Hoppa yfir valmynd

Skip

skipalög tóku gildi 1. júlí 2021. Markmið laganna er að tryggja öryggi íslenskra skipa, áhafna þeirra og farþega, efla varnir gegn mengun frá skipum og tryggja skilvirka skráningu, merkingu, mælingu og eftirlit með skipum. Þá er þeim ætlað að veita stjórnvöldum nægilegar heimildir til að innleiða þær kröfur sem leiða af skuldbindingum samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum Íslands á sviði sjóréttar er lúta að skipum. Verði frumvarpið að lögum er lagt til að það taki gildi 1. júlí 2021.

Einn megintilgangur laganna er að einfalda lagaumhverfi skipa og koma ákvæðum þeirra í ein lög. Koma lögin þannig í stað laga nr. 31/1925 um einkenning fiskiskipa, laga nr. 115/1985 um skráningu skipa, laga nr. 146/2002 um skipamælingar og laga nr. 47/2003 um eftirlit með skipum. Auk þess voru felld úr gildi ýmis sértæk lög sem voru úrelt.

Á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Samgöngustofu er unnið að því að einfalda og uppfæra reglugerðir sem útfæra nánar kröfur sem gerðar eru til skipa þannig að þær verði aðgengilegra fyrir þá sem starfa eftir þessum reglum.

Skipaskrá

Samgöngustofa heldur skrá yfir skip sem skráningarskyld eru hér á landi. Öll skip sem eru 6 m að lengd eða lengri eru skráningarskyld. Við skráningu skipa er þeim gefið skráningar- og umdæmisnúmer. Einnig eru skráðar upplýsingar um kallmerki, fyrra heiti, heimahöfn, smíðastað, gerð, efni, afl vélar, vélartegund, rafspennu, brúttótonn og brúttórúmlestir, lengd, breidd og dýpt auk annarra upplýsinga.

Samgöngustofa gefur út aðalskipaskrá miðað við skráningu 1. janúar hvers árs:

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 15.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum