Hoppa yfir valmynd
Táknmál

Samgöngur og fjarskipti eru meðal grunnstoða í innviðum þjóðfélagsins. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið ber ábyrgð á uppbyggingu þeirra, viðhaldi og þjónustu ásamt samgöngu- og fjarskiptastofnunum. Árlega er veitt umtalsverðu fjármagni til fjárfestinga í samgöngumannvirkjum. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á að byggja upp öruggt og hraðvirkt fjarskiptakerfi um landið. Þá hefur póstþjónusta breyst með tilkomu rafrænna lausna.

Lögbundin markmið samgangna er að þær séu greiðar, hagkvæmar, öruggar, umhverfislega sjálfbærar og stuðli að jákvæðri byggðaþróun. Stefnumörkun og framkvæmdaáætlun hverju sinni er kynnt í samgönguáætlun og er tekið mið af þjóðhagslegu mikilvægi. Greiðar og öruggar samgöngur eru forsenda lífsgæða. Samgöngur þurfa að vera hagkvæmar fyrir notendur og ríkið sem eiganda innviða. Aðgerðir miða að því að öryggi skili ábata og því er nauðsynlegt að sinna vel öryggisáætlunum allra samgangna. Einnig er leitast við að draga úr umhverfisáhrifum samgangna með margvíslegum aðgerðum, svo sem með því að stytta leiðir og styrkja almenningssamgöngur. Miðast aðgerðir við að Ísland uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar í umhverfismálum.

Góðir samskiptainnviðir eru lykilatriði í velferð og búsetugæðum og grundvöllur að fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Samkeppnishæfni einstakra landsvæða ræðst meðal annars af aðgengi að öruggum háhraðanettengingum við fjarskiptakerfið. Stefna stjórnvalda birtist í fjarskiptaáætlun sem er endurskoðuð reglulega. Þar koma fram áherslur og markmið stjórnvalda. Segir þar að stuðlað skuli að aðgengilegum og greiðum fjarskiptum, hagkvæmum og skilvirkum, öruggum og umhverfisvænum. Þá hefur fjarskiptasjóður það hlutverk að stuðla að uppbyggingu í fjarskiptum á grundvelli fjarskiptaáætlunar.

Póstþjónustan hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og með stórauknum rafrænum samskiptum fækkar stöðugt bréfum sem bera þarf út til viðtakenda. Þannig hefur bréfasendingum innan einkaréttar Íslandspósts fækkað úr tæpum 57 milljónum bréfa í rúmar 22 milljónir eða um 59% frá árinu 2000 til 2017. Saga póstferða á Íslandi er rakin allt aftur til 1776 og fyrstu íslensku frímerkin voru gefin út árið 1873. Gert er ráð fyrir að fyrirhugaðar breytingar á lögum um póstþjónustu afnemi einkarétt á sviði póstþjónustu og opni fyrir samkeppni á póstmarkaði.

Verkefni á sviði samgangna og fjarskipta heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun:

Samgöngu- og fjarskiptamál (Undir þetta málefnasvið falla samgöngumál, fjarskipti og póstmál).

Hagsýslugerð, grunnskrár og upplýsingamál (Undir þetta málefnasvið falla málefni upplýsingasamfélagsins, netöryggismál og málefni Þjóðskrár Íslands).

Samgöngur

Samgöngur eru meðal grunnstoða í innviðum þjóðfélagsins.

Lögbundin markmið samgangna er að þær séu greiðar, hagkvæmar, öruggar, umhverfislega sjálfbærar og stuðli að jákvæðri byggðaþróun. Stefnumörkun og framkvæmdaáætlun hverju sinni er kynnt í samgönguáætlun og er tekið mið af þjóðhagslegu mikilvægi. Greiðar og öruggar samgöngur eru forsenda lífsgæða. Samgöngur þurfa að vera hagkvæmar fyrir notendur og ríkið sem eiganda innviða. Aðgerðir miða að því að öryggi skili ábata og því er nauðsynlegt að sinna vel öryggisáætlunum allra samgangna. Einnig er leitast við að draga úr umhverfisáhrifum samgangna með margvíslegum aðgerðum, svo sem með því að stytta leiðir og styrkja almenningssamgöngur. Miðast aðgerðir við að Ísland uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar í umhverfismálum.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 14.7.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum