Hoppa yfir valmynd

Umhverfisvottun

Merkið Græn skref

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur lokið fimmta og síðasta skrefi Grænna skrefa í ríkisrekstri og hlotið vottun umhverfisstjórnunarkerfis ráðuneytisins samkvæmt  ISO 14001:2015 umhverfisvottunarstaðlinum.

Markmið umhverfisstjórnunarkerfisins er að fylgjast reglubundið með frammistöðu ráðuneytisins í umhverfismálum og greina, stýra og draga úr óæskilegum umhverfisáhrifum. Til að fylgjast með framgangi mála setur ráðuneytið sér áætlanir og markmið í umhverfismálum, m.a. í samræmi við markmið í loftslagsstefnu Stjórnarráðsins auk þess að fylgjast sérstaklega með umhverfisþáttum í gegn um grænt bókhald og reglubundnar innri úttektir. Því er svo fylgt eftir með úttektum og vottun viðurkenndra úttektaraðila.

Umhverfisstjórnunarkerfið nær yfir starfsemi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins þar með talið stefnumótun og lagasetningu og daglegan rekstur ráðuneytisins, s.s. hvað varðar samgöngur, innkaup, orkunotkun, sorpflokkun og efnanotkun. Auk þess nær umhverfisstjórnunarkerfið til þeirra hagsmunaaðila og annarra þátta sem geta haft áhrif á að ráðuneytið nái ekki markmiðum sínum í umhverfismálum.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið fékk afhent skírteini BSI (British Standards Institution) fyrir vottun umhverfisstjórnunarkerfis í júlí 2018. Samhliða fékk ráðuneytið staðfestingu Umhverfisstofnunar á að ráðuneytið hefði þar með lokið öllum skrefum Grænna skrefa í ríkisrekstri. Ráðuneytið er fyrsta ráðuneyti Stjórnarráðsins sem lýkur slíkri vottun.

Skírteini  BSI fyrir vottun umhverfisstjórnunarkerfis samkvæmt ISO 14001:2015 fyrir árin 2018 til 2021

Frá fyrstu vottun hefur ráðuneytið árlega gengið í gegnum viðhaldsúttektir og aðeins einu sinni verið skráð frábrigða sem staðfestir að stöðugt er unnið að umbótum í stjórnkerfinu, það er virkt og því er viðhaldið. Árið 2021 fór ráðuneytið í gegnum endurvottun á skírteininu fyrir ISO 14001:2015.

Skírteini BSI fyrir vottun umhverfisvottunarkerfis samkvæmt ISO 14001:2015 fyrir árin 2021 til 2024

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum