Skipulag umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins
Skrifstofur umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins eru sex: skrifstofa ráðuneytisstjóra, skrifstofa fjármála og rekstrar, skrifstofa alþjóðamála og samþættingar, skrifstofa landgæða, skrifstofa loftslagsmála og skrifstofa umhverfis og skipulags.
Þverfagleg teymi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins
- Stjórnsýsluteymi - Samráðsvettvangur starfsmanna allra skrifstofa ráðuneytisins sem fara með stjórnsýslumálefni og lögfræðileg álitaefni og vinna að gerð frumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla.
- Stefnumótunarteymi - Samhæfingar-, samráðs- og umræðuvettvangur til að efla og bæta stefnumótunarvinnu ráðuneytisins í tengslum við lög um opinber fjármál.
- Loftslagsteymi - Samhæfingarvettvangur til að stuðla að markvissu og skilvirku flæði upplýsinga um loftslagsmál milli skrifstofa í ráðuneytinu og stuðla að samlegðaráhrifum eftir því sem við á.
- Hringrásarteymi - Umræðu- og samráðsvettvangur skrifstofa ráðuneytisins sem vinna með verkefni sem snerta innleiðingu hringrásarhagkerfisins.
Sjá einnig upplýsingar um starfsfólk umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins.
Um ráðuneytið
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.