Hoppa yfir valmynd

Ferðavenjukönnun 2022

Ný ferðavenjukönnun var gerð í október og nóvember 2022 en var kynnt vorið 2023. Í könnuninni eru ferðavenjur fólks mældar fyrir alla samgöngumáta og niðurstöður teknar saman fyrir landið allt, einstaka landshluta, sveitarfélög og hverfi þar sem það á við. 

Ferðavenjukönnunin nær til alls landsins, en það var fyrst gert í næstu könnun á undan árið 2019. Sambærilegar kannanir voru gerðar fjórum sinnum áður fyrir höfuðborgarsvæðið. Þau sem stóðu að könnuninni að þessu sinni eru: Innviðaráðuneytið, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), Vegagerðin, Strætó, Skipulagsstofnun, HMS og Betri samgöngur. 

Daglegum ferðum landsmanna í umferðinni fækkar talsvert um land allt samkvæmt nýrri könnun á ferðavenjum Íslendinga sem framkvæmd í lok árs 2022. Daglegar ferðir á mann voru 3,2 að meðaltali á landsvísu eru voru 3,7 árið 2019 þegar síðasta könnun var gerð. Ferðum fækkar í öllum landshlutum og hjá flestum aldurshópum, nema börnum yngri en 17 ára.

Niðurstöður og skýrslur ferðavenjukönnunar 2022

 
 
 

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 8.11.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum