Hoppa yfir valmynd

Umhverfisstefna umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins

14. apríl 2021 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sjálfbæra þróun og vernd umhverfisins að leiðarljósi í starfsemi sinni.

Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar er liður í daglegu starfi ráðuneytisins til að draga úr álagi á umhverfið. Ráðuneytið mun leitast við að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag með ákvarðanatöku sinni.

Ráðuneytið fylgir lögum og reglum um umhverfismál í allri starfsemi sinni. Til að ná sem bestum árangri eru umhverfisþættir ráðuneytisins vaktaðir og markvisst unnið að umbótum.

Ráðuneytið vinnur samkvæmt umhverfisstjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur ISO 14001 og Grænna skrefa í ríkisrekstri.

Leiðarljós
  • Innkaup ráðuneytisins eru í samræmi við stefnu ríkisins um sjálfbær innkaup og rammasamninga Ríkiskaupa
  • Starfsfólk ráðuneytisins fær reglulega fræðslu um umhverfismál og innra umhverfisstarf ráðuneytisins
  • Minnka kolefnisspor ráðuneytisins m.þ.a. draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með vistvænni samgöngum og auka bindingu
  • Úrgangur er flokkaður og skilað til endurnýtingar eða endurvinnslu. Unnið er markvisst að því að draga úr úrgangi
  • Spilliefnum og hættulegum efnum er fargað á viðeigandi hátt
  • Auðlinda- og efnanotkun er haldið í lágmarki
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum