Hoppa yfir valmynd

Skipulag umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins

Skrifstofur umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins eru þrjár.

 

Skrifstofa yfirstjórnar hefur umsjón með stýringu og samhæfingu innan ráðuneytisins, auk þess að sinna alþjóðamálum með yfirsýn yfir alþjóðastarf og alþjóðasamninga og norrænt samstarf ráðuneytisins Þá sinnir skrifstofan einnig innri þjónustu, m.a. mannauðs- og gæðamálum og þróun starfseminnar

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar ber m.a. ábyrgð á að koma áherslum ríkisstjórnar og yfirstjórnar ráðuneytisins í framkvæmd með stefnumótun og innleiðingu hennar. en einnig með þróun á lagaramma, reglugerða og skýrra tímasettra markmiða.

Skrifstofa eftirfylgni og fjármála hefur umsjón með þeim framkvæmdum sem heyra beint undir ráðuneytið og eftirlit með framgangi samninga og verkefna. Þá hefur hún eftirlit með nýtingu fjármuna samkvæmt lögum um opinber fjármál og samningagerð við stofnanir og ytri aðila um framkvæmd verkefna.

 

*Skipuritið tekur gildi 1. janúar 2023.

Ótímabundin teymi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins

 

 

Ótímabundin teymi starfa út frá stefnumótandi áherslum þvert á skrifstofur ráðuneytisins.  Teymin og verkefni þeirra eru:

  • Orkuteymi — Stefnumótun og regluverk orkumála (raforku, eldsneytis og varma), raforkumarkaður, orkunýting, jöfnun orkukostnaðar, orkuöryggi, flutnings- og dreifikerfi raforku, orkuskipti og innviðir. 
  • Loftslagsteymi — Stefnumótun og aðgerðir um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis, losunarbókhald gróðurhúsalofttegunda, losun og binding vegna landnotkunar (LULUCF),  stefnumótun og aðgerðir vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum, stefnumótun um kolefnishlutleysi,  viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS), skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum, Loftslagssamningurinn UNFCCC
  • Náttúrverndar- og menningarminjateymi — Landsáætlun um uppbyggingu innviða menningarlegra og sögulegra minja, náttúruvernd, menningarminjar, líffræðileg fjölbreytni, veiðistjórnun, verndar- og orkunýtingaáætlun, þjóðgarðar, aðrar friðlýsingar og friðanir.
  • Hringrásar- og umhverfisgæðateymi — Hringrásarhagkerfið, upplýsingaréttur almennings, landupplýsingar, mat á umhverfisáhrifum, málefni hafsins, mengunarvarnir, erfðabreyttar lífverur, hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit og efnamál. 
  • Náttúruvár-, vöktunar- og rannsóknarteymi — Ofanflóð og önnur náttúruvá, vöktun og rannsóknir.

Sjá einnig upplýsingar um starfsfólk umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum