Hoppa yfir valmynd

Samgöngustefna umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins

 

Markmið samgöngustefnu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins er að stuðla að því að starfsfólk noti vistvænan og hagkvæman ferðamáta.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið vill leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi og heilsu starfsfólks ráðuneytisins sem og allra landsmanna.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið vill sýna gott fordæmi og efla vitund fólks um vistvænar samgöngur.

Leiðir

  • Ráðuneytið hvetur starfsfólk til að nota almenningssamgöngur til og frá vinnu. Í þeim tilgangi kaupir ráðuneytið strætisvagnakort fyrir það starfsfólk sem að jafnaði notar eða ákveður að nota strætisvagna til að ferðast í og úr vinnu.
  • Ráðuneytið hvetur starfsfólk til að ganga eða hjóla til og frá vinnu. Starfsfólk sem að jafnaði notar slíkan vistvænan samgöngumáta fær greiddan útlagðan kostnað skv. reikningi, t.d. vegna hlífðarfatnaðar, þó að hámarki þá upphæð sem nemur andvirði árskorts í strætisvagna.
  • Ráðuneytið gerir samgöngusamning við þá starfsmenn sem nota vistvænan samgöngumáta.
  • Ráðuneytið mun kappkosta að tryggja góða aðstöðu á vinnustað fyrir þá sem stunda vistvænar samgöngur.
  • Fyrir það starfsfólk sem að jafnaði notar vistvænan samgöngumáta greiðir ráðuneytið leigubílakostnað í neyðartilvikum á vinnutíma, t.d. vegna veikinda barna.
  • Starfsfólk fer gangandi á fundi ef það tekur 10 mínútur eða skemur, annars er notast við leigubíla eða strætisvagna ef það hentar og mun ráðuneytið kaupa staka miða í strætisvagna í því skyni.
  • Þegar pantaðir eru leigu- og/eða bílaleigubílar skal óskað eftir vistvænum bílum
  • Starfsfólk skal samnýta ferðir með leigu- og bílaleigubílum eins og kostur er.
  • Þegar notaðir eru hópferðabílar skal nota vistvæna bíla þegar því verður við komið.
  • Ráðuneytið hvetur starfsfólk til að fjölga síma- og fjarfundum eins og kostur er.
  • Ráðuneytið mun standa fyrir fræðslufundum einu sinni á ári í því skyni að efla vitund starfsfólks um vistvænar samgöngur.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum