Hoppa yfir valmynd

Markmið jafnréttislaga er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Allt fólk skal eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni. Með kyni í lögunum er átt við konur, karla og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá nema annars sé sérstaklega getið. Sjá nánar um málaflokk jafnréttismála á vef forsætisráðuneytis

Jafnréttisráðgjafi

Innan mennta- og barnamálaráðuneytis starfar jafnréttisráðgjafi, samkv. 15 grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Hlutverk jafnréttisráðgjafans er að fylgjast með því að jafnréttis kynjanna sé gætt í skóla- og uppeldisstarfi, sem og á frístundaheimilum og í íþrótta- og æskulýðsstarfi, og fylgjast með þróun jafnréttismála á þeim sviðum. Þá veitir jafnréttisráðgjafi viðkomandi aðilum ráðgjöf í jafnréttismálum, m.a. um sértækar aðgerðir til að stuðla að jafnrétti kynjanna.

Verkefni og aðgerðir

Í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2020-2023 eru tilgreindar 9 aðgerðir á málefnasviði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Stöðu þeirra verkefna má nálgast í mælaborði framkvæmdaáætlunarinnar.  Ráðuneytið ber einnig ábyrgð á verkefnum í þingsályktun um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess og þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025.

Jafnréttisáætlun

Í mennta- og barnamálaráðuneytinu gildir Jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins. Þar eru markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki Stjórnarráðsins þau réttindi sem kveðið er á um í jafnréttislögum og markmið um innra starf ráðuneyta.

Innra starf

Í ráðuneytinu starfar jafnréttisnefnd sem hefur það hlutverk að sjá um fræðslu og viðburði varðandi jafnréttismál. Þá er starfandi jafnréttisteymi í ráðuneytinu en í því eru fulltrúar af skrifstofum auk jafnréttisfulltrúa og ráðuneytisstjóra. Teyminu er m.a. ætlað leiða og hafa eftirlit með jafnréttisstarfi ráðuneytisins og stofnana þess.


Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum