessa fundi á netfang ráðuneytisins - [email protected] 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta